Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 28

Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Madeleine Albright ræðir við kínverska ráðamenn í Peking Rætt um eldflaug’avarnir í ljósi þíðu á Kóreuskaga Peking. Reuters. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við kínverska ráðamenn í Peking og hermt var að einkum hefði verið fjall- að um eldflaugavamaáætlanir Bandaríkjanna í ljósi batnandi sam- skipta Kóreuríkjanna. Albright er hæstsetti embættis- maður Bandaríkjanna sem fer í heim- sókn til Kína frá því að herílugvélar Atlantshafsbandalagsins eyðilögðu kínverska sendiráðið í Belgrad í maí í fyrra. Sprengjuárásin olli spennu í samskiptum ríkjanna en heimsókn Albright er til marks um að þau hafi komist i eðlilegt horf á ný. Bandarískir embættismenn sögðu að Albright hefði haft mestan hug á að ræða framvinduna í samskiptum Kóreuríkjanna eftir fyrsta leiðtoga- fund þeirra í rúma hálfa öld í vikunni sem leið. Ennfremur var búist við að Albright myndi hvetja kinverska ráðamenn til að bregðast vel við frið- arumleitunum Chens Shui-bians, for- seta Taívans, sem hefur boðið forseta Kína í heimsókn til eyjarinnar. Líklegt er að mannréttindamál, meðal annars herferð kínverskra yf- irvalda gegn andlegu hreyfingunni Falun Gong, Lýðræðisflokki Kína, fjölmiðlum og óskráðum kirkjum, hafi einnig verið rædd á fundum Al- bright með Jiang Zemin, forseta Kína, Zhu Rongji forsætisráðherra og Tang Jiaxuan utanríkisráðherra. Talsmaður utanríkisráðuneytisins Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ásamt leiðtoga Kinverja, Zhu Rongji, en Albright heimsðtti Kína í gær m.a. til að ræða framtíð Kóreuskagans. í Peking gaf til kynna að kínversku ráðamennimir hefðu lagt áherslu á að batnandi samskipti Kóreuríkjanna sýndu að stjómin í Washington hefði enga ástæðu til að koma upp eld- flaugavamarkerfi í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sagt að vamarkerfið sé nauðsynlegt til að verjast hugsanlegum eldflaugaárás- um ríkja á borð við Norður-Kóreu og Iran. Bandaríska stjómin óttast að Norður-Kórea geti smíðað eldflaug- ar, sem hægt væri að nota til árása á Bandaríkin, innan fimm ára. Bandaríkjamenn hafa einnig skír- skotað til Norður-Kóreu til að rétt- læta áform sín um að koma upp eld- flaugavamarkerfi í Asíu í samstarfi við Japana. Kínveijar óttast mest að vamarkerfið verði notað til að veija Taívan og það kunni að torvelda þeim að knýja yfirvöld á eynni til að hefja viðræður um sameiningu við Kína. Kínverski utanríkisráðherrann hvatti Bandaríkjastjóm til að „hætta öllum samskiptum við Taívan, hætta að selja Taívönum vopn og láta eld- flaugavamarkerfið á engan hátt ná yfir Taívan“, að sögn talsmanns utan- ríkisráðuneytisins. Kínverjar em einnig andvígir áætlun stjómvalda í Washington um eldflaugavamir í Bandaríkjunum og óttast er að hún verði til þess að þeir fjölgi kjamavopnum sínum. „Hvernig er Kim Jong-il?“ Skömmu fyrir leiðtogafund Kóreu- ríkjanna í Pyongyang hafði Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, farið í opinbera heimsókn til Peking og mun það hafa verið fyrsta utanlands- ferð hans í 17 ár. Albright hafði því mikinn hug á að inna kínversku ráða- mennina eftir því hvort Kim vildi í raun friðmælast við gamla erkifjend- ur sína, Suður-Kóreumenn. „Þetta er í fyrsta sinn sem Albright getur sagt við einhvem: M hefur hitt Kim Jong- il, hvemig er hann? Hvað sagði hann? Hefur hann áhyggjur af efnahagn- um? Talaði hann um að hann sæi fyr- ir sér frið á Kóreuskaga?" sagði einn embættismanna bandaríska utanrík- isráðuneytisins. Reikisfjaman Mars séð með augum Hubble-geimsjónaukans. Vatn á Mars? Reuters Washington. Reuters. Yfírlýsingar Kohls vekja hneykslan „Ofsóttur eins og gyðingar“ Berlín. Reuters. HELMUT Kohl, fyrrverandi kansl- ari Þýskalands, hefur á ný vakið upp- nám og nú með því að lýsa yfir, að hann sæti svipuðum ofsóknum jafn- aðarmanna og gyðingar af hendi nas- ista áður. Flokkur Kohls, Kristilegi demó- krataflokkurinn, var sektaður um nærri 230 millj. ísl. kr. vegna leyni- reikninganna svokölluðu en að und- anfömu hefur Kohl verið að safna fé til að greiða sektina. Er sú fjársöfnun umdeild, líka meðal flokkssystkina hans, og hvatti einn frammámanna Jafnaðarmannaflokksins einstaklinga og fyrirtæki til að hunsa hana. Vegna þess sagði Kohl að ofsóknum jafnað- armanna gegn sér mætti líkja við það er nasistar hvöttu fólk til að snið- ganga verslanir gyðinga fyrir stríð. Christian Ströbele, þingmaður Græningja, sem sæti á í nefnd er rannsakar hugsanlegar mútugreiðsl- ur til Kohls, sagði í gær, að ummæli Kohls væru „skelfileg" og sýndu að kanslarinn fyrrverandi væri ekki í sambandi við raunvemleikann. Þá sagði Volker Neumann, jafnaðarmað- ur og formaður nefndarinnar, að yfir- lýsing Kohls væri „ótrúlega smekk- laus“ en minnti á tilraunir kristilegra demókrata í Hessen til að láta líta út fyrir, að fé á erlendum leynireikning- um hefði komið frá þakklátum gyð- ingum, sem lifað hefðu Helförina. Michel Friedman, einn af frammá- mönnum þýskra gyðinga og félagi í flokki Kohls, sagði það yfirgengilegt, að Kohl skyldi bera raunir sínar sam- an við örlög gyðinga. Með því væri hann að gera gys að þeim. Kohl nyti fullra borgaralegra réttinda og gæti varið sig en mannréttindi gyðinga hefðu verið frá þeim tekin. Alþjóðahval- veiðiráðið Ahugi á að afnema veiði- bannið? ÁÆTLANIR um að afnema fjórtán ára gamalt bann við hvalveiðum í atvinnuskyni hafa verið að sækja í sig veðrið innan Alþjóðahvalveið- iráðsins, IWC, en ársfundur þess verður haldinn í Adel- aide í Astralíu í næsta mán- uði. Kemur þetta fram í frétt frá frönsku fréttastofunni AFP og er haft eftir áströlsk- um embættismönnum. Segja þeir að nú liggi fyrir innan ráðsins samkomulag um tvö af þremur lykilatriðum. David Kay, fulltrúi Ástrala hjá IWC, sagði að samkomu- lag væri um hvernig meta skyldi stofnstærð hvala og hvernig ákveða skyldi veiði- kvóta í samræmi við það. Eft- ir væri hins vegar að kveða á um alþjóðlegt eftirlit með veiðinni. Sagði hann að sam- komulag um síðastnefnda at- riðið yrði kannski dálítið tor- sótt en það verður að fá atbeina þriggja fjórðu full- trúanna á ársfundinum en búist er við að þeir verði um 40. Vilja sérstök griða- svæði fyrir hvali Þá er haft eftir áströlskum embættismönnum að Ástralir og Nýsjálendingar, sem eru mjög andvígir hvalveiðum, vilji koma á eða stækka sér- stök griðasvæði fyrir hvali í Suðurhöfum. Njóti þeir í því stuðnings ýmissa ríkja. írinn Micheal Canny og formaður IWC hefur lengi verið því hlynntur að strand- ríkjum verði leyfðar takmark- aðar veiðar gegn því að komið verði á griðasvæðum fyrir hvali á úthafinu. Víst þykir að umhverfis- sinnar, einkum Grænfriðung- ar, muni berjast hart gegn því að slakað verði á banninu við hvalveiðum en þeir þakka sér að það skuli hafa verið ákveðið á sínum tíma. Kristín Haraldsdóttir hjá sjávarútvegsráðuneytinu, sem sitja mun fundinn í Adelaide, sagði í viðtali við Morgun- blaðið að hún hefði ekki neitt í höndunum um hugsanlegar tilraunir til að afnema bannið enda yrði það bara að koma í ljós á fundinum sjálfum. Handtaka á Norður Ir- landi vegna sprengingar TALSMENN Bandarísku geim- rannsóknastofnunarinnar, NASA, skýrðu frá því í gær, að fundist hefðu sannfærandi vísbendingar um, að vatn sé að fínna á yfir- borði Mars. Reynist það rétt, er ekki ólíklegt, að líf geti eða hafi getað þrifist á reikistjörnunni. Á ijósmyndum, sem teknar voru frá Mars Global Surveyor, sem hringsólar um Mars, sjást gil og skriður eða set og svo virðist sem þau geti aðeins hafa myndast vegna vatnsrennslis. Segja vís- indamennirnir Michael Malin og Kenneth Edget í vísindatímarit- inu Science, að nýlegar jarð- eða landmyndanir á Mars bentu til, að fijótandi vatn væri að finna skammt undir yfirborðinu. Hingað til hefur verið talið, að á Mars væri aðeins hugsanlegt að finna vatn sem ís undir yfir- borðinu; sem ís á pólunum eða sem gufuslæðing í þunnu and- rúmsloftinu. Aðstæður á Mars eru heldur ekki mjög hagstæðar vatnsbúskap þvi að meðalhitinn þar er 53 gráða frost og 27 gráð- ur þegar best lætur við miðbaug. Vísbendingarnar, sem áður eru nefndar, eru allar ofan í gígum en líklegt þykir, að þar muni vatnið endast lengst áður en það gufar upp. Bclfast. Reuters, AFP. LÖGREGLAN á Norður-írlandi yf- irheyrði í gær þrítugan mann sem var handtekinn í tengslum við rann- sókn á sprengingu sem varð í hverfi kaþólikka í Belfast í fyrradag. Feðg- ar særðust alvarlega í sprengingunni. Fréttastofan AFPog RBC-útvarp- ið höfðu eftir heimildarmönnum sín- um í lögreglunni að um sprengjutil- ræði hefði verið að ræða en yfirvöld höfðu ekki staðfest það í gær. Sér- fræðingar hafa útilokað gasspreng- ingu. Rúður garðskýlis brotnuðu og þak skemmdist í sprengingunni. Maður á sjötugsaldri og rúmlega þrítugur sonur hans særðust alvar- lega á höfði. Sprengjusérfræðingar leituðu að vísbendingum um orsök sprenging- arinnar en lögreglan sagði að enn væri óljóst hvað olli henni. „Við höf- um ekki enn rætt við mennina tvo sem særðust, þeir eru enn í meðferð á sjúkrahúsinu," sagði talsmaður lög- reglunnar. Daginn áður en spreng- ingin varð hafði ein af helstu skærul- iðahreyfingum sambandssinna á Norður-írlandi, Frelsishreyfing Ul- ster (UFF), hótað að binda enda á sex ára vopnahlé sitt ef kaþólikkar hættu ekki árásum á mótmælendur í Belfast. Sinn Fein, stjómmálaflokkur írska lýðveldishersins (IRA), krafð- ist þess í gær að hreyfingin drægi hótun sína til baka þegar í stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.