Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ 5 klst. á dag eða meira 23,2”/» Hue mikiö er tölvan notuó? 29,4% 1 klst. á viku eða minna 11,5% Aldrei Greint eftir kyni allir þau sem nota tölvu Karlar 2,8 klst. á dag 3,1 klst. á daq Konur 2,3 2,8 Greint eftir fjölskyldutekjum, 300 þús. kr. eða meira 3,3 3,5 200 - 299 þús. kr. 2,5 2,8 100-199 þús. kr. 1,9 2,4 Undir 100 þús. kr. 1,8 2,1 Greint eftir búsetu allir þau sem nota tölvu Höfuðborqarsvæðið 3,0 klst. á daq 3,3 klst. á daq Landsbyggðin 1,9 2,3 Greint eftir aldri 55 - 75 ára 2,2 2,9 45 - 54 ára 2,2 2,6 35 - 44 ára 2,6 3,1 25-34 ára 3,8 4,0 16-24 ára 1,9 2,1 STEFNAN Lykilorðin: Aðgengi, bandbreidd ogfrekari þróun nálgast öll umsóknareyðublöð þar til útprentunar. Ennfremur er verið að ljúka tengingum lyfjaverslana við stofnunina, en hún tekur í dag raf- rænt á móti lyfseðlum frá verslunum og sendir í sjálfvirkt lyfjaeftirlits- kerfi,“ segir Hermann. Annað dæmi um þetta er Ibúða- lánasjóður. Mikil nýbreytni þótti er boðið var upp á sk. bráðabirgða- greiðslumat á heimasíðu forvera hans, Húsnæðisstofnunar ríkisins, og geta nú væntanlegir íbúðakaupendur kannað stöðu sína með giska einfold- um og skjótvirkum hætti með aðstoð Netsins. Um leið og kemur að endan- legu greiðslumati þarf hins vegar að ganga ýmissa tafsamra erinda, út- vega afrit af skattskýrslu og fleira í þeim dúr. Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Ibúðalána- sjóðs, segir að stjóm sjóðsins hafi lagt ákveðnar lfnur hvað varðar notk- un upplýsingatækninnar í nýlegri samþykkt í stefnumótun. „Það er því greinilegur vilji hjá stjóm sjóðsins að nýta sér möguleika upplýsingatækn- innar og sjá til þess að fyrirtækið sitji ekki eftir á því sviði. Tilkomu raf- rænnar stjómsýslu er því tekið með opnum huga enda hafa vangaveltur snúist um það hvemig nýta megi hana sem best,“ segir hann. Hallur segir að tölvubúnaður sjóðsins hafi nýlega verið endurnýj- aður og nýtt uplýsingakerfi verði tek- ið í gagnið á haustmánuðum. Það sé ein forsenda þess að unnt sé að nýta upplýsingatæknina til fullnustu - þar með rafræna stjómsýslu. Hann bendir hins vegar á að með- an rafræn undirskrift er ekki laga- lega sambærileg hefðbundinni undir- skrift verði ákveðnir þættir í starfsemi lánastofnunar eins og íbúðalánasjóðs að byggjast á gamla góða pappímum og pennanum. Heimasíða Ibúðalánasjóðs er nú fyrst og fremst upplýsingasíða en að sögn Halls er markmiðið að þróa hana yfir í öfluga gagnvirka þjón- ustusíðu. Nú sé verið að vinna að breytingum á síðunni sem kynntar verði í byrjun sumars. Þá sé gert ráð fyrir að unnt verði að sækja ýmis eyðublöð inn á síðuna og t.d. leita að útdregnum húsbréfum með aðstoð lítillar leitarvélar. Fyrst og fremst miðlun upplýsinga Fleiri stofnanir og heimasíður þeirra mætti nefna. Heimasíða Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, hefur til þessa fyrst og fremst verið nýtt til að miðla hagnýtum upplýsing- um til námsmanna, eftir því sem fram kom í samtali Morgunblaðsins við Steingrím Ara Arason, fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Hann nefnir að úthlutunarreglur og upplýsingar um afborgunarkjör séu t.d. birtar á heimasíðunni, svo og úrskurðir svo- kallaðrar málskotsnefndar, sem feli í sér útskýringar og ákvarðanir í vafa- tilvikum. Jafnframt segir hann að lánþegar geti nú nálgast á vefnum öll algengustu eyðublöð sjóðsins til út- prentunar, en þau verði síðan að fylla út og póstleggja til sjóðsins. „I ársbyijun var samið um aukinn aðgang að innheimtukerfi Reikni- stofu bankanna fyrir viðskiptavini LIN. Þar með var innheimtuþjónust- an almennt aukin og mönnum gert auðveldara en áður að hagnýta sér vefþjónustu banka og sparisjóða og endurgreiða námslán sín með raf- rænum hætti,“ segir Steingrímur Ari. Hann bætir því við að í vaxandi mæli séu upplýsingar frá námsmönn- um mótteknar með tölvupósti. Fyrsta skref til beinnar skráningar upplýs- inga í gegnum vefinn frá námsmönn- um hafi verið tekið í byijun þessa árs með samningi við ríkisskattstjóra. 60% lánþega telja fram á Netinu „Allir lánþegar þurfa í byijun árs að skila til sjóðsins tekjuupplýsingum vegna undangengins árs. I stað þess að skila Ijósriti af skattframtali sínu var lánþegum nú í fyrsta skipti gefinn kostur á að spara sér þau spor ef þeir teldu tekjur sínar fram á heimasíðu ríkisskattstjóra," segir Steingrímur ennfremur og segir að áætlað sé að um 60% lánþega hafi nýtt sér þennan möguleika. Framkvæmdastjórinn segir að með hliðsjón af markmiðssetningu og framtíðarsýn sjóðsins sé ljóst að hann hafi einungis tekið fyrstu skrefin hvað varðar rafræna stjómsýslu. Hann bendir hins vegar á að ekki síst vegna þessarar markmiðssetningar gæti ákveðinnar óþolinmæði, bæði meðal viðskiptavina og starfsmanna sjóðsins. Steingrímur leggur áherslu á að stefnumörkun sjóðsins feli í sér ákveðið þróunarferli en ekki umbylt- ingu. Lögð sé áhersla á að hvert skref skili ávinningi fyrir viðskiptavini og starfsmenn sjóðsins. „I upphafi síðasta árs tók sjóðurinn í notkun nýtt skjalavistunarkerfi samhliða því sem byrjað var að skanna flest innkomin skjöl og varð- veita útsend bréf á tölvutæku formi. Starfsmenn hafa þurft tíma til að til- einka sér þessa tækni á sama tíma og samskipti við lánþega með tölvupósti hafa margfaldast," segir hann. Sjálfsagður þáttur í kynningu Almennt má segja að flestar opin- berar stofnanir og sveitarfélög hafi tekið Netið í sína þágu með einum eða öðrum hætti. Jafnljóst er þó að enn sem komið eru vefir þessara aðila ekki gagnvirkir, heldur felast þeir fyrst og fremst í að koma ákveðnum upplýsingum á framfæri. Norræna ráðherranefndin benti á þetta sl. vetur, þegar ráðherrar Norðurlanda á sviði upplýsinga- tækni, hittust í fyrsta sinn opinber- lega hér á landi. Fyrir fundinn höfðu embættismenn ríkjanna fjallað um upplýsingatækni, lýðræði og rafræn viðskipti á ráðstefnu í Reykjavík. Á þeirri ráðstefnu, sem fram fór í júní í fyrra, bentu þátttakendurnir á allnokkrar nýjai- vísendingar í þróun upplýsingatækninnar. Þai- komu fram efasemdir um að hið opinbera gæti styrkt lýðræðið fyrir tilstilli upplýsingatækninnar, en hún bætti örugglega sem slík möguleika al- mennings til að afla sér upplýsinga og rækja að einhverju leyti samskipti við yfirvöld. Slíkt breytti hins vegar ekki í sjálfu sér forsendum fyrir framkvæmd lýðræðis. Var álit fundarmanna að opinberar stofnanir á Norðurlöndum litu orðið almennt á það sem sjálfsagðan hlut að kynna sig og starfsemi sína á Net- inu. Hins vegar væru upplýsingamar enn að takmörkuðu leyti lagaðar að þörfum almennings og aðeins í óveru- legum mæli væri hvatt til gagnvirkra samskipta milli almennings og yfir- valda. Hins vegar var á það bent að hinn mikli og almenni aðgangur almenn- ings á Norðurlöndum að Netinu gerði það að verkum að þar væru allar að- stæður hagstæðar. Þar stöndum við Islendingar einna fremstir í flokki; í könnun sem gerð var í nóvember sl. kom í ljós að um 71% íslendinga á aldrinum 16-75 ára hefði tölvu á heimili sínu og nálega 70% aðgang að Netinu með einum eðá öðrum hætti - á heimili, í skóla eða á vinnustað. FORSENDA þess ,að unnt sé að veita opinbera þjónustu í aukn- um mæli með rafrænum hætti er ekki aðeins sú að aðgengi að tölvum og Net- inu sé almennt; heldur einnig að þjónustuna megi nýta án umtals- verðs kostnaðar. Fjallað var um ódýran og auð- veldan aðgang að upplýsingasamfé- laginu í nefndaráliti faghóps fjár- málaráðuneytisins um upplýsinga- tækni, sem birtist í júní í fyrra. Þar kom m.a. fram að ódýr og auðveldur aðgangur, þ.e. sími og Net, ætti að vera kjörorð. Opinberir aðilar eigi að hafa forystu um að upplýsingasamfélagið verði að- gengilegt fyrir alla með því að veita fræðslu og fjárhagslega aðstoð. Einnig þurfi að hafa í huga aðgengi fatlaðra að upplýsingum og gæta þess að tölvubúnaðurinn henti öll- um, að allir geti tengst honum og að hann bjóði upp á sérhæfðar lausnir ef nauðsynlegt reynist. I nefndarálitinu sagði ennfremur að markviss upplýsingaöflun þurfi að vera forgangsverkefni í starfsemi opinberra stofnana og á ábyrgð til- tekins starfsmanns eða deildar. Tryggja þurfi að þeir starfsmenn og/eða verktakar sem að upplýs- ingamálum starfi, kunni skil á viður- kenndri aðferðafræði varðandi upp- byggingu þjónustunnar með tilliti til nytsemi, bæði fyrir hið opinbera og ekki síður almenning í landinu. Flutningsgetan forsenda frarnfara í úttekt sem gerð var á flutnings- getu fjarskiptakerfisins hér á landi og kynnt var í ársbyrjun kemur fram að ekki er gert ráð fyrir að not- endum Netsins muni fjölga jafn mikið á næstu árum og þeir hafa gert til þessa, en hins vegar muni þörf hvers og eins fyrir bandbreidd aukast. Er þess vegna gert ráð fyrir aukningu á framboði bandbreiddar að minnsta kosti í takt við spár um þörf fyrir hana á næstu árum. Halldór Kristjánsson, verkfræð- ingur, vann skýrsluna að tilstuðlan verkefnisstjórnar um upplýsinga- samfélagið í félagi við samgöngu- ráðuneytið og RUT-nefndina. í nið- urstöðum hans kom fram að miðað við umsagnir innlendra og erlendra aðila er gert ráð fyrir að þörf og notkun bandbreiddar muni tvöfald- ast á ári næstu tvö til þrjú árin hér á landi. Hið sama á við um tenginguna við umheiminn. Reynist þær spár of litlar má því búast við að innan fárra ára muni Cantat-3-sæstrengurinn ekki anna þörf íslendinga fyrir bandbreidd til útlanda. I úttektinni kemur fram að nokkr- um áhyggjum valdi að Cantat-3 sé eina tenging landsins við umheim- inn, mikilvægi hans hafi vaxið hratt á umliðnum árum og sífellt fleiri séu háðir netsambandi til útlanda. Bent er á að strengurinn byggi á eldri tækni og fyrirséð sé að hann muni ekki duga lengi enn miðað við spár um aukningu bandbreiddar, auk þess sem rekstrarkostnaður hans standist ekki samanburð við nýrri sæstrengi. Aðeins ein varaleið sé til - um gervihnött - en á stundum geti tekið tíma að koma því á og sam- band um hann sé aukinheldur mun meiri en um sæstreng. Því er talið mikilvægt að huga að lagningu sæstrengs til Evrópu, hvort sem það yrði gert af íslend- ingum eða erlendum aðilum. Vinna þurfi að því að um ókomna framtíð verði hið minnsta þrjár óháðar leiðir til útlanda, vegna öryggis, þar af ein um gervihnött. ísland verði áfram í fremstu röð I vinnuáætlun verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið frá 31. mars sl. er lagt til að farið verði út í margskonar aðgerðir til að ýta undir rafræna stjórnsýslu. Segir þar að allar forsendur séu fyrir því að Is- lendingar verði áfram í hópi fremstu þjóða heims í rafrænni stjómsýslu ef markvisst verði unnið að málum. Þar er m.a. lagt til að góð þróun- ar- og tilraunaverkefni á sviði raf- rænnar stjórnsýslu og/eða rafrænna viðskipta verði sett í forgang í fjár- lögum 2001 og 2002. Tryggja þurfi að unnið verði markvisst að því að gera gagnvirka þjónustu við al- menning örugga og aðgengilega á Netinu, að opinberar stofnanir stundi markvisst þróunarstarf og starfsmenn hafi svigrúm til að sinna verkefnum sem þjóna stórum hóp- um í samfélaginu. Einnig þurfi að tryggja að hið opinbera gangi á und- an með góðu fordæmi, komi inn- kaupum sínum á rafrænt form og geri ýmsar framsæknar tilraunir. „Mikilvægt er að þróa hér smátt og smátt rafræna stjórnsýslu við hlið hinnar hefðbundnu og gera landsmönnum kleift að sækja upp- lýsingar og þjónustu um Netið á greiðan hátt, hvar sem þeir eru á landinu, á öllum tímum sólarhrings- ins,“ segir í álitinu. Þar kemur jafnframt fram, að stjórnaiTáðsvefurinn sé rafræn gátt almennings að upplýsingum og þjónustu ráðuneyta og ríkisstofn- ana. Tryggja áframhaldandi þróun og uppbyggingu Sú ímynd sem almenningur fær af rafrænni stjórnsýslu tengist upplif- un hans af stjórnarráðsvefnum og því hversu auðvelt er að reka þar er- indi og fá afgreiðslu á rafrænan hátt. Þetta er skoðun þeirra sem í verkefnisstjórninni sitja og þeir telja því brýnt að tryggð verði áframhaldandi þróun og uppbygg- ing vefjarins, sem nú þegar sé orð- inn mikilvæg upplýsingaveita sem opni aðgang að margbreytilegum opinberum upplýsingum og þjón- ustu. Verkefnisstjórnin segir að næsta skref felist í að auka verulega gagn- virka þjónustu og sjálfsafgreiðslu almennings. Því er lagt til að ráðinn verði vefstjóri fyrir stjómarráðið. Hann vinni með ritstjórn og nefnd um stjórnarráðsvefinn við að endur- skoða viðmót og samræma upp- byggingu hans. Þá er lagt til að gerð verði sérstök áætlun um mótun upplýsingaveitu fyrir almenning og henni hrundið af stað á þessu ári. Þessi vinna krefst samvinnu við fjölmarga aðila innan stjórnsýslu, við ríkisstofnanir og sveitarfélög. I fjárlögum árið 2000 hefur verið veitt 5 milljónum kr. til þessa verkefnis. Komið verði upp öflugum fjar- fundabúnaði sem ráðuneyti hafi greiðan aðgang að. Búnaðurinn verði nýttur í fundahaldi með fólki í dreifbýli, erlendum sendiráðum og samstarfsaðilum stjórnsýslunnar al- mennt. Átak í aðgengi að útstöðvum Meðal fleiri atriða, sem verkefnis- stjórnin leggur til í áliti sínu, að verði sett í forgang, eru tilraunir um rafrænar kosningar á vegum dóms- málaráðuneytis, gert verði átak í að- gengi almennings að útstöðvum (einföldum snertiskjám og/eða venjulegum tölvum) í opinberum stofnunum. Gerðar verði áætlanir um bætt aðgengi nemenda og kennara að Netinu. í því samhengi verði einnig skoðaðir möguleikar á að bæta tölvukost nemenda. Þá segir í álitinu að kostnaður al- mennings og fyrirtækja við að nota Netið sé ein stærsta hindrunin sem gæti orðið í framvindu rafrænna við- skipta og rafrænnar stjórnsýslu. Því sé lágur fjarskiptakostnaður for- senda þess að opinberir aðilar geti fært þungann af margs konar þjón- ustu alfarið á Netið og þar af leið- andi brýnt að leita leiða til að halda öllum kostnaði sem tengist rafræn- um viðskiptum í lágmarki, ekki síst fjarskiptakostnaði. Ennfremur er lagt til að gefið verði út rafrænt hnitmiðað upplýs- ingarit fyrir ríkisstofnanir, ráðu- neyti og fyrirtæki í landinu þar sem útskýrðar eru lagalegar hliðar raf- rænna gagna, tölvupósts og höf- undaréttar. Þar mætti einnig fjalla um vernd persónuupplýsinga og önnur mál sem varða síaukna notk- un starfsmanna á tölvum og Netinu. Fram hefur komið að notkun tölvupósts er líklega sá þáttur net- samskipta sem hvað lengst er kom- inn, bæði hér á landi og erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.