Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 33
ERLENT
Mj ókkar á mununum
í brezkri pólitík
Með sumri og sól hefur heldur betur hitn-
að í brezkum stjórnmálum; William Hag-
✓
ue, formaður Ihaldsfiokksins, hefur ekki í
annan tíma verið hærra á hrygginn reist-
ur, en flugfjaðrir forsætisráðherrans hafa
sviðnað. Freysteinn Jóhannsson
hefur fylgzt með þessu umróti.
Reuters
William Hague í ræðustól á flokksþinginu í vor. Þar lagði hann áherslu á
að Ihaldsflokkurinn ætti að vera málsvari miðju-meirihlutans í breskum
stjórnmálum og svo virðist sem honum hafi orðið nokkuð ágengt í því.
TONY BLAIR forsætis-
ráðherra og flokkur
hans komu ekki vel und-
an vetri. Elíf afskipti
forsætisráðherrans og flokksfor-
ystunnar af valddreifingunni í
Skotlandi, Wales, og síðast en ekki
sízt af borgarstjórakosningunum í
London urðu þeim mikill álits-
hnekkir. Og úrslitin í sveitar-
stjórnarkosningunum í byrjun maí
urðu flokknum óhagstæðari en
menn höfðu reiknað með og um
leið fengu íhaldsmenn þá við-
spyrnu, sem þeir höfðu svo árang-
urslaust sótzt eftir.
William Hague þótti djarftækur
til vopna fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar, þegar hann í kjölfar
umdeildra mála tók upp í kósn-
ingabaráttuna málefni flóttamanna
og lög og reglu á landsbyggðinni.
Hann var sakaður um tækifæris-
mennsku og lýðskrum, en þetta
reyndust vopn sem bitu. Loksins
tókst Hague að koma rödd íhalds-
flokksins í eyru almennings og
hann hefur hamrað jámið meðan
það er heitt. Það getur vart heitið
að hann hafi unnt sér hvíldar eftir
að flokkur hans fékk byr í seglin.
Fram og aftur hefur hann þeytzt
um landið með harkalega gagn-
rýni á Verkamannaflokkinn og rík-
isstjórnina. Það er sláttur á
íhaldsformanninum, þegar hann
líkir ríkisstjórninni við þúsaldar-
hvelfinguna, sem átti að verða
stolt hennai- en hefur reynzt
Verkamannaflokknum vandræða-
barn. Ríkisstjórnin er eins og
þúsaldarhvelfingin; eintómar um-
búðir, ekkert innihald, segir Will-
iam Hague. Forsætisráðherrann
skilur ekki, að fólk er orðið lang-
eygt eftir því að athafnir komi í
stað orða.
Þar ratast formanni Ihalds-
flokksins satt orð á munn. Verka-
mannaflokkurinn hefur ekki getað
brotizt út úr þeirri herkví, sem
hann lenti í fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar. Satt að segja hefur
rikisstjórnin þurft að leggjast í
enn meiri vörn, því auk þess sem
árangurs sér hvergi stað í heil-
brigðismálunum, nema síður sé,
þá hafa ráðherrar með fjármála-
ráðherrann og forsætisráðherrann
í broddi fylkingar gerzt sekir um
alvarleg pólitísk axarsköft. Eini
sólargeislinn þar á bæ er hvítvoð-
ungur forsætisráðheiTahjónanna,
sem á sínum fyrsta degi lagði föð-
ur sínum lið í skoðanakönnunum.
Það kom reyndar fyrir lítið, þar
sem pabbinn var þá samkvæmt
einum af sínum helzta stuðnings-
manni, Sawyer lávarði, kominn úr
tengslum við flokk sinn.
Vanefndir
og vinsældatap
Það eru sérstaklega heilbrigðis-
málin, sem hafa reynzt Verka-
mannaflokknum þung í skauti.
Ríkisstjórnin reiddi fram milljónir
punda til að kippa málum í liðinn,
en það tekur tíma fyrir árang-
urinn að koma i ljós og biðlund al-
mennings er löngu þrotin. Loforð
Verkamannaflokksins um gott og
skilvirkt heilbrigðiskerfi brennur
nú á honum. Það hefur svo bætzt
við að hvert hneykslismálið hefur
rekið annað; komizt hefur upp um
lækna, sem árum saman hafa
komizt upp með mistök í starfi,
limlestingar og jafnvel morð, og
sjúkrahús hafa orðið uppvís að al-
deilis forkastanlegri meðferð á líf-
færum úr látnum sjúklingum, þ.á
m. börnum. Það er eins og þessum
hryllingi ætli aldrei að linna. Fólk
fylgist agndofa með fréttum af
þessum málum, sem bitna á ríkis-
stjórninni og kemur fyrir lítið,
þótt hún bregðist jafnharðan við
með nýjum reglum, sem eiga að
stoppa í götin.
Almenningur lét Verkamanna-
flokkinn lengi vel njóta vafans og
lét orðræður formanns íhalds-
flokksins sem vind um ejru þjóta.
En svo fór allt í einu að fjara und-
an og verkamannaflokkurinn
horfði upp á stóran hóp fylgis-
manna sinna fjarlægjast fullan
vonbrigðum vegna linku ríkis-
stjórnarinnar í baráttunni gegn af-
brotum og vanefnda á loforðum
um úrbætur í félagsmálum, heil-
brigðismálum og menntamálum.
Vonbrigðin sýndu sig svo í skoð-
anakönnunum og bilið milli Verka-
mannaílokksins og Ihaldsflokksins
fór minnkandi og það sem meira
var; heiðarleiki ríkisstjórnarinnar
var dreginn í efa og fyrstu merkin
um að Tony Blair væri að fatast
flugið komu í ljós.
I maí sl. mældist fylgi Verka-
mannafloksins 47,3% og íhalds-
flokksins 32,5%, munurinn 14,8%,
en í marz var munurinn 21,1%,
þegar Verkamannaflokkurinn var
með 50,9%. Hrifningin á ríkis-
stjóminni minnkaði úr 44,2% í
39,4 og á sömu leið fóru vinsældir
Tonys Blairs, hann naut 50,6%
fylgis í april, en 46,6% í maí.
Axarsköft
ráðherranna
Forystumenn Verkamanna-
flokksins settust á rökstóla og
skyldi nú samin áætlun til að
hressa upp á ímynd flokks og for-
manns og sækja inn að miðjunni,
þar sem Jón og Gunna skyldu
heimt úr geipum íhaldsmanna. En
einmitt þá þurftu að koma upp tvö
mál, sem snerust illa í höndum
ráðherra og enduðu með því að
fleyta fleiri kjósendum frá ríkis-
stjórninni.
Gordon Brown fjármálaráð-
herra fór mikinn þegar hann
hleypti stéttastríðinu nýja af stað
með því að taka upp mál
Laura Spence, sem ekki
fékk skólavist í Oxford,
þrátt fyrir háar ein-
kunnir. Gífurlegu mold-
viðri var þyrlað upp
vegna máls þessa og sáust menn
lítt fyrir í hita bardagans. Þegar
öll kurl komu til grafar reyndist
fjáimálaráðherrann hafa blásið
falskan tón í stríðslúðrana. Al-
menningur yppti öxlum, orðinn
ýmsu vanur. Stríðshetjur stjórnar-
innar köstuðu vopnum skömm-
ustulegir og forsætisráðherrann
batt svo formlegan enda á stríðið
með því að frábiðja sér frekari
fjarstæðu um málið, þótt auðvitað
væru hann og fjármálaráðherrann
á móti allri stéttaskiptingu!
En það varð forsætisráðheiTan-
um dýrt spaug að kveða niður
þennan stéttadraug. Til þess not-
aði hann ræðu, sem hann flutti á
Wembley, þar sem hann ávarpaði
10.000 konur á ráðstefnu Kvenna-
stofnunarinnar. Hann hefði betur
gert það annars staðar. Reyndar
hefði hann betur flutt alla ræðuna
annars staðar. En þetta var hans
fyrsta stóra tækifæri eftir að hann
kom úr barneignarfríinu og hon-
um lá margt á hjarta. Konurnar
hlustuðu kurteislega meðan hann
fór orðum um þá lífsreynslu sína
að verða faðir, en þegar þeim
fannst hann fara út í pólitíska
sálma gengu sumar út, aðrar
gerðu hróp að honum og enn aðr-
ar trufluðu hann með hægu lófa-
klappi.
Þessar móttökur
slógu Tony Blair út af
laginu. Eftir á reyndi
hann að bera af sér þá
gagnrýni að hann væri
purrkunarlaus og valdagírugur
pólitíkus, en sat uppi með þá
ímynd að hann væri svo fjarri orð-
inn fólkinu, að hann sæi ekkert úr
forsætisráðherrastólnum nema
gegn um flokksgleraugu og eftir
flokkslínum.
Þegar hér var komið sögu, birti
The Sunday Times niðurstöður
skoðanakönnunar, sem sýndi að-
eins 3% mun á flokkunum; fylgi
Verkamannaflokksins mældist
41% og íhaldsflokkurinn var kom-
inn með 38%.
William Hague hefur að vonum
verið sporléttur að reka flóttann í
þessum málum öllum. Þess sjást
líka ýms merki, að almenningur,
sem lengi vel horfði fram hjá hon-
um og til formanns Verkamanna-
flokksins um foiystuhlutverkið, sé
nú tilbúinn til þess að minnsta
kosti að virða hann fyrir sér. Og
þá er ekki ónýtt auk alls annars að
hafa Evrópumálin uppi í erminni.
Fjaðrafok
í ríkisstjórninni
Evrópumálin hanga eins og
sverð yfir höfði ríkisstjómarinnar.
í hvert sinn sem forsætisráðherr-
ann segir málið ekki á dagskrá á
þessu kjörtímabili er hann sagður
færa Breta skrefi nær aðild að
efnahags- og myntbanda-
lagi Evrópusambandsins.
Það er miklum meirihluta
þeirra hins vegar þrauta-
ganga og allt tal Hague
gegn því að færa frekari
völd til Brussel og um nauðsyn
þess að verja pundið gegn evrunni
er sætur söngm- í þeirra eyrum.
Hague keyrir líka málið áfram með
því að segja að það sé nauðsynlegt
að ræða það nú, því hvað sem rík-
isstjómin segi muni næstu kosn-
ingar að stóram hluta snúast um
afstöðuna til Evrópusambandsins.
Hague býr reyndar við nokkra
heita Evrópusinna í flokki sínum,
þ.á m. Kenneth Clarke, fyrram
fjármálaráðherra, og Michael Hes-
eltine, fyrrum aðstoðarforsætis-
ráðherra, en áhrif þeirra fara
mjög þverrandi. Hague hefur á
hinn bóginn tryggt sér stuðning
lýðræðishreyfingarinnai-, sem vildi
afdráttarlausa stefnu íhaldsflokks-
ins í Evrópumálum og bauð fram í
síðustu kosningum til að vinna
gegn biðstefnu Johns Majors. Það
faðmlag hefur svo kallað á vanga-
veltur þeirra íhaldsmanna, sem
hlynntir eru aðild að evrunni, um
sérframboð þeirra í næstu kosn-
ingum. En eins og staðan er núna
er kór íhaldsmanna gegn evranni
ágætlega samhljóma.
Þessi umræða íhaldsmanna um
Evrópumálin hefur valdið fjaðra-
foki í herbúðum ríkisstjórnarinn-
ar. Sumir þar á bæ, t.d. Robin
Cook, utanríkisráðherra, Peter
Mandelson, Irlandsmálaráðherra,
Nick Brown, landbúnaðarráð-
herra, og Stephen Byers, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, eru á því að
það sé óráðlegt að láta íhalds-
flokkinn einoka alla umræðu og
því sé rétt að leyfa kostum aðildar
að heyrast líka. Fyrir um mánuði
síðan lét Mandelson falla ummæli
um erfiða stöðu brezks iðnaðar ut-
an evrunnar og sama dag talaði
Stephen Byers um nauðsyn þess
að menn væra ekki í endalausri
biðstöðu og létu reka á reiðanum.
Þessi ummæli voru sögð hafa farið
mjög fyrir brjóstið á forsætisráð-
herranum og fjármálaráðherran-
um, en urðu að vonum vatn á
myllu íhaldsmanna. A skrifstofu
forsætisráðherrans vora setningar
um Evrópumálin strikaðar út úr
þingræðu Robins Cooks, en svo
óheppilega vildi til fyrir ríkis-
stjórnina að uppranalegu ræðunni
hafði verið dreift til blaðamanna.
En nú hefur forsætisráðherrann
tekið af skarið; ráðherrar verða að
fylkja sér að baki Gordons Browns
í málinu, bera öll ummæli um
Evrópumálin undir hann og styðja
þá stefnu, að menn eigi að bíða og
sjá til. Það er svo kaldhæðni ör-
laganna, að forystumenn Verka-
mannaflokksins vilja nú halda til í
sömu biðstofunni og John Major
sat sem fastast í fyrir síðustu
kosningar. En hvað um það. í
vikulokin flutti Gordon Brown
ræðu til þess að taka af öll tvímæli
um að í ríkisstjórninni heyra þessi
mál undir hann og hann einan. Og
hann ætlar ekki að hrekjast undan
orðum íhaldsmanna til að taka upp
breytta afstöðu til aðildar að evr-
unni.
Á refaveiðum
Allar þessar sumarsviptingar
hafa orðið til þess að andrúms-
loftið í brezkum stjórnmálum er til
muna eldfimara en menn eiga að
venjast á þessum árstíma. En þá
er til þess að h'ta, að þingkosn-
ingar verða á næsta ári og þótt
vika sé stundum langur tími í póli-
tík er engum blöum um það að
fletta að kosningaskjálfti er kom-
inn í menn.
Verkamannaflokkurinn á allt
undir því, að mál snúist honum í
hag áður en í frekara óefni er
komið. Nú verða athafnir að fara
að skila árangri, sem kemur í stað
orða. Það þarf líka að koma for-
manninum inn úr kuldanum.
Ríkisstjórnin hefur lagt refa-
veiðar fyrir þingið og gefið þing-
mönnum nokkra valkosti þar um,
en meirihluti þingmanna hennar
vill leggja þær af. Það hefur
kannski verið einhver
samsvörun með refn-
um, sem knúði for-
ystu Verkamanna-
flokksins til þess að
taka mál hans til
meðferðar einmitt nú þegar ríkis-
stjórnin er hundelt í flestum mál-
um.
Þeir ættu þá að vita hvernig
refnum líður. En það þurfa þeir
líka að vita, að hann bjargast ekki
öðra vísi en að ná viðspyrnu gegn
veiðimanninum áður en sá síðar-
nefndi mundar byssuna.
Heilbrigðis-
mál þung
í skauti
Evrópumálin
valda
fjaðrafoki