Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 36

Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ h LISTIR Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur í Hveragerðiskirkju haldin í fjórða sinn Skapar sterka og nána vináttu I tengslum við tónlistarhátíðina í Hvera- gerði að þessu sinni verður opnuð sýning í Hveragerðiskirkju á handritum og mynd- um úr lífi Beethovens. Súsanna Svavars- dóttir spjallaði við Gunnar Kvaran selló- leikara til að forvitnast um sýninguna og hátíðina sem stendur dagana 23.-25. júní. BJARTAR sumamætur, ár- leg tónlistarhátíð í Hvera- gerðiskirkju, verður haldin í fjórða sinn dagana 23.-25. júní. Hátíðin í ár er með dáh'tið sér- stöku sniði vegna þess að auk tónlist- arinnar fá gestir að njóta sýningar á handritum og myndum frá Beethov- en-Haus í Bonn; handritum sem eru gerð af höndum sjálfs meistarans og er því líkiega við hæfí að fyrstu tón- leikar helgarinnar í kvöld, föstudag- inn 23. júní, hefjist með píanókvartett eftir Beethoven. Pað er Tríó Reykjavíkur sem að vanda stendur að hátíðinni en með- limir þess eru Guðný Guðmundsdótt- ir fiðluleikari, Gunnar Kvaran selló- leikari og Peter Maté píanóleikari. Að þessu sinni hafa þau fengið til liðs við sig Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Georg Kleutsch fagottleikara, Jónas Ingimundarson píanóleikara, söngv- arann Kristin Sigmundsson og víólu- leikarann Unni Sveinbjarnardóttur. Gunnar Kvaran, sem er í forsvari íyrir hátíðina að þessu sinni, segir að hún sé orðin fastur liður í Hveragerði og það sé ljóst að þar í bæ líti menn á hana sem mikilvæga fyrir menning- arlífið vegna þess að mjög vel sé hugsað um tónlistarmennina í hús- næði, matogdrykk. Blanda af kammer- tónlist og sönglögum „Við flytjendumir þurfum að læra þrjár ólíkar efnisskrár utan að,“ segir Gunnar, „og höfum því þann háttinn á að hittast hér í Hveragerði í byrjun vikunnar, strax á mánudegi. Síðan er tekið til við æfingar. Við höfum ekk- ert annað fyrir stafni þann tíma sem við dveljum hér en að vinna saman og njóta samvista hvert við annað. Slíkt þjappar fólki mikið saman og maður kynnist fólki mjög vel. Þetta skapar yfirleitt mjög sterka og nána vináttu.“ Tríó Reykjavíkur hefur verið fastur punktur á Tónhstarhátíðinni í Hvera- gerði frá upphafí og síðan hefur alltaf góðum gestum verið boðið til hennar. „Pað hefur alltaf verið einn söngvari með í hópnum, aðrir hafa verið hljóð- færaleikarar,“ segir Gunnar. „Við höfum reynt að skapa í efnisskránum góða blöndu af kammertónlist og sönglögum.“ Góðir gestir Hvað geturðu sagt mér um gesti ykkar að þessu sinni? „Nú, við vorum búin að tala við Kristin Sigmundsson fyrir tveimur árum um að vera með á hátíðinni í ár og hann tók vel í það. Við höfðum líka talað við Jónas Ingi- mundarson og þá var alveg tilvalið að spyrða þá saman. Þeir eru vanir að koma fram saman og hafa átt langt samstarf sín á milli. En vegna anna hjá Kristni höfum við dálítið annan hátt á í ár en áður. Við höfum venju- lega haft efnisskrána blandaða öll kvöldin en að þessu sinni verða tón- leikamir á sunnudaginn eingöngu söngtónleikar. Unni Sveinbjamardóttur höfum við Guðný þekkt frá því við vorum í nemendahljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, sem var undir stjóm þá- verandi konsertmeistara, Bjöms Sveinbjömssonar - sem var yndisleg- ur tónlistarmaður og uppalandi. Við höfum leikið með Unni áður á tónlist- arhátíðinni hér og með heinni og eig- inmanni hennar, Georg Kleutsch fagottleikara, á tónlistarhátíðinni á Kirkjubæjarklaustri sem Edda Er- lendsdóttir stendur fyrir. Unnur var gestur okkar á hátíðinni hér í Hveragerði fyrir tveimur árum og okkur fannst tilvalið að fá þau hjónin bæði hingað í ár. Unnur er ís- lendingum auðvitað að góðu kunn. Þótt hún hafi búið erlendis hefur hún oft komið fram, m.a. með Sinfóníu- hljómsveit íslands, og hefur líka tekið þátt í ýmsum kammertónleikum hér heima. Georg Kleutsch, eiginmaður Unn- ar, er framúrskarandi fagottleikari og einn eftirsóttasti fagottkennari Þýskalands. Það er bókstaflega rifist um hann í tónlistarháskólunum þar í landi. Hann hefúr verið prófessor í Weimar í allmörg ár en er núna að færa sig um set. Hann er með tilboð frá mörgum tónlistarháskólum en er ekki búinn að ákveða hverju þeirra hann tekur. Nú áður en hann fór í kennslu var hann sólófagottleikari í Sinfóníuhljómsveitinni í Bamberg. Auði Hafsteinsdóttur þarf vart að kynna hér á landi, svo þekkt sem hún er. Hún er farin að kenna mjög mikið og er vinsæll kennari, bæði í Tónlist- arskólanum í Reykjavík og Nýja tón- listarskólanum. Þar að auki er hún meðlimur í tveimur kammerhópum, Trio Nordica og Ethos-strengja- kvartettinum, sem var stofnaður á síðastliðnu ári.“ Æskuverk Beethovens og Erkihertogakvartettinn Hátíðin hefst sem fyrr segir föstu- daginn 23. júní klukkan 20.30. Fyrst- ur á efnisskránni er kvartett nr. 3 í C- dúr fyrir píanó, fiðlu, víólu og selló eftir L. van Beethoven. Þar næst er fantasía í f-moll op. 103 fyrir píanó, fjórhent, eftir Franz Schubert sem þeir Peter Maté og Jónas Ingimund- arson leika. Eftir hlé verður sónata op. 9 í D-dúr fyrir fiðlu og sembal eftir J.M. Leclaire og konsert í a-moll fyrir fagott, strengi og sembal eftir Vivaldi. Morgunblaðið/Jim Smart Listamennirnir sem koma fram á Björtum sumarnóttum í Hveragerði. Laugardaginn 24. júní hetjast tón- leikamir klukkan 17.00 á Duetto Concertante fyrir víólu og fagott eftir Michall Spisak. Síðan er á efnis- skránni kvartett op. 73 nr. 3 fyrir fagott og strengi og síðasta verkið á tónleikunum þann daginn er tríó op. 97 í B-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló - Erkihertogatríóið. „Við byrjum hátíðina á píanókvart- ett eftir Beethoven, sem er eitt af hans æskuverkum og ákaflega létt og ljúft verk. Síðan endum við tónleikana á laugardaginn á Erkihertogatríóinu sem er tvímælalaust eitt frægasta tríó sem Beethoven samdi. Það er kennt við Rúdolf erkihertoga sem var einn af þessum dyggu stuðnings- mönnum Beethovens þegar hann bjó íVínarborg. Ástæðan fyrir þessu vali á verkum eftir Beethoven er ekki síst sú að við verðum hér í tengslum við hátíðina með sýningu á handritum og mynd- um úr safni hinnar heimsfrægu stofn- unar Beethovenhaus í Bonn.“ Handrit Beethovens og myndir úr lífi hans Hvemig kom sú sýning til? „Eg hélt í fyrra einleikstónleika í Beethov- enhaus - sem ég tel vera besta kamm- ertónleikasal sem ég hef nokkum tímann leikið í - og þá var forstjóri safnsins svo elskulegur að bjóða mér þessa sýningu þegar hann heyrði um tilvist tónlistarhátíðarinnar hér í Hveragerði. Þetta em handrit í eigu safnsins og myndir sem tengjast lífi Beethovens en safnið er að stórum hluta orðið til vegna Wegeler-fjölskyldunnar. Hún stóð í miklu vinfengi við Beethoven og safnaði ýmsum munum sem tengdust honum, bæði handritum og myndum, húsgögnum og hljóðfærum, alveg fram á þessa öld, en þá gaf hún þetta mikla safn til Beethovenhaus í Bonn þar sem það er varðveitt. Safninu er komið fyrir á fæðingar- heimili Beethovens í Bonn, í gamla húsinu, og er ákaflega fallegt og smekklegt. Tónlistarsalurinn sem ég nefndi var hins vegar byggður við hliðina á gamla húsinu og tengdur því og er ekki nema fimmtán ára gamall.“ Hvaða handrit verða á sýningunni? „Ég lét forstöðumann safnsins alveg um að velja fyrir okkur handrit," seg- ir Gunnar og hristir höfuðið kíminn þegar hann bætir við: „Þegar ég fór að líta á pappírana sem fylgdu kom í ljós að stærsti hlutinn af þessum handritasýnishomum er verk fyrir selló og píanó. Þessi blessaði vinur minn vildi greinilega gera afskaplega vel við mig. Það er greinilegt. En mig langar alveg sérstaklega til að þakka tveimur aðilum fyrir að þessi sýnishom komust hingað heilu og höldnu. Það em Ingimundur Sig- fússon, sendiherra í Berlín, og Sam- skip, sem reyndust okkiu- afar hjálp- leg í sambandi við flutning á þessari dýrmætu sýningu hingað til lands.“ Datt ykkur ekkert í hug að halda há- tíð sem eingöngu samanstæði af verk- um Beethovens í tilefni af þessari ein- stæðu sýningu? „Það hefði verið skemmtilegt en dálítið erfitt vegna þess að við vomm búin að skipuleggja alla tónleikana áður en við vissum um sýninguna. I rauninni var ekki öraggt að hún kæmi hingað fyrr en fyrir tveimur mánuðum.“ Endaðá söngtönleikum Sýningin á handritum og myndum frá Beethovenhaus verður opnuð um leið og fyrstu tónleikamir hefjast, klukkan 20.30 á föstudagskvöldið, og þá gefst áheyrendum kostur á að skoða hana. Sýningin stendur til mán- aðamóta. Síðustu tónleikamir á tónlistarhá- tíðinni í Hveragerði verða svo sunnu- daginn 25. júní klukkan 20.30. Þá koma þeir Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson fram og flytja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá: Vittoria, mio core! eftir Carissimi, Pur dicesti o bocca bella eftir A. Lotti, Le Violette eftir Scarlatti, Lungi del caro bene eftir G. Arri, Danza, fanciulla gentile eftir Durante, Malia, Chanson de l’adieu, L’Ultima canzone og Luna d’estate eftir P. Tosti, Selbstgestandnis, Zur Wamung, Storchenbotschaft, Bei einer Trau- ung og Abschied eftir H. Wolf. Eftir hlé flytja þeir svo Vorgyðjan kemui-, Nótt, Kirkjuhvoll, Rósin, Enn ertu fögur sem forðum, Þess bera menn sár og Áfram eftir Áma Thorsteins- son, La del ciel nell’ arcano profundo úr La Cenerentola eftir Rossini, Dalle stanza ove Lucia úr Lucia di Lamm- ei-moor eftir Donizetti og D’Egitto lá sui lidi úr Nabucco eftir Verdi. Meðalmennska og tilgangsleysi KVIKMYNDIR Stjörnubíó 28 DAGAR ★★ Leikstjori: Betty Thomas. Handrit: Susannah Grant. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Viggo Mortensen, Dominic West, Elizabeth Perkins, Azura Skye og Steve Buscemi. Columbia Pictures 2000. GWEN er blaðamaður sem hefur sérlega ánægju af því að vera úti á lífinu og fá sér neðan í því. Blessun- in endar þó á því að klessukeyra bíl og eyðileggja brúðkaup systur sinnar og verður því að velja á milli þess að fara í fangelsi eða í áfengis- meðferð í 28 daga og allir ættu að geta giskað á hvort hún velur. Sandra Bullock fer með aðalhlut- verkið í þessari mynd og eins og bíógestum hefur verið tíðrætt um undanfarið er hún að reyna að koma sér út úr stelpan-í-næsta-húsi-hlut- verkinu og yfir í dramatískari hlut- verk. Reyndar stendur hún sig ágætlega í þessari mynd þótt hún líti of vel út en hlutverkið er bara alls ekki jafn raunsætt og djúpt og efni standa til. Flestar persónurnar í myndinni em klisjukenndar og má þar helst nefna hommann Gerhard, leikinn af Alan Tudyk, sem grætur af minnsta tilefni en hann á reyndar flesta góðu brandarana í myndinni. Það er kannski helst að herbergis- félagi Gwen, Andrea, leikin af Azura Skye, sé raunsær karakter sem mögulegt er að finna til með. Saga hennar minnti þó óneitanlega á örlög Brooks gamla í „Shawshank Redemption" sem átti sér ekkert líf utan stofnunarinnar. Nei, frumleik- anum er ekki fyrir að fara í þessari mynd. Eiginlega er þetta furðuleg sam- blanda af gamni og alvöru. Efnivið- urinn er alvarlegur og áhugaverður í mannlegum skilningi. Leitast er við að tengja alkóhólisma og lífs- máta Gwen við móður hennar sem dó þegar hún og systir hennar voru litlar og sýna fram á uppgjör systr- anna. Þessi atriði verða þó aldrei raunsönn enda virðist það ekki vera ætlunin (Framleiðendur hafa verið of hræddir um að selja ekki inn á myndina, og hvers vegna þá að borga fyrir að hafa Söndra?). Allur persónulegur þroski og upplifun Gwen á hælinu fer líka fyrir ofan garð og neðan. Önnur atriði era að mestu bjánalegt léttmeti og höfundi tekst alls ekki að rata hinn gullna meðalveg sem fær áhorfendur bæði til að gráta og hlæja heldur rennur allt út í einhverja agalega meðal- mennsku og tilgangsleysi. Upp- bygging handritsins er líka öll hin furðulegasta, myndin hefur hvorki háa né lága punkta og endar að lok- um í lausu lofti. Hildur Loftsdóttir I w w !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.