Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Einar Falur Eitt verkanna á sýningunni, en það er eftir Alice Stephanek og Steven Maslin. Morgunblaðið/Einar Falur Hluti Gangsins, verkið er eftir Karin Kneffel. smenn safna þá er svarið það að söfn séu söfn og þau verði að vinna öðru- vísi. Ég er alls ekki sammála því. Það þarf líka sköpunarkraft í eldri list, hún getur komist mjög nálægt sam- tímanum ef það er sköpunarkraftur í framsetningu hennar." Það kemur fram í máli Helga að hann hefur stundum boðið listasöfn- unum verk til sölu á vægu verði eftir listamenn sem síðan verða vel þekkt- ir. Sömu verk og hér voru í boði hafa svo verið seld erlendis seinna á marg- földu verði. „Ég var nú sjálfur í safnráði í þrjú ár og það var mikið um þetta rætt,“ segir Helgi. „Auðvitað er erfitt að kaupa af dýru og frægu fólki, en ég vil sjálfur fara í þveröfuga átt. Við héma heima verðum að taka áhættu og skoða list af innsæi og kaupa í samræmi við það. Þá er hægt að búa til samhangandi safn. Seinna verða einhver þessara verka uppistaða safnsins og kannski ekki verri fyrir að hafa einhverja bræður og systur við hliðina á sér þótt ekki sé allt í sama þungaviktarflokknum. Ef í þetta væri eytt ákveðnu fjármagni á ári væri hægt að mynda ágætis safn. Þessi einangraða staða hér hefur þær afleiðingar að menn reyna að fylgjast vel með því sem er í erlendum lista- tímaritum, sem er að einhverju leyti gott, - maður kennir á þeim nótum uppi í skóla til að reyna að láta fólk finna hjartsláttinn í því sem er að gerast. En svo finnst mér líka vera svo mikil tilhneiging til að hanga í einhverju jafnvel þótt það sé farið að bera á nýrri straumum. Menn vakna ekki upp fyrr en í lengstu lög og eru þar af leiðandi dæmdir til að vera alltaf á eftir. Helmut Federle sem var einn helsti „neo geo“ forsprakkinn, sagði einhverntíma þegar allir hér í skólanum voru farnir að mála eins og hann, að stærsti gallinn við að mála svona upp úr listatímaritum væri sá að listamennirnir misstu af því fimm til tíu ára ferli sem það tekur ákveðna stefnu að festa rætur og þróast.“ Of lítil fræðileg umræða í gangi - Þú átt við að menn missi afþeim hugmyndafræðilega bakgrunni sem iistin byggist á? Já, og ég held að íslensk myndlist sé oft dáh'tið brennimerkt af þessu. Menn missa dýptina í listinni og al- mennt séð held ég að það sé of lítil fræðileg umræða í gangi. Þess vegna finnst mér oft þægilegra að tala við erlenda kunningja. Ég er nú bjartsýnn á að umræðugrundvöllur geti myndast í kringum Listaháskól- ann. Smæð samfélagsins hérna getur verið af hinu góða, það þarf bara að halda utan um hana. Margir af yngri kennurunum í Listaháskólanum sem hafa verið að koma heim núna síðustu ár, eru miklu fræðilegri en eldri kennararnir sem eru meira á ein- hverju tilfinningaróli. Þessir yngri eru líka oft víðlesnari. Sjálfur kem ég úr listaháskóla í Mið-Evrópu í lok hippatímabilsins þar sem menn voru að kasta prófum og svona, ég er ekki vel „prófaður" sjálfur. En vegna áhuga á listasögu og sögu almennt, - eða jafnvel á bókmenntum þá er ég ágætlega lesinn. “ - En hvernig sérðu fyrir þér að þessi sýningarstarfsemi hér eigi eftir að þróast, - hvernig ætlar þú að halda þérferskum? „Ef það fylgir því áreynsla við að reyna að vera ferskur þá held ég að hún sé orðin neikvæð," segir Helgi og hlær. „Samt held ég að gæðin í þessu, svo fremi að það séu gæði, - séu til- komin vegna þess að mig langar allt- af til að sjá eitthvað annað en er alls staðar." A þessum jákvæðu nótum var endahnúturinn bundinn á þetta samtal um Gang listarinnar. ISLENSKU BARNABÓKA- YERÐLAININ • HÖFUNDAR VITJIHANDRITA • DómneftidVerðlaunasjóðs íslenskra barnabóka 2000 hefur lokið störfum. Fjöldi áhugaverðra handrita barst í samkeppnina sem bendir til að mikill hugur sé í bamabókahöfundum um þessar mundir. Dómnefndinni tókst að lokum að velja verðlaunahandrit og hefur haft samband við verðlaunahöfundinn. Um leið og höfundum er þakkað fyrir að taka þátt í samkeppninni eru þeir beðnir að vitja handrita sinna sem fyrst til Vöku-Helgafells, Síðumúla 6, Reykjavík. Þar eru þau afhent gegn því að gefinn sé upp titill handrits eða dulnefni höfundar. HUGSÆI MALVERK L i s t h ú s i ð F o I d ÞORSTEINN HELGASON Opið virka daga frá 10-18, laugar- daga 10-17, sunnudaga 14-17. Til 14 maí. Aðgangur ókeypis. ÞORSTEINN Helgason lauk námi í arkitektúr frá Arkitektaskól- anum í Kaupmannahöfn 1988 og hef- ur starfað á vettvanginum síðan, einnig stundað nám við Myndlista- skóla Reykavíkur í þrjú ár (kvöld- skóli) og verið gestanemi í MHI í einn vetur. Að nokkru eru hér höfð endaskipti á hlutunum, því hið mikilvægasta fyrir húsagerð- armeistara hefur lengstum talist þekking á grunnatriðum mynd- listar eða allt til nýrri tíma er búið var til sérfag, arkitektúr, og kennt í bóknámsháskólum. Að umskipt- in hafi ekki gagnað húsagerð í það heila tekið, er löngu viðurkennt, enda sér afleiðinganna stað um allan heim, ekki síst hér á landi þar sem byggingameistarar og svo tæknifræðingar hafa einnig lagt hönd á plóginn, en þar gildir reglustrikan ein. Með rökum má einnig heimfæra þetta á almenna menntakerfið víðast hvar, eða allt frá því að menn slitu það úr sam- hengi við kenningar frumspek- inga eins og Platons, snéru raunar úr þeim og bjuggu til æskilegri sagnfræði, hafa enda miklar og hatramar deilur farið fram um ófremdarástandið sem víða hefur skapast á undanfömum áratugum. A þetta einungis drepið í framhjá- hlaupi, því margt kemur upp í hug- ann þegar arkitektar halda mál- verkasýningar, til viðbótar má minna á að nokkrir mikilvægustu hönnuðir húsa á tuttugustu öld voru ekki með próf úr arkitektaskólum og einn þeiira og hvað mikilvirkastur á seinni tímum, Phillippe Starck, hef- ur rétt tyllt tá í hönnunarskóla að eigin sögn! Hugarflugið og hug- myndirnar skipta meginmáli, og þannig séð eru hvers konar athafnir á myndlistarvettvangi af hinu heil- brigða og góða meðal nútíma arki- tekta. Hér voru einna virkastir og um leið nafnkenndastir hvað pent- skúfinn snertir, þeir Henry van de Velde og Le Corbusier, en þá miklu áhrifavalda ætti ekki að þurfa að kynna. Helst nefni ég þetta hér vegna þess, að Þorsteinn Helgason notast um sumt við minni úr vinnu sinni sem arkitekt í málverkinu. Má vera heilbrigt og eðlilegt þar sem þetta er hans nánasta umhverfi, telst þó farsælla að hrista upp í hlutunum eins og það heitir og láta myndlistar- iðkunina vera frjóanga nýrra hug- mynda. Hrista upp í hlutunum og skapa fjölþætt og svipmikil átök við efniviðinn, liti, línu og form, líkt og fyrrnefndir forverar hans sem voru landkönnuðir á vettvanginum. Ailt var fullgilt hjá þeim hönnun, húsa- gerð og myndlistariðkun, þótt þeii’ væru 00111 fremur arkitektar, litu ekki á neitt sem hjáverk. Þorsteinn nálgast hins vegar málverkið sem af- Verk eftir Þorstein Ilelgason. þreyingu sem hefur mikið að gefa, veitir honum gleði og sálarró. Hér leitar hann ekki einungis í eigin reynsluheim sem arkitekt, heldur til minna úr málaralist undangenginna áratuga, hins úthverfa innsæis, ljóð- ræna og óformlegra málverkins. Fer margt vel úr hendi, litirnir léttir og lifandi en liggja þó full laust á fletin- um, skortir dýpt og innra samhengi sem helst fæst með þrotlausri vinnu og einbeitingu. Innri lífæðar mál- verksins höndla menn svo einungis í eigin vinnu, hér duga engar afmark- aðar einingar úr skóla, jafnvel ekki nokkur þúsund. Trúlega nálgast Þorsteinn helst þessar innri lífæðar málverksins er hann notfærir sér gagnsæi lita (1), þróað litaferli (10) eða lit og formrænt hryn (19). Prýði- lega er gengið frá sýningunni og kynning hennar til eftirbreytni. Bragi Asgeirsson Utskriftar- tónleikar í Smára ÁTTA af nemendum Söngskólans í Reykjavík ljúka 8. stig prófi með ein- söngstónleikum sem verða í Tón- leikasal Söngskólans - Smára - Veghúsastíg 7, í vikunni. Fyrstu tón- leikarnir verða mánudaginn 15. maí kl. 20. Þá verða tónleikar með Þór- hildi Örvarsdóttur sópran og Iwona Jagla píanóleikara og Guðríði Nönnu Helgadóttur mezzósópran við undir- leik Ólafs Vignis Albertssonar píanó- leikara. Þriðjudaginn 16. maí kl. 20 syngur Þóra S. Guðmannsdóttir sópran, Auður Guðjohnsen mezzósópran. Undirleikari er Ólafur Vignir Ai- bertsson píanó. Miðvikudaginn 17. maí kl. 20 eru tónleikar með Sigurlaugu Jónu Hannesdóttur sópran við undirleik Elínar Guðmundsdóttur á píanó og Jónasi Guðmundssyni tenór og Ólafi Vigni Albertssyni píanó. Laugardaginn 20. maí kl. 14 syng- ur Kristveig Sigurðardóttir sópran við undirleik Elínar Guðmundsdótt- ur á píanó og Áslaug H. Hálfdánar- dóttir mezzósópran syngur við und- Þau halda burtfararprófstón- leika úr Söngskólanuni í Reykja- vík: Sigurlaug, Jónas, Kristveig, Áslaug, Auður, Þóra, Nanna og Þórhildur. irleik Kolbrúnar Sæmundsdóttur á píanó. Á efnisskrá tónleikanna eru ís- lensk og erlend sönglög, söngvar úr söngleikjum og aríur og dúettar úr óperum, þverskurður þeirra verk- efna sem nemendur hafa unnið í námi sínu við Söngskólann í Reykja- vík undanfarin ár. Píanóleikararnir eru allir kennarar við Söngskólann í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.