Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 42
ap.c.u-i RÝ-020
42 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Er skjálfti...
... í þínu
lagerrymi?
Við ráðum seintviö náttúruöflin. En ýmisiegt
má þó gera til aó takmarka baó tjón sem hlýst
afvöldum náttúruhamfara a borð vió jarð-
skjálfta. Hvaó hefiir verió gert á þínum lager?
ÖRYGGISVÖRUR FYRIR LAGERRÝMI
1. GólfFestingar fyrir hillurekka
2. Öryggispinnar í burðarslár
3. Vírnet undir vörubretti
4. Þverslár á milli burðarsláa
5. Vfrnet á bök hillurekka fría úttekt
6. Netgrindur utan um lausavöru á Þfnu lagerrými
-7 c rr r • , SÍmÍ 511 1100
7. StrofTufestingar i veggi
NOKKUR HOLL RÁÐ
1. Allir lagerstarfsmenn eiga aó þekkja neyðaráætlun
fyrirtækisins
2. Allir lagerstarfsmenn eiga að ganga með hjálma
3. Allir lyftarar eiga tvímælalaust að vera búnir öryggishúsi
4. Æskilegt er að þungar vörur séu geymdar á gólfi eða í lítilli
hæð
5. Allar útgönguleiðir skulu vel merktar
6. Allar stoóir og stífur hillukerfa skulu vera beinar og
óskemmdar
7. Allar burðarslár hillukerfa skulu vera með nægilega
buróargetu
Brettakerfið f djúpfrystigeymslu SÍF í Hafnarfirði hefúr verið styrkt sérstaklega með
tilliti tiljarðskjálfta, enda fýrirtœkið staðsett á virku svœði.
SÉRFRÆÐIÞEKKING RÝMIS EHF.
Rými ehf. sérhæfir sig í sölu og uppsetningu innréttinga fýrir
verslunar- og lagerrými. Það er því í verkahring Rýmis að
bjóða uppsetningu sem stenst nútíma öryggiskröfur. Leitaðu
ráða hjá sérfræðingum Rýmis ehf. í síma 511 1100 og fáðu
fría úttekt á öryggisástandi þíns lagerrýmis.
ffía úttekt
á þínu lagerrýtni
sími S11 1100
Háteigsvegi 7
Reykjavík
Sími 511 1100
rymi@rymi.is
R Y
M D
LISTIR
Að éta eða vera étinn
LEIKLIST
L2000 — Leiklistar-
hátfð Bandalags ís-
lenskra leikfélaga
á Aknreyri
Á RÚMSJÓ
eftir Slawomir Mrozek.
Auseklis Limbazi Theatre frá Lettl-
andi. Leikstjóri: Inta Kalnina. Mið-
vikudaginn 21. júní.
UNDANFARIN ár hafa menn-
ingarsamskipti Norðurlanda og
Eystrasaltsríkjanna vaxið mjög og
verið sérstaklega áberandi á leiklist-
arsviðinu. Ekki fer á milli mála að
þessi tengsl hafa opnað okkur nýja
sýn á ýmsa hluti og er það vel. Af
þeim kynnum sem undirritaður hef-
ur haft af lettnesku áhugaleikhúsi er
óhætt að fullyrða að þar fer leiklist í
hæsta gæðaflokki sem ævinlega er
spennandi og nýstárleg. Það er því
mikil ánægja að þessi lettnesld hóp-
ur skuli heiðra Akureyringa með list
sinni á hinni veglegu leiklistarhátíð
sem haldin er í tilefni hálfrar aldar
afmælis Bandalags íslenskra leikfé-
laga.
Á rúmsjó eftir pólska háðsádeilu-
skáldið Slawomir Mrozek er einþátt-
ungur um vald og valdabaráttu en
kannski samt helst um beitingu
valdsins. Þrír skipbrotsmenn standa
frammi fyrir því að þurfa að leggja
sér einn þeirra til munns. Spurning-
in er: Hvem? eða réttara sagt:
Hvernig á að velja? Ýmsar leiðir eru
reyndar en undir yilrbragði lýðræðis
og réttlætis dragast tveir fljótlega í
fylkingu gegn einum þeirra. Þar með
era örlög hans ráðin. Jafnvel þótt
sviksemi og lygar hinna séu þeim öll-
um ljósar ber allt að sama brunni.
Ekkert getur bjargað honum, ekki
einu sinni þegar þeir finna óvænt
matarbirgðir sem myndu bjarga
þeim öllum. Valdið, kerfið, hefur tek-
ið völdin, skynsemi og mannúð iöngu
gleymdur munaður.
I meðförum Auseklis Limbazi
Theatre verður þetta valdatafl að
einkar sterkri sjónrænni veislu. Ein-
faldur sviðsbúnaður býður upp á
ótæmandi möguleika til að stilla upp
myndum og teikna átökin. Lýsing er
notuð á áhrifamikinn hátt og loka-
myndin líður áhorfendum líklega
seint úr minni.
Leikhópurinn samanstendur af
fjórum ungum mönnum sem voru
hver öðrum betri. Allir höfðu þeir
kraftmikinn en agaðan leikstílinn
fullkomlega á valdi sínu. Leiftur-
snöggar breytingar á stemmningu
komast auðveldlega til skila þótt eðli
málsins samkvæmt fari textinn að
mestu fyrir ofan garð og neðan fyrir
okkur sem ekki erum þeim mun
sleipari í lettneskunni. Meira að
segja fyndnin, sem er ríkulegur hluti
af vopnabúri Mrozeks, kemst iðulega
til skila í svipbrigðum og látæði
leikaranna. Fer þar fremstur Didzis
Jonovs í hlutverki þess sem étinn er,
iðulega óborganlega umkomulaus í
heiminum.
Það er hreint ekki sjálfgefið að
stílfærsla á borð við þá sem hér er á
ferð henti svona fjarstæðukenndu
verki. Þvert á móti verða lærdómar
þeir sem slík verk bera oft ekki ljósir
nema í dulargervi raunsæisins. Stfl-
færsla verður að vera hugsuð ofan í
grunninn, hvert smáatriði hlýtur og
verður að bera merkingu. Inta Kaln-
ina og leikarar hennar ná í þessari
sýningu að leiða áhorfandann áfram
að kjama málsins með því að „eima“
burt allan óþarfa. Eftir stendur
manndýrið, tilbúið að éta og vera ét-
ið.
Þorgeir Tryggvason
Fornsala Fornleifs — aðeins ó vefnum
Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499
Veffang:www.simnet.is/antique
s
I
Heldur þú að
C-vítamín sé nóg?
WWW.naten.i5 ræst« an>ótclkum oy sérvetshmum um land ailtí
-fæðubótarefnín sem fóík talar uml
NATEN
-órofin heild!
Munið happdrætti Blindrafélagsins!
/
/
J
Dregið
verður í happdrætti
Blindrafélagsins 4. júlí nk. um 66 glæsilega
vinninga og er 1. vinningur þessi glæsilega bifreið!
Blindrafélagið hefur byggt starfsemi sína á
frjálsum framlögum og notið ómetanlegs
stuðnings almennings í þau rúm 60 ár sem liðin
eru frá stofnun þess. Agóðinn er notaður til
uppbyggingar á atvinnu-, húsnæðis-, mennta-
og félagsmálum fyrir blinda og sjónskerta.
Öflugt starf fer fram hjá Blindrafélaginu og
hefur happdrættissala félagsins verið forsenda
þess að félagið hefur náð að vinna svo ötulega
að málefnum blindra og sjónskerta á íslandi
sem raun ber vitni.
Það er von okkar og trú hjá Blindrafélaginu
að almenningur og fyrirtæki taki
vel á móti sölufólki okkar að
þessu sinni eins og alltaf áður.
Kœr kveðja,
Halldór Sœvar Guðbergsson,
formaður Blindrafélagsins «■««.