Morgunblaðið - 14.05.2000, Page 58
58 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sjálfstæð
söngkona
SÖNG- og leikkonan Janet Jackson
„„-er stjarna vikunnar að þessu sinni.
Hún er fædd 16. maí árið 1966 og
verður því 34 ára á þriðjudaginn.
Jackson er í nautsmerkinu en iðulega
hefur verið sagt um fólk sem fætt er í
því merki að það sé jarðbundið. Naut
ana ekki út í neitt heldur velta hlut-
unum vel og vandlega fyrir sér áður
en ákvörðun er tekin, þess vegna
eiga þau sér mörg langtímamarkmið
sem raunhæfur möguleiki er að ná.
Janet Jackson kemur úr tónlistar-
fjölskyldu og hefur eflaust ekki þurft
að hafa mikið fyrir hlutunum. Frami
hennar var nær tryggður á ættar-
nafninu einu saman en þó hefur hún í
gegnum árin sannað að hún er sann-
kölluð stjarna og ágætis tónlistar-
—« maður.
Naut geta verið bæði ýtin og þolin-
móð í senn og sú togstreita veldur því
að reglulega þurfa þau að fara út í
guðsgræna náttúruna og hlaða raf-
hlöðumar, eða einfaldlega taka sér
gott frí frá vinnu. Það hefur Janet
einmitt gert en eftir góð frí hefur hún
skotist með ótrúlegum hraða upp á
stjörnuhimininn á nýjan leik. Sú
frægð og frami sem hún hefur náð
hefur einnig orðið til þess að full-
nægja þeim þörfum sem mörg naut
hafa: að njóta lífsins lystisemda til
hins ýtrasta.
Jackson er með sól í nauti sem
þýðir að hún þráir stöðugleika og vill
sjá áþreifanlegar niðurstöður á því
sem hún tekur sér fyrii- hendur. Þá
er hún með tungl í hrúti og er því
mjög kappsöm, beinskeytt og á það
til að vera fljótfær þrátt fyrir að vera
hið skipulagða naut. Janet hefur átt í
mörgum ástarsamböndum um ævina
en því má eflaust kenna um að hún er
með Venus í hrúti og þráir þar af
leiðandi að vera sjálfstæð og engum
háð og er mikil félagsvera sem vill
stöðugt kynnast nýju fólki.
Sjónvarpsstjarnan Tori
En Janet Jackson er ekki eina
stjarnan sem heldur upp á afmælið
sitt á þriðjudaginn, Tori Spelling úr
sjónvarpsþáttunum Beverly Hills
Reuters Reuters
Janet Tori
Jackson. Spelling.
90210 fæddist einnig þennan dag árið
1973 og verður því 27 ára. Tori er
með sól í nauti og er því traustur fé-
lagi og mjög ákveðin rnanneskja. Þar
sem hún er dóttir framleiðanda þátt-
ana Beverly Hills halda margir að
hún hafi fengið hlutverkið á silfurfati
en svo er hreint ekki. Hún tók prufur
undir fölsku nafni á sínum tíma og
var valin í hlutverk hinnar blíðlyndu
Donnu. Líkt og Donna er Tori mjög
viðkvæm því hún er með tungl í
sporðdreka og tekur því neikvæðni
óstinnt upp og er mjög viðkvæm fyr-
ir gagnrýni á sitt starf. En ólíkt
Donnu vill Tori hafa sitt einkalíf útaf
fyrir sig og finnst ágætt að vera
stundum ein heima. Tori á kærasta
en líkt og Donna hefur hún ekki átt
þá marga um ævina. Það gæti verið
út af því að hún er með Venus í tví-
burum og er mjög jákvæð og
vingjamleg gagnvart hinu kyninu og
því traustur vinur.
Leikarinn Henry heitinn Fonda
fæddist 16. maí 1905 og hefði því orð-
ið 95 ára á þriðjudaginn væri hann á
lífi. Þá fæddist leikarinn Joseph
Baldwin 18. maí 1970 en kappinn sá
er frændi þeirra myndarlegu
Baldwin-bræðra: Alec, Stephen og
William.
Opnum keðjuna
Jsb kortin með
bónus og innlögn
Fleiritímar!
15 tíma kort + 5 tima bónus
eða 24 tímar + 8 tíma bónus!
6mánaðakort
kr. 4.900.- pr. mán.
— 12 mánaða kort
kr. 4.500.- pr. mán.
Tímar frá kl. 7.30 -19.20 virka daga
og frá ki. 10.30 -11.30 laugardaga^
Púltímar
Teygjutímar
Púls og stangir
JSB tímar
Lágmúla 9 • Símí 581 3730
't
„Prýðisævintýri um araba sem berst með víkingum við dýrkendur hins
neðra,“ segir m.a. í dömnum um Þrettánda stríðsmanninn.
Þrettándi stríðsmaðurinn / The
13th Warrior
★*y2
Prýðis ævintýri um araba sem
berst með víkingum við dýrkendur
hins neðra. Svolítið ómarkviss en
fínn hasar og áhrifaríkur drungi.
Ógnvaldurinn / The Phantom
Menace
★★★
Fyrstu myndarinnar í forleiknum
að Stjörnustríðinu sígilda var beðið
með mikilli eftirvæntingu. Lucas
framreiðir hér skemmtilegt ævintýri
sem þó er langt frá því að vera
hnökralaust. Stjörnustríðsfílingur-
inn er samt á sínum stað.
Sjötta skilningarvitið/ The Sixth
Sense
★★★
Þessari hrollvekju tekst í senn að
fá hárin til að rísa og segja marg-
þætta sögu. Leikur hins ellefu ára
Haley Joel Osment er einnig eftir-
minnilegur.
Með brostið hjarta / What Becom-
es ofThe Broken Hearted?
★ ★V2
Agætt framhald kvikmyndarinnar
„Eitt sinn stríðsmenn" sem fjallar
um minnihlutamenningu maóría á
Nýja-Sjálandi. Temuera Morrison
er magnaður sem fyrr í hlutverki
hins ofbeldishneigða Jake.
Tangó / (Tango)
★★★
Listileg útfærsla hins gamal-
reynda Saura á hjartansmáli Argen-
tínubúa; tangó. Fjölmargar dans-
senumar snilldarlega fangaðar á
filmu af Vitor Storario. Þó ekki fyrir
óþolinmóða.
Glys og glaumur
/ Sparkler
★★y2
Þónokkuð er spunnið í þessa
galsafengnu og vel skrifuðu gaman-
mynd, þar sem brugðið er upp lif-
andi mynd af lífi í hjólhýsabæ og
undirheimum Las Vegas-borgar.
Eyes wide shut
★★y2
Nokkuð snúinn en spennandi
svanasöngur meistara Kubrick.
Truflar mann að hann hafi ekki lifað
nógu lengi til að fullklára verkið.
Cookie frænka /
Cookie’s Fortune
★★V4
Þessi nýja mynd leikstjórans
Roberts Altman er vel þess virði að
sjá. Sposk og skemmtileg smábæjar-
mynd með fínum leikurum.
Ævintýri Elmo litla / The Adventur-
es of Elmo in Grouchland
★★'/2
Skemmtileg barnamynd með
brúðunum úr Sesam-stræti. Góður
húmor, söngatriði, sprell og glens
gefa henni gildi.
Heiða Jóhannsdóttir
Ottó Geir Borg
Skarphéðinn Guðmundsson
(
Hópferðir
\
FrakMand
Innifalið: Flug, flugvallask., gisting á 2ja* og/eða 3ja* hótelum
m/morgunv. (2ja m. herb.), eigin rúta, vínnámskeið (Bordeaux).
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunní.
Vandaðar sérferðir á frábæru verði
með íslenskri fararstjórn
IMUHHllM
Provence 30/8 - 6/9----------------------
Avignon - Menningarborg 2000.
Útimarkaðir, ilmurinn, matreiðslan, birtan sem hreif málarana miklu Van Gogh og
Cezanne m.a. St Rémy, Lubéron...Provence er lífsstíll.
Gist í Avignon. Fararstjóri: Ragna Sveinsdóttir.
Alsace/Bourgogne 6/9 - 13/9 - (323230
Vínog menning.
Farið er um Alsace (Strasbourg, vínvegurinn, Ht. Koenigsberg kastalinn) og Bourgogne
til Beaune og Tournus, vínrækt og miðaldasveitin.
Gist í Strasbourg/Beaune. Fararstjóri: Hjörtur Þórieifsson
Bordeaux 13« - 20«------------------------------ojHiíilillffc
Vín og matur.
Farið um helstu vínhéruð, vínnámskeið "Ecole du Vin" um víngerð og vínsmökkun,
skoðunarferðir um Périgord og við ströndina. Vínferðin sem mun ekki gleymast.
Gist i Bordeaux. Fararstjóri: Þorri Hringsson
TERRA
NOVA
-Spennandi valkostur-
Stangarhyl 3A ■ 110 Reykjavik
Sími: 587 1919 ■ Fax: 587 0036
info@terranova.is ■ terranova.is
ÁDUR FERBAMIOSm AUSTURLANDS