Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lítið rými fyrir nýjar stöðvar VATNSENDAHÆÐ og Rjúpnahæð eru þeir staðir á höfuðborgarsvæðinu sem hagstæðast þykir að hafa út- varpssenda, því þaðan má ná til fleiri íbúa svæðisins en frá nokkrum öðrum stað. Á FM-tíðnisviðinu, þ.e. því sviði sem útvarpsstöðvar nota almennt, er fjöldi mögulegra útsendingarrása takmarkaður. I samtali við Gústav Ai-nar, forstjóra Póst- og fjarsldpta- stofnunar, kom fram að staðan nú er orðin þannig að erfitt yrði að senda út nýja rás frá þessum tveimur vinsæl- ustu hæðum höfuðborgarsvæðisins. Óvissa um mögulegan fjölda senda „FM-tíðnisviðið nær frá 87,5 upp í 108 MHz og menn gera ráð fyrir því að það sé að lágmarki um 0,5-0,7 MHz á milli tíðna þannig að það er pláss fyrir þó nokkuð margar stöðvar í þessu bandi. En ef allir sendarnir eru á sama stað skapast truflanir á milli þeirra sem rýra tíðnisviðið töluvert. Sama gildir ef sjónvarpsstöðvar eru staðsettar á sömu stöðum og FM- sendarnir, þá getur það líka leitt til truflana. Þannig nýtist tíðnisviðið ekki að fullu ef allir eru á sama staðn- um,“ sagði Gústav, og bætti við að menn hafi litið mjög til Vatnsenda og Rjúpnahæðar því þessar hæðir gefi góða útbreiðslu í Reykjavík og ná- grenni og á þeim vilji allir helst vera með senda sína. „Þetta hefur sett okkur nokkrar skorður við frekari út- hlutunum. Það er þetta samspil á milli tíðni og staðsetningar sem er vandamálið," sagði Gústav, „og þýðir um leið að við getum ekki svarað því hversu marga senda er hægt að setja upp í viðbót nema við vitum hvar þeir Helstu útsendingar á höfuðborgarsvæðinu Staðsetning sendis Levfishafi Daqskrá Tíðni ÍMHz) Vatnsendi ÍÚ Bylgjan 98.9 Vatnsendi ÍÚ Stjarnan 102.2 Rjúpnahæð ÍÚ Mono 87.7 Riúpnahæð ÍÚ Radio 103.7 Vatnsendi Fínn Miðill FM 957 95.7 Vatnsendi Fínn Miðill X-ið 97.7 Rjúpnahæð Fínn Miðill Aðalstöðin 90.9 Rjúpnahæð Fínn Miðill Létt 967 96.7 Rjúpnahæð Fínn Miðill Klassík 100.7 Borgarspítali Fínn Miðill Útvaro saqa 94.3 Vatnsendi RUV Rás 1 93.5 Vatnsendi RÚV Rás 2 90.1 Vatnsendi ísl. fiölmf. Matthildur 88.5 Vatnsendi Kristil. fiölm. Lindin 102.9 Vatnsendi Útvkl. Sköoun Hlióðneminn 107.0 Boraarsoítali KR Útvaro KR 98.3 Rjúpnahæð Almiðlun Nær 104.5 Hafnarfjörður Almiðlun Útv. Hafnarfj. 91.7 Gengið frá kaupum EFA i o g fjárfesta á Kaupási eiga að vera staðsettir og hversu af- lmiklir þeir eiga að vera. Þannig að þessi tíðniúthlutun og tíðniskipulagn- ing er dálítið margbrotin í eðli sínu.“ Margir litlir sendar mögulegir Gústav sagðist ekki vilja fullyrða að útilokað sé að koma fyrir nýjum sendi á Vatnsenda eða Rjúpnahæð, en að því mundu fylgja ákveðin vandamál. Vandamáhð minnki hins vegar talsvert sé sendirinn staðsettur annars staðar. Gústav sagði aðspurð- ur að hægt væri að ná til alls höfuð- borgarsvæðisins með því að nota fleiri og minni senda. Það yrði þó að öllum líkindum dýrara, þó kostnaður- inn ykist ekki í beinu hlutfalli við fjölda senda því fleira kæmi til. Aðrir kostir en útsending í lofti eru að minnsta kosti tveir; breiðbandið og Netið. Á Breiðvarpi Símans eru tíu innlendar stöðvar og á Netinu er fjöldi stöðva. Sem stendur væri þó af- ar hæpið að treysta á þessar leiðir eingöngu við útvarpssendingar. Ann- ars vegar eru afar fáir með þess háttr ar tengingu við Netið að útvarp á Netinu komi í stað þess að hlusta á venjulegt viðtæki. Hins vegar getur ekki nema um helmingur íbúa á höf- uðborgarsvæðinu tengst breiðband- inu, en ekki er vitað hversu margir þeirra nýta þann möguleika. Við þetta má svo bæta því að mikið er hlustað á útvarp í bflum og fyrir þá sem það gera eru sendingar í lofti í raun eini kosturinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru hátt í tuttugu útvarpsstöðvar í loftinu. í meðfylgjandi töflu sjást þær helstu en auk þeirra er til dæmis möguleiki að ná sendingum Útvarps Akraness við góð skilyrði. Auk þess er sama rásin stundum send út á fleiri en einni tíðni frá fleirum en einum sendi. Þannig nást svo dæmi sé tekið send- ingar Rásar 1 og Rásar 2 frá Skála- felli líka á höfuðborgarsvæðinu á 92,4 og 99,9 MHz. EFA, Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn, hefur gengið frá kaupum á 97,83% hlutafjár í Kaupási hf. ásamt hópi fjárfesta en Íslandsbanki-FBA stóð að sölu fyrirtækisins fyrir hönd seljenda. Kaup þessi eru í framhaldi af kauptilboði sem EFA gerði í öll hlutabréf félagsins í byrjun maí síð- astliðins. Frá þeim tíma hafa sér- fræðingar á vegum EFA unnið að kostgæfnisúttekt á tilteknum atrið- um Kaupáss hf. og er þeirri úttekt nú lokið. Að kaupunum standa, auk EFA sem kaupir 35,0% hlutafjár, Lands- bankinn-Fjárfesting hf. með 20,0%, Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. 5,7%, Lífeyrissjóður starfsmanna rflasins 5,1%, Lífeyrissjóður verslun- armanna 4,5%, VÍS 5,0% og Lífeyris- sjóðurinn Framsýn, Lífiðn, Lífeyris- sjóður Austurlands, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og lífeyrissjóðir hjá VIB auk annarra sem hver fyrir sig er með minni hlut. EFA á jafnframt í viðræðum við fleiri aðila um aðkomu að fyrirtækinu. Auk þess eiga yftr- stjómendur Kaupáss um 2% eignar- hlut í félaginu. NÝJUM gögnum hefur verið bætt inn í skráningarlýsingu deCODE þar sem fram kemur að tap deCODE, móðurfyrirtækis íslenskrar erfða- greiningar, fyrstu þrjá mánuði ársins hafi numið 6,9 milijónum bandaríkja- dala eða sem svarar 530 milljónum íslenskra króna. Þetta kemur íram í Morgunpunktum Kaupþings í gær. Tekjur deCODE á tímabilinu voru 354 milljónir króna en gjöld um 938 milljónir króna. Þetta er talsvert Gylfi Ambjörnsson, framkvæmda- stjóri EFA, segir að markmiðið sé að skrá Kaupás á Verðbréfaþing ís- lands á næsta ári og gefa almenningi þá kost á að gerast hluthafar ásamt öðram fjárfestum. Fljótlega verði j haldinn aðalfundur og ný stjórn taki við og þá taki eigendur formlega við | rekstrinum. „Við viljum sjá sem minnsta rösk- un eiga sér stað gagnvart bæði stjórnendum og starfsmönnum fyrir- tækisins á meðan nýir eigendur era að koma sér inn í aðstæður og setja sig í stellingar til að taka ákvarðanir um frekari uppbyggingu og eflingu fyrirtækisins." Gylfi segist telja að í fyrh-tækinu | séu mikil tækifæri fyrir þá sem að kaupunum standa sem fjárfestar. Þá vonar hann að neytendur horfi á fyr- irtækið sem trúverðugan valkost á markaðnum sem þeir vissulega finni fyrir. Kaupás hf. er næststærsta versl- unarkeðja landsins og rekur verslan- irnar Nóatún og 11-11 á höfuðborg- arsvæðinu og KÁ-verslanir á Suðurlandi. meira tap en á sama tíma í fyrra en þá nam tapið 360 milljónum króna. Gengi bréfa félagsins á gráa markað- inum í dag er í kringum 26,5 og lítill kaupáhugi virðist vera fyrir bréfun- um. Um miðjan mars gengu hluta- bréf félagsins kaupum og sölu á genginu 65. Tekjur félagsins hafa einungis aukist um 2,5% miðað við fyrstu þfyá mánuði ársins, en gjöldin á þessum sama tíma hafa hins vegar aukist um 35%. Tap deCODE 530 millj.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.