Morgunblaðið - 23.06.2000, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 23.06.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 57 MINNINGAR MAGNUS JÓNSSON + Magnús Jónsson fæddist 13. októ- ber 1927 og lést 17. júní síðastliðinn. Ut- för Magnúsar var gerð frá Akureyrar- kirkju 22. júní. Magnús tengdafaðir minn vai- mikill vexti og svo höfðinglegur í fasi að eftir því var tekið. Aldrei virtist hann vera að flýta sér og ekki þurfti hann að hækka róminn til þess að ná at- hygli áheyrenda. Hann var árrisull, reglusamur og starfsam- ur og á vinnustað sínum stjórnaði hann af festu og öryggi. Hann spar- aði heldur enga fyiirhöfn til að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu og því urðu vinnudagamir oft langir og frídagamir ódrjúgir vegna greiða- semi við menn sem lá á að fá aðstoð. Magnús var heilsuhraustur á yngri árum, en á sjötugsaldri varð hann tvívegis fyrir sjúkdómum sem hann þurfti að glíma við. Þá naut hann þrautseigju sinnar og æðraleysis og komst fljótt aftur til þokkalegrar heilsu. Síðustu mánuðina barðist hann aftur af aðdáanlegri kai-1- mennsku við vágestinn sem nú hefur sigrað. Magnús var mjög trúaður og kveið ekki dauðanum. Með því síðasta sem hann sagði á dánar- beðnum var að hann hlyti að lenda hjá guði. Dauði Magnúsar er ennþá sárari fyrir það að hann naut lífsins síð- ustu árin. Hann hafði unnið sigra í baráttu sinni við sjúkdóma, lok- ið ævistarfi sínu og snúið sér í ríkari mæli að persónulegum hugð- arefnum. Eitt áhuga- málið var gai'ðræktin sem hann sinnti af alúð og snyi-timennsku, enda sást á öllu í garðinum að eigandanum var am- lóðaháttur lítt að skapi. Kartöflumar spmttu ár eftir ár samkvæmt þraut- reyndri verkáætlun, rósirnar í garð- inum launuðu honum atlætið með ilmi og litadýrð og fuglamir tístu þakkir fyrir matinn. Magnús var vel að sér í atvinnusögu og persónufræð- um og kom sér upp góðum bókakosti um þau efni, reyndar með góðri hjálp fjölskyldunnar sem notaði hvert tækifæri til að gefa honum ævisögur framkvæmdamanna, fluggarpa og stjórnmálaforingja. Ég kynntist Magnúsi þegar við Valgerður dóttir hans fómm að fylgj- ast að. Ég hafði alist upp rétt við næsta götuhom, þekkti manninn í sjón oghafði heyrt að hann stæði fast á sínu. Ég kveið því aðeins fyrir fundi okkar og bjóst ekki við því að honum litist gæfulega á þennan strák úr Norðurgötunni. Raunin varð samt sú að frá upphafi naut ég vináttu hans og félagsskapar og bar þar aldrei skugga á í þann hálfa fjórða áratug sem liðinn er síðan við tengdumst fjölskylduböndum. Þegar árin liðu og fjölskyldan stækkaði nutum við þess að geta ævinlega sótt stuðning og hollráð í Eyi'arveginn til þeirra hjóna. Þegar mest lá við hafði Magn- ús alltaf tíma til að taka til hendi og gilti þá einu hvort það þurfti að flytja búslóð eða tannlæknastofu, eða gera við heimilistæki, hús eða bíla. Það lýsir Magnúsi vel að foreldr- um sínum reyndist hann hlýr og góð- ur sonur, varla leið dagur án þess að hann hefði samband við þau og gætti að hag þeirra. Af sömu ástúð ræktaði hann samband sitt við börn sín og þeirra fjölskyldur, allir heimsóttu afa og ömmu í Éyrarveginum og fóm af fundi þeirra sælli og glaðari en áður. Aðrir sterkir þættir í skapgerð Magnúsar vom heiðarleikinn og fé- lagsþroskinn sem buðu honum að fara eftir settum reglum og skyldu- ræknin sem bauð honum að vinna verk sín vel og láta gott af sér leiða. Slíkir menn em kjölfesta samfélags- ins, en hljóta sjaldan þá viðurkenn- ingu sem maklegt væri. Ég er þakk- látur fyrir kynni okkar og vináttu og mun ætíð minnast hans með söknuði og mikilli virðingu. Teitur Jónsson. ANDRIMAR GUÐMUNDSSON + Andri Már Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1976. Hann lést á Akranesi 13. júm' síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 21. júní. Kveðja úr Borgarholtsskóla Skólasamfélag er á nokkm-n hátt önnur fjölskylda þeirra sem þar starfa, ungmenna og kennai’a. Við starfsmenn í skólan- um tökum að okkur leiðsögn nem- enda um hríð meðan námstíminn varir og hvorir tveggja reyna dapra sem glaða daga. Böndin verða þó oft sterk og minningin um nemendur vakir æ síðan þótt þeir hverfi á braut. Borgarholtsskólinn í Reykjavík, sem hefur starfað í fjögur ár, hefur átt því láni að fagna að fá í sínar raðir fjölda gjörvilegra ungmenna sem stefnt hafa til fjölbreyttra starfa í þjóðlíf- inu. Einn í þessum hópi var Andri Már Guðmundsson sem hóf nám í bifvélavirkjun við skólann haustið 1998. Andri var dálítið eldri en sam- nemendur hans og hafði því meiri þroska en þeir. Þar komu einnig til mannkostir hans, gott skaplyndi, yf- irvegun og sérstök snyrtimennska. Andri naut því trausts og virðingar félaga sinna og kennara í skólanum. Nú hefur hins vegar dregið fyrir sólu við sviplegt fráfall Andra. Missir okkar í skólanum er mikill og orða er vant að lýsa eftirsjá en minningin lif- ir um góðan dreng. Missir ástvina er þó meiri. Starfsmenn í Borgarholts- skólanum votta fjölskyldu og vinum Andra dýpstu samúð og biðja þeim Guðs blessunar á sorgarstundu. Ingibergur Eliasson. Elsku Andri minn. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er erfitt að skilja og sætta sig við að fólk sé hrifið burt í blóma lífsins og fá ekkert að gert. Margar minningar á ég um vináttu okkar í gegnum árin, allar góð- ar. Alltaf varstu boðinn og búinn að skutlast með okkur stelpumar um allt, fyrir fjörðinn til Reykjavíkur, í bíó, á böll eða hvert á land sem var. Þú varst hjálpsamur við alla í kringum þig, íjölskylda mín og ég vomm engin undantekning á því. Þú valdir fyrir mig bílinn minn og gættir þess vandlega að hann væri alltaf í góðu standi, kallaðir hann Dodda matt þegar hann var mattur af ryki, sem þér fannst hann nú oftast vera, en Dodda glans ef ég hafði tekið mig til og strokið á hann bóni. Þú hugsaðir alltaf vel um heilsu þína, með heilsurækt og hollu matar- æði. Því sparaðirðu ekki stríðnisorð- in um alla óhollustuna sem ofan í mig fór. Síðastliðinn vetur ókum við nær daglega saman til Reykjavíkur í skóla og var þá spjallað um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um dauðann. Þú sagðist ekki vilja verða gamall maður, en aldrei hefði mann órað fyrir því að lífshlaup þitt yrði svona stutt. Kæri vinur, vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Innilegar sam- úðarkveðjur til Maju, Gumma og fjölskyldu sem nú eiga um sárt að binda. Sigríður. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, stmi 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Vesturhlíð 2 Fossvogi Simi 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Cr Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan T sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja % w ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. + Eiskuleg móðir okkar, ANNA JÓNSDÓTTIR, Bræðraborgarstíg 49, áður Þórufelli 8, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 21. júní. Edda Magnúsdóttir, Hilmar Önfjörð Magnússon, Guðrún Önfjörð, Ómar Önfjörð Magnússon, Magnús Bergmann Magnússon + Ástkær eiginmaður minn, HANNES INGVI KRISTJÁNSSON, Sætúni, Vatnsleysuströnd, lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Scheving Kristmundsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR PÁLSDÓTTIR, Hríseyjargötu 21, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 26. júní kl. 13.30. Svanur Heiðar, Þröstur Heiðar, Margrét Kristinsdóttir, Hrönn Vigfúsdóttir, Lára Albertsdóttir, Ómar Baldursson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður míns, fóstursonar, sonar, fósturbróður og bróður. VILBERGS HAUKSSONAR, Asparfelli 4, Reykjavík, Ingvar Steinar Vilbergsson, Herdís Heiðdal, Haukur Heiðdal, Erna Vilbergsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Anna Fanney Hauksdóttir, Guðrún S. Hauksdóttir, Jón Ingiberg Guðjónsson. Magnús Ólafsson, María Haraldsdóttir, Guðjón Már Jónsson, Ólafur Magnússon, Helga Hauksdóttir, Guðný Hauksdóttir, + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR SIGURÐAR STEFÁNSSONAR, Dvalarheimilinu Skálahlíð, Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Maríanna Jónasdóttir, Jónína Jónasdóttir, Þórður Ólafsson, Anna Hugrún Jónasdóttir, Gísli H. Guðmundsson, Magnús Jónasson, Hrönn Fanndal. barnabörn og barnabarnabarn. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handiit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi- Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinai’ um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.