Morgunblaðið - 14.05.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 57
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðia/Kristmn
og Vytautas Narbutas, leikmynda-
iður.
linnulaust í kringum sýningar og
hugmyndavinna fer fram á ólíkleg-
ustu stöðurn," segir Filippía. Að-
spurð um það hvort bestu hug-
myndirnar komi við þriðja bjór eins
og algengt er segir Vytautas hlæj-
andi: „Stundum koma þær við
þriðja sýningarkvöld og þá er það
orðið of seint.“
Vytautas hefur unnið með sam-
löndum sínum, þeim Rimas Tum-
inas leikstjóra og Faustas Laténas
tónskáldi, að þremur sýningum hér
á landi sem í nýstárleik sínum vöktu
jafnt aðdáun sem undrun. „Mér
finnst ekkert vera til í dag sem
hægt er að kalla „avant-garde“,“
segir hann er þetta kemur til tals.
„Það er skrifað um allt á þessum
póstmódernísku tímum. Allt er
gert. Allir stílar eru nýir. Ekkert er
„avant-garde“. Það eina sem er nýtt
í dag eru tækninýjungar. Það er
ekkert nýtt í listinni sjálfri. Og þó
að það væru skógur og hefðbundin
föt í uppfærslu á Draumi á Jóns-
messunótt getur það allt eins verið
„avant-garde“. Það virðist fastmót-
uð hugmynd hjá fólki að ef nálgunin
er hefðbundin þá sé hún gamaldags
en ef hún sé óhefðbundin og nýstár-
leg sé hún „avant-garde“. Það er
hægt að fara „avant-garde“-leiðir
að venjubundnum hlutum alveg
eins og það sem fólk vill lýsa sem
„avant-garde“ getur verið bæði
leiðinlegt og venjubundið.
Annars gef ég ekkert fyrir stfla
eða stefnur," segir Vytautas að lok-
um. „Það eina sem skiptir mig máli
er að listin snerti mig á einhvern
hátt, ögri huga og hjarta. Þá er ég
sáttur.“
MYNDBOND
Brellu-
grautur
(Inspector Gadget)
GAMAIMMYIVD
★VS>
Aðalhlutverk: Matthew Broderick,
Rupert Everett. Bandarikin 1999.
Sam-myndbönd. Ollum leyfð.
DISNEY-risinn keppist nú við að
endurvinna gamla efnið sitt og svo
virðist sem menn þar á bæ séu alveg
orðnir uppiskroppa með hugmyndir
(að undanskildum Leikfangasögun-
um). Ekki alls fyrir löngu skrifaði ég
um aðra endurunna Disney-hug-
mynd, myndina „Martein frænda"
eða „My Favourite Martian“, og var
Matthew
Perry
á sjúkra-
húsi
TALSMENN Matthew Perry er
leikur í sjónvarpsþáttunum vin-
sælu, Friends, segja hann þjást af
slæmri flensu en
leikarinn var
lagður inn á
sjúkrahús í síð-
ustu .viku. Hann
gekkst undir
meðferð vegna
verkj alyfj afíknar
fyrir nokkrum
árum og hafa
Rciiters sögusagnir verið
Matthew £ kreiki um að
Perry lasmn. öann sé á sjúkra-
húsinu af þeim sökum. Talsmenn
hans neita því alfarið og sam-
kvæmt dagblaðinu USA Today
leiddi flensan til slæmra maga-
verkja og þess vegna hefur Perry
þurft að dvelja á sjúkrahúsi lengur
en áætlað var í fyrstu. Enn er ekki
vitað hvað orsakar magaverkina
eða hvenær hann verður útskrifað-
ur af sjúkrahúsinu.
Perry hefur því misst af mikil-
vægum samningaviðræðum milli
leikaranna í Friends og sjón-
varpsstöðvarinnar NBC en samn-
ingur leikaranna rennur út á
mánudag. Vonast er til að gengið
verði frá nýjum samningum á
allra næstu dögum en leikarahóp-
urinn fer fram á talsverða launa-
hækkun.
primadonna
NAGLA- OG FÖRÐUNARSTÚDÍÓ
Höfum hafið störf á Primadonnu
Helga Sæunn
nagla- og förðunarfræðingur
María Björg Tamimi
nagla- og förðunarfræðingur
Sigrún Helga
nagla- og förðunarfræðingur
Af því tilefni bjóðum við 10% afslátt
á gervinöglum til 1. júní.
Einnig bjóðum við upp á nema-
neglur hjá Sigrúnu á kr. 4.900.
Verið velkomin!
Nagla- og
förðunarstúdíó
Grensásvegi 50, sími 588 5566
ekki par hrifinn. Það er hreint með
ólíkindum hversu lítið Disney-menn
hafa lært af þeirri vondu mynd því
hér falla þeir í nákvæmlega sömu
gryfju. Ástæðan fyrir endurlífgun
þessara gömlu hugmynda er reynd-
ar alveg augljós. Menn hafa eflaust
talið að loksins væri hægt að nýta
möguleika þeirra til hlítar, vegna
hinna miklu tækniframfara sem orð-
ið hafa. Það munar líka ekki um
tæknina. Myndin er einn stór brellu-
grautur og svo virðist sem leikstjór-
inn hafi í tæknisýki sinni gleymt því
algjörlega að í myndinni tóku einnig
þátt mennskir leikarar sem biðu eft-
ir því að fá leiðsögn. Fyrir vikið eru
þessi gamaldags fyrirbæri eins og
álfar út úr hól og vita engan veginn í
hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þeir
hafa þó sennilega tekið þann pól í
hæðina að um barnamynd væri að
ræða og því best að ofleika sem allra,
allra mest.
Skarphéðinn Guðmundsson
www.mbl.is
'íiríiJjhplífiy^
ð morgun, mánudag og
á þríöjudag I
HAGKAUP
Kringlu
Miðwikudag I
HAGKAUP
Smáratorgi
Fimmtudag f
HAGKAUP
Skeifu i
Föstudag f A
Lyf&heitsa^
SeHossi jBm
BOURJOIS
Viltu verða
Handritshöfundur?
Kvikmyndaleikstjóri?
Kvikmyndaleikari?
• Kvikmyndaskóli Islands og Ríkisútvarpiö-Sjónvarp leita að nýju
hæfileikafólki til starfa við kvikmyndagerð.
• Við leitum að leikurum, leikstjórum og handritshöfundum sem vilja
koma sér á framfæri. Aldur og staða skiptir ekki máli, einungis aö
viðkomandi hafi ekki starfað áður við kvikmyndir á opinberum vettvangi
í atvinnuskyni.
• Kvikmyndaskóli íslands hyggst framleiða 6 tuttugu mínútna langar
leiknar sjónvarpsmyndir undir yfirheitinu „RRX - 3. reglan"
• Leikstjórar, handritshöfundar og leikarar eiga að vera óþekkt
hæfileikafólk. í öðrum störfum svo sem við kvikmyndatöku,
leikmyndahönnun, klippingu og gerð kvikmyndatónlistar starfa
fagiærðir/reyndir kvikmyndagerðarmenn.
• Myndirnar verða sýndar í Sjónvarpinu árið 2001.
• Hér er um einstakt tækifæri aö ræða fyrir alla þá sem dreymt hefur
um aö fá handrit sín kvikmynduð, aö leikstýra eða leika í kvikmynd.
• Kvikmyndaskóli íslands hvetur konur sérstaklega til að sækja um
sem leikstjórar og handritshöfundar.
Ath. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 22. maí.
Nánari upplýsingar fást hjá Kvikmyndaskóla íslands
í síma 5882720. Umsóknargögn liggja frammi í húsa-
kynnum skólans Laugavegi 178, 2. hæð.
KVIKMYNDRSKOLl
íSLRNDS
nx
r