Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 34

Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 34
34 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ! ER RAUÐA KROSS- INUM UM AÐ KENNA? GÖTUMÓTMÆLI gegn Alþjóðaviðskipta- stofnuninni í Seattle í fyrra og aftur gegn Al- þjóðabankanum og Al- þjóðagjaldeyrissjóðn- um í Washington nú fyrir skömmu eru eftir- tektarverð meðal ann- ars vegna þess, að slík mótmæli hafa líklega aldrei átt minni rétt á sér en einmitt nú. Mig langar að reyna að skýra þessa skoðun hér að neðan, en fyrst þetta. Vitleysa er snar þátt- ur í vist mannsins hér á jörðinni. Þannig hefur það alltaf verið og er enn, þótt vit- leysa og vitfírring hafi blessunarlega aldrei átt jafnerfitt uppdráttar og einmitt nú vegna þess, hversu mennt- un fólksins, upplýsingu og lífskjörum hefur fleygt fram. Tökum dæmi. Fídel Kastró hefur ráðið ríkjum á Kúbu síðan 1959 (ásamt bróður sínum, hershöfðingj- anum). Fyrir nokkru tók Kastró upp á því að leyfa blaðamönnum CNN og öðrum að tala við hann fyrir opnum tjöldum. Og þá kemur í ljós, að Kastró er - hvernig er hægt að orða þetta kurteislega? - uppfullur af ýmsum ranghugmyndum. Og hvem- ig ætti annað að vera um mann, sem enginn hefur þorað að andmæla heima fyrir í 40 ár? - og hefur ein- angrað sjálfan sig og þjóð sína frá miklum hluta umheimsins jafnlengi. Þeir, sem fara svo mikils á mis, hljóta að gjalda þess gróflega. Og margir aðrir hafa sams konar ranghugmynd- ir um heiminn og Kastró, þótt þeir hafi ekki sætt sams konar félagslegri einangrun af eigin völdum eða ann- arra langtímum saman. Gegn frjálsum viðskiptum Fólkið, sem berst nú gegn fijálsum viðskiptum með kjafti og klóm, hegð- ar sér eins og það hafi verið í einangrun frá skynsamlegum skoð- anaskiptum um langa hríð. Það virðist ekki hafa þá vitneskju, sem þarf tU að mynda sér skynsamlega skoðun á málinu. Þetta fólk hef- ur, að ég held, ekkert óhreint í pokahorninu, þótt ýmis minni háttar hagsmunasamtök eigi að vísu aðild að mót- mælunum. Þess sjást að minnsta kosti engin merki, að mótmælend- umir mæli gegn betri vitund, eins og sumir aðrir, sem berjast gegn almannahag í eiginhagsmunaskyni. Nei, þetta fólk virðist einfaldlega ekki vita betur. Kjarni málsins er þessi. Rök og reynsla alls staðar að úr heiminum taka af öll tvímæli um það, að mikil og greið viðskipti milli landa eru aflvaki hagvaxtar og þá um leið batnandi lífskjara um heimsins breiðu byggð. Þetta er ekki ný bóla, heldur er þetta ein elzta og órækasta kenning hag- fræðinnar frá öndverðu, að minnsta kosti allar götur frá því Adam Smith gaf út höfuðrit sitt, Auðlegð þjóð- anna, árið 1776. Þessi hagfræðikenn- ing er sambærileg við þyngdarlögmál eðlisfræðinnar. Baráttan gegn frjáls- um viðskiptum er beinlínis barátta gegn framförum og þá um leið bar- átta fyrir áframhaldandi fátækt í þró- unarlöndum. Hagur af fríverzlun á ekki aðeins við um viðskipti með vörur og þjón- ustu, heldur einnig um flutninga fólks og fjármagns milli landa. Það, sem skiptir þó ef til vill mestu, þegar upp er staðið, er aukið upplýsingaflóð um heiminn. Ein ástæða þess, að Austur- Evrópuþjóðirnar losnuðu loksins undan oki kommúnismans, er sú, að leiðtogamir komust ekki hjá því að kynnast lífskjörum venjulegs fólks í Þorvaldur Gylfason prófessor ggMWilfegÍ Jlk | MiUn rlilli hágæða ofnar Einu ofnarnir sem hlotið hafa vottun frá Rannsðknastofu byggingariðnaðarins á íslandi. Rekstrarþrýstingur MPa (10bar) islenskur staðall. (ST EN 442. OFNASMIÐJA REYKJAVIKUR Vagnhöfða 11 • 112 Reykjavfk • Sfmi: 577-5177 • Fax: 577-5178 ofnasmidjareykjavlkurðsimnet.is Vestur-Evrópu á ferðum sínum þangað, svo að þeir misstu móðinn á endanum og stóðu því máttlausir gegn uppreisninni í Austur-Evrópu 1989-1991. Uppreisnin gegn lélegum lífskjörum á Islandi um og upp úr 1960 - uppreisn, sem stendur enn! - er að nokkru leyti runnin af sömu rót. Það er að vísu rétt, að sumir geta tapað á auknu viðskiptafrelsi, einkum þeir, sem hafa notið tilbúinna forrétt- inda í skjóli viðskiptahindrana. Hinir, sem hagnast, eru þó næstum alltaf miklu fleiri, svo að hagur þjóðarbús- ins í heild vænkast með auknum við- skiptum við útlönd. Og þegar þjóð hagnast á heildina litið, þá þarf eng- inn að tapa, því að þeir, sem hagnast, geta fræðilega séð að minnsta kosti bætt hinum skaðann. Þetta gerist að sönnu ekki alltaf í reynd, en það er hægt. En er það æskilegt? Er það æskilegt að bæta bændum skaðann, sem þefr verða fyrir, þegar landbún- aðurinn verður loksins tekinn af rík- isframfæri? Er það æskilegt að bæta útvegsmönnum skaðann, sem þeir verða fyrir sumir hverjir, þegar þeim verður loksins gert að greiða veiði- gjald? - eftir allt, sem á undan er gengið. Því verður hver að svara fyrir sig. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hafa lagt drjúgan skerf til þeirrar lífskjarabyltingar, sem hefur átt sér stað um heiminn í heild síðast liðna hálfa öld. Eg er þeirrar skoðunar, að ef til vill hafi munað minna um fjárhagsaðstoðina en um ráðgjöfina, sem þessar stofn- anir hafa veitt aðildarlöndum sínum. Þetta tvennt hefur tengzt þannig, að fjárhagsaðstoðin hefur yfirleitt verið bundin skilyrðum um framfarir í hag- stjórn - meðal annars um aukið við- skiptafrelsi, það er um afnám gjald- eyrishafta, lækkun innflutningstolla og annarra viðskiptahindrana og um frjálsara markaðsbúskaparlag al- mennt og yfirleitt. í þessum anda hafa bæði Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn og Alþjóðaviðskiptastofnunin til dæmis mælt með veiðigjaldi við ís- lenzk stjómvöld oftar en einu sinni undangengin ár. Þessum skilyrðum alþjóðastofnan- anna var oft ekki vel tekið í löndum, þar sem sérhagsmunahópar höfðu hreiðrað um sig í skjóli hafta og skömmtunar. En meðulin hrifu þó yf- irleitt, þegar frá leið. Og nú, þegar markaðsbúskapur af því tagi, sem þessar alþjóðastofnanir hafa mælt með alla sögu sína, er eina nothæfa búskaparlagið, sem eftir er að komm- únismanum gengnum, þá standa þessar stofnanir með pálmann í höndunum. Enda gerðist það árin eftir 1990, að gagnrýnisraddirnar, sem höfðu verið uppi áratugina næst á undan, hljóðnuðu. Það var ef til vill freistandi að álykta sem svo, að þess- ar raddir hefðu hljóðnað í ljósi raka Hvað heitir þú? - hverra manna ertu? Er ættarmót í UPPSIGLINGU? Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn þátttakenda í barm þeirra. í Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnustofa SfBS Símar: 562 8501 og 562 8502 Kjarni málsins er þó sá, að gagnið, sem þessar stofnanir hafa gert með ráðum og dáð, segir Þorvaldur Gylfason, gnæfír yfír allt hitt. og reynslu. Svo reyndist þó ekki vera. ÞeSs vegna er vert að staldra við nú, þegar þessar raddir hafa vaknað að nýju. Sakargiftir Hveiju er þetta fólk þá að berjast gegn? Efnisatriðin í gagnrýni mót- mælenda á Alþjóðabankann og Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn eru meðal annars þessi. • Þeir segja: Þessar stofnanir vanrækja umhverfismál. En þetta er ekki rétt. Alþjóðabankinn hefur látið umhverfismál talsvert til sín taka undangengin ár, að nokkru leyti vegna réttmætrar gagnrýni um- hverfisvemdarsinna, meðal annars með því að láta framkvæmdir, sem hann lánar fé til, sæta umhverfismati. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn styrkfr ekki einstakar framkvæmdir, svo að umhverfismál í venjulegum skilningi eru ekki í verkahring hans. A hinn bóginn hefur Sjóðurinn á síðustu ár- um látið spillingu til sín taka í sumum aðildarlöndum, þar sem hún hefur keyrt um þverbak, til dæmis í Zaíre (sem heitir nú aftur Kongó) undii- lok valdatíma Móbútús og einnig í Keníu og Rússlandi. Barátta gegn spillingu er sannkölluð umhverfisvemd. Þetta merki hefði Sjóðurinn að vísu mátt hefja fyrr á loft, en látum það vera: betra er seint en aldrei. Alþjóðabank- inn hefur einnig lagzt gegn spillingu í aðildarlöndum. • Þeir segja: Þessar stofnanir reyna að steypa hagstjórn allra landa í sama mót án tillits til staðhátta. Þetta er ekki heldur rétt. Hagfræði er að vísu alls staðar eins, ekki síður en til að mynda eðlisfræði, en hyggn- ir hagstjórnendur taka mið af stað- háttum. Annað væri fásinna. Bæði Bankinn og Sjóðurinn hafa yfirleitt gætt sín á þessu. Krafa mótmælend- anna um sérstakt tillit til staðhátta er yfirleitt ekki annað en bergmál af málflutningi lélegra hagstjómenda, sem halda, að viðtekin lögmál efna- hagslífsins gildi ekki um þá, og fara því sínu fram, yffrleitt í eiginhags- munaskyni og umbjóðenda sinna gegn almannahag. • Þeir segja: Þessar stofnanfr setja of ströng skilyrði fyrir lánveit- ingum og leiða fátækt með því móti yfir ýmis aðildarlönd. Þetta er eins og að segja, að stríð séu Rauða krossin- um að kenna. Engir einstakir aðilar hafa gert jafnmikið til þess að bæta lífskjör og draga úr fátækt um heim- inn síðan síðari heimsstyijöldinni lauk 1945 og einmitt Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Lán- veitingar án skilyrða hafa yfirleitt ekki reynzt vel. Ástæðan virðist sumpart vera sú, að lánþegar bera yf- irleitt ekki næga virðingu fyrir ódýr- um, skilyrðislausum lánum og styrkj- um, enda hefur allmikið lánsfé farið í súginn í þriðjaheimslöndum af þeim sökum. Þetta virðingarleysi virðist vera af sömu rótum runnið og sá skortur á virðingu fyrir verðmætum, sem einkennir margar þjóðir, sem búa að gjöfulum náttúruauðlindum: þeim hættir til skuldasöfnunar, sóun- ar og óstjórnar með sama hætti og viðtakendum skilmálalauss, ódýrs lánsfjár og ölmusu. • Þeir segja: Þessar stofnanir þurfa ekki að lána og skipta sér af löndum, sem hafa aðgang að alþjóð- legum lánsfjármarkaði. Þarna gleymist það, að þróunarlöndin eiga nú mörg hver greiðan aðgang að lánsfé á alþjóðamörkuðum að miklu leyti einmitt vegna þess, að þau hafa hlítt ráðum alþjóðastofnana um hag- stjóm. Án stimplaðs heObrigðisvott- orðs frá Bankanum og Sjóðnum væru þessi lönd mörg hver á köldum klaka og fengju hvergi framkvæmdalán, af því að einkabankar treystu því ekki, að þau gætu staðið í skilum. • Þeir segja: Þessar stofnanii- eru handbendi iðnríkjanna, sem nota þær til að koma fram vilja sínum við fá- tækar þjóðir. Það er að vísu rétt, að iðnríkin hafa meiri hluta í stjórn þessara stofnana, enda borga þau brúsann. Það er einnig rétt, að iðnrík- in, einkum Bandaríkin, hafa stundum skipt sér af lánveitingum til einstakra landa, svo að það hefur komið fyrir, að einstakir embættismenn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hafa sagt af sér embættum sínum í andmælaskyni. Þess háttar afskipti eru þó undan- tekningar. Sú gagngera breyting hef- ur orðið á starfsháttum Sjóðsins und- anfarin ár, að hefðbundnum leyndarhjúp hefur verið lyft af starf- seminni. Leyndin, sem tíðkaðist áð- ur, átti sér að vísu eðlilega skýringu. Menn töldu, að leyndin væri forsenda hreinskilnislegra skoðanaskipta um hagstjóm. Menn óttuðust með öðrum orðum, að embættismenn aðildar- landa myndu skirrast við að leiða Bankann og Sjóðinn í allan sannleika um ástandið heima fyrir nema gegn fullum trúnaði. Slíkri leynd fylgii' á hinn bóginn hætta á því, að leyndin sé misnotuð til yfirhilmingar og til að fresta nauðsynlegum framförum í hagstjórn. Nú er þó næstum allt, sem Sjóðurinn lætur frá sér fara, aðgengi- legt á vefsetri Sjóðsins á netinu - nema það, sem stjómvöld einstakra landa vilja halda leyndu. Það, sem á vantar, stafar sem sagt af viðkvæmni stjómvalda í einstökum löndum, sem vilja helzt, að almenningur fái ekki að vita, hvað Sjóðnum finnst um efna- hagsstefnu þeirra. • Þefr segja: Þessar stofnanir em komnar út fyrir upphaílegan verka- hring sinn. Þetta er alveg rétt - og eðlilegt, af því að heimurinn hefur breytzt. Þegar samskipti þjóðanna aukast, þá er sjálfsagt, að alþjóða- stofnanir færist meira í fang en áður. Það er jafnframt skiljanlegt, að þeir, sem tortryggja aukin samskipti þjóða, hafi horn í síðu alþjóðastofn- ana, sem er einmitt ætlað að efla þessi samskipti. Af þessu má ef til vill að einhverju leyti ráða tortryggni þingflokks repúblikana, sem hafa nú mefri hluta á Bandaríkjaþingi, gagn- vart Alþjóðabankanum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum að undanförnu, en þar í flokki ber nú meira á einangran- arsjónarmiðum og sjálfbirgingi en oft áður. Endurmenntun Er þá ekkert athugavert við Al- þjóðabankann og Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn? Mér dettur ekki í hug að halda því fram. Kjami málsins er þó sá, að gagnið, sem þessar stofnanir hafa gert með ráðum og dáð, gnæfir yfir allt hitt. Sumt af þessu er reynd- ar ekki á almannavitorði. Mig langar því að nefna eitt dæmi að endingu. Báðar þessar alþjóðastofnanfr hafa lagt mikla rækt við endurmennt- un í aðildarlöndum sínum. Þetta starf var eflt til mikilla muna, þegar ljóst varð, hversu brýn þörfin var fyrir endurmenntun embættis- og stjórn- málamanna eftir hran kommúnism- ans í Mið- og Austur-Evrópu 1989- 1991. Síðan kom það í ljós, og þótt fyrr hefði verið, að þörfin var í reynd- inni ekki síður brýn víða annars stað- ar um heiminn. Bankinn og Sjóður- inn hafa haldið hagstjórnar- og hagfræðinámskeið, ýmist stutt eða löng og af ýmsu tagi, fyrir mikinn fjölda manns alls staðar að úr heimin- um, bæði í höfuðstöðvum sínum í Washington og á heimaslóðum þátt- takendanna í öllum heimsálfum. Þús- undir embættis- og stjórnmálamanna hafa notið góðs af þessu þrotlausa starfi. Það á því vonandi eftir að skila sér smám saman í betri verkstjórn og hagstjóm og bættum hag almenn- ings um heiminn allan. Höfundur er prófessor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.