Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 r Islenskur fótbolti í valnum ... oghefur ekkifarið fram hjá neinum að íslensk knattspyrna hefurgoldið af- hroð án þess að íslenska landsliðið þyrfti að vera á staðnum. Eftir Karl Blöndal IHollandi eru hús nú máluð appelsínugul. í búðum fæst aðeins appelsínu- gulur sleikibrjóstsykur. Jafnvel klósettsetur eru appelsínugular. Furðu vekur að grasið skuli ekki vera appelsínu- gult í hinu mjúka Hollandi. Upp- hituninni í Evrópumeistarakeppn- inni í Belgíu og Hollandi er nú lokið og nú tekur alvaran við. Ákveðnar vísbendingar eru þegar komnar fram og hefur ekki farið fram hjá neinum að íslensk knatt- spyrna hefur goldið afhroð án þess að íslenska landsliðið þyrfti VIÐHORF JJSÍön þau lið, sem spila knatt- spymu í lík- ingu við þann stíl, sem íslenska landsliðið hefur tileinkað sér í gegnum tíðina eru nú á heimleið eftir að hafa gert heiðarlega til- raun til að drepa okkur úr leiðind- um. Sennilega fá Norðmenn sér- stök verðlaun eftir þetta Evrópumót fyrir að spila best án bolta. Leikstíll þeirra var svo eft- irminnilegur að maður lagðist næstum á sveif með þeim, sem vilja fréttir í stað fótbolta. Einnig virðist mikillar hnignun- ar gæta í norður-evrópskri knatt- spymu. Norðurlöndunum þrem- ur, sem komust í keppnina, var sópað út á einu bretti og hefur þegar verið auglýstur neyðar- fundur hjá samtökunum Norrænt mannkyn. Viðureign Englendinga og Þjóðverja var stimpluð sem endurtekning heimsstyrjaldarinn- ar síðari í breskum götublöðum. Englendingar unnu, en fengu því miður enga Marshall-aðstoð og fuku út í næsta leik. Frammistaða þýska landsliðs- ins er reyndar með ólíkindum. Menn hafa fjargviðrast út af því að útlendingar í þýska boltanum hamli uppgangi efnilegra þýskra knattspymumanna. Þeir sem stjórna landsliðinu geta lítið við því gert, en val þeirra á þjálfara ber ekki vitni að þeir hafi metnað fyiir hönd liðsins. Tilhneigingin virðist vera að ráða gufur, sem verða leiksoppar ráðríkra stjarna. Erich Ribbek fetar í fótspor lit- lausra þjálfara á borð við Berta Vogts og Jupp Derwall. Þegar lið sMkra þjálfara ná árangri er það þrátt fyrir þá fremur en vegna þeirra. Um leið ogmenn eins og Franz Beckenbauer og Helmut Schön taka við taumunum er hins vegar árangurs að vænta. Englendingamir stóðu sig ekki jafn illa og Þjóðverjar, en geta einnig sjálfum sér um kennt. Þeir áttu möguleikann, en köstuðu honum frá sér með því hugarfari að vörn væri besta sóknin. En ósigur íslenskrar knatt- spyrnu er sigur leikgleðinnar. Portúgalar hafa lengi átt erfitt uppdráttar þrátt fyrir að hafa sýnt snilldartakta á vellinum. Þeirra Akkilesarhæll hefur verið fyrir framan markið. Nú virðist stíflan brostin og þeir eru loks farnir að skora mörk. Og þvílík mörk. Frakkar em með eitt magnað- asta lið, sem sést hefur um langan aldur. Zinedine Zidane er slíkur snillingur með boltann að unun er að fylgjast með. „Það er meira að segja gaman að sjá hann gefa á markmanninn,“ sagði fölskvalaus aðdáandi franska liðsins um goðið. Þeir era jafnvel með betra lið en í heimsmeistarakeppninni og ætti fátt að geta stöðvað þá. Líkt og Portúgalar höfðu þeir efni á að senda varaliðið inn á í síðasta leiknum í riðfakeppninni og þurftu stjörnur Hollendinga að taka á öllu sínu til að hafa betur. Þó vora sumir á því að Frakkarnir hefðu í raun frekar viljað tapa en vinna til þess að þeir gætu áfram haft bækistöðvar á frönsku málsvæði þar sem þeim liði eins og heima hjá sér. Hollendingar era vonandi að ná sér á strik. Þeir sigraðu í öllum leikjum sínum en áttu þó erfitt með að sýna sannfærandi leik. Það var ekki fyrr en gegn Frökkunum að þeir virtust ná sér á strik, en það gæti spillt sjálfstraustinu að þeir vora að spila gegn b-liði þeirra og þurftu engu að síður að hafa gífurlega fyrir sigrinum. Líkt og hjá Frökkum og Portú- gölum er ofgnótt góðra leikmanna hjá Hollendingum nánast pínleg. En Hollendingai' hafa ekki náð að sýna þá yfirburði, sem þessi auð- legð ætti að skila þeim. Ymsir hafa viljað skella skuldinnin á þjálf- arann, Frank Rijkaard, sem hefði verið mun betri inni á vellinum á sínum tíma, en á hliðarlínunni nú. Rijkaard svarar þeirri gagnrýni með því að benda á að hann hafi aðeins getað undirbúið hollenska liðið með æíingaleikjum því að það komst sjálfkrafa í úrslitakeppnina og bætir við að enginn dæmi Pav- arotti eftir því hvernig hann syngi í sturtu. Þrír sigrar í þremur leikj- um á EM gefa þessum fleygu orð- um þjálfarans aukið vægi. Þau þijú lið, sem hér eru upp talin, munu sennilega komast áfram í átta liða úrslitum um helgina og munu ítalir líkast til fylgja þeim eftir. Draumaleikur í úrslitum væri síðan Holland Frakkland, en ekkert lið er hægt að afskrifa, ekki einu sinni Tyrki. Tyrkir hafa reyndar sýnt stöku spretti, en léku einnig hörmuleg- asta leikinn í keppninni er þeir mættu Svíum og var eins og fs- lenska landsliðið væri að spila við sjálft sig. Sigur þeirra á Belgum var að sjálfsögðu sigur ósanngirn- innai', en á því byggist einmitt ís- lensk knattspyrna. Hún er hönnuð til að tryggja lélegra liðinu sigur. Portúgalar ættu hins vegar að geta slökkt þennan síðasta vonar- neista íslenski-ar knattspyrnu- hefðar. Þeir, sem era miður sín fyrir hönd íslenskrar knattspymu, skulu þó ekki hengja haus. Þegar þessari fótboltaveislu lýkur era aðeins tvö ár í þá næstu og þá er von til þess að heiður íslenskrar knattspymu verði hafinn til vegs og virðingar að nýju með tilheyr- andi leiðindum, þótt fulltrúar hennar muni vísast spila undir öðram þjóðfánum. LISTIR Dæmi um skilvirka Ijósmyndun: Hús Bjarna riddara í Hafnarfirði. Leiðsög'urit um ís- lenzka byggingarlist RIT ArkUektafélag íslands LEIÐSÖGN UM ÍSLENSKA BYGGINGARLIST Dennis Jóhannsson/Málfríður Krisfjánsdóttir. Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson/ Imynd. Utgefandi: Arkitektafélag íslands 2000. Verð 2.800. Prentsmiðjan Oddi. ÚT er komið rit sem margir hafa beðið eftir og sem hefði fyrir löngu átt að sjá dagsins ljós miðað við vægi sitt og upplýsingagildi. Þótt ís- lendingar séu manna duglegastir í ættfræði og eigi þar líkast til heims- met, sem og í útgáfu hvers konar æviágripa, hafa almenn uppsláttar- rit hlutlægra heimilda um listir og listamenn mætt umhugsunarverð- um afgangi. Þetta hefur gert öllum þeim sem um listir fjalla erfitt um vik, því jafnframt rækja menn í fæstum tilvikum viðteknar skyldur sem rótgróin hefð er að í útlandinu, hvað almenna framninga á listasviði áhrærir. Er þeim mun undarlegra í ljósi þess að íslendingar eru öllum viðkvæmari ef einhverjum verður hér á í messunni og blása þá óspart út mistök viðkomandi og gera að að- alatriði, kontrapunkti, lýninnar! Flest mistök verða þó fyrir afspyrnu lélegt upplýsingaflæði á þessum sviðum svo jaðrar sömuleiðis við heimsmet og þær upplýsingar sem fyrir liggja í bókarformi iðulega hlutdrægar enda jafnaðarlega eins manns verk. En hér er reglan ytra að sem flestir komi að útgáfunum til að tryggja yfirsýn og hlutlægni, að útkoman sé raunsönn og ótrufluð af tilfinningum og persónulegum löng- unum. Undarleg árátta hérlendra að fela einstaklingum, iðulega þrælpólitískum, að skrifa bók- mennta- og listasögur og tíðkast enda hvergi í lýðræðisríkjum nema viðkomandi taki upp á því fyrir eigin reikning og ábyrgð. Nú era hús ekki pólitísk þótt höfundar þeirra séu það í flestum tilvikum en þau eiga hvorki að draga af því ávinning né öfugt í almennri krafningu þar sem kynn- ingargildið skal haft að leiðarljósi. A undangengnum áratugum hafa orðið stórstígar framfarir í útgáfu handhægra uppsláttarrita og hef ég hér nærtækan samanburð sem era heimildarrit Michelin útgáfunnar, í þessu tilviki um Parísarborg, þótt annars eðlis sé. Hönnun er svipuð nema það er Mð mjórra, síðurnar þynnri og þrátt fyrir að þær séu 159 fleiri er ritið aðeins þykkra en mun sveigjanlegra og handhægara. Leiðsöguritið um íslenzka bygg- ingarlist er framverk í þessu formi og þótt fjarri sé að það sé fullkomið er hér um hvörf að ræða um upp- lýsingaflæði á húsagerð á landi hér. Sviðið er mjög afmarkað og eins og skrifað stendur er um 250 verk að ræða sem endurspegla fjölbreytni og grósku íslenzkrar byggingalistar. Enginn dregui- fjölbreytnina í efa, enda enginn íslenzkur arkitekta- skóli litið dagsins ljós til þessa, og þeir einstaklingar til skamms tíma úthrópaðir sem leituðu þjóðlegs grunns, voru síður hreinræktað á línunni frá útlandinu. Menn hafa numið arkitektúr í öllum heimshorn- um að segja má, flutt heim með sér ótal stílbrigði úr skólastofunum og þótt fullgildur arkitektúr væri, á stundum frábær, hætti honum ósjaldan til að vera í hrópandi and- stöðu við umhverfið, allt í senn næstu hús, landslagið og andrámið. Við höfum mörg ljót dæmi þess í borgarlandinu þar sem líkast er sem um pataldur stflbrigða sé að ræða en sá vettvangur er ekki til umræðu hér, skarar samræðuna einungis. Skyldur vandi einnig í myndlist og hönnun enda um hrikalega gloppu í uppbyggingu þjóðmenningar að ræða eins og skrifaii hefur margoft fært rök að í pistlum sínum. Hefðin er þó merkilegastur þáttur íslenzkr- ar húsagerðar, einkum þar sem tek- ið er tillit til landslags og aðstæðna, hér er hlutur Guðjóns Samúelssonar SUMARTONLEIKAR í Akureyrar- kirkju hefja göngu sína í 14. sinn sunnudaginn 9. júlí og verða fimm tónleikar næstu sunnudaga til 6. ágúst. Þeir hefjast allir kl. 17. Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar hef- ur leikinn 9. júlí. I kjölfarið koma eftirfarandi tónleikar: 16. júlí kemur stór og lítill sómi að ofsóknum ís- lenzkra módernista í hans garð og þjóðlegra geymda yfirleitt, sum hús hans þau stflfegurstu í allri sögu ís- lenzkrar byggingarlistar. Ritið hefst með ágripi af íslenzkii byggingalistasögu og byggðaþróun Reykjavíkur og er frekar óskipulega staðið að verki. Hrá skilvirknin ligg- ur ekki fyrir Islendingum, líkt og sér stað í Michelin-bæklingnum, rit- aðar upplýsingar prýðilegar en nokkuð snubbóttar á köflum, myndataka yfirleitt góð en hér á síð- ur við að hluti bygginga komi ein- ungis fram, eins og til að mynda sér stað um Bjamaborg og Kjarvals- staði eða hátíðlegur listrænn þanka- gangur líkt og í myndinni af Þing- vallabænum og kirkjunni sem virkar eins og jólakort. Nei og aftur nei, skilvirknin skal í fyrirrúmi. Hér má einnig vísa til að ljósmyndir koma langtum skýrar fram á hinum þunna pappír Michelin-útgáfunnarog í þá veru að ekki er til samanburðar. Stásslegheit eiga hér síður heima en hér virðast íslendingar eiga bágt með að hemja sig í marmara og skóglausu landi. Hér hefði þannig að ósekju mátt draga dám af skyldum ritum í út- landinu þótt vafalítið hafi viðkom- andi sér til gildrar afsökunar ónóg- an undirbúningstíma og of lítinn pening til ráðstöfunnar sem er hin viðurkennda og rótgróna íslenzka hefð þegar listir eiga í hlut. Hvað sem öllum meinbugum líður er hér um stórmerkt framtak að ræða sem ber að þakka með miklum virktum, loks er frágangur og prent- un í hæsta gæðaflokki slíkra rita. Bragi Ásgeirsson fram dúóið Ydun frá Danmörk skip- að sópransöngkonunni Lise Lotte Riisager og Morten Spanggaard, gítarleikara. 23. júlí syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópransöngkona, og Bjöm Steinar Sólbergsson leikur á orgelið. 30. júlí leikur Guðmundur Hafsteinsson á trompet og Eyþór Ingi Jónson leikur á orgelið. Á loka- tónleikum, 6. ágúst, syngur sópran- söngkonan Hulda Guðrún Geirsdótt- ir og Douglas A. Brotchie leikur á orgelið. Tónlistarmenn á Sumartón- leikum flytja verk við messur í kirlqunni kl. 11 og kl. 20. Fimm sumartónleikar í Akureyrarkirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.