Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný smábátahöfn tekin í notkun í Búðardal s s Ahöfn Islend- ings kemur ríð- andi að skipshlið VÍKINGASKIPIÐ íslendingur leggur af stað í ferð sína til Græn- lands og Vínlands frá Búðardal á morgun, laugardag, klukkan 14. Við þá athöfn verður tekin í notk- un ný smábátahöfn í Búðardal. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð nýrrar smábáta- hafnar í Búðardal. Fólst verkið í gerð skjólgarða, dýpkun og smíði flotbryggju. Höfnin er tilbúin. Víkingaskipið Islendingur er nú í Búðardal og heldur í ferð sína frá íslandi ítil Grænlands og Norður-Ameríku klukkan 14 á morgun, laugardag. Klukkustund áður hefst athöfn við smábáta- höfnina þar sem Sturla Böðvar- sson samgönguráðherra, Charles J. Furey ferðamálaráðherra Ný- fundnalands, Einar Mathiesen sveitarstjóri og Sigurður Rúnar Friðjónsson oddviti flytja ávörp og oddvitinn afhendir Gunnari Marel Eggertssyni gjöf Dala- manna til Grænlendinga. Ferðin úr Dölum og vestur um haf hefst reyndar á Eiríksstöðum um há- degið og kemur áhöfn ísiendings ríðandi að skipshlið. Samgöngu- ráðherra leysir landfestar og Is- lendingar lætur úr höfn með 34 ræðurum úr Dalabyggð. Siglingar á Hvammsfirði Að sögn Einars Mathiesen, sveitarstjóra Dalabyggðar, vant- aði smábátahöfn í Búðardal, ekki síst vegna vaxandi ferðaþjónustu í héraðinu. Segir hann að höfnin verði meðal annars notuð til að taka ferðafólk til siglinga um Hvammsfjörð og Breiðafjörð. Ilöfnin kostaði 20 milljónir kr. Morgunblaðið/Arnaldur Víkingaskipið Islendingnr leggur upp frá nýrri smábátahöfn í Biiðardal í Grænlands- og Vínlandsför sína. Norskir sérfræðingar í tölvubrotum heimsækja íslenska lögreglumenn Réttartölvufræði er sérstök vísindagrein Glæpamenn á öllum sviðum nýta sér upp- lýsinga- og tölvutækni við iðju sína og þess vegna skiptir miklu að lögreglumenn kunni að leggja hald á og gæta rafrænna sönnun- argagna. Norskir sérfræðingar í réttar- tölvufræði hafa verið að kenna íslenskum rannsóknarlögreglumönnum grundvallar- atriði þessa nýja sviðs löggæslu. Morgunblaðið/Ásdís Eiríkur Hreinn Helgason, deildarstjóri framhaldsdeildar Lögreglu- skóla ríkisins, Tom Erik Guttulsrod, við Lögregluháskólann í Noregi, Torstein D. Schjerven, frá Okokrim í Noregi, Jón H. Snorrason, sak- sóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans, og Einar Holte, við Lögregluháskólann í Noregi. HÉR á landi eru nú staddir þrír norskii- lögreglumenn sem eru sérf- ræðingar í baráttu gegn tölvutengd- um glæpum, og héldu þeir vikulangt námskeið fyrir íslenska rannsóknar- lögreglumenn. Var námskeiðið haldið á vegum Lögregluskóla ríkisins og Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjórans. Meginmarkmið námskeiðsins er kennsla í gæslu rafrænna sönnunar- gagna, til dæmis tölvuskjala og ann- arra gagna sem vistuð eru í tölvum. Námskeiðið sátu tuttugu íslenskir lögreglumenn, og meðal þeirra verk- efna sem þeir tókust á við var æfing í að meðhöndla tölvu sem hýst gæti bamaklám. Norðmennimir era Tom Erik Guttulsrod og Einar Holte, er koma frá Lögregluháskóla Noregs, og Tor- stein D. Schjerven, sem er rannsak- andi í tölvuglæpadeild 0kokrim, sem er opinber stofnun er sinnh’ rannsókn og saksókn efnahags- og umhverfis- glæpa í Noregi. Schjerven hóf sam- starf við Lögregluháskólann 1994, og ári síðar hófu Guttulsrpd og Holte að undirbúa kennslu í rannsókn og með- ferð gagna er tengjast tölvuglæpum. Norðmenn komnir lengst Jón H. Snorrason, saksóknari hjá eínahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjórans, sagði að námskeið sem þetta væru að fara af stað á Norður- löndunum, og sagði hann Norðmenn vera koma hvað lengst í mótun þess- arar gæslustarfsemi, en fyrstu nám- skeiðin þar í landi hefðu verið haldin fyrir um það bil tveim áram. „Lögreglan hér á landi og á hinum Norðurlöndunum hefur leitað tals- vert til sérfræðinga utan lögreglunn- ar, en vegna mikillar tölvuvæðingar verður að byggja upp þennan grann innan iögreglunnar. Nú er það starf að hefjast á Norðuriöndunum og við eram að byrja með því að halda þetta námskeið," sagði Jón. Norðmennimir segja að megin- markmiðið með námskeiðunum sé að kenna lögreglumönnum á tæknilega hlið rannsókna á tölvuglæpum. „Við kennum þeim grandvallaratriði í rétt- artölvufræði, hvernig maður fer að því að tryggja að rafræn sönnunar- gögn spillist ekki,“ segir Schjerven. Ennfremur læra rannsóknarlög- reglumennirnir hvemig ber að leggja fram sönnunargögn fyrir rétti og gera dómstólum grein fyrir því hvemig gögnin hafi verið vemduð. Þá era kenndar aðferðir við að skrá framkvæmd slíkrar vemdar. Schjer- ven segir að ekki sé unnt að kenna þetta til hlítar á einnar viku nám- skeiði „en við reynum að gera grein fyrir grunnhugmyndunum og hvern- ig megi þróa þessar aðferðir frekar." Á námskeiðinu er svarað spurning- um á borð við hvernig tölva sé saman sett og hvemig hún virki, hvað harður diskur sé, disklingur, hvað skjalakerfi sé, hvað er skjal og hvað upplýsingar séu. „Þannig læra menn að með því að rannsaka tölvur á rangan hátt geta þeir breytt gögnunum sem í henni era, og einnig gögnum um gögnin, því að í skjalakerfinu er mikið magn upp- lýsinga um gagnaleit," segir Schjerv- en. „Þá snýst kennslan einnig um upp- lýsingar sem hefur verið eytt og upp- lýsingar sem era faldar. Við kennum ennfremur aðferð, sem tryggir að harður diskur spillist ekki, án þess að nokkra sé breytt á honum, og hvemig farið er að því að taka afrit af honum til að nota við greiningu innihaldsins." Sérstök vísindagrein Norsku sérfræðingarnir líta svo á, að réttartölvufræði sé í raun og veru sérstök vísindagrein, og hana sé ekki hægt að læra víða. Þessi sérstaka grein tölvufræði sé að ýmsu leyti frá- bragðin hefðbundinni tölvufræði. „Maður getur verið tölvunarfræðing- ur án þess að vita nákvæmlega hvem- ig farið er að því að leggja hald á sönnunargögn og tryggja að þau spillist ekki og séu gild fyrir dómi,“ segir Sehjerven. Tölvunsrfræðingar með hefðbundna menntun leggi mesta áherslu á að gögn og tæki séu auðaðgengileg og auðveld í notkun íyrir notandann, en þetta séu ekki sjálfsagðar áherslm- fyrir lögregluna. „Það má segja að réttartölvufræði byggist á sömu grandvallaratriðum og önnur réttarfræði," segir Holte. „Til dæmis leit að fingrafóram eða DNA-sýnum. Grandvallaratriðin era þau sömu, að maður má aldrei breyta neinu og verður að geta borið vitni um gögnin íyrir rétti.“ Að þessu leyti sé réttartölvufræði afsprengi nýrra tíma, og viðbrögð við glæpum „sem era mun flóknari en til dæmis þegar þjófur brýtur sér leið í gegnum glugga," segir Schjerven. „Það er að segja, þetta krefst mun meiri vinnu af hálfu lögreglumann- anna.“ Guttulsrpd nefnir að glæpamenn á öllum sviðum noti tölvur við iðju sína núorðið. Það era ekki bara svonefndir tölvuþrjótar, það er að segja, þeir sem beinlínis brjótast inn í tölvukerfi og valda þar usla, og þeir sem dreifa fc tölvuvírasum, sem fremji tölvuglæpi. „Til dæmis fíkniefnasmyglarar not- jj færa sér upplýsingatækni, morðingj- m ar, bankaræningjar, þeir sem dreifa bamaklámi, fjármálaglæpamenn. Allir nota tölvutækni.“ Guttulsrod dregur fram farsímann sinn og bendir á að flestir eigi nú slík tæki. „Og þeir eru fullir af rafrænum gögnum.“ Öll þessi svið heyri undir réttartölvufræði, segir hann. Schjerven segir að þótt margar nýjungar í aðferðafræði réttartölvu- fræðinnar komi frá Bandaríkjunum jjf verði hvert ríki fyrir sig að þróa eða fj staðfæra eigin aðferðir og leiðir sem séu í samræmi við réttarkerfi þeirra. Tæknilega hliðin sé aftur á móti að mestu eins alls staðar í heiminum og því sé hægt að nota svipaðar aðferðir hvað þá hlið snerti. Mikið af þeim tækjum sem notuð séu, til dæmis sér- hæfð leitarforrit, komi frá Bandarílq- unum. L Jón bendir á að rannsóknir á þess- || um sviðum séu flóknar og til þess að B tryggja árangur séu þær unnar af jf fólki úr mörgum fögum og með fjöl- breytta reynslu. Schjerven tekur undir og segir að nauðsynlegt sé að hafa svona þverfaglega samvinnu „til þess að geta komið upp um hátækni- glæpi.“ Lögreglumenn víða að Námskeiðið sækja rannsóknar- jg lögreglumenn úr sex embættum, að jj sögn Eiríks Hreins Helgasonar, |J deildarstjóra framhaldsdeildar Lög- regluskóla ríkisins. Koma þeir frá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjórans, frá lögreglunni í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Selfossi og Keflavík. „Það má líta á þetta sem sjálfstætt framhald námskeiða sem við voram með í febrúar og mars þar sem fjallað . var um efnahagsbrot. Þetta námskeið núna er að því leyti frábragðið að það jj snýst ekki einungis um efnahags- jj brot,“ segir Eiríkur. „Við teljum að með þessum hópi, sem var hérna á námskeiðinu, hafi lögreglan eignast vísi að sérfræðinga- hópi á þessu tiltekna, sértæka sviði. Draumurinn er svo sá að þessir menn geti haldið áfram og lært meira.“ Norsku sérfræðingarnir vora sam- mála um að íslensku lögreglumönn- unum, sem sátu námskeiðið, hefði gengið vel og þeir séu greinilega vel fc, þjálfaðir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.