Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 11 um víða um heim. Því var ákveðið að ýta til hliðar fyrri hugmyndum og vinna málið frá _grunni út frá alþjóð- legri reynslu. „Akveðið var að leggja í kostnað við markaðsrannsóknir og vandað arðsemismat og kalla tU er- lenda ráðgjafa með reynslu á þessu sviði. Akveðið var að hugsa ekki um verklegar framkvæmdir fyrr en að þessum undirbúningi loknum, litið var á sjálfa húsbygginguna sem verkefni sem auðvelt væri að leysa ef athuganir sýndu að það væri fjár- hagslega hagkvæmt," segir Pálmi Kristinsson. Samið var við bresku markaðsráð- gjafana DTZ um markaðsrannsókn- ir og ráðgjöf. Þeir gerðu viðamiklar og kostnaðarsamar athuganir á öll- um hugsanlegum þáttum í verslun og þjónustu hér á landi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Vinnan var að ýmsu leyti umfangsmeiri en opin- berir aðilar leggja í við undirbúning svæðisskipulags. „Það komu merki- legar niðurstöður út úr þessari vinnu, sumt nýtt en annað sem við þóttumst vita fyrir. Við fengum góða heildarmynd af verslunarstarfsem- inni á höfuðborgarsvæðinu og þró- uninni erlendis, upplýsingar sem gerðu okkur kleift að meta mögu- leika fyrir uppbyggingu á þessari lóð. í tillögum bresku ráðgjafanna kom fram að bygging verslunarmið- stöðvar á lóðinni væri mjög gott fjár- festingartækifæri, bæði út frá mark- aðsskilyrðum og legu og stærð lóðarinnar miðsvæðis á höfuðborg- arsvæðinu. Lögðu þeir til að hér yrði reist 40 þúsund fermetra nýtísku verslunarmiðstöð. Með því móti mætti ná hámarksafrakstri lóðar- innar,“ segir Pálmi. Hluthafarnir ákváðu að vinna að þessu og nú eru framkvæmdir hafnar við byggingu sem raunar er um 50% stærri en ráðgjafarnir lögðu til. Aukningin er aðallega vegna stækkunar á þeim hluta hússins sem ætlaður er fyrir þjónustu á sviði afþreyingar og skemmtunar. Samstarf tekið upp við Baug A þeim tíma sem forráðamenn Smáralindar hafa undirbúið byggingu verslunarmiðstöðvarinnar hafa þeir látið sem minnst fara fyrir sér í fjöl- miðlum. Verkefnið hefur staðið yfir í rúm fjögur ár og á þeim tíma hefur félagið aðeins sent frá sér fjórar fréttatilkynningar. Ljóst er af samtal- inu við Pálma Kristinsson að ýmislegt hefur þó gengið á á þessum tíma. Strax eftir að nýir fjárfestar komu inn í verkefnið, í byrjun árs 1996, var stefnan sett á að opna verslunarmið- stöðina árið 2000. Samningar tókust við bresku verslunarkeðjuna Deben- hams í apríl 1998 um að opna deilda- skipta sérvöruverslun í öðrum enda hússins. Önnur þungamiðja verslun- armiðstöðvarinnar átti að vera stór matvöruverslun Nóatúns í hinum enda hússins. „Við vorum þó aldrei sannfærðir um að hefðbundin mat- vöruverslun stæði undir því að vera nógu öflugt akkeri og töldum að við þyrftum að fá raunverulegan stór- markað (,,hypermai-ket“) til að hug- myndin að verslunarmiðstöðinni gengi fullkomlega upp,“ segir Pálmi. Þegar breytingar urðu á markaðn- um með eigendaskiptum í Hagkaupi og stofnun Baugs á árinu 1998 kom upp staða sem átti eftir að hafa áhrif á framvindu verkefnisins. Nýr forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, kom fljótlega að máli við eigendur Smáralindar og sýndi áhuga á að Baugur tæki að sér rekstur Debenhams-verslunarinnar í stað fyrirtækis Smáralindar, NRP ehf., sem hafði aflað sér leyfa til reksturs verslunarinnar með samn- ingum við Debenhams í Bretlandi. I lok ársins 1998 var skrifað undir viljayfirlýsingu um þetta jafnframt því að Smáralind keypti byggingar- rétt sem Bónus hafði á lóð Nýja bíós við Lækjartögu. I framhaldinu gerð- ust Baugur hf. og Gaumur ehf. hlut- hafar í Smáralind ehf. Snemma árs 1999 lýsti Baugur síðan yfir áhuga á að opna risaversl- un Hagkaups í Smáralind. „Þetta var óvænt staða en stjórn félagsins komst að þeirri niðurstöðu að það myndi styrkja verkefnið verulega að taka inn risamarkað Hagkaups sem annað helsta akkeri verslunarkeðj- unnar. I framhaldi af því var gengið frá samningi við Kaupás hf., sem þá var nýstofnað félag, um pláss fyrir matvöruverslun Nótatúns á efri hæð ...Ititivj fl’ ‘.r1' ! Fjöldi verslana og þjónustufyrirtækja er á báðum hæðum í miðhluta Smáralindar. Verslun Debenhams er við annan endann og stórmarkaður Hagkaups, veitingastaðir og kvikmyndahús við hinn. Akveðið var að hugsa ekki um verklegar framkvæmdir fyrr en að undirbúningi lokn- um. Litið var á sjálfa húsbygginguna sem verkefni sem auðvelt væri að leysa. hússins," segir Pálmi Kristinsson. Þetta var einnig óvænt staða hjá Hagkaupi sem þá hafði nýlega opnað stærstu verslun landsins, 4 þúsund fermetra að stærð, á Smáratorgi, skammt frá Smáralind. Sú verslun verður flutt í rúmlega 10 þúsund fer- metra verslunarpláss í Smáralind og umfangið aukið sem því nemur. Risa- markaður Hagkaups verður lang- stærsta verslun landsins. Helst má lýsa henni með því að þar sé verið að steypa saman lunganum úr því sem nú er á boðstólum í Hagkaupi, Húsa- smiðjunni, Bílanausti, Blómavali og ELKO. Baugur setur upp Bónusverslun í stað Hagkaups á Smáratorgi og verður sú verslun trúlega flaggskip Bónuss. Pálmi segir að með þessari breytingu verði Smáratorg einskon- ar lágvöruverðstorg í nágrenni verslunarmiðstöðvarinnar, eins og algengt sé erlendis. Þær myndi eina heild ásamt fleiri fyrirtækjum í Kópavogsdalnum og samspil þeirra styrki öll fyrirtækin á svæðinu. Þegar það lá ljóst fyrir að risa- markaður Hagkaups kæmi inn í hús- ið þurfti að breyta hönnun þess, meðal annars að fjölga bílstæðum við stórmarkaðinn. Einnig var ákveðið að gera þjónustugöng neð- anjarðar austan við húsið. Um þau fer meginhluti vöruflutninga til fyr- irtækjanna og sorpið í burtu. Húsið í heild verður því 63 þúsund fermetrar að stærð, meira en sexfalt stærra en hugmyndir frumkvöðlanna Gylfa og Gunnars gerðu ráð fyrir. Pálmi segir að við uppbyggingu verslunarmiðstöðvarinnar sé lögð Morgunblaðið/Golli Byggingarlóð nýju verslunarmiðstöðvarinnar í Kópavogsdal er stór. Hér er verið að mæla fyrir sökklum en í fjarska sést grafa að störfum. áhersla á nútímalega hönnun, al- þjóðlega verslunarþjónustu og af- þreyingu fyrir gestina. Við hönnun mannvirkisins sé lögð áhersla á ein- falt en fallegt umhverfi þar sem fólki geti liðið vel, bæði utanhúss og inn- an. Eins og fyrr segir eru akkeris- verslanir í endum miðstöðvarinnar. Á milli þeirra, í hinum eiginlega verslunarklasa, verða 70-80 verslan- ir og þjónustufyrirtæki, beggja vegna gangs á tveimur hæðum. Búið er að ganga frá endanlegum samningum við um það bil 43 versl- anaeigendur og samningar við 20-30 eru í lokavinnslu, að sögn Pálma. Hann segir ekki hægt að fullyrða fyrr en upp verður staðið hvort allt verslunarplássið gangi út en segir að miðað við stöðuna í dag virðist vera umframeftirspurn. Markmiðið með vali verslana er að sögn Pálma að fólk leggi leið sína í Smáralind alla daga ársins. Hann leggur á það áherslu að nokkur vandi sé að velja verslunar- og þjón- ustufyrirtæki enda skipti það mikiu máli fyrir velgengni verslunarmið- stöðvarinnar í framtíðinni að rétt blanda finnist. „Ekki þýðir að hugsa aðeins um leigutekjurnar til skemmri tíma. Verðmæti fyrirtækis- ins í framtíðinni ræðst ekki síður af því að samsetningin sé rétt og að sem flestir viðskiptavinir hafi áhuga á að koma til okkar,“ segir fram- kvæmdastjórinn. Veitingastaðir og bíó Lögð er áhersla á afþreyingar- þáttinn við uppbyggingu Smáralind- ar. Byggist hann upp á veitingastöð- um og kvikmyndahúsi. Verður sú starfsemi í þeim enda hússins sem liggur að Reykjanesbrautinni, fyrir ofan verslun Hagkaups. Þrír veit- ingastaðir verða uppistaðan í veit- ingahúsastarfseminni, en það eru McDonalds, Pizza Hut og TGI Fri- daýs. Hamborgara- og pizzustaðirn- ir eru vel þekktir hér á landi. TGI Fridaýs er bandarísk veitingahúsa- keðja sem rekur veitingastaði um allan heim. Afþreyingarsvæðið er um 10 þús- und fermetrar að stærð og liggur við endann á efri hæð verslunarmið- stöðvarinnar. Veitingastaðimir eru hólfaðir af og á milli þeirra er mikið torg sem kallað hefur verið Vetrar- garðurinn og verður notað til sýn- inga- og skemmtanahalds. Þar munu veitingastaðirnir skapa miðbæjar- stemmningu með því að vera með borð fyrir utan. Þá er ætlunin að eitthvað verði um að vera í Vetrar- garðinum flesta daga ársins. Nefnir Pálmi bílasýningar, ferðakynningar, hljómleika og uppákomur hvers kon- ar. .Norðurljósafyrirtækið Skífan mun reka fimm sala kvikmyndahús á hæðinni þar fyrir ofan og verður op- ið á milli hæða. „Tilgangurinn með því að leggja svona mikið upp úr afþreyingar- þættinum er að fá fleira fólk inn í húsið á kvöldin og um helgar. Smáralind verður með langan opn- unartíma og hann verður sá sami hjá öllum frá upphafi. Allar verslanir og þjónustufyrirtæki verða opin frá klukkan ellefu á morgnana til átta á kvöldin virka daga en til klukkan sex á laugardögum og sunnudögum. Öll veitingahúsin verða væntanlega opin til miðnættis. Með þessum hætti stillum við saman þjónustu verslana, veitingastaða og kvikmyndahúss þannig að sem best sé fyrir við- skiptavinina og rekstrarþættirnir styðji hver annan,“ segir Pálmi. Ljóst er að gatnakerfið í kringum Smáralind er lífæð fyrirtækjanna sem þar verða. Tekjustreymi versl- unarmiðstöðva er í beinum tengslum við aðkomuna að þeim. Pálmi telur að vel verði séð fyrir umferðarmál- unum með framkvæmdum sem að mestu verði lokið þegar Smáralind opnar í september á næsta ári. Nefnir hann mislæg gatnamót á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar og áframhaldandi breikkun Reykjanesbrautar í báðar áttir enda segir hann að hún sé sla- gæðin. Þá muni Kópavogsbær tvö- falda Fífuhvammsveg og Smára- hvammsveg. Telur Pálmi að aðkoman að Smáralind verði með því besta sem þekkist við verslunarmið- stöðvar þegar hún verður opnuð. Við húsið verða um 3000 bílastæði og hægt að aka inn á þau á fimm stöð- Möguleikar til stækkunar Margt hefur gerst á þeim tæpu fimm árum sem Pálmi Kristinsson hefur unnið að undirbúningi versl- unarmiðstöðvarinnar og margt breyst eins og fram hefur komið. Hann segir að hluthafarnir hafi allan tímann gert sér grein fyrir áhætt- unni sem fylgir verkefninu og haft þekkingu, þolinmæði og fjárhagsleg- an styrk til að takast á við það. Nokkrum sinnum hafi orðið að fresta áætluðum opnunartíma til að skapa tima til að þróa enn betri hug- myndir. „Við vorum ósmeykir við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.