Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
4. Jóhann H. Ragnarsson, 2í4 v.
o.s.frv.
AUs verða tefldar níu umferðir,
en í síðustu sex umferðunum verða
tefldar kappskákir. í fyrstu þremur
umferðunum urðu óvæntustu úr-
slitin þau að Guðjón Heiðar
Valgarðsson sigraði Sævar Bjarna-
*fen og Kjartan Guðmundsson sigr-
aði Sigurð Pál Steindórsson. Dræm
þátttaka er á mótinu og því greip
skákstjóri til þess ráðs að sameina
áskorenda- og opinn flokk.
„Launalækkun“
Meðan ýmsar stéttir hafa staðið
og standa enn í samningaviðræðum
um launakjör sín er fróðlegt að
velta fyrir sér hvernig „launaþróun-
in“ eða öllu heldur verðlaunaþróun-
in hefur verið hjá stórmeisturum.
Helgi Ólafsson stórmeistari kvaddi
sér hljóðs á uppskeruhátíð Hellis
'öm síðustu helgi í tilefni af glæsi-
legum sigri Hannesar Hlífars á ný-
afstöðnu Reykjavíkurskákmóti.
Hann rifjaði upp, að árið 1986 hefðu
fyrstu verðlaun á Reykjavíkurskák-
mótinu verið $12.000, en að þessu
sinni hefðu þau verið $5.000. Það er
þvi varla hægt að tala um „verð-
launaskrið" í þessu sambandi, nema
þá með öfugum formerkjum.
Sigurðar þáttur
Helgasonar
Einn af þeim mönnum sem fylgd-
ust með Reykjavíkurskákmótinu í
gegnum Netið var Sigurður Helga-
son stærðfræðingur, en hann er
búsettur í Bandaríkjunum. Hann
ræddi við Helga Ólafsson að móti
lokni og lýsti yfir mikilli ánægju
með góðar upplýsingar um mótið á
Netinu og að geta fylgst með helstu
skákum jafnóðum og þær voru
tefldar. Tal þeirra barst að verð-
launum á Reykjavíkurskákmótinu
og þótti Sigurði uppskera Hannes-
ar heldur rýr þegar tekið er mið af
því, að þetta er meðal bestu afreka
íslensks skákmanns. Hann ákvað
þvi að bæta sjálfur við verðlaun
Hannesar og ætlar að tvöfalda
verðlaunaupphæðina, þannig að
Hannes mun í heildina fá $10.000
fyrir afrekið. Það þarf ekki að taka
fram að þessu framtaki Sigurðar
var afskaplega vel fagnað þegar það
var kynnt á uppskeruhátíð Hellis.
Skákmót á næstunni
20.4. SA. Skylduleikjamót
22.4. SA. Páskahraðskákmótið
23.4. Síminn-Internet. Mátnet
25.4. SA. Öldungamót
28.4. Skemmtikvöld skákáhuga-
manna
28.4. SA. 15-mín. mót
30.4. SA. Fischer-klukkumót
Daði Örn Jónsson
%oóJ&\\\^ Brúðhjón
j
Allur boiðbiín(iðui - Glísileg gjafavara - Brilðhjónalislar
~ VERSLUNIN
l.augavi’gi 52, s. 562 4244.
ÞITT FE
Maestro hvarsem
Hl r ÞÚ ERT
FUISiaiR/ MAINIIMFAGNAÐUR
Aðalfundur Þorbjarnar hf.
verður haldinn í húsnæði Slysavarnafélagsins
í Grindavík fimmtudaginn 27. apríl 2000
kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18. gr.
samþykkta félagsins.
Tillaga stjórnar um breytingar á 8. og 10.
grein samþykkta félagsins.
3. Tillaga stjórnar um heimild til hlutafjáraukn-
ingar.
4. Tillaga stjórnar um að félaginu verði heim-
ilað að kaupa eigin hluti, sbr. 2. og 3. mgr.
55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
5. Önnur löglega uppborin mál.
Stjórn Þorbjarnar hf.
Aðalfundur
Aðalfundur Faxamarkaðarins hf. verður hald-
inn á Gauk á Stöng, Tryggvagötu 22, föstudag-
inn 28. apríl kl. 16.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
14. gr. samþykkta félagsins.
Stjórnin.
ÓSKAST KEYPT
Óska eftir að kaupa
æðardún
4Gott verð í boði. Hafið samband við:
E.G. heildverslun,
Stórhöfða 17,
sími 587 7685.
TIL SOLU
Til sölu áhugaverð jörð
á mjög fallegum stad á sunnanverðu
Snæfellsnesi. Jörðin hentar vel hestamönn-
um og útivistarfólki. Jörðin er án framleiðslu-
réttar. Svör berist til auglýsingadeildar Mbl.,
merkt: Jörð — 9553", fyrir 20. april.
-Stálgrindarhús
Atlas Ward stálgrindarhús, sniðin að þínum
þörfum. Vöruhús, vinnsluhús, skólahús o.fl.
Formaco ehf.,
sími 577 2050.
Lyftarar
Til sölu Yale rafmagnslyftarar, árg. 1997 og
1998. Lyftigeta 1,6 tonn, 2,5 tonn og 3,0 tonn.
Ath.: Góðir lánamöguleikar.
^ypplýsingar gefur Gísli í síma 899 1980.
Kæliborð
Til sölu gegn staðgreiðslu 2 stk. kæliborð svo
til ónotuð. Einnig 2 áleggshnífar, hakkavél og
1 stk. kælielement. Uppl. gefur Pétur í síma
569 2000 milli kl. 9 og 17 á virkum dögum.
HUSIMÆOI I BOOI
Barcelona
íbúðirtil leigu í miðborg Barcelona.
Gott fyrir fjölskyldur og hópa.
Upplýsingar í síma 899 5863 f.h. (Helen).
TILBOÐ / UTBOQ
&
Útboð
Mosfellsbær
Tækni- og umhverfissvið Mosfellsbæjar
óskar eftir tilboði í byggingu á 1. áfanga
að grunnskóla við Lækjahlíð í Mos-
fellsbæ. Um er að ræða uppsteypu og
fullnaðarfrágang húss án innréttinga
aukfrágang lóðar.
Heildarstærð mannvirkis (brúttó) 4600
m2, rúmmál 18700 m3.
Helstu magntölur:
Hús:
12600 m2
1350 m3
3130 m2
2900 m2
8300 m2
1400 m2
Mótafletir
Steypa
Holplötur
Þakfletir (flattþak)
Lóð:
Malbikaðir fletir
Hellulögn
Verklok eru 15. júIí 2001.
Útboðsgögn verða afhent gegn 15.000
kr. skilatrygginu á bæjarskrifstofum
Mosfellsbæjar, Þverholti 2.1. hæðfrá og
með 19. apríl nk.
Tilboðum skal skila til umhverfis- og
tæknisviðs Mosfellsbæjar fyrir kl. 11
þann 18. maí nk. og verða þau opnuð í
viðurvist þeirra bjóðenda sem þess
óska.
Bæjarverkfræðingur.
TILK YNNINGAR
Kaupi bækux
Kaupi bækur og bókasöfn.
Upplýsingar í síma 898 9475.
YIVHSLEGT
Ryðfrí smíði
Getum bætt við okkur verkefnum í allri
almennri ryðfrírri smíði. Topp mann-
skapur og aðbúnaður. Föst tiiboð eða
tímavinna.
Vinsamlega leggið inn upplýsingar á
auglýsingadeild Mbl. merkt: „Smíði —
9548", fyrir 22. apríl.
Félagsþjónustan
Námsstyrkir fyrir karla
Félagsþjónustan í Reykjavík veitir á þessu ári
tvo 150 þúsund króna styrki til náms í félags-
ráðgjöfvið Háskóla íslandsfyrir skólaárið
2000—2001. Styrkurinn er eingöngu veittur
karlmönnum, sem stefna að löggiltu starfsrétt-
indanámi ífélagsráðgjöf og hafa lokið a.m.k.
eins árs námi á háskólastigi.
Styrkurinn er kenndur við Þóri Kr. Þórðarson,
prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var
brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykja-
vík. Styrkveitingin er liður í jafnréttisáætlun
Félagsþjónustunnar og miðar að því að fá fleiri
karla til starfa og er jafnframt hluti samstarfs
Félagsþjónustunnar við félagsráðgjöf í Háskóla
íslands.
Umsækjendur þurfa að leggja fram skriflega
umsókn þar sem eftirfarandi atriði koma fram:
• Nafn, kennitala, heimilisfang og fjölskyldu-
aðstæður.
• Upplýsingar um starfs- og námsferil.
• Stutt ritgerð með hugmyndum umsækjanda
umfélagsráðgjöf og mikilvægi þess að karl-
menn laðist að greininni.
Það skilyrði fylgir úthlutun styrksins að styrk-
þegi skuldbindi sig til starfa hjá Félagsþjónust-
unni í a.m.k. tvö ár eftir að starfsréttindanámi
lýkur.
Umsóknarfrestur er til 9. júní nk. Umsóknum
skal skila til skrifstofu félagsmálastjóra, Síðu-
múla 39, 108 Reykjavík (tölvupóstfang:
felags@fel.rvk.is). Sérstök úthlutunarnefnd,
skipuð fulltrúum Félagsþjónustunnar og fél-
agsráðgjöfum við HÍ, velu r væntanlega
styrkþega úr hópi umsækjenda.
Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir
borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur
mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að
upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í
málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu
sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og
kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf
reglulega um starfsemi stofnunarinnar.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. Rb. 4 = 1494188 M.A.*
□ FJÖLNIR 6000041819 I
OB.1. Petrus, I.O.O.F 1804188. 8’/2
kallanir.
□ Hamar 6000041819 I Pf.
□ HLÍN 6000041819 VI
□EDDA 6000041819 III-2
Aðaldeild KFUK,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30. Týndur
sonur snýr heim. Benedikt
Arnkelsson fjallar um efnið. Allar
konur velkomnar.