Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ræddi við starfsbróður sinn í Kína Og þá er komið að þeirri stóru stund í samskiptum þjóðanna að ráðherrarnir skiptast á campylobacter. Sá brosir best sem eignast Olympus APS myndavél Olympus myndavélar eru þekktar um allan heim. Fyrirtækið hefur alltaf lagt mikið upp úr tækniþekkingu og nákvæmni í framleiðslu á linsum og hátæknibúnaði sem skilar sér í frábærum vörum sem eru handhægar og auðveldar í notkun fyrir hvern sem er. Alsjálfvirk • Linsa 28-60mm • Möguleiki á þremur Alsjálfvirk • Linsa 24mm myndstærðum • 6 stillingar á flassi • Landslagsstilling Möguleiki á þremur myndstærðum Dagsetning • Hægt að nota fjarstýringu 4 stillingar á flassi • Taska og filma fylgir Þægileg fyrir þá sem nota gleraugu Taska og filma fylgir stgr. OLYMPUS APS I zoom 60 OLYMRUS APS Newpix 600 Alsjálfvirk • Linsa 28-75mm Möguleiki á þremur myndstærðum 6 stillingar á flassi • Dagsetning Hægt að nota fjarstýringu Þægileg fyrir þá sem nota gleraugu 19.900 stgr. Alsjálfvirk • Linsa 30-I Möguleiki á þremur myndstærðum 6 stillingar á flassi • Landslagsstilling Dagsetning • Taska og filma fylgir FRÍHÖFNIN LEIFSSTÖÐ KEFLAVÍKURFLUGVELLI Opið hús hjá Tjarnarskóla Nemendur úr öllum hópum samfélagsins María Solveig Héðinsdóttir Tjarnarskóli hefur opið hús í dag frá klukkan 14 til 17. Tjamarskóli er einka- skóli sem starfræktur hef- ur verið í fimmtán ár. Skólastjórar hans eru tveir, Margrét Theódórsdóttir og María Solveig Héðinsdótt- ir. Að sögn Maríu er opna húsið árviss atburður. „Við höfum opið hús á hverju vori og það er til þess að sýna vinnu nem- enda og gefa fólki tækifæri til þess að kynna sér skóla- starfið. Einnig er þetta tækifæri fyrir eldri nem- endur til að koma og fá sér kaffisopa í sínum gamla skóla.“ - Hvernig hefur starf- semin gengið í þessi fímm- tán ár sem liðin eru frá stofnun skólans'! „Við erum ánægðar með þetta fimmtán ára tímabil og finnst þetta hafa verið farsæll támi. Það er aldrei einfalt að koma ungu fólki til manns en okkur sýnist að krökk- unum okkar hafi vegnað vel, þau hafi fengið gott veganesti, við erum eðlilega ánægðar með það.“ - Hver var hvatinn að stofnun skólansl „Það var kannski löngunin að geta nálgast unglingana á persónu- legri máta. Okkur langaði að breyta áherslum í unglingakennslu og fannst við ekki hafa svigrúm til að gera það innan skólakerfisins. Einnig var það skemmtileg áskor- un að athuga hvort þetta væri ger- legt - hvort við gætum stofnað og starfrækt okkar eigin skóla. Eg veit ekki til aðþetta hafi verið gert frá því Skóli Isaks Jónssonar var stofnaður og þar til Tjamarskóli kom til sögunnar. Að vísu höfðu þó verið starfræktir hér skólar á veg- um trúfélaga. Þar fyrir utan fannst okkur að leggja mætti meiri áherslú á menntun unglinga en gert var víða innan almenna skóla- kerfisins." -Hvað hafíð þið lagt höfuð- áherslu á íykkar starfí? „Við höfum alltaf lagt áherslu á persónulega þjónustu við hvem og einn sem hér stundar nám. Að allir fái kennslu við sitt hæfi og við- fangsefni. Það er ekki svo hjá okk- ur að allir í einum bekk séu endi- lega að vinna að sömu verkefnunum. Við höfum einnig lagt mikla áherslu á grunngreinar, svo sem íslensku og stærðfræði og að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin námi. Við höfum látið nem- endur vinna sérstök rannsóknar- verkefni og þannig hvatt þá til að sjálfstæðra vinnubragða og ábyrgðar. Við reynum að tengja námið við samfélagið og það sem þar er að ger- ast. I þessu skyni skipu- leggjum við t.d. gesta- tíma einu sinni í viku. Þar koma alls konar gestir, svo sem læknar, lögfræð- ingar, leikarar, húsmæðui-, fjöl- miðlafólk, ljósmyndarar, fyrirsæt- ur, íþróttamenn, listmálarar, rithöfundar og þannig mætti lengi telja.“ - Eru nemendur ykkar úr ein- hverjum sérstökum hópum samfé- lagsins öðrum fremur? „Það er okkar tilfinning að allir hópar samfélagsins eigi hér böm. Og krakkarnir okkar koma inn í skólann af afskaplega mismunandi ástæðum. Mjög algengt er að fá börn fólks sem er flytja til landsins erlendis frá því skólinn hér er ekki ► María Solveig Héðinsdóttir fæddist 27. júlí 1958 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófí frá Kenn- araskólanum og siðan prófi frá Kennaraháskóla íslands 1981. Einnig lagði hún stund á islenskunám við Háskóla Islands. María hefur kennt ff á tvítugu í grunnskólum og nú siðustu fimm- tán ár hefur hún verið skólasljóri Tjarnarskóla. Sambýlismaður Maríu er Sigfús Sigfússon for- sljóri. María á eina dóttur og Sig- fús sex böm. Ein dóttir hans og dóttir Maríu búa hjá þeim. hverfisskóli. Einnig er fólk að sækjast eftir betri kennslu fyrir böm sín, meira aðhaldi og nánari samstarfi heimOis og skóla.“ - Koma til ykkar böm sem hafa átt í erfíðleikum í almenna skóla- kerfínu? „Já, þau gera það. Þeir erfiðleik- ar geta verið afskaplega marg- breytilegir. Það geta verið sam- skiptaörðugleikar milli nemenda - jafnvel einelti, námsörðugleikar og hka erfiðleikar sem felast í því að krakkar fá ekki að læra eins mikið og þeir vilja. Stærstu unglinga- skólarnir í Reykjavík em að okkar mati ekki alltaf hentugur kostur fyrir alla unglinga. Þeir sem ekki finna sig í svo fjölmennu og mis- leitu samfélagi eiga þá þann val- kost að koma t.d. til okkar.“ -Eruð þið með sérstaka þjón- ustu fyrir böm sem orðið hafa illa úti vegna einelti? „Allir hjá okkur fá sérstaka þjónustu og það er fyrst og fremst í höndum umsjónarkennara við- komandi bams hver sú þjónusta er. Hjá okkur gegnir umsjónar- kennari því mikilvæga hlutverki að styðja nemandann og hjálpa hon- um að takast á við allt það sem hann þarf að gera.“ -Hvað kostar að stunda nám hjá ykkur? „Næsta vetur verða skólagjöld 25.700 kr. á mánuði. Nemendur era 73ogkennarar7.“ -Kemur sveitarfélagið ekkert að rekstri skólans? ,JÚ, við njótum rekstrarstyrks frá Iteykjavíkurborg þannig að sveitar- félagið greiðir ákveðna upphæð fyrir hvem nemanda sem er hér.“ - Er fólk duglegt að sækja opna húsiðhjáykkur? „Já, við höfum verið mjög án- ægðar með þátttökuna undanfarin vor og það hefur verið sérstaklega skemmtilegt hvað eldri nemendur hafa verið duglegir að líta inn, við vonumst til að sjá sem flesta af fyrrverandi, núverandi og tilvon- andi nemendum okkar. Áhersla á persónulega þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.