Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 51

Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUD AGUR 23. JÚNÍ 2000 51 álíka líklegur til þess að ná árangri í list sinni og raddlaus óperusöngv- ari. Einnig sagði hann að með- fæddir hæfileikar hrykkju skammt, það þyrfti að þjálfa sig án afláts, ydda snilligáfuna í sífellu með sí- endurtekinni glímu við strigann. Þegar kom fram á fimmta ára- tuginn og ekkert lát var á stríðs- átökunum í Evrópu ákvað Louisa að fara til frekara náms í New York og naut til þess fulltingis for- eldra sinna sem fyrr. Þar stundaði hún nám og „æfingar“ af eðlislægri einbeitni og kappi. Hún hafði kynnst Nínu Tryggvadóttur í París og voru þær stöllur nú samtíða í Ameríku, nutu leiðsagnar sömu kennara og unnu mikið saman. I mars 1944 lögðu Louisa og Nína upp í mikið ferðalag. Þær höfðu keypt sér rútumiða sem gilti um öll Bandaríkin og borgað fyrir heila 111 dollara og 12 sent. Fyrsti áfangastaður var Chicago, en næstu mánuðina dvöldu þær í Santa Fe í Nýju-Mexíkó og San Francisco. í San Francisco leitaði ungur Bandaríkjamaður Louisu uppi, það var Leland Bell, ungur listmálari sem hún hafði kynnst í New York áður en hún lagði upp i ferðalagið. Hann slóst í för með þeim og í ágúst eru þau komin til Provincetown fyrir norðan New York, þar sem skóli Hans Hof- manns var að sumarlagi. Ljóst var að samband þeirra Louisu og Le- lands var meira en eitthvert sum- arævintýri og um haustið eru þau gefin saman í New York. Hallgrímur Benediktsson stór- kaupmaður og náinn vinur foreldra Louisu heldur þeim brúðhjónum veislu á Waldorf Astoria hótelinu í New York. Þangað var boðið vinum og vandamönnum og visast verið glatt á hjalla. í kveðju sem Nína og Drífa Viðar vinkonur Louisu skrifa Erlendi í Unuhúsi í tilefni þessa segja þær það „afleitt að Louisa hafi svikið piparmeyjafélagið". í öðru bréfi til Erlendar gi-einir Nína frá því að Louisa hafa verið að gifta sig og segir að brúðguminn sé „laglegur, vel vaxinn og góðleg- ur“ og „mér líst mjög vel á mann- inn og virðist vera mikil lukka á skútunni". I sögunnar ljósi er hægt að segja að Nína hafi verið afar glöggskyggn. Þeir sep þekktu Louisu og Leland, eða Úllu og Lee eins og þau voru jafnan kölluð, vita að samband þeirra, ást, virðing og vinátta var óvenju djúp og innileg. Ef stríðið hefði ekki geisað í Evrópu er ólíklegt að Louisa og Leland hefðu orðið hjón. Árið eftir fæðist þeim dóttirin Temma og 1946 fara þau í heim- sókn til Islands með Temmu árs- gamla. Næstu árin vinna þau hörð- um höndum að list sinni. Með Temmu kemur ný vídd í líf þeirra og hún verður mikilvægt viðfangs- efni í myndum þeirra, sem og raunar fjölskyldan öll. Þetta hafa ekki verið neinir veltitímar og Lou- isa sagði sjálf „að það sem hefði bjargað þeim var hvað þau notuðu litla peninga og að Lee var svo duglegur að finna vinnu“. Nægju- semi og æðruleysi voru áberandi þættir í fari þeirra hjóna og ekki datt þeim í hug að breyta lífshátt- um sínum þó efnin yrðu meiri með árunum. Snemma á sjötta áratugn- um flytja þau í húsið nr. 241 vestur við 16ndu götu á Manhattan. Faðir Lelands keypti húsið fyrir tvö barna sinna, Leland og Baylu, og fjölskyldur þeirra. Síðar fluttu Bayla og hennar maður annað og Lee og Ulla fengu húsið allt til um- ráða. Með þessu batnaði öll aðstaða fjölskyldunnar til mikilla muna og í hönd fór tími grósku og þroska í list þeirra beggja. I þessu húsi hóf Temma líka sinn listferil og sýndi fljótt að hún hafði fengið ríflegan skerf af listrænum hæfileikum for- eldra sinna í vöggugjöf. Sambýli og samstarf þriggja hæfileikaríkra málara með þeim hætti sem var í 16ndu götu er auðvitað afar sjald- gæft, og e.t.v. enn sjaldgæfari sú ástúð og vinátta sem kemur fram í málverkum þeirra af fjölskyldunni. Seint á sjötta áratugnum, og enn frekar á þeim sjöunda, hlaut list þeirra hjóna smám saman meiri at- hygli gagnrýnenda og annarra mál- ara, og þegar fram í sótti náðu myndir Louisu verulegum vinsæld- um meðal listunnenda og seldust vel. I því tilliti urðu nokkur þátta- skil hér á íslandi árið 1987 þegar Louisa hélt einkasýningu í Gallerí Borg við Austurvöll þar sem öll verkin seldust um leið og sýningin var opnuð. Yegur hennar hafði far- ið vaxandi hér heima allt frá því að hún tók þátt í samsýningu á Kjar- valsstöðum árið 1974, en fram að því voru landar hennar ærið sinnu- litlir um frama hennar erlendis. Flestir eða allir sem þekktu Úllu og Lee segja að þau hafi verið afar ólík, hún hljóðlát, fámál og e.t.v. ei- lítið til baka, en hann opinn, skraf- hreifinn og glaðlegur. Auðvitað er þetta rétt. Samt voru þau alls ekki ólík innra með sér, þau höfðu bara svo gerólíkar aðferðir við að koma hugsunum sínum og tilfinningum á framfæri. Bæði voru þau afar hlýj- ar manneskjur sem var annt um þá sem í kringum þau voru, heiðarleg, hreinskilin og vildu allra götu greiða. I listinni voru þau bæði „perfektsjónistar", en þó, eins og í daglega lífinu, hvort með sinni að- ferðinni. Lee glímdi ítrekað við sömu mótífin, málaði yfir og breytti og hætti ekki við neina mynd fyn- en hann orðinn sáttur við útkomuna (þó var hann kannski aldrei alveg sáttur, slíkar voru kröfurnar sem hann gerði til sjálfs sín). Louisa tókst líka á við sömu mótífin aftur og aftur, en hún mál- aði ekki yfir eða eyðilagði, heldur kláraði eina mynd og byrjaði síðan á nýrri og leitaðist þannig við að ná fullkomnun í verkið. Það liggur við að hægt sé að segja að í listrænum aðferðum þeirra hafi speglast út- hverfa og innhverfa dagfarsins, bara með öfugum formerkjum. Hús þeirra hjóna í 16ndu götu var ekki einasta heimili þeirra og vinnustaður um áratuga skeið held- ur stóð það einnig opið fjölskyldu og vinum hvaðanæva að. Þar var tekið á móti fólki af meðfæddri gestrisni og með gleði og áhuga og kyrrlátum þokka. Húsráðendur gátu látið öllum líða vel án þess að mikið væri endilega við haft. Lee hafði sérstakt lag á að tala við fólk, hann hafði lifandi áhuga á því sem aðrir voru að gera og vildi fylgjast með öllu sem fram fór, jafnt nær sem fjær. Lífskrafturinn og lífs- nautnin, ef hægt er að segja svo, geisluðu af honum og hleyptu lífi í þá sem í kringum hann voru. Það var mjög gaman að hlusta á Lee tala um málaralist, listamenn- ina og listaverkin, stefnur og strauma, gamla meistara og nýja, hvað var gott og hvað ekki. Hann hafði sérstakt lag á að koma víð- tækri þekkingu sinni og innsæi til skila á þann hátt að auðskilið varð jafnt leikum sem lærðum. Það var ekki að ástæðulausu að hann var eftirsóttur kennari og fyrirlesari og hafði mikil áhrif á þá sem kynntust honum sem slíkum. Lee lá ekkert á skoðunum sínum á mönnum og málefnum og gat rökrætt hin ólík- ustu efni af hita og ástríðu. En list- ir voru þó ætíð helsta inntakið í lífi hans, sér í lagi myndlist og tónlist, og í tónlistinni var það jassinn sem hreif hann. Sjálfur var hann slyng- ur jasstrommari og hefði vísast getað náð langt á þehri braut ef myndlistin hefði ekki tekið hug hans. En alla tíð var hann jassun- nnandi og -iðkandi, hlustaði á jass við vinnu sína og barði trommur í stúdíóinu milli þess sem hann glímdi við strigann. Eftir því sem árin liðu urðu ferð- ir Úllu og Lee til íslands tíðari, og lengi komu þau undantekningalítið á hverju ári og dvöldu í nokkrar vikur eða mánuði. Margt hefur komið til en miklu hefur tnálega skipt að Temma bjó í Reykjavík með manni sínum Ingimundi S. Kjarval og þar fæddust fyrstu barnabörnin, Úlla og Melkorka. Árið 1982 fluttu Temma og Ingi- mundur vestur um haf og settust að nálægt bænum Warwick í New York ríki, u.þ.b. tveggja stunda akstur frá Manhattan. Þar fæddust þeim tvær dætur til viðbótar, Nína Sóley og Vala. Barnabörnin voru þá orðin fjögur og voru ömmu og afa ómældur gleðigjafi. í augum dótturdætranna var Úlla ekki ein- asta amma þeirra heldur ekki síður vinur þeirra og félagi, hún var „ein af stelpunum". Um haustið 1987 varð eldur laus í vinnustofu Lees á efstu hæð í húsinu við 16ndu götu. Mikil mildi er að manntjón varð ekki, en mikið af málverkum Lees varð eldinum að bráð og glataðist þar stór hluti af ævistarfi hans. Þetta var þeim hjónum mikið áfall og við bættist að Lee hafði greinst með illkynja sjúkdóm sem að lokum varð honum að aldurtila í september 1991. í þessu mótlæti kom styrkur þeirra hjóna afar skýrt í Ijós. Þau héldu ró sinni og kjarki og Úlla stóð sem klettur við hlið manns síns þar til yfir lauk. Á þessum erfiðu árum málaði Louisa mörg af sínum sterkustu verkum og er engu lík- ara en mótlætið hafi skerpt ein- beitingu hennar og aukið henni þrótt í listinni. Það hlýtur að vera bjart í sálu þess sem getur túlkað umhverfi sitt með svo tærum og skírum hætti sem Louisa gerði. Fyrr í þessari grein er getið orða Henri Matisse um nauðsyn þess að listmálari hafi vald á litum og iðki list sína af elju. Fullyrða má að Louisa sé gott dæmi um réttmæti orða hins franska meistara. Verkin sýna snilli hennar í meðferð lita og hún stundaði listina af kappi í hartnær sex áratugi. Sjálf sagði hún einhverju sinni þegar til um- ræðu var hversu góður málari hún væri: „ef maður málar nógu lengi þá verður kannski eitthvað úr manni“. Hver veit nema þá hafi hún á sinn kómíska hátt verið að vísa til ummæla Matisse. Það var í rauninni ekki fyrr en á áttunda áratugnum að við hjónin fórum að hitta Úllu og Lee svo oft að um eiginlega kynningu og vin- áttu yrði að ræða. Þau höfðu auð- vitað allt frá hinni ógleymanlegu kvöldmáltíð í Arnarfelli verið í huga mínum „fólkið okkar í Amer- íku“ sveipuð dulúð fjarlægðarinnar, en hin raunverulegu kynni urðu ekki fyrr en áratugum síðar. Við áttum með þeim fjölmargar sam- verustundir í Reykjavík og náðum að kynnast Lee meðan hann var uppá sitt besta. Eftir hið ótíma- bæra fráfall hans komum við oft til Úllu í New York og nutum gest- risni hennar þar. Þá sátum við gjarnan saman að kvöldlagi og hlustuðum á hana rifja upp minn- ingar frá íslandi, og fræddumst um fjölskyldu og vini frá fyrri tíð. Á slíkum stundum var Úlla ekki fá- mál eða hlédræg og hin hárfína og stundum eilítið kaldhæðnislega kímnigáfa hennar naut sín til full- nustu. Þegar leið á tíunda áratuginn fór kraftur Louisu þverrandi og pens- illinn var henni ekki jafntamur í hendi og áður. Síðustu æviárin var nánasta fjölskyldan henni mikill styrkur og hlúðu þau að henni af kostgæfni og alúð. Frá því síðla árs 1998 dvaldi hún á heimili Temmu og Ingimundar í Delhi í New York ríki. Við hjónin komum oft í heim- sókn þangað og fundum vel hvað það var henni mikils virði að vera innan um sína nánustu og hversu hún naut samskiptanna við dóttur- dæturnar. Temma og Ingimundur, og auðvitað dætur þeirra líka, gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að Úllu liði sem best og verð- ur ekki séð að þar hefði verið hægt að gera betur á nokkum hátt. Milli þeirra mæðgna, Temmu og Úllu, ríkti alla tíð ákaflega sterk ást og vinátta, og dýpt tilfinninganna þyngir óhjákvæmilega byrði þess sem horfir vanmáttugur á kraftinn fjara frá þeim sem hann elskar mest. Elsku Temma, Ingimundur, Úlla, Melkorka, Nina Sóley og Vala, verið glöð yfir því að hafa verið hluti af lífi Úllu og Lees. Njótið minninganna og horfið stolt til verka þeirra. Að endingu ætla ég að vitna í orð Louisu í viðtali fyrir nokkrum árum. Fallegri lokaorð hljóta að vera vandfundin: „Ég held ég mundi eyða ævinni nákvæmlega eins og ég hef gert, ef ég ætti þess kost að lifa lífinu uppá nýtt. Ég held ég hafi lifað mjög góðu lífi.“ Einar Matthíasson. SIGURJÓN RUNÓLFSSON + Sigurjón Run- ólfsson fæddist 15. ágúst 1915 á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 27. maf sfðastliðinn. Utför Sigurjóns fór fram frá Hof- staðakirkju í Skaga- firði 3. júní síðastlið- inn. Mig langar í örfáum fátæklegum orðum að minnast vinar míns Sig- uijóns Runólfssonar sem farinn er frá okkur í ferðina löngu sem okkar allra bíður. Sigurjón var ákaflega merkur maður og eftirminnileg persóna sem skilur eftir sig stórt skarð íyrir okkur sem hann þekktum. Hann var gædd- ur miklum gáfum, var vel lesinn, heil- steyptur mjög, ákaflega glettinn og hagyrðingur- góður. Það var gaman að sitja með honum og hlusta á lestur ljóða hans og fleiri góðra hagyrðinga. Hann vildi sem minnst gera úr sinni ljóðagerð en hældi öðrum þeim mun meira. Ég vona að öll ljóðin hans verði gefin út því þar eru mörg gullkom sögð um lífið og tilveruna í fáum orð- um. Það var gaman að sækja þau hjón heim, Sigríði uppeldissystur mína og Siguijón. Ávallt var tekið á móti manni með opnum faðmi og spurt frétta af börnum manns sem sýndi áhuga hans á lífsgöngu minni og minna. í kringum fjörutíu ára afmæli mitt var ég stödd hjá þeim hjónum. Það var glaðvær hópur sem sat við borð, mikið spaugað og spjallað. Sig- utjón gaf mér fallegt Ijóð sem geymt er í minningasjóði mínum. Þennan dag lofuðum við hvort öðru því að það okkar sem færi á undan stæði við heiti nokkurt sem við gerðum með okkur. Nú er hann farinn og við heitið verð ég og ætla að standa. Síðastliðið sumar fór ég í heimsókn til þeirra hjóna ásamt vinkonu minni sem var þeim alls ókunnug. Okkur var tekið opnum örmum eins og við var að búast. Sigurjón var orðinn ákaflega lasinn en reyndi samt að spjalla við okkur stund og spurði frétta af fólkinu mínu. Ég þakka fyrir>- þessa síðustu stund sem ég átti með honum héma megin. Við jarðarför hans sem var í hans anda einstaklega falleg og um leið glettin á köflum, sat ég og var að leiða hugann að því af hverju ég hefði ekki keypt eina rauða rós til að leggja á kistulokið hans. Ég var svo sár út í sjálfa mig að hafa ekki hugsað fyrir þessu. En hið undarlega gerist, þegar ég geng út á eftir kistunni liggur rauð rós fyrir framan fætur mína við úti- dyr kirkjunnar. Hún hafði dottið úr kransi eða blómavendi. Ég tók rósina upp og lagði á kistulokið. Þetta sýndi mér að hann var með í öllu og glettist við mig þessi vinur sem horfinn er úr_ jarðneska lífinu. Ég veit að mín bíður vinur, tilbúinn með ljóð sem lýsir næsta lífi. Það er komið kvöld þegar ég skrifa þessar línur. Ég sit við borð út við glugga. Mér er litið út. Það er ský á himni en kvöldroði þrýstir sér fram og myndar eins og óreglulegan kross á himninum. Ég hugsa um heimferð Siguijóns og hvað hann fái yndislegt veður til ferðalagsins langa: Roðagull úrskýjum skín Skartarhimimfegurðsinni. v- Æfin líður þróttur dvín Þakklátlítégupptilþín. Farðu í friði. Guðrún Jóhannesdóttir. KRISTJANA BR YNJÓLFSDÓTTIR + Kristjana Brynj- ólfsdóttir (Nanny) fæddist í Reykjavík 24. nó- vember 1923. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 12. júní sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 20. júní. Mig langar að kveðja þig, elsku amma mín, með örfáum orðum. Það er erfitt að koma öllum þeim minningum á blað sem koma upp í hugann á svona stundum, en ég veit að þér h'ður vel núna og við munum hittast síðar. Mín- ar fyrstu minningar um þig eru þegar við sátum í eldhúsinu í Hlyngerðinu og spiluðum olsen olsen, veiðimann o.m.fl. Eitt sinn er þið afi voruð að fara til útlanda hi'ingdir þú til mín og spurðir hvað mig langaði í frá útlöndum. Ég var ekki lengi að svara því, helst lang- aði mig í brunabíl. Er þið komuð til baka var líka þessi flotti brunabfll með í för. Bíllinn er til enn í dag og leikur Hlynur Snær sér mildð með hann. Á seinni árum er mér minnisstæðast er við Guðni giftum okkur, þú hafðir veikst stuttu áður og treystir þér ekki í brúðkaupið. Við Guðni fórum því upp á spítala til þín beint úr veislunni, aldrei á ég eftir að gleyma svipnum á þér er við birtumst, mikið varstu glöð. Þessi stund var okkur Guðna mikils virði. Elsku amma mín, ég veit að þú munt vaka yfir okkur Guðna, Hlyni Snæ og litla langömmubarninu sem fæðist í haust. Elsku afi, Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímum. Þín, Ágústa Birgisdóttir og fjölskylda. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremui' unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi- Um hvem látinn einstakling birtist formáh, ein uppistöðugi’ein af hæfilegri lengd, en aðrar gi’einar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðal- hnubil og hæfilega hnulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.