Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ PlOlti0:UnM^Í>:Ííl STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FISKUR FYRIR BORÐ Athugun Fiskistofu á aflasam- setningu fiskiskipa gefur vís- bendingar um að mikið brottkast eigi sér stað í hafi, áður en skipin landa aflanum. Athugunin var framkvæmd í samvinnu við Land- helgisgæzluna og var gerð vegna þess að eftirlitsmenn stofunnar höfðu orðið varir einkennilegrar afla- samsetningar, þar sem sumir bátar voru nær eingöngu með 5 kg fisk og jafnframt var meðal manna sterkur orðrómur um mikið brott-kast. Nið- urstöður könnunarinnar voru að ef eftirlitsmaður var um borð meðan á veiðunum stóð var aflasamsetning aflans fjölbreyttari, þ.e.a.s. fleiri stærðir af fiski. Hins vegar reyndist fiskurinn mun einsleitari hvað stærð snerti, þegar eftirlitsmaður var ekki um borð. Þessar vísbendingar þykja benda eindregið til að um verulegt brott- kast á afla sé að ræða og fyrir viku síðan sagði Arni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra að niðurstöður þess- arar könnunar væru mjög sláandi, en samt sagðist ráðherrann hika við að draga þær ályktanir, að ástandið væri eins slæmt og fram kæmi í því úrtaki, sem notað hefði verið í könn- uninni. Allir yrðu hins vegar að taka höndum saman um að koma í veg fyr- ir brottkast afla. „Það er mjög já- kvætt í þessari umræðu“, sagði ráð- herra, „að allir hagsmunaaðilar, sem ég hefi rætt við að undanförnu höfðu að fyrra bragði orð á þessu, og það herðir okkur í að hraða og auka þessa vinnu.“ Einn af þingmönnum Vestfirðinga, Guðjón A. Kristjánsson,hefur krafizt þess að sjávarútvegsráðuneytið láti fara fram rannsókn á brottkasti afla. Hann segist hafa upplýsingar um að kastað væri fiski, sem væri undir 70 sentimetrum og það þýddi að ekki einungis væri verið að henda tveggja ára fiski, heldur einnig þriggja, fjög- urra og jafnvel fimm ára fiski. Umræður um brpttkast físks hafa gengið í bylgjum. Á árinu 1995 fóru nokkrir blaðamenn Morgunblaðsins í það verkefni að ræða þetta mikla vandamál við sjómenn og var rætt við sjómenn í verstöðum á Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi, Vestfjörð- um og Norðurlandi. Niðurstöður þessara viðtala voru að sjómenn voru viljugri en áður að tjá sig um þessi mál opinberlega, en stór hluti þeirra óskaði þó nafnleyndar, þar sem þeir ellegar gætu lent vandræðum í vinn- unni og jafnvel átt á hættu að „þurfa að taka pokann sinn“. Því var ákveðið að viðtölin yrðu birt án þess að geta nafna þeirra og skipa. Þá var heldur ekki skýrt frá því hvar viðtölin voru tekin svo að eigi yrði unnt að rekja þau til ákveðinna manna. Helztu niðurstöður þessara viðtala vóru þau að flestir viðmælendurnir höfðu sjálfir tekið þátt í því að kasta fiski útbyrðis, sumir í stórum stíl og þeir gátu nefnt fjölda tilvika. Ljóst var þó að vinnubrögðin voru mismun- andi milli skipa, útgerða og jafnvel mátti greina mun á milli landshluta. Líkur á að fiski væri hent virtust af viðtölunum vera minni, ef skipin voru kvótasterk, en ef um kvótalítil skip var að ræða. Mikið var um að sjó- menn teldu sig vera að henda fiski vegna þess að þeir áttu ekki kvóta fyrir honum eða væru að reyna að nýta takmarkaðan kvóta sem bezt og nefndu þeir dæmi um það hvernig þeim hefndist fyrir fjárhagslega við að bjarga afla á land með því að leigja kvóta utan úr sjó og selja fiskinn síð- an á markaði við lægra verði en kostnaðurinn nam. Þeir bentu m.a. á að þeir gætu ekki landað þessum fiski, sem væri hent, þar sem þeim yrði þá refsað með miklum fjársekt- um og jafnvel veiðileyfamissi. Þeim væri því nauðugur einn kostur að henda fiskinum til þess að geta hald- ið áfram veiðum. Margir sjómannanna höfðu áhyggjur af afleiðingum þess að meira væri drepið af fiski, en opin- berar tölur gæfu til kynna. Því fögn- uðu þeir umræðu um brottkastið. Þeir sögðust ekki hafa hag af því að henda fiski, því að þeir fái greitt fyrir það sem komið sé með að landi, ekki hitt sem er hent. Þeir bentu hins veg- ar á að agavald skipstjórans væri al- gert og víst væri að hann hefði ekki þrýsting frá útgerðinni um að henda físki, en að koma að landi með eins gott og hagkvæmt hráefni og frekast væri unnt. Smáfiskurinn væri ekki það hráefni. Það er nauðsynlegt að kafa til botns í þessu máli. Líklega urðu miklar umræður um þetta mál fyrir nokkrum árum til þess, að brottkast- ið minnkaði og kannski verulega. Alla vega hefur ekki heyrzt eins mik- ið um það síðustu árin og áður. Frumkvæði Fiskistofu og sjávar- útvegsráðherra nú er mjög mikil- vægt. Ekki er ólíklegt að opinberar umræður í kjölfar þeirra upplýsinga, sem nú liggja fyrir verði til þess að eitthvað dragi úr brottkasti á nýjan leik. Alla vega fer ekki á milli mála, að skipstjórar og útgerðir þeirra skipa, sem um er að ræða hljóta að leggja fram skýringar á þeim sér- kennilega mun, sem er á aflasam- setningu eftir því, hvort eftirlitsmað- ur er um borð eða ekki. Landsmenn allir hafa mikla hags- muni af því, að umgengnin um auð- lindina verði með þeim hætti, að hægt verði að byggja fískistofnana upp. En engir eiga meiri hagsmuna að gæta en útgerðarmenn og sjó- menn, sem hafa lífsviðurværi sitt beint af fiskveiðum. Það er ótrúleg skammsýni í því fólgin að kasta fiski á þann veg, sem telja verður aug- ljóst, að umræddir bátir hafi gert. Þeir sem það gera sýna af sér sóða- skap í umgengni um þessi miklu þjóðarverðmæti, skeytingarleysi gagnvart langtímahagsmunum þeirra sjálfra og annarra sjómanna og útgerðarmanna og hirða bersýni- lega ekkert um þjóðarhag. Það má vel vera, að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir brottkast á fiski nema með hörðum refsingum á borð við þær, að svipta þá, sem að því eru staðnir leyfi til veiða. Það er metnaðarmál okkar íslend- inga að byggja fiskistofnana upp og vera í fremstu röð þjóða heims í um- gengni um verðmæti hafsins. +“ I Þingmenn Suðurlands funduðu með sveitarst.iórum og oddvitum í kjördæminu Ræddu tryggingamál og almannavarnakerfið ÞINGMENN Suðurlandskjördæmis boð- uðu alla sveitarstjóra og oddvita í kjördæm- inu á samráðsfund á Hellu í gær en á fund- inn mættu einnig fulltrúar Viðlagatryggingar, Vegagerðarinnar og Al- mannavarna ríkisins. Tryggingamál voru ofarlega í huga margra fundarmanna en far- ið var yfir stöðu mála í kjölfar jarðskjálft- anna á Suðurlandi og m.a. rætt um almanna- varnakerfið í hinum dreifbýlli sveitum. Það var Árni Johnsen, fyrsti þingmaður Suðurlands, sem stýrði fundinum en hann sagði eðlilegt að heimamenn bæru saman bækur sínar eftir atburði liðinna daga. Ljóst væri, að eins vel hefði verið staðið að málum í kjölfar skjálftanna og búast mætti við en margt væri enn óljóst og þá ekki síst hvað varðar tryggingamál fólks. Þannig væri ým- is ófyrirsjáanlegur kostnaður ekki kerfis- lega inni í bótareglunum og þau mál þyrfti að skoða betur. Ónotalegl að geta ekki veitt sínu fólki upplýsingar Margir tóku til máls á fundinum í gær. Friðjón Guðröðarson, sýslumaður og for- maður almannavarnanefndar Rangárvalla- sýslu, og Jón Guðbjörnsson, tæknifræðing- ur, sem situr í almannavarnanefnd Árnessýslu, fóru t.d. yfir hlutverk almanna- varnanefnda en í máli Friðjóns kom fram gagnrýni á slakan fréttaflutning RÚV í upp- hafi fyrri skjálftans. Allt annað hefði síðan verið uppi á teningnum í seinni skjálftanum og það væri vel, enda mikilvægt fyrir fólk að fá haldgóðar upplýsingar fljótt. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Holts- og Landsveitarhrepps, snerti einnig á þessum fleti en hann sagði það óneitanlega óhugn- anlega stöðu fyrir sveitarstjórnamenn, hverra hlutverk væri m.a. að koma upplýs- ingum á framfæri við sitt fólk, að hafa ekki svör á reiðum höndum. Á hinn bóginn væri mikilvægt að valda fólki ekki enn frekara sálrænu áfalli með töluðu orði og framkomu. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, fór yfir atburðarásina á Heimaey en á milli 400 og 500 manns voru í Herjólfsdal þegar stóri jarðskjálftinn reið yfir á þjóðhátíðardaginn. Mikil skelfing hefði gripið um sig enda komu björg úr fjall- inu, en sem betur fer hefði allt farið vel. Sagði hann að ákveðið hefði verið að Herj- ólfsdalur yrði lokaður næstu tvær vikurnar og jafnframt kom fram í máli hans að þegar væri búið að funda með þjóðhátíðarnefnd vegna komandi verslunarmannahelgar. Fólk oft treg-t til að yfirgefa hús sín þó að þau séu óíbúðarhæf Á fundinum í gær skýrði Níels Indriða- son, matsmaður hjá Viðlagatryggingu, það ferli sem fara þyrfti í gegnum vegna við- lagatrygginga. Fer hið eiginlega mat á tjóni af stað nú um helgina og verður unnið hratt, að sögn Níelsar, en hann sagði að þeir hjá Viðlagatryggingu vildu ljúka fyrstu og stærstu tjónunum á mánuði. Fulltrúi Vega- gerðarinnar, Steingrímur Yngvason, gerði síðan grein fyrir stöðu vegamála. Sagði hann Ijóst að allar brýr hefðu staðið skjálft- ana af sér en víða hefðu orðið skemmdir á vegum, eins og menn vissu. Sagði hann að varanlegar viðgerðir myndu hefjast nú í dag eða um helgina. I máli Sigbjarnar Jónssonar, byggingar- fulltrúa í Rangárvallahreppi, kom fram að þeir væru búnir að skoða 305 af 488 húsum í hreppnum. Fram kom í máli hans að sum hús, eins og t.d. húsið á Freyvangi 12, væru að hruni komin og kvaðst hann eiga von á því að það yrði hreinlega rifið á næstunni. Ræddi hann einnig um það hversu miklar tilfinningar blönduðust oft vinnu þeirra. Þannig gæti á stundum reynst erfitt að fá fólk, sem fengið hefði þau tíðindi að hús þess væri óíbúðarhæft, til að yfirgefa húsin. í framhaldinu gerði Sigbjörn síðan grein fyrir þeirri framtíðarsýn sem hann hefur á starf byggingarfulltrúa og almannavarna en hún felst m.a. í því að öll hús í öllum sveitum landsins verði kortlögð og tölvufærð í einn gagnagrunn. Fram kom í máli Ingvars Baldurssonar hjá hitaveitu Rangæinga að hann teldi nán- ast óviðunandi að svo stór byggð væri nán- ast háð einni aðveitu enda þyrfti ekki að sökum að spyrja ef skjálftar sem þessir yllu skemmdum á heitavatnskerfinu að vetrar- lagi. I þessum málum þyrfti að gera bragar- bót. Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins, sagði fjöl- miðlafólk oft hafa spurt sig á undanförnum dögum hvaða lærdóm mætti draga af þess- um náttúruhamförum í tengslum við við- brögð og skipulag almannavarna. Kvaðst hún hafa svarað því til að of snemmt væri að leggja mat á þetta. Hitt væri ljóst að al- mannavarnir snerust ekki um eina stofnun heldur væru allur almenningur hluti af þeim. Hlutverk Almannavarna ríkisins væri fyrst og fremst að samræma viðbrögð manna. Sveitarstjórnir sæki sinn kostnað í 100 milljóna króna pottinn Margir fleiri tóku til máls á fundinum í gær. Guðmundur Ingi Guðmundsson, sveit- arstjóri á Hellu, ræddi m.a. um trygginga- málin og sagði hann það hafa komið fram í viðræðum við Pál Pétursson, félagsmála- ráðherra, að sveitarstjórnir ættu að sækja í 100 milljóna pott ríkisstjórnarinnar, sem settur hefur verið til hliðar vegna skjálft- anna, allan þann kostnað sem þær yrðu fyr- ir. Lagði Guðmundur áherslu á að hann teldi að finna þyrfti leiðir til að allir fengju sitt bætt að lokum, á svona stundum kæmi ekki til greina að segja við fólk að það hefði ein- faldlega átt að hafa vit á því að tryggja eign- ir sínar betur. Á fundinum í gær kom enn- fremur fram sú skoðun að sjálfsábyrgð vegna viðlagatryggingar á innbúi væri óeðli- leg. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, sagði Sunnlendinga nú hafa reynt þá al- ræmdu Suðurlandsskjálfta. Menn þyrftu hins vegar að hafa í huga að ekki væri full- víst að skjálftunum væri lokið. Auk þess gætu enn orðið slys vegna skjálftanna tveggja, sem þegar hefðu leikið Sunnlend- inga grátt, þ.e. vegna ótryggra veggja og svo framvegis. Við þessu yrði að bregðast. Búrfell Bjartiastaðir fldia&ndi e LA * Minnibprg Sólhéimar 'Bijánsstaðir | Vörðufell Hraun: bótgir Brautprholt Vatnsnes Vaðnes Raldárholt Hestfjall itónireykir’, Sölvholt ■ \ LAUQALAND Hróarsholt Egilsstaðlr. Kolsholt Holur sjálfrenna en aðrar þorna SVIPAÐAR breytingar urðu á jarðhitakerfunum á Suðurlandi við jarðskjálftann aðfaranótt síðastlið- ins miðvikudags og varð á þjóðhá- tíðardaginn. Við skjálftann jöfnuðu sig sumar borholur og laugar sem höfðu aukist eða minnkað við fyrri slgálftann. Þá hefur heita vatnið sums staðar þorrið en á öðrum stöð- um er komið sjálfrennsli úr gömlum holum. Orkustofnun hefur tekið saman upplýsingar um áhrif skjálft- ans og koma þau fram á meðfylgj- andi korti. Við skjálftann urðu breytingar á þrýstingi í borholum og rennsli í laugum víða um Suður- land. Suðvestan og norðaustan við skjálftamiðjuna lækkaði þrýstingur í vatnskerfum, en norðvestan og suðaustan megin við hana hækkaði hann. Sums staðar sjálfrenna nú borholur sem aldrei hefur runnið úr en aðrar hafa þornað. Mikið heitt vatn kom upp úr gamla hvemum á Sólheimum eftir fyrri jarðskjálft- ann en eftir þann síðari hvarf vatnið og vatnið í borholunni sem hitaveit- an treystir á lækkaði um 20 metra. Að sögn Ólafs G. Flóvenz, fram- kvæmdastjóra rannsóknarsviðs Orkustofnunar, ganga þessar breytingar líklega að mestu til baka þegar frá líður. Þeir sem hafa treyst á sjálfrennandi vatn úr borholum geta í flestum tilvikum bjargað sér með djúpdælum, að sögn Ólafs. Orlofshúsasvæðið í Hraunborgum nærri upptökum seinni skjálftans Margir héldu heim á leið um nóttina ÖLL sumarhús á orlofshúsasvæð- inu að Hraunborgum í Grímsnesi stóðu af sér stóra skjálftann á þriðjudag, sem varð í nágrenninu eða við Hestfjall, en í nokkrum húsum urðu innbússkemmdir. Guðrún Ingimundardóttir, sem starfar og býr á þjónustumiðstöð orlofshúsa sjómanna á Hraun- borgum, sagði allt innbú hafa far- ið af stað hjá sér og flæddi vatnið í sundlaug staðarins jafnframt út um allt. Guðrún sagði að hún og eigin- maður hennar, Þórarinn Guðjóns- son, sem sjá um rekstur þjónustu- miðstöðvarinnar, hefðu nýlokið við að hreinsa sundlaug staðarins vegna þjóðhátíðarskjálftans þegar seinni skjálftinn reið yfir um klukkan eitt aðfaranótt miðviku- dags. Nú þyrftu þau því að tæma laugina á nýjan leik og skipta um vatn. Átti hún von á því að þau flýttu sér hægt við það verk enda kvaðst Guðrún sannfærð um að fleiri skjálftar ættu eftir að fylgja í kjölfarið. Sagði hún að raunar væri afar lítið vatn í lauginni því mikill hluti vatnsins hefði hreinlega farið af stað og út um alla stétt. Engar vatnsskemmdir urðu þó á hús- næðinu og var búið að hreinsa vatnið upp í gær. Ekki hægt að hugsa rökrétt á svona stundum Guðrún sagðist hafa séð hvern- ig jörðin fór einfaldlega af stað í seinni skjálftanum. Þau hefðu sem betur fer getað komið sér vel fyrir Morgunblaðið/Golli Guðrún Finnbogadóttir við sundlaugina. en hitt væri annað mál að á svona stundum hugsaði maður ekki rök- rétt og leiddi því lítið hugann að því hvað væru rétt viðbrögð. „Þjóðhátíðarskjálftinn var mjög snarpur," sagði Guðrún, „en þessi seinni var alveg óhugnanlegur." Rúmlega 230 bústaðir eru á Hraunborgum og þar af er 21 fé- lagsbústaður fyrir sjómenn. Sagði Guðrún að hluti þeirra sem stadd- ir voru í bústöðunum á Hraun- borgum hefðu haldið af stað heim á leið þá um nóttina, einkum fólk með börn, enda margir mjög ótta- slegnir. FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 45 ----------------------------------------------------------1 / ✓ Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, heimsótti jarðskjálftasvæðin á Suðurlandi Morgunblaðið/Golli I íjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Hellu hitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti hóp Chile-búa. -i Hitti fólk sem misst hefur heimili sín Morgunblaðið/Golli Lóa Jónsdóttir sýnir forseta íslands verksummerki í húsi sínu, Hóla- vangi 4, en það hefur verið dæmt óíbúðarhæft. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, heimsótti jarðskjálfta- svæðin á Suðurlandi síðdegis í gær. Hann kynnti sér m.a. starfsemina í fjöldahjálparmiðstöð Rauða kross- ins á Hellu og átti fund með fólki bæði í Árnessýslu og Rangárvalla- sýslu sem misst hefur heimili sín á skjálftasvæðunum. Sagði Ólafur að það sem vekti eftirtekt hans og að- dáun væri hversu fólk tæki áföllun- um með ró og yfirvegun og hversu staðráðið það væri í því að horfa fram á veginn. Forsetinn kom fyrst við í Ár- nessýslu og skoðaði hann þar m.a. íbúðar- og sumarhús sem farið hafa illa í skjálftunum. Heimsótti hann t.a.m. fjölskylduna á Brúnastöðum en þar urðu miklar skemmdir. Á Hellu átti Ólafur Ragnar stuttan fund með starfsfólki og sjálfboða- liðum fjöldahjálpanniðstöðvar Rauða krossins og sfðan fylgdu Friðjón Guðröðarson, sýslumaður Rangæinga, og Óli Már Aronsson, oddviti í Rangárvallasýslu, honum að nokkrum húsum á Hellu sem hvað verst fóru út úr skjálftanum mikla á þjóðhátíðardaginn. Var síð- an meiningin að koma við á Lauga- landi og skoða verksummerki þar. í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Ólafur Ragnar hafa ákveðið að heimsækja skjálftasvæðin á Suður- landi til að sýna fólki samstöðu og stuðning og leggja sitt af mörkum til að það skynjaði stuðning allrar þjóðarinnar í þessum miklu erfið- leikum. Hann hefði jafnframt viljað kynna sér afleiðingar hamfaranna og það hvemig brugðist væri við vandanum. Tilfínningalegt tjón verður ekki metíð tíl fjár Á Hólavangi 4 á Hellu hitti Ólaf- ur Lóu Jónsdóttur en hús hennar hefur verið dæmt óíbúðarhæft. Þegar forsetann bar að garði var Lóa ásamt syni sínum, Sigurði Ragnari Jónssyni, í óða önn að taka til heillega hluti og flytja út úr hús- inu en mæðginin búa nú í tjald- vagni í garðinum. Er hús þeirra nánast í rúst eftir skjálftana. Ólafur sagði það æðruleysi aðdá- unarvert, sem fólk eins og Lóa sýndi, en hún neyddist nú til að fara í gegnum muni frá gamalli tíð, eignarmuni þriggja kynslóða. Slíku starfi fylgdi nefnilega mikið til- finningalegt álag, álag sem ekki yrði metið af tryggingafélögum né opinberum aðilum. „Það verður að hafa það í huga,“ sagði Ólafur, „þegar við erum að hugsa til þessa fólks að þetta tjón er ekki aðeins metið í húsveggjum og sprungum, heldur kannski líka í þessari glímu sem fólk verður að takast á við, ekki aðeins núna held- ur kannski mörg næstu ár. Þeir sem ég hef hitt í dag gera það hins vegar allir af miklu æðruleysi og ró.“ Ólafúr sagði að sér hefði einnig fundist fróðlegt að kynnast þeirri starfsemi sem Rauði krossinn held- ur nú úti á Hellu, eftirtektarvert væri hvemig starfsfólk og sjálf- boðaliðar Rauða krossins glímdu við þann vanda sem fyrir dyram stæði því sannarlega hefðu íslend- ingar sem betur fer ekki mikla reynslu af því að takast á við áfalla- hjálp af þessu tagi. „Eg held að f þeim efnum þurf- um við kannski að huga betur að því að það eru orðnar æði margar þúsundir fólks af erlendum upp- runa sem býr í okkar landi,“ sagði Ólafúr en á Hellu hitti hann hóp Chile-búa sem þar hefur fest rætur. „Margt af þessu fólki skilur ekki ís- lensku, eins og við sjáum hér í Rangárvallasýslu þar sem em Chile-búar og Pólveijar, og það þýðir lítið að benda þessu fólki á að skrúfa frá útvarpinu því að það skilur ekki það sem verið er að segja.“ Hafa gert ráðstafanir á Bessa- stöðum vegnajarðskjálftanna Ólafur var staddur á Hrappseyri við Amarfíörð þegar fyrri skjálft- inn stóri reið yfir á laugardag en hann sagði að hann hefði hins veg- ar fúndið vel fyrir eftirskjálfta sem fylgdi þjóðhátíðarskjálftanum, skjálfta sem átti upptök sín í Blá- fjöllum. Sagðist hann vitaskuld hafa kynnt sér hvemig ætti að bregðast. við þegar vart yrði við jarðskjálfta, íbúðarhúsið á Bessastöðum stæði á klöpp þannig að þar mætti oft vel finna jarðskjálfla þó að þeir væra ekki svo ýkja stórir. „Og við höfum gert ákveðnar ráðstafanir á Bessastöðum, ef svo skyldi fara að það kæmi skjálfti sem hefði áhrif á höfuðborgar- svæðið, sem vonandi verður nú ekki. Við töldum þó rétt að taka ýmsa gripi niður úr hillum og ganga frá lilutum," sagði Ólafúr. Hann sagði það á hinn bóginn skipta miklu máli að fólk léti óttann ekki ná tökum á sér. „Það er ein- mitt það sem mér hefur fundist svo fróðlegt við þessa ferð mína í dag að fiima þetta æðruleysi, þessa ró og yfirvegun og viljann til að takast á við lífið á nýju. Þann ásetning fólks að ganga í hreinsunarstörfin af ró og yfirvegun og láta ekki bug- ast þó að það sé óhjákvæmilcga mikil tilfínningaleg áreynsla að hreinsa upp þessa gömlu gripi sem nú hafa kannski skemmst illa,“ sagði Ólafúr Ragnar Grímsson, for- seti fslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.