Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 1
141. TBL. 88. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ofbeldi skyggir á væntanlegar kosningar í Zimbabwe
Mugabe hvattur til
að draga sig í hlé
Masvingo, Harare. AFP, Reuters.
ÞREYTULEGUR Robert Mugabe,
forseti Zimbabwe, hét þeldökkum
þegnum sínum bújörðum og ríki-
dæmi á kosningafundum í gær en
Morgan Tsvangirai, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, spáði sinni
fylkingu sigri í þingkosningunum
sem fram fara í landinu um helg-
ina. Hvatti hann forsetann til að
„draga sig í hlé með reisn“.
A blaðamannafundi í höfuðborg-
inni Harare hélt Tsvangirai þeim
möguleika þó opnum að hann væri
hugsanlega til tals um að taka þátt
í þjóðstjóm.
Lögreglustjórinn Agustine Chi-
huri varaði alþjóðlega eftirlits-
menn, sem komnir eru til Zimb-
abwe til að fylgjast með
framkvæmd kosninganna, að fara
að þeim reglum sem giltu um starf
þeirra; annars ættu þeir á hættu
að vera lokaðir inni unz kosning-
arnar væru afstaðnar. Sumir eftir-
litsmannanna hefðu reynt að fá
menn leysta úr haldi sem sátu inni
vegna meintrar ólöglegrar póli-
tískrar starfsemi.
Enn einn stjórnar-
andstæðingur drepinn
Aðrir talsmenn stjórnarandstöð-
unnar í landinu greindu frá þvi í
gær að enn einn liðsmaður þeirra
hefði verið barinn til bana af stuðn-
ingsmönnum stjómarinnar en tals-
menn stjómvalda vísuðu vaxandi
gagnrýni erlendra aðila á bug.
Um 30 manns, flestir stuðnings-
menn Hreyfingar um lýðræðisleg-
ar umbætur (MDC), hafa látið lífið
í ofbeldi tengdu aðdraganda þing-
kosninganna og landtöku róttækra
stuðningsmanna Mugabes á bú-
jörðum hvítra Zimbabwe-manna.
Pierre Schori, sem fer fyrir
kosningaeftirlitsnefnd Evrópu-
sambandsins, tjáði Pius Ncube,
biskupi kaþólskra í Bulawayo,
næststærstu borg Zimbabwe, að
það yrði mjög snúið verkefni að
leggja fram mat á framkvæmd
þessara kosninga.
Aheyrendum á kosningafundi
sem Mugabe ávarpaði í bænum
Masvingo í miðhluta landsins
fækkaði ört meðan á ávarpi for-
setans stóð. Hann réðst í ávarpinu
gegn Bretum og erlendum fjölmiðl-
um. Hann ítrekaði að stjómin
myndi ekki greiða fyrir land sem
hvítir bændur hefðu verið rændir
nema Bretar legðu til féð til þess.
„Við vinnum í kosningunum,“
lýsti hinn 76 ára gamli forseti, sem
á sínum tíma fór fyrir sjálfstæðis-
baráttu hinnar þáverandi brezku
nýlendu Rhódesíu, yfir, þreytuleg-
um rómi.
Reuters
Mannskæð slys í Kína
ÞORPSBÚAR í Luzhou í Setsúan-
héraði í suðvesturhluta Kma standa
hér á braki úr ferju sem hvolfdi í
gærmorgun á Jangtze-fljóti. Rúm-
lega 180 manns var saknað, að því er
Xinhua-fréttastofan greindi frá. Þá
fórust a.m.k. 42 er farþegaflugvél í
innanlandsflugi hrapaði í nágrenni
borgarinnar Wuhan í Mið-Kína.
Ferjan, sem var ofhlaðin, var að
flytja um 200 manns á markað og
hvolfdi á straumþungum stað í fljót-
inu. Tekist hafði að bjarga 20 far-
þegum lifandi, sjö lík höfðu fúndist
og saknað var allt að 180 manns, en
ekki var þó vitað með vissu hve
margir höfðu verið um borð. Björg-
unarsveitir leituðu meðfi-am bökk-
um Jangtze í gær að þeim sem
kynnu að hafa lifað slysið af.
Algengt er að farþegaferjur séu
ofhlaðnar í Kúia og eru slys því tíð.
Flugslysið við Wuhan varð með
þeim hætti, að eldingu laust niður í
flugvélina, sem að sögn sjónarvotta
varð strax alelda og hrapaði í ána
Han. Allir sem voru í flugvélinni,
sem var af gerðinni Yun-7, fórust.
Auk þess sagði Xinhua fjögurra til
viðbótar vera saknað eftir slysið og
hafði AFP eftir einum íbúa Wuhan
að Ijórir verkamenn sem voru að
gera upp bát við Han hafi farist við
hrapið.
Shas snýr aftur til liðs
við ríkisstjórn Baraks
Jcrúsalcm. AFP.
Krists-
líkamahátíð
í Róm
KAÞÓLSKIR prestar taka - með
regnhlífar í páfagarðslitunum á
lofti - þátt í hinni hefðbundnu
Kristslikamahátíðargöngu í Róm f
gær. Hér fer gangan, sem Jóhannes
Páll páfi II fór fyrir, fram hjá Lat-
erankirkjunni, dómkirkju Róma-
borgar.
-------------
Náðun
Grahams
hafnað
Huntsville, Austin. AP.
VERJENDUR Garys Graham,
blökkumanns sem dæmdur var til
dauða fyrir morð í Texas fyrir 19 ár-
um, efndu til nýrrar málsóknar í
gærkvöld, eftir að bæði náðunamefnd
Texasríkis og hæstiréttur Bandaríkj-
anna höfðu haftiað beiðni um frestun
aftökunnar, sem áformað hafði verið
að færi fram í gær. Frestaðist þar
með aftakan.
Talsmaður Georges W. Bush, rúds-
stjóra Texas, tjáði blaðamönnum und-
ir miðnætti að ísl. tíma að beðið væri
frekari upplýsinga frá saksóknara um
málsóknina. Það eina sem annars var
eftir áður en aftökunni yrði fullnægt
var staðfesting ríkisstjórans á tilmæl-
um náðunamefndarinnar um að
dauðadómnum skyldi fullnægt.
Mál Grahams hefur notið mikillar
íjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum og
umræðan í kring um forsetaframboð
Bush þar með beinzt með beinskeytt-
ari hætti en fyrr að dauðarefsingum.
Mannréttindasamtök segja að
Graham hafi verið dæmdur á of
hæpnum forsendum - vitnisburði að-
eins eins manns. Graham var 17 ára
er dómur var felldur yfir honum.
SHAS-flokkurinn í ísrael ákvað í gær
að sitja áfram í samsteypustjóm
Ehuds Baraks forsætisráðherra, og
kom þannig í veg fyrir að stjómin tap-
aði þingmeirihluta sínum.
Óldungaráð flokksins gaf ráðherr-
um hans fyrirmæli um að draga til
baka afsagnarbréf sem þeir höfðu af-
hent forsætisráðherranum. Afturköll-
unin var lögð fram einungis hálftíma
áður en afsagnirnar áttu að taka gildi.
Á miðvikudag hættu ráðherrar
Meretz-flokksins, sem er á öndverð-
um meiði við Shas, þátttöku í stjóm-
inni, og gerði það ráðherrum Shas
kleift að sitja áfram. Brotthvarf ráð-
herra Meretz þýðir að Barak hefur
misst þingmeirihlutann, en ráðherr-
amir fyrrverandi hafa sagzt áfram
munu veita stjórninni stuðning.
Kváðu þeir afsögn sína hafa verið
einu leiðina til að bjarga friðammleit-
unum ísraela og Palestínumanna.
Einn ráðherra Shas-flokksins segir
að jafnvel þótt flokkurinn hafi ákveðið
að vera áfram í stjóminni sé ekki þar
með sagt að hann muni styðja stefnu
forsætásráðherrans í friðarmálum.
„Hann getur farið til Bandaríkjanna
... til að halda friðammleitunum
áfram, en við höfúm ekki skuldbundið
okkur til að styðja útkomuna,11 sagði
Shlomo Benizri heilbrigðisráðherra.
Hann vildi ekki ræða samninginn
sem Shas gerði við Barak um áfram-
haldandi stjómarsetu, en vitað er að
meðal þess sem hvað lengst var tekizt
á um vom niðurgreiðslur til skóla sem
hinir strangtrúuðu Shas-menn reka.
Ratsjárstöð í N-Noregi
Rússar
krefjast
aðgangs
Moskvu. Reuters.
RÚSSAR hafa farið þess á leit við
Norðmenn að þeir fái aðgang að um-
deildri ratsjárstöð sem Bandaríkja-
menn hyggjast reisa í bænum Vardo
í Norður-Noregi. Rússar óttast að
ratsjárstöðin eiga að gegna hlutverki
sem liður í varnarkerfi Bandaríkj-
anna, en Bandaríkjamenn og Norð-
menn segja ratsjárstöðina reista í
friðsamlegum tilgangi. Hana eigi að
nota til að fylgjast með geimrusli.
Have Stare, eða Globus 2 ratsjár-
kerfið, getur hins vegar að sögn
Rússa einnig gegnt hernaðarlegum
tilgangi og telja þeir notkun rat-
sjárkerfisins því brjóta í bága við
ÁBM-gagneldflaugasáttmálann.
ígor Ivanov, utanríkisráðherra
Rússa, sagði á blaðamannafundi í
Bergen í gær að Rússar byggju að
fjölda sérfræðinga sem gætu starfað
með Norðmönnunum og Bandaríkja-
mönnunum í ratsjárstöðinni sem rísa
skal nálægt landamærum Rússlands.
Að sögn rússneskra fjölmiðla
stakk Ivanov hugmyndinni að Thor-
bjöm Jagland, utanríkisráðherra
Noregs, á fundi þeirra í Bergen í
gær, þar sem saman voru komnir ut-
anríkisráðherrar aðildarríkja
Eystrasaltsráðsins. Jagland segir
Norðmenn þó ekki hafa hug á að
starfa með Rússum við þróun rat-
sjárstöðvarinnar og kveður hann
Rússa hafa fengið allar nauðsynlegar
upplýsingar.
MORGUNBLAÐK) 23. JÚNÍ 2000