Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.04.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2000 m----------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ á mbl.is Heimsæktu Stúart litla á mbl.is um páskana og taktu þátt í léttum spurn- ingaleik. Þar með gætir þú átt von á einum þessara vinninga: 10 fjölskyldupakkar frá Kentucky Fried Chicken Playstation vél frá Skífunni. nnm K/CV 5 pör af Puma hlaupaskóm frá Ágústi Ármann. PIHIM' 10 bækur um Stúart litla frá Máli og menningu. Miöar fyrir tvo á kvikmyndina Stúart litli. Kvikmyndin Stúart litli er talsett á íslensku og verður frumsýnd 14. apríl. í Kríla fjölskyldunni eru frú Kríli, herra Kríli og Georg Krfli. Georg langar í bróður og því ákveða hjónakornin að ættleiða dreng. Hins veg- ar rekast þau á Stúart litla sem er klár og vingjarnlegur en afar einmana mús. Hann er snjalí, ákafur og hefur jákvætt viðhorf og það sem meira er... hann er mús með STÓRT hjarta. Tap- og gróðaupp- gjör ESB-aðildar ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja, að hugsunin að baki Evrópusamrunanum og ESB á sér annars vegar öryggispólitísk- ar og hins vegar efna- hagslegar rætur. Evrópuríkin höfðu æ ofan í æ borist á banaspjót með tilheyr- andi mannfalli, eyði- leggingu og fórnum. Napóleon reyndi að sameina álfuna með hervaldi í byrjun 19. aldar. Hitler hóf síðari heimsstyrjöldina 1939 til þess að sameina Evrópu í 1000 ára ríki nasismans. Eftir þessar styrjaldir, einkum síð- ari heimsstyrjöldina var Evrópa í rúst. Blómlegar byggðir voru sviðn- ar, fagrar borgir og mikil iðjuver í rúst, sorg í hverjum ranni vegna mannfalls, sára og limlestinga. Stríðsógæfan hrópaði hvarvetna á aðgerðir til að tryggja frið og ör- yggi og útiloka frekari stríð. „Aldrei aftur“ var viðhorfið sem ástandið kallaði fram. Með samstarfi, sam- vinnu og samruna Evrópuríkja skyldi friðurinn tryggður, og Evrópa ná aftur fyrri áhrifastöðu í heiminum. Þetta var grunnurinn að öryggispólitík Evrópusamrunans eftir stríð. Island var aftur á móti blessunar- lega laust við það hörmungar- ástand, sem örvaði hinn öryggis- pólitíska þátt samrunaþróunar Evrópu. Við höfðum aldrei háð styrjöld og ekki var barist á Islandi. Allt frá lokum Napóleonsstyrja- ldanna höfðum við verið á bresku öryggis- og valdssvæði í skjóli breska flotans þótt við fylgdum hlutleysisstefnu frá fullveldinu 1918. A þessu varð grundvallar- breyting með þríhliða samningi Is- lands, Bandaríkjanna og Bretlands í júlí 1941. Þá yfirgáfum við hlut- leysisstefnuna og fluttumst yfir á bandarískt öryggis- og valdssvæði með samþykki Breta. Þar höfum við verið síðan. Ekki er líklegt að sú staða okkar breytist í fyrirsjáan- legri framtíð. Varnarsamningur okkar við Bandaríkin frá 1951 er kjarninn í öryggismálum okkar og verður það vafalítið lengi enn, hvernig svo sem fer með fyrirkomu- lag og mönnun varnarmannvirkj- anna. Hinar sögulegu forsendur ör- yggispólitísku stefnu Evrópusamrunans eru því utan við okkar sögulega veruleika og eiga því ekki við um okkur. Efnahagslegu ræturnar Líkt og markmið ör- yggispólitísku stefn- unnar var að tryggja frið í álfunni með sam- starfi og endanlega stj órnmálasamruna átti samvinna á sviði efnahagsmála að tengja hagsmuni ríkj- anna. Sameiginlegar aðgerðir til efnahags- legra framfara og gagnkvæmur ábati aðildarríkjanna af efnahags- samvinnu átti að verða hjálpartæki til þess að styrkja enn og treysta ESB Enginn veit, segír Hannes Jónsson, hvern- ig ESB verður eftir breytingarnar. stjórnmálasamrunann og friðinn í álfunni. Segja má, að grunnurinn að þessu efnahagssamstarfi hafi verið lagður af Bandaríkjamönnum, með hinni rausnarlegu Marshall-aðstoð. A ár- inu 1948 var Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu (OEEC) stofnuð til þess að veita efnahagsaðstoðinni viðtöku og skipuleggja hagnýtingu hennar til endurreisnar á grundvelli síaukins viðskiptafrelsis og frjálsra gjaldeyrisviðskipta. Stofnunin var endurskipulögð sem Efnahags- samvinnu- og framfarastofnunin (OECD) 1961 með það meginmark- mið að stuðla að aukinni efnahags- samvinnu og frjálsri heimsverslun. Ut frá þessum fríverslunargrunni mynduðust tvær fylkingar: Fyrst Efnahagsbandalagið, EB sem hefur starfað síðan í ársbyrjun 1958, síðar Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA sem hafa starfað síðan 1960. EB (nú ESB) er afbrigðilegt frí- verslunarbandalag, af því að það er fyrst og fremst yfirþjóðlegt tolla-, styrkja- og haftabandalag með póli- tísk samrunamarkmið. EFTA er aftur á móti hreint fríverslunar- bandalag, sem virðir fullveldi aðild- arríkjanna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. A sjöunda áratugnum hafði dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem þá var við- skiptaráðherra, yfirumsjón með könnun á bestu hagsmunum okkar í sambandi við efnahagsþróunina í Evrópu. Jónas Haralds, hagfræð- ingur, var hans nánasti samverka- maður við rannsóknina. Var þá m.a. Hannes Jónsson Opið: Mánud. - föstud. kl. 13-18. m á m í m ó t•??.tiIamiéja - gaíleri adidas VÖRN FYRIR AUGUN Gleraugu fyrir unga fólkið Gleraugnasalan, Laugavegi 65. ákveðið að við gerðumst aðilar að „hinu almenna samkomulagi um tolla og viðskipti", GATT, árið 1968 en því var fyrir skömmu breytt í Al- þjóðaviðskiptastofnun SÞ, sem vinnur m.a. að frjálsum milliríkja- viðskiptum og afnámi verndartolla. Niðurstaða könnunarinnar var að Efnahagsbandalagið, EB, hentaði ekki okkar hagsmunum en Fríversl- unarsamtök Evrópu, EFTA, gerðu það. Að bestu manna yfirsýn gerð- umst við því aðilar að EFTA 1970 og höfum verið það síðan. í dag er ekkert sem bendir til þess að röng ákvörðun hafi verið tekin árið 1970. Þvert á móti. Tím- inn og reynslan hafa sannað, að okkar bestu hagsmunum var þjónað með því að hafna EB en velja EFTA. Tap og gróði Þrátt fyrir margítrekaðar áskor- anir til talsmanna ESB-aðildar um að þeir geri grein fyrir ábatanum, sem íslenskir hagsmunaaðilar nytu af ESB-aðild umfram það, sem við njótum nú vegna EES, stendur enn á raunhæfu svari þeirra. Hins vegar er tapið augljóst. Má þar m.a. nefna eftirfarandi: 1. Afhenda þarf ESB fullveldi okkar í sjávarútvegsmálum með því að undirgangast sameiginlegu land- búnaðar- og sjávarútvegsstefnuna og þar með að opna efnahagslög- sögu okkar fyrir flota aðildarríkj- anna upp að 12 mílum; fá ESB í hendur stjórn sjávarútvegsmála okkar, kvótaákvörðun og -úthlutun. Ennfremur að svipta okkur samn- ingsréttinum við önnur ríki um sjávarútvegsmál og afhenda hann ESB. 2. Afnema gildandi tolla- og að- flutningsgjaldakerfi en lögleiða ytri toll ESB og afhenda 90% hans sem hluta aðildargjalda okkar til banda- lagsins. 3. Afhenda ESB fullveldi okkar til að gera sjálfstæða fríverslunar-, viðskipta- og tollasamninga við önn- ur ríki eins og t.d. Kanada, Banda- ríkin, Suður-Ameríku- og Asíuríki. 4. Greiða árlega aðildargjöld, sem nema 90% af ytri tolltekjum, plús 1% af virðisaukaskatti, plús 0,49% af þjóðarframleiðslu. Utanríkisráð- herra sagði nýlega á fundi á Akur- eyri að þetta yrði ekki undir 8 millj- örðum á ári. Reiknar hann þá vafalítið með, að við fengjum að halda ýmsum tollatengdum vöru- gjöldum í undirliðum 5. gr. fjárlaga. Þetta er vafamál. Ég reikna með að við þyrftum að afnema þá. Kostuðu árleg aðildargjöld okkur þá samtals um 13,5 milljarða. En jafnvel þótt 8 milljarðar utanríkisráðherra stæð- ust yrði það óviðráðanlegur baggi á fjárlögum okkar nema til kæmu stórkostlegar skattahækkanir. Og með hvaða tekjum og gróða á svo að jafna þessa og fleiri mínusa? Allt þetta segir okkur, að ESB- aðild sé andstæð okkar bestu hags- munum og jafn óæskileg í dag og hún var árið 1970. Þrátt fyrir órökrænan krataáróð- ur um að allt stefni í vandræði í EES, ef Noregur gerist aðili að ESB, er augljóst að það verður ekki í bráð. Bandalagið er og verður í samningum við sjálft sig um grund- vallarbreytingar fram til 2004. Þangað til verður ekkert nýtt ríki tekið inn. Og enginn veit hvernig ESB verður eftir breytingarnar. Það er því eins gott að bíða og sjá til hvernig fyrirbærið verður. Þar að auki eigum við þann góða kost, með tilliti til breyttra for- sendna frá því EES-samningurinn var gerður, að taka upp bætta frí- verslunarsamninga frá þeim sem í gildi voru fram að 1992. Til þess ættum við sanngirniskröfu. Það er enn okkar besti kostur. Höfundur er fv. sendiherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.