Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 22

Morgunblaðið - 06.06.2000, Page 22
-22 C ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hjá Fasteignaraiðstöðinni er nú til sölu jörðin Drangar í Skógarstrandarhreppi í Dalabyggð ásamt Gjarðeyjum og smáeyjum tilheyrandi Dröngum, sem gefa af sér um 4 kg af hreinsuðum dún. íbúðarhúsið er á tveimur hæðum. Jörðin selst án bústofns og framleiðsluréttar. Ásett verð er 35 millj. kr. Marga dreymir um að setjast að í sveit Framboð á jörðum er nú töluvert en eftir- spurn er líka góð og verð á jörðum hefur verið að hækka. Magnús Sigurðsson fjallar hér um markaðinn fyrir jarðir og ræðir við Magnús Leópoldsson, fasteignasala í Fast- eignamiðstöðinni, sem er með nær 100 jarðir á söluskrá. ÞEIR eru margir sem myndu vilja setjast að á góðri jörð í fallegri sveit. En búskapur nú á dögum er ekki eins einfaldur og eitt sinn var. Áður fyrr var það komið undir þeim, sem bjuggu á viðkomandi jörð, hvað framleiðslan var mikil. Þeir gátu ákveðið það sjálfír. Nú á dögum er öllu sölustýrt. Hver jörð hefur sinn ákveðna framleiðslurétt eða kvóta. Jafnframt hefur það færzt í auk- ana, að bændur selji framleiðslu- réttinn af jörðunum og setji síðan jarðirnar á markað. Þá hafa þær ^.gjarnan selzt til fólks, sem hefur fyrst og fremst ánægju af þvf að dveljast úti í sveit. Það er því allt annað en sjálfgefið, að það megi stunda búskap á jörð. Alvöru bújörð, sem er sæmilega uppbyggð og með framleiðslurétti, kostar nú á bilinu 30-60 millj. kr., en jörð í afskekktari byggðum kostar samt eitthvað minna. Það 'er því ljóst, að kaup á jörð fela í Jörðin Otradalur í Amarfirði er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Á jörðinni er 146 ferm íbúðarhús með við- byggðum bflskúr.„Þetta er mjög landmikil jörð og mikil útivistarparadís," segir Magnús Leópoldsson. Jörðin er til sölu án framleiðsluréttar og verðhugmynd er 20 millj. kr. Jörðin Borgareyrar í Vestur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni „Borg- areyrar eru áhugaverður kostur fyrir þá, sem vilja góða jörð með miklum húsakosti," segir Magnús Leópold- son. Ásett verð er 60 millj. kr. sér mikla fjárfestingu, enda eru jarðir nú á dögum fyrirtæki. Fólk þarf því oftast að hafa til ráðstöfunar talsvert eigið fé, ef það vill fara að búa í sveit. Stund- um hefur það komið sér upp húsi eða íbúð á höfuðborgarsvæðinu, sem hægt er að selja. Víst er, að enginn bóndi fæst til þess að fara frá jörð sinni, nema kaupandinn greiði honum einhverja útborgun og ólíklegt að jarðakaup gangi öðruvísi. Rekstrargrundvöllur er tæpast fyrir hendi, ef kaupandinn skuldar allt kaupverðið. Það er mjög mismunandi, hve skuldsettar jarðir eru. Sumar eru mjög skuldsettar en aðrar ekki. Vel uppbyggðar jarðir með nýjum húsum eru skuldsettari. Á öðrum jörðum hefur kannski verið búið lengi án þess að ráðizt hafi verið í uppbyggingu á þeim og þá geta þær verið skuldlitlar. Ferðaþjónusta og sumarhúsalóðir En það er fleira gert í sveitum landsins en að búa á bújörðum. Ferðaþjónustan hefur margeflzt, því að margir hafa keypt kvóta- lausar jarðir með ferðaþjónustu í huga. Eins hafa margir bændur breytt jörðum sínum og lagað sig að ferðaþjónustunni. Sumir bændur hafa brugðið á það ráð, eftir að hafa selt frá sér kvótann, að stúka jarðir sínar nið- ur í sumarhúsalóðir. Á þennan hátt hafa risið upp miklar sumar- húsabyggðir á síðustu árum, eink- um þó í uppsveitum Árnessýslu og í Borgarfirði. Enn má nefna garðyrkjubýlin, en þau hafa sprottið upp víða, þar sem jarðhiti er til staðar. Sumum jörðum fylgja mikil hlunnindi eins og veiði í ám, skotveiði eða æðar- varp með dúntekju og enn ein bú- greinin er að taka borgarbörn til sumardvalar gegn gjaldi. Bættar samgöngur og betri fé- lagsleg aðstaða til sveita hefur orðið til þess að auka á eftirspurn eftir jörðum og einangrunin er ekki eins mikil og hún var áður fyrr. Með vaxandi tækni í fjarskiptum og tölvusamskiptum sér fólk að það getur jafnvel átt heima úti í sveit og stundað atvinnu sína þar og ekki ólíklegt, að slíkt fyrir- komulag eigi eftir að aukast í framtíðinni, eftir því sem tækninni fleygir fram. En oft fylgja ýmsar kvaðir jörð- um, þó að hefðbundinn búskapur sé ekki stundaður lengur. Þar má nefna kvaðir um að viðhalda landa- merkjagirðingum á milli jarða, við- hald á framræsluskurðum og sums staðar er fjallskilum jafnað á jarð- ir. Þessar kvaðir falla ekki niður, þó að búið sé að selja burt kvótann og engar skepnur lengur á jörð- inni, en stundum er misbrestur á að núverandi eigendur sinni þess- um skyldum sínum. I heild eiga jarðirnar í vök að verjast eins og landbúnaðurinn yf- irleitt. Bújörðum hefur verið að fækka, en um leið hafa þær verið að stækka. Það er að kalla liðin tíð að bændur séu með 100 kindur og fáeinar kýr. Bújarðir nútímans eru yfirleitt stórbú miðað við það sem eitt sinn var. Markaðurinn í jafnvægi Magnús Leópoldsson, fasteigna- sali í Fasteignamiðstöðinni, var sjálfur bóndi í sveit um tíu ára skeið og hefur vegna þessarar reynslu sinnar orðið einn umsvifa- mesti bújarðasali á landinu. Um árabil hefur hann gefið út bækling þar sem eingöngu er fjall- að um bújarðir, landspildur, hest- hús, sumarhús og eignir úti á landi. „Markaðurinn fyrir jarðir er nokkurn veginn í jafnvægi núna,“ segir Magnús Leópoldsson. „Framboðið er meira en stundum áður en eftirspurnin er líka meiri. Jarðii- seljast því ágætlega um þessar mundir. Verð hefur heldur verið að hækka, sennilega eitthvað umfram verðbólgu enda þótt það hafi hvergi nærri hækkað jafnmikið og íbúðarhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu. Hækkunin er líka mis- mikil eftir svæðum en góðar jarðir seljast yfirleitt vel.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.