Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 3.500 2.500 RR SKOR Skemmuvegi 32 sími 557 5777 Sumarsmellur í Kópauogi Samnorrænt þing um sál- lækningar og hópmeðferð FJÓRÐA norræna þingið um sál- lækningar og hópmeðferð verður haldið í Háskóla íslands 31. maí til 3. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið hér á landi, en Þerapeia ehf., Suðurgötu 12 stendur að þinginu með norrænu fé- lögunum um hópmeðferð og sállækn- ingar. A annað hundrað manns frá Norðurlöndunum sækir þingið heim, en það er einkum ætlað fagfólki á geðheilbrigðissviði. Þema þingisins að þessu sinni er „Arfur og umbreyting - hlutur sögu og goðsagna í mannlegum samskipt- um“, en það er valið með hliðsjón af því að þingið er nú haldið á árþús- undamótum. Magnús Skúlason geðlæknir er einn fjögurra íslendinga í hinni samnorrænu undirbúningsnefnd þingsins. Hann segir að þingið fari fram með fyrirlestrum, námshópum og umræðuhópum, þar sem áhersla sé lögð á sállækningar og gildi hóp- meðferðar í þeim efnum. Einnig fái þátttakendur eigin reynslu í hóp- meðferð. Fagfólk á geðheilbrigðis- sviði sæki þingið heim, svo sem geð- læknar, sálfræðingar, félags- ráðgjafar, geðhjúkrunarfræðingar og aðrir sérfræðingai- í málaflokkn- um. Farið sé yfir ýmis fræðileg grunnatriði, svo og notagildi og möguleika sállækninga og hópmeð- ferðar í þeim efnum, en meginhug- myndin að baki meðferðinni byggist á því að ekki sé hægt að skilja tilveru og vanda mannsins ef hann er skoð- aður einn sér og einangraður og að- skilinn frá tengslum sínum við aðra menn í fortíð, nútíð og framtíð. Fjall- að verði um kenningar og rann- sóknaraðferðir á þessu sviði og um þróun og þroskabrautir manneskj- unnar með sérstöku tilliti tii tilfinn- ingalegra þarfa hennar og tengsla og samskipta í félagslegum og söguleg- um skilningi. í upplýsingum vegna þingsins seg- ir að markmiðið með því sé eins og fyrr að útbreiða hópmeðferðina bæði sem meðferðarform, hugmynda- fræði og safn af kenningum til skiln- ings á lífinu og aðstæðum mannes unnar. Sameiginlegar Þema þingsins er eins og fyrr sagði Arfur og umbreyting og er bent á að menning okkar mótist af hefðum sem við byggjum á alveg eins og tré sem ekki getur verið án róta sinna. Á hinn bóginn verði enginn vöxtur án breytinga. Norðurlöndin eigi sameiginlegar goðsagnir og sögulegan arf. Goðsagnimar snúist um eilíf viðfangsefni hvað snerti til- finningar og örlög og eftirsókn eftir frelsi og merkingu. Það eigi hvorki að taka þær bókstaflega né gera lítið úr þeim, en skilningur á þeim geti auðgað skilning á okkar sameigin- legu veröld og þeim þætti sem hóp- meðferðin geti átt í þeim efnum. St. 36-40 Beige/svartir St. 36-41 svartir Rósa Ingólfsdóttir er yfir sig hrifin Rósa Ingólfsdóttir er mjög hrifin af Karin Herzog súrefniskremunum og segir að þau henti sér af- skaplega vel. „Þessi frábæru krem samræmast al- veg mínum lífsstíl en ég leitast við að nálgast upp- runann sem mest. Ég er með blandaða húð en er heldur betur búin að finna lausn á því með Vita-A- Kombi 2 og 3. Þau vinna vel á þurrki í húð og líka bólum. Eins er mjög gott að bera það á húðina þegar maður er þreyttur, því það er endurnærandi. Ég nota kremin alltaf undir farða og þá helst hann vel á allan daginn. Með fullri virðingu fyrir öðrum merkjum þá er ég á þeirri skoðun að Karin Herzog vörurnar séu húðsnyrtivörur framtíðarinnar." Súrefnlsvörur Karin Herzog Switzerland Rósa Ingólffsdóttir kynnir vörurnar í Lyff og Heilsa laugardaginn 29. maí kl. 13 til 17. ...ferskir vindar í umhirðu húðar I SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 29 Frjáls eins og fuglinn í Camp-let tjaldvagni Einföld tjöldun, mikið pláss, áfast eldhús og fortjald, auk frábærrar endingar eru atriði sem gera Camp-let að einstökum tjaldvagni. Ef allir vagnar eru skoðaðir sést vel af hverju Camp-let nýtur vinsælda ár eftir ár. fpíSLl IÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 Lárétt borun er bylting stvv't' Verktakar kynnið ykkur Vermeer borana, margar stærðir og útfærslur. Borarnir verða kynntir á vélasýningunni í París „INTERMAT " 16.-21. maí. Fulitrúar Merkúr verða á staðnum, hafið samband í síma 861 9965 eða 897 3473 lyiERKÚR AÐALFUNDUR ÍSLENSK-SÆNSKAVERSLUNARRÁÐSINS Mánudaginn 15. maí 2000 kl. 15:30 í salnum Skála á Hótel Sögu Bakkavör í Svíþjóð Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf. • Ávarp Áma M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. • Halldór Þórarinsson, þróunarstjóri hjá Bakkavör Group mun ræða um aðstæður og starf- semi fyrirtækisins í Svíþjóð. Móttaka í boði sænska sendiherrans á Islandi. Fundarstjóri verður Pétur J. Eiríksson. Fundurinn fer fram á ensku. • Fundurinn er öllum opinn og er æskilegt að memi boði mætingu í síma 510 7100, með faxl 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.