Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 IVIINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÁLL VALDASON + Páll Valdason fæddist 14. júní 1900. Hann lést 8. júní síðastliðinn. Páll fæddist á Steinum undir Eyjatjöllurn. Foreldrar hans voru Valdi Jónsson og Halldóra Pálsdóttir, sem lést af barnsför- um 27. júm' 1900. Hann var tekinn í fóstur af Margréti Oddsdóttur og Páli Bárðarsyni. Páll átti eina alsystur, Krist- ínu Pálsdóttur, og tíu hálfsystkin. PáJl var tvflcvæntur. Með fyrri konu sinni, Sigríði Jónsdóttur, átti hann eina dóttur, Kristínu Halldóru. Fyrir átti Páll sonimi Kjartan Hrein, f. 24 janúar 1938, d. 2. apríl 1977. Fyrri eiginmaður Kristúiar var Sveinbjöm Bjömsson, böm þeirra em; Sigrún, f. 26. janúar 1969, hennar dóttir er Kristín Steinunn Helga Þórarinsdóttir, f. 30. júlí 1993, Páll Amar, f. 12. janúar 1975 og Þröstur, f. 11. maí 1980. Seinni eiginmað- ur Kristínar er Guð- mundur Friðrik Sig- urðsson. Seinni kona Páls var Hildegard, f. 10. októ- ber 1919, og eignuðust þau þijú böm: 1) Guð- rún Rós, f. 19. septem- ber 1952. Hemiar synir era Vignir Grétar, f. 23. júní 1976, og Veig- ar Páll, f. 21. mars 1980. 2) Vigdís Kristín, f. 19. september 1952, hennar maður er Þor- bjöm Guðbjömsson, f. 7. júní 1959. Sonur þeirra er Brynjar, f. 20. maí 1988. 3) Halldóra Margrét, f. 29. ágúst 1957. Eiginmaður hennar er Konráð Hjartarson, f. 13. febrúar 1956. Þeirra böm era Þyrí Dröfn, f. 6. nóvember 1980, og Helena, f. 13. desember 1985. Fyrir átti Hilde- gard soninn Helga Klaus, f. 19. des- ember 1950. Eiginkona hans er Eygló Guðmundsdóttir, f. 9. janúar 1953. Böm þeirra em; Hildur Iris, f. 21. janúar 1973, böm hennar era Helgi Valur, f. 28 nóvember 1992, og Iris Anna, f. 25. mars 1998. Unn- usti Hildar írisar er Steinn Ragn- arsson, f. 5. febrúar 1973. Eva Lind, f. 26. júlí 1979, og Helga Lísa, f. 12. mars 1988. Átján ára fór Páll á sjó í Vest- mannaeyjum og stundaði hann til þrítugs. Síðan réð hann sig til starfa hjá Ríkisspítulum sem verkstjóri, aðallega á Vffilsstaðaspítala, og við viðhald á Bessastaðakirkju. Páll var settur þjóðgarðsvörður á Þingvöll- um árið 1959 og var hann búsettur þar með fjölskyldu sinni í fímm ár, síðan flutti hann aðsetur á bæinn Gjábakka. Með þjóðgarðsstörfúm stundaði hann búskap og murtu- veiðar. Einnig sáu hann og fjöl- skyldan um ráðherrabústaðinn á Þingvöllum þar til hann brann. Eftir þetta tóku við störf í bænum. Hann tók múrarameistarapróf 1967 og vann við það starf til 75 ára aldurs, þó aðallega við uppbyggingu álvers- ins í Straumsvík. 75 ára hóf hann vinnu hjá fyrirtækinu Hafnfirðingi og vann þar fram á mræðisaldur. Árið 1992 fluttist hann á Sólvang og undi sér vel þar til dauðadags. títför Páls fór fram frá Garða- kirkju í kyrrþey 14. júní síðastlið- inn, á hundrað ára afmælisdegi hans. Elsku Palli. Ég vil þakka þér fyrir ..allt það sem þú gafst mér í lífinu. Ég kom tO íslands árið 1949 af því að ég var búin að missa allt eftir stríð- ið sem var árið 1945 og yfirgaf heima- land mitt, Þýskaland. Ég var líka búin að missa kærastann minn í stríð- inu og allt það sem mér var kærast. Hér, PaUi minn, gafst þú mér nýtt land og heimili, þú gafst mér öll ynd- islegu bömin okkar og þú gafst kraft þinn og dugnað tO að okkur liði vel. Nú ertu farinn og bömin okkar gefa mér kraft og styrk. Sjáumst síðar. Þín eiginkona, \ Hildegard (Hilla). Elsku pabbi, það að hafa fengið að eiga þig sem föður og það svona lengi er mér og strákunum ómetanlegt, að lifa heila öld svona heill. Þú varst með á nótunum fram á síðasta dag og nán- ast aldrei veikur. Þú varst 53 ára þeg- ar við tvíburasystumar fæddumst, en þá var Helgi aðeins tveggja ára og fimm árum seinna fæddist Gréta. Þið mamma komin með fjögur ung börn, og þú að nálgast sextugt, en fyrir átt- irðu hana Kristínu og Kjartan Hrein, sem var frumburður þinn. Hann lést af slysförum aðeins 39 ára gamall og barst þú þá sorg ávallt í hjarta. Þú varst svo mikið fyrir böm og vaktir ^yfir okkur öOum alla tíð. Kristín varð strax ein af okkur, þá sjö ára gömul. Hún passaði okkur systkinin oft. Kristínar systur hef ég alla tíð litið upp tO, enda stóra systir. Þú varst alltaf svo hræddur um okkur, það átti ekkert að koma fyrir okkur. Þú og mamma fórað svo oft með okkur öll í útdegur og veiðar, sem þú hafðir un- un af. Árið 1959 gerðist þú þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum og bjuggum við þar á Þingvallabænum í fimm ár. Seinna fluttumst við að Gjábakka, þar undum við okkur í sveitinni með kindur og kýi- og við murtuveiðar, sem var þitt yndi. Við gengum í heimavistaskólann á Ljósafossi, þetta var besti tími æsku minnar. Élsku 'pabbi, flökkueðlið hef ég erft frá þér, ég sem er alltaf á fleygiferð á jeppan- um eða sleðanum um fjöll og firnindi með Vigni og Veigar með mér, frá þeirra fyrstu árum. Mikið varstu oft hræddur um okkur, það var ekki fyrr en ég fékk mér farsíma að þér létti, en þá þurfti ég að vera með tilkynn- ingaskyldu um ferðir okkar á fimm tíma fresti. Ég var svo lánsöm að búa hjá ykkur mömmu með framburð Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðsiukortaþjónusta minn, hann Vigni Grétar. Pabbi, þar tókst þú Vigni að þér sem þinn eigin son og vorað þið hinir mestu vinir alla tíð, það var unun að fylgjast með ykk- ur, þið vorað svo samrýndir. Allar ferðirnar sem Vignir fór fyrir þig að kaupa Lottó og allt sem þú þurftir á að halda, elsku pabbi, og það sem þú fylgdist með honum í júdóinu. Fjór- um áram seinna átti ég Veigar og ekki var minni vinskapur á milli ykk- ar. Pabbi, þú varst svo duglegur að hjálpa mér að ná í strákana í leikskól- ann og allt annað sem varðaði upp- eldið á þeim. Síðustu árin, pabbi, varstu svo duglegur að koma með mér á fótboltaleiki og horfa á Veigar og óskaðir þess að hann skoraði fyrir þig mörk. Hvað þú varðst glaður þeg- ar hann skoraði, þá dróstu alltaf upp vasaklútinn þinn, og síðast í fyrra fórstu með mér á leik. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú og mamma gerðuð fyiir mig og strákana mína. Elsku pabbi, það er hægt að segja svo margt fleira, því þú varst alltaf svo duglegur. Hafðu þökk fyrir allt og hvfldu í friði elsku pabbi. Þín dóttir, Guðrún Rós. Elsku pabbi. Þegar við voram að taka til allt þitt lífskeið fyrir minning- arorðin handa prestinnum fyrir útför þína komst ég þannig að orði að 100 ár hlytu að vera efni í heila bók, hveming ættum við að koma þeim fyrir í nokkram orðum. Því vil ég njóta þeirrar minningar með mér og kveðja þig með þessum fallegum ljóð- línum sem segja svo margt. Kallið er komið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Guð geymi þig. Þín, Gréta. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn frámér. Ég gleymi aldrei öllum þeim ógleymanlegu stundum sem við átt- um saman. Þú gekkst mér í föðurstað um leið og ég kom í heiminn og elsk- aði ég þig líkt og þú værir minn eig- inn faðir. Ég var svo lánsamur að búa með mömmu heima hjá þér og ömmu fýrstu tvö æviárin mín. Þú sast við rúmstokk minn þegar ég var ungur og beiðst eftir því að ég vaknaði svo við gætum eytt sem flest- um stundum saman og mér þótti svo vænt um þig. Ég man eftir því að þú gafst mér alltaf stórt oststykki að narta í á dag- inn í staðinn fyrir nammi eins og hinir krakkarnir fengu því þú vildir að ég fengi góða og holla næringu og svo var það alltaf hafragrautur í hádeg- inu hjá ömmu sem við borðuðum saman og svo eftir hvern graut var farið í sjómann til að athuga hvort ég væri orðinn sterkur eins og afi. Þú komst meira að segja í kirkjuna með mér þegar ég var að læra um ferminguna og sast á aftasta bekk og hafðir auga með hvort ég væri ekki öragglega að fylgjast með. Þú tókst mig alltaf með í veiðiferðir og kenndir mér að veiða þegar ég var smápolli og áttum við margar góðar stundir við Vífilstaðavatn saman. Ég vildi alltaf fá að vera sem mest með þér afi minn því ég fann fyrir svo miklum kærleik og ást þegar ég var nálægt þér. Hann bað mömmu um sérstakt leyfi til þess að fá að taka mig með í vinnuna á sumrin og var ég níu ára gamall orðinn einn af vinnu- mönnunum í Hafnfirðingi hf. með afa mínum. Ég flæktist aðallega fyrir þeim en afi skammaði mig aldrei. Ég hef alltaf verið svo stoltur af því að eiga þig sem afa, þú varst svo dug- legur og góður við mig og leit ég alltaf svo mikið upp til þín. Allar þessar yndislegu stundir sem þú gafst mér og sú ást sem þú sýndir mér era ómetanleg. Hvíl þú nú í friði elsku afi minn. Ég mun aldrei gleyma þér. Vignir. Elsku afi okkar. Við systumar kveðjum þig með miklum söknuði, þó að við vissum að ævin þín væri senn á enda er alltaf jafn sárt að missa ást- vin. Minning þín er svo sannarlega bjart Ijós í lífi okkar, þú veittir okkur systranum mikla ástúð og hvatningu, allt frá barnsaldri. Við munum sér- staklega eftir því hve duglegur þú varst að hugsa um kartöflugarðinn þinn og við fengum að njóta góðs af honum. Við systumar komum oft á okkar yngri árum til Hafnarfjarðar til þín og ömmu og þar leið okkur allt- af best. Árið 1992 fluttíst þú á Sól- vang, þar sem stjanað var við þig af öllu afli. Alltaf fékkst þú að hafa yfir- höndina yfir fjarstýringunni á sjón- varpinu og sást um símaþjónustuna fyrir deildina. Aldrei hefði okkar granað að þú á 100. aldursári myndir verða með á útskrift Þyríar núna árið 2000, og var það yndisleg tilfinning. Nú ertu búinn að fá hvíldina og varst jarðsunginn á 100 ára afmælisdaginn þinn. Afi, við elskum þig. Hvfl í friði. Þyrí og Helena. SIGFRÍÐUR PÁLMARSDÓTTIR + Sigfríður Pálm- arsdóttir fæddist 4. desember 1922 á Njarðargötu 61 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. júní síðastliðinn. tít- för Sigfríðar fór fram frá Fossvogs- kirkju 20. júní. Elsku tengdamóðir mín er búin að kveðja þetta líf. Lækkarlífdagasól löngerorðinmínferð. Faukífarandaskjól feginhvfldinniverð. Guð minn gefðu þinn frið gleddu og blessaðuþá, semaðlögðumérlið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésd.) Elsku Bíbí, það er sárt að kveðja en jafnframt léttir að vita að nú ertu laus við veikindin sem hafa hrjáð þig undanfarin ár og sérstaklega síðustu vikur. Þú kvaddir þetta líf í sátt og rildir finna hvfld og frið frá þjáning- um. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér og átt hluta í lífi þínu síðustu tíu árin. Þú varst mikil kona. Fjölskyldan var þér alltaf ofarlega í huga. Þú fýlgdist vel með hvað börnin og barnabörnin vora að gera. Þú hafðir á hreinu hvað var að gerast á heimil- um barna þinna, hvort verið var að mála eða kaupa sumarblóm, hvaða einkunnir barnabörnin fengu í skól- anum. Ekkert vai’ðandi fjölskylduna var þér óviðkomandi og oft áttir þú góð ráð. Þú tókst ótímabært andlát tengdadóttur ykkar mjög nærri þér og hafði það áhrif á líðan þína þar til yfir lauk. Hús ykkar stóð alltaf opið og var stundum eins og maður væri staddur á lestarstöð. Ekki leit maður inn án þess að rekast á ein- hvem úr fjölskyldunni eða eitthvað af vina- fólki ykkar, enda gest- kvæmt á heimilinu. Þú naust þess að vera í garðinum á með- an heilsa leyfði en áttir erfitt með að sætta þig við að geta ekki sinnt honum þegar heilsunni fór að hraka. Þú varst mikil handavinnukona. Allt lék í höndunum á þér, sama hvort það var heklað, prjónað eða saumað. Þú gafst góðar leiðbeining- ar bæði um handavinnu og matseld og vantaði einhver ráð var hægt að leita til þín. Það var notalegt að sitja með þér í holinu með handavinnuna, ekki endilega að spjalla því við gát- um líka þagað saman. Þessara stunda mun ég sakna en ég mun áfram grípa í handavinnuna þarna. Baugatanginn verður ekki samur án þín. Minningin um yndislega, ákveðna, duglega, litla en mikla konu mun lifa áfram í huganum. Elsku Bíbi mín, ég kveð þig og býð góða nótt. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiórum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur hljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslas.) Hvfl þú í friði. Þín, Sigurbjörg. ELSE AASS + Else Aass fædd- ist í Arendal í Noregi 2. maí 1912. Hún lést á Land- spftalanum í Foss- vogi 18. júní síðast- liðinn og fér útför hennar fram frá Fossvogskapellu 22. júní. Ef norrænt samstarf á að lifa er þörf iýrir eldhuga. Else Aass var einn af þeim. Hún hafði reyndar lagt að baki at- hafnasömustu árin, þegar okkur hlotnaðist sú ánægja að vinna með henni þau fimm ár sem við störfuðum í Norræna húsinu. En starfsþrekið var ennþá í besta lagi á margan hátt. Það jafnaðist enginn á við Else er hún tók á móti íslenskum, norrænum og alþjóðlegum gestum sem komu í sýningarsal Norræna hússins. Hún var prýði hússins, allt- af óaðfinnanleg en um leið vingjarn- leg. Hún hafði til að bera stfl, húmor og hlýju. Else var einnig mjög fróð um norrænar listir og menningu. Auk þess var hún skemmti- legur vinnufélagi og lagði sitt af mörkum við að byggja upp hinn góða vinnuanda og vinnugleði í Norræna húsinu. Fyrir okkur hjónin og börnin okkar varð Else einnig kær vin- kona. Síðustu árin vora henni erfið, en hún barðist hetjulega eins og hún hafði alltaf gert. Viðburðaríkri ævi er nú lokið, en minningin um Else sem raunsæjan, glaðværan og hlýjan samferðamann lifir áfram á Islandi, í Noregi og víð- ar á Norðurlöndum. Christina og Lars-Áke Eng- blom, forstjórahjón í Nor- ræna húsinu 1989-1993. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargi-einar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.