Morgunblaðið - 14.05.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 2 7
Ritvinnslu
Upplýsingaleit
Bókhald
Tölvuleiki
Tölvupóst
Vinnu / nám
Afþreyingu á Netinu
Ekki neitt
Myndvinnslu / hönnun
Heimabanka / netbanka
Annað
I hvaó er tölvan notuó?
sH
Bdck
,------------------------------------------------------——--------
i Addtess Ntp://v/v«v.touditón^joíK«.is/*H.tdalat( ri;f/pa9ei/lofíicÍ3.Mríi
Linki Lgjlni«r»tE»pl»«NM*i !^]IMeme>Sl»l frjfteePt
Ö 'Ú Lií sj $ : B
Re/resh Home Search Févonlei Histwy Channeli Fufeoeeo Maá
Greiöslumat
/ð ur en byrjsá «r »5 leita aí
Ibú6 aba áætlanir gcrðar
vagna byggtngarframkvMmða
er aeskilegl a« leggja gróí
mal i eigin greiðshjgetu. líéf
rifiturðn nntt hill niniit-
Húsbréfalán
AJgeriguetu lán tð Ibúðsrksupa
eða -byggirrga eru húabráfalán
sem gela numíð a«t að 70% af
markaðsverði fasteignar
: Kynnfú (ráf húsbráfslán
íhi’iftalánMitifto mnð M að-------------
að þurfa ekki að fara milli stofnana í
leit að eyðublöðum, en hagræðið yrði
klárlega enn meira ef raíræn undir-
skrift dygði ein og sér. Þá fyrst væri
unnt að ganga erinda sinna í
stjómsýslunni gegnum Netið með al-
gjörlega rafrænum hætti og
gagnvirkum að auki.
Rammi fyrír örugg viðskipti
Tillaga að tilskipun um rafrænar
undirskriftir var sett fram af fram-
kvæmdastjóm ESB í maí 1998. Með
tillögunni er stefnt að því að setja nið-
ur lágmarksreglur varðandi ábyrgð
og öryggi og tryggja að rafrænar
undirskriftir njóti viðurkenningar að
lögum í löndum sambandsins.
Tillagan hefur verið samþykkt og
er orðin að tilskipun. Hún varðar
samninginn um hið evrópska efna-
hagssvæði, EES, og því eru íslend-
ingar skuldbundnir til að taka hana
upp í íslenskan rétt.
Innan iðnaðar- og viðskiptaráðun-
eytisins hefur um skeið verið starf-
andi nefnd sem unnið hefur að því að
undirbúa innleiðingu reglunnar í ís-
lenskan rétt. Hefur verið stefnt að
því að haga löggjöf á þessu sviði með
komist yfir og kynnt sér efni þeirra
gagna sem geyma persónuupplýsing-
ar og hins vegar hinn almenna rétt
þeirra sem fara á milli hinna ýmsu
netkerfa til að njóta nafnleyndar.
„Sjónir manna beinast einkum að
því hvort einstaklingar eigi að geta
farið á milli heimasíðna, sent tölvu-
póst, notað spjallrásir og hvaðeina
annað án þess að netþjónustufyrir-
tæki eða þeir aðilar sem heimsóttir
eru hverju sinni geti vitað um eða
skráð hver er á ferðinni. Skrár og yfir-
lit með upplýsingum um hvaða heima-
síður einstaklingar heimsækja, hve-
nær og hversu lengi, hvert þeir senda
og hvaðan þeir fá tölvupóst, burtséð
frá efni tiltekinna sendinga, kunna
einar og sér að geyma viðkvæmar
upplýsingar," segir í ritinu.
Þar er því einnig velt um hvemig
draga megi úr hættunni á því að
áhyggjur einstaklinga um að einkalíf
þeirra verði borið á torg hamli þróun
rafrænna viðskipta og benda á þrjár
leiðir í því sambandi. I íyrsta lagi að
lagareglur um skráningu og meðferð
persónuupplýsinga veiti næga vemd
hverju sinni, í öðm lagi að beita ýms-
um tæknilausnum í þessu sambandi,
t.d. dulkóðun og í þriðja lagi segja höf-
undar ritsins afar mikilvægt að ein-
staklingurinn sjálfur sé vel upplýstur
um þær hættur á friðhelgisbrotum
sem kunni að stafa af rafrænum við-
skiptum.
Þær skrár í tölvutæku formi sem
sem líkustum hætti innan Norður-
landanna.
Þær upplýsingar fengust í ráðu-
neytinu að frumvarp um rafræna
undirskrift væri tilbúið og stefnt væri
að því að kynna það helstu hags-
munaaðilum um miðjan næsta mán-
uð. Gangi það eftir, ætti að vera unnt
að leggja það fram á Alþingi næsta
haust.
Þá hafa tillögur verið gerðar um að
nefnd verði skipuð á þessu ári til að
skoða og skýra tillögur um vottun
rafrænna undirskrifta fyrir opinbera
aðila, öryggi persónuupplýsinga,
kröfur um dulkóðun, áreiðanleika og
uppbyggingu trausts á rafrænum
viðskiptamáta.
I því sambandi hefur verkefnis-
stjóm um upplýsingasamfélagið velt
því upp hvort ástæða sé til að opin-
berir aðilar gefi út nk. borgarakort;
hvert hlutverk Hagstofunnar og
fleiri opinberra aðila verði í að stað-
festa hver einstaklingurinn er. Því er
jafnframt velt upp hvort opinberir
aðilar þurfi að koma að vottunar-
starfsemi af þessu tagi, eða hvort
unnt sé að fá einkaaðila til þess, einn-
ig fyrir hið opinbera.
geyma upplýsingar um það sem not-
andi tölvunets hefur sent, hvað hann
hefur móttekið, um hvaða upplýsingar
hann hefúr beðið, hvenær hann bað
um þær og fleiri upplýsingar af þeim
toga eru stundum nefndar rafræn
spor. I riti þeirra Gunnars og Skúla
eru rök færð fyrir því að rafræn spor
kunni að geyma upplýsingar um
einkamálefni.
Sem dæmi mætti nefna skrá sem
segði til um að tiitekirm notandi væri
tíður gestur á heimasíðu trúarsam-
taka, hann hefði óskað eftir upplýsing-
um og ráðgjöf í tengslum við kynsjúk-
dóm, fyllt út umsóknareyðublöð
vegna starfsauglýsingar á Netinu,
gerst áskrifandi að tímariti fyrir sam-
kynhneigða eða pantað tvær tylftir af
rauðum rósum og látið senda til ann-
arrar konu en eiginkonu sinnar.
Traustíð lykilatriði
Friðhelgi einkalífs, öryggi upplýs-
inga og barátta við tölvuþrjóta eru
þeir þættir sem einna mest fer fyrir í
umræðunni um öryggismál á Netinu
og yefjum þess.
A það hefur verið bent, að framfarir
í tækni, s.s. dulkóðun, skipta ekki öllu
í þessum efnum, mestu skipti að
traust almennings á þessari sam-
skiptaleið aukist. Um leið sé vitaskuld
nauðsynlegt að leita allra leiða til að
auka öryggi þeirra upplýsinga sem á
Netinu finnast, án þess að hamla eðli-
legu aðgengi að þeim.
Bandbreidd:
Mismunur á hæstu og
lægstu tíðni tiltekins tíðni-
sviðs.
Dulkóðun:
Kóðun upplýsinga (dulritun)
svo óviðkomandi geti ekki les-
ið upplýsingarnar.
Fjarnám:
Nám sem getur farið fram
án þess að kennari og nem-
endur hittist, t.d. með því að
gögn berist meö pósti, slma,
faxi, gegnum Netið eða á öld-
um Ijósvakans.
Fjarskipti:
Útsending og móttaka
hvers kyns merkja í sam-
skiptakerfi, t.d. útvarpsbylgj-
um.
Gagnvirkni:
Samskipti sem eru gagn-
kvæm, þ.e. svör berast við er-
indum.
Heimasíða:
Aðalskjal sem tilheyrir fyrir-
tæki, stofnun eða einstaklingi
á veraldarvefnum (www) og
veffang viðkomandi vísar á.
Margmiðlun:
Það -að nota tölvu til að
miðla hverskyns upplýsingum,
með texta, hljóði ellegar
mynd.
Netlö:
Rökrænt net sem nær um
allan heim og tengist ótal
minni netum. Netið notar
samskiptareglurnar TCP/IP og
með hjálp þeirra er unnt að
koma á samskiptum milli allra
tölva sem tengjast Netinu.
Tölvupóstur:
Gagnasendingar á milli út-
stöðva eða tölva sem tengdar
eru tölvuneti.
Upplýsingahraðbraut:
Afkastamikiö tölvusam-
skiptanet sem hægt er að
nota til að flytja mikið magn
upplýsinga á skömmum tíma.
Getur þjónað mörgum notend-
um samtímis.
Uppiýsingasamfélag:
Samfélag þar sem þjón-
usta, samskipti og upplýsing-
ar eru ráöandi þættir.
Upplýsingatækni:
Það að beita viðeigandi
tækni við vinnslu upplýsinga.
Með tækni er átt við tölvu-
tækni, fjarskiptatækni og raf-
eindatækni.
Upplýsingaveita:
Skipulögð þjónusta sem
veitir upplýsingum til notenda,
m.a. tölvunotenda.
Veffang/Netfang:
Staðgreinir á vef, t.d. Ver-
aldarvefnum,
Vefurinn:
Samheiti yfir Veraldarvef,
notað þegar ekki fer á milli
mála aö átt er við hann.
vO
C/3
05
>o
u
D
FLUGLEIÐA
HAGNYTT NAM
í FERÐAÞJÓNUSTU
SEM VEITIR
ALÞJÓÐLEGA
VIÐURKENNINGU
Ferðaskóli Flugleiða býður upp á
nám í ferðaþjónustu. Skólinn er sá
fyrsti á Islandi sem fékk formlegt
leyfi frá IATA (Alþjóðasambandi
flugfélaga) til að kenna samkvæmt
IATA-UFTAA staðfi með
gögnum fi-á IATA. Námið veitir
því alþjóðlega viðurkenningu.
! Námskeiðið er 560 kennslu-
stundir og hefst í október 2000.
Kennt verður frá kl. 13.00 -17.00
alla virka daga. Samtals tekur það
u.þ.b. 20 vikur og verður skipt í
tvær 10 vikna annir.
I Kröfur eru gerðar um stúdentspróf
eða sambærilega menntun og góða
enskukunnáttu því námsefnið er á
ensku, en kennt verður á íslensku.
I Helstu námsgreinar:
• Fargjaldaútreikningur
• Farseðlaútgáfa
• Bókunarkerfið AMADEUS
• Ferðalandafræði erlend og
innlend
• Ferðaþjónusta á Islandi
• Sölutækni og markaðsmál
■ Leiðbeinendur hafa mikla reynslu í
ferðamálum og kennslu, því þeir
sjá um þjálfún starfsmanna
Flugleiða og ferðaskrifitofa.
■ Að loknu námi verður farið til
einhvers áfangastaðar Flugleiða
erlendis.
■ Umsóknareyðublöð og nánari
upplýsingar fast hjá starfsþróunar-
deild Flugleiða, aðalskrifstofú
Reykjavíkurflugvelh og í símum
50 50 173 og 50 50 193
milli kl. 13 - 15.Umsóknarffestur
er til 19. maí n.k.
ICELANDAIR