Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Umræðufundur Samtaka atvinnulifsins um samkeppnisstöðu fyrirtækja
Gengisstöðugleiki
er aðkallandi
FRAMSOGUMENN á umræðu-
fundi Samtaka atvinnulífsins um
starfsskilyrði samkeppnisgreina og
rekstrarhorfur sendu skýr skilaboð
til stjórnvalda: Aðkallandi er að
gengisstöðugleiki náist og sam-
keppnisstaða íslenskra fyrirtækja
verði bætt. Tillögur þess efnis eigi í
auknum mæli að móta löggjöf og
aðra stefnumótun og ákvarðanir hins
opinbera.
Yfírmenn hjá fjórum íslenskum
fyrirtækjum héldu erindi á fundin-
um, þeir Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, Hörður Arnarson, for-
stjóri Marel, Gunnar Öm Kristjáns-
son, forstjóri SÍF, og Jón Scheving
Thorsteinsson, framkvæmdastjóri
þróunarsviðs Baugs. Par ræddu þeir
mat fyrirtækja og atvinnugreina á
stöðunni eins og hún er nú. Auk fjór-
menninganna hélt Almar Guðmunds-
son, forstöðumaður greiningardeild-
ar FBA, erindi um rekstrarumhverfi
fyrirtækja og þróun þjóðhagsstærða.
Finnur Geirsson, formaður SA,
sagði m.a. í lokaorðum sínum: „Sam-
tök atvinnulífsins kalla eftir endur-
nýjun á því stöðuga starfsumhverfi
sem lagði öðru fremur grunn að
lífskjarabótum síðustu ára. Ljóst er
að samkeppnisstaða íslenskra fyrir-
tækja hefur almennt versnað og er
afar viðkvæm um þessar mundir.
Mjög aðkallandi er því að ræða allar
leiðir til þess að bæta samkeppnis-
stöðuna, lækka kostnað og auka
framleiðni og láta tillögur um þetta
móta löggjöf og aðra stefnumótun og
ákvarðanir. Auka þarf aðhald í opin-
berum búskap fremur en að leggja
allan þungann af baráttu gegn of-
þenslu í efnahagskerfinu, á aðgerðir
sem skerða samkeppnishæfni ís-
lensks atvinnulífs."
Fy Igjandi tengingu
krónunnar við evruna
Allir framsögumenn lýstu yfir
stuðningi sínum við að tenging ís-
lensku krónunnar við evruna yrði
tekin til alvarlegrar athugunar og
Gunnar Örn Kristinsson segir ekki
eftir neinu að bíða í því sambandi.
I umræðum eftir fundinn kom
fram í máh Almars Guðmundssonar
að gallinn við tengingu krónunnar við
evruna myndi þýða afsal sjálfstæðis í
hagstjóm. Hann vísaði tÚ írlands í
því samhengi. „Þar hefur verið gríð-
arlegur hagvöxtur og þensla en með
tengingu við evruna lentu Irar í af-
slappaðri peningastefnu Evrópska
seðlabankans og það var eins og að
hella olíu á eld.“ Að mati Almars er
þó tími til að íhuga alvarlega teng-
ingu krónunnar við evruna þar sem
það myndi lækka viðskiptakostnað
verulega.
Gengisþróun hefur haft mikil áhrif
á íslensk fyrirtæki í samkeppnisiðn-
aði eins og fram kom, m.a. í máh
Gunnars Arnar Kristjánssonar og
Sigurðar Helgasonar. Þar er hvort
tveggja um að ræða, hækkun á
raungengi íslensku krónunnar og
gengi hennar gagnvart evrunni.
Áhrif gengisþróunarinnar á
sjávarútveginn vítahringur
Gunnar Öm sagði m.a. að áhrif
neikvæðrar gengisþróunar á sjávar-
útveginn væri vítahringur. Minni
framlegð sjávarútvegsfyrirtækja í
útflutningi orsakaðist af því að tekjur
væru í erlendum myntum en kostn-
aður í krónum. Þetta leiðir til skertr-
ar samkeppnisstöðu og vísaði Gunn-
ar m.a. til Norðmanna sem búa við
hagstæða gengisþróun þar sem
norska krónan hefiir verið í takt við
evruna. Vegna skertrar samkeppnis-
stöðu breyttist framleiðslu- og út-
flutningsmynstur fyrirtækjanna og
þau töpuðu viðskiptavild og trúverð-
ugleika. Samkeppni við aðrar afurðir,
s.s. kjúkling og annað kjötmeti yrði
meiri og til framtíðar myndi breytt
neyslumynstur valda minni eftir-
spurn og aftur minni framlegð.
Sigurður Helgason sagði gengis-
þróun eitt helsta áhyggjuefni félags í
ferðaþjónustu en áhrif gengisþróun-
arinnai- eru tvíþætt, annars vegar
miðað við krossgengi evrópumynta
og bandarikjadals, hins vegar gengi
krónunnar gagnvart öðrum myntum
þar sem hátt gengi krónunnar veikir
samkeppnisstöðu fyrirtækisins.
Meðalgengi evrópumynta sem
mynda tekjukörfu Flugleiða er nú
SP
Landnám
Alþjóðleq
víkingahátíd
í Hafnarfirði
Bardagar
víkingamarkaöur
hestasýningar
víkingaskóli
bogfimi
víkingamatur
leiksýningar
trommudanso.fi.
Morgunblaðiö /Arnaldur
Hluti framsögumanna á fundi SA: Gunnar Öm Kristjánsson, forstjóri SIF,
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Almar Guðmundsson, forstöðumað-
ur greiningardeildar FBA, og Hörður Arnarson, forstjóri Marel, í ræðustól.
14% lægra gagnvart bandaríkjadal
en á sama tíma í fyrra.
Flugleiðir þurfa að
tengjast bandalagi
í máli Sigurðar kom m.a. fram að
meðalverð á eldsneyti á alþjóðamark-
aði í ár er um 54% hærra en á síðasta
ári. Búist er við að eldsneytisverð
sem hlutfall af heildarkostnaði hjá
Flugleiðum verði 10,5% á þessu ári.
í svari við fyrirspurn í kjölfar
framsöguerinda sagði Sigurður að
Flugleiðir þurfi vissulega að vera í
einhvers konar tengslum við þau
bandalög sem eru að myndast á milli
flugfélaga um allan heim í því skyni
að hagræða í rekstri.
Framsögumenn töldu þær vamir
sem fyrirtæki í samkeppnisgreinum
geta gripið til vegna óhagstæðrar
gengisþróunar einkum duga til varn-
ar skammtímasveiflum og gengis-
stöðugleiki væri því frumforsenda
fyrir bættri rekstrarafkomu fyrir-
tækja í samkeppnisgreinum.
Fram kom í máli forsvarsmanna
fyrirtækjanna að ástandið eins og
það var á árunum 1994-1997 væri
öðru fremur ákjósanlegt m.t.t. geng-
isins. Hlutverk stjórnvalda væri að
skapa umhverfi til framleiðniaukn-
ingar og nú væri komið að sam-
keppnisgreinunum að hafa forgang.
Framsögumenn lögðu áherslu á að
ekki væri verið að óska eftir gengis-
fellingu heldur gengisstöðugleika.
Mikilvægt væri að hið opinbera skap-
aði rekstrarumhverfi sem gerði fyrir-
tækjum fært að leita ítrustu hagræð-
ingar. Auk þess ætti að draga úr
innlendri þenslu með lækkun ríkis-
útgjalda.
Vísbendingar um hægari
vöxt eftirspurnar
í erindi Almars Guðmundssonar
kom m.a. fram að vinnuaflsskortur
væri orðið mikið vandamál, sérstak-
lega í greinum sem byggja á mennt-
uðu vinnuafli. Laun hér á landi hafi
hækkað hraðar en í viðskiptalöndun-
um og framleiðnivöxtur hafi einnig
verið rneiri hér á landi en þó ekki
dugað til.
Almar sagði teikn á lofti um hæg-
ari vöxt eftirspurnar hér á landi. Vís-
bendingarnar væru m.a. fækkun á
nýskráningum bifreiða, hægari vöxt-
ur útlána bankanna og hægari veltu-
aukning í smásöluverslun og korta-
viðskiptum. Þjóðhagsstofnun spáir
einnig að úr einkaneyslu dragi og
gerir ráð fyrir 4% vexti á þessu ári,
2% á því næsta en til samanburðar
var vöxtur einkaneyslu 7% árið 1999
og 11% árið 1998.
Að sögn Almars má ætla að miklar
hækkanir á innlendum hlutabréfa-
markaði á síðasta ári, sem og miklar
hækkanir á húsnæðisverði, hafi að
einhverju leyti endurspeglast í auk-
inni einkaneyslu en þarna er um að
ræða svokölluð auðsáhrif. M.a. í ljósi
lækkunar úrvalsvísitölunnar má að
mati Almars ætla að draga fari úr
auðsáhrifum.
Verðhækkanir sem orðið hafa á
íbúðarhúsnæði, virðast hafa kallað á
verulega aukna veðsetningu húsnæð-
is, að sögn Almars. Á milli áranna
1998 og 1999 jókst veðsetning íbúðar-
húsnæðis um 44 milljarða króna, eftir
jafna aukningu upp á um 20 milljarða
króna nær allan tíunda áratuginn.
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði á milli
áranna 1998 og 1999 jókst um tæpa
22 milljarða króna. „Mismunurinn
hefur farið í fjármögnun neyslu og
fjárfestingar," segir Almar. „Hækk-
un húsnæðisverðs eykur auð hús-
næðiseigenda. Aukinn auður kallar á
aukna neyslu og fjárfestingu. Hækk-
un húsnæðisverðs veldur þannig auk-
inni eftirspurn í hagkerfinu." Að sögn
Almars er ísland ekki eyland í þessu
sambandi en í flestum iðnríkjum
finnast sönnur þess að breytingar á
raunverði húsnæðis hafi áhrif á
neyslu. Þetta samband sé hins vegar
breytilegt á milli landa. Hér á landi
er húsnæðiseign almennari en víðast
hvar og veðsetning húsnæðis mikil og
almenn. Af þessum sökum eru áhrifin
af verðsveiflum á húsnæði mikil hér á
landi og ekki óeðlilegt að ætla að ein
króna af hverjum 10 sem íbúðaverð
hér á landi hækkar um, skili sér út í
neyslu innan árs, að sögn Almars.
Þannig ætti 20% hækkun á húsnæð-
isverði að valda 2% aukningu á einka-
neyslu.
Almai- ræddi einnig hagstjórnina
framundan og sagði nauðsynlegt að
Seðlabankinn veitti áfram aðhald.
Hins vegar væri gert ráð fyrir minni
verðbólgu hér á þessu ári en var á því
síðasta. „Gangi það eftir, skapast for-
sendur fyrir vaxtalækkunum og
möguleika á veikari krónu í fram-
haldi af því.“ Að sögn Almars þarf að-
hald hins opinbera einnig að vera
mikið í Ijósi mikils viðskiptahalla.
Mikilvægt væri að halda áfram á
þeirri braut að skapa forsendur fyrh-
aukinni framleiðni. „Það mun að lok-
um skila okkur drýgstu veganesti
þegar fram í sækir,“ sagði Almar
Guðmundsson.
15% gengishækkun sambærileg
47,4% launahækkun
Hörður Ai-narson gerði grein fyrir
samkeppnisstöðu útflutnings- og
samkeppnisiðnaðar í erindi sínu.
Hann sagði m.a. að samkeppnisstað-
an væri hagsmunamál allra útflutn-
ingsfyrirtækja og fyrirtækja í sam-
keppnisiðnaði.
„Kostnaðarhækkunum umfram það
sem gerist í samkeppnislöndum okk-
ar verðum við að mæta með hagræð-
ingu og framleiðniaukningu,“ sagði
Hörður. Ef þeim yrði mætt með því
að velta þeim út í verðlagið, þyrfti
lengri tíma til að leiðrétta gengið.
Hörður bar saman áhrif gengis-
breytinga miðað við áhrif launabreyt-
inga og tók dæmi af útflutningsfyrir-
tæki sem hann tók fram að væri ekki
Marel. Launahlutfall var 25%,
rekstrarkostnaður 70% innlendur og
30% erlendur og gengishækkun ann-
ars vegar 5% og hins vegar 15%.
Rekstrartekjur og kostnaður lækk-
uðu samfara gengishækkun og
rekstrarhagnaður minnkaði. Niður-
staða Harðar var að áhrif 5% gengis-
hækkunar væru sambærileg við
15,8% launahækkun og áhrif 15%
gengishækkunar sambærileg við
47,4% launahækkun. Hörður sagði
ljóst af þessum tölum að fyrirtæki
væru mjög viðkvæm fyrir breyting-
um á raungengi.
Jón Scheving Thorsteinsson sagði
í erindi sínu að margir þeir sem hefðu
tjáð sig opinberlega um verðbólguna
hér á landi, hefðu tekið of stórt upp í
sig og umræðan hefði oft á tíðum ver-
ið „glannaleg". Nú væri ljóst að verð-
bólgan færi minnkandi.
Að mati Jóns hafa stjórnvöld ýmis
tækifæri til frekari einkavæðingar og
aukins frjálsræðis til að leiða til
lækkunar vöruverðs. Jón sagði það
unnt m.a. með því að taka til hendinni
í landbúnaðarstefnu stjórnvalda og
auka framleiðni í landbúnaði. Leiðin
til þess væri t.d. að auka innflutning.