Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 59 Sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf, óháð kynferði Nakamichi Elsa S. Þorkelsdóttir MIÐVIKUDAGINN 31. maí sl. gekk dómur í Hæstarétti í máli kæru- nefndar jafnréttismála f.h. Ragnhildar Vigfús- dóttur gegn Akureyrar- bæ. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að sá munur sem var á launum og öðrum starfskjörum jafm’éttis- og fræðslufulltrúa og atvinnumálafulltrúa Akureyrarbæjar bryti gegn lögum nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafn- an rétt kvenna og karla. Dómurinn er stefnu- markandi á mörgum sviðum og fyrsta sinn frá setningu fyrstu jafnréttislag- anna árið 1976 reynir á 4. gr. laganna fyrir Hæstarétti. Samkvæmt þeirri lagagrein skal greiða konum og körl- um sömu laun og þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambæri- leg störf. Fram til þessa hafa þau mál sem farið hafa fyrir Hæstarétt og varða launamisrétti kynja fyrst og fremst tekið til mismunandi kjara fyrir sömu störf. Tvær undantekn- ingar skulu þó nefndar; dómur Hæstaréttar frá 5. febrúar 1998 en það mál varðaði rétt föðm-, sem starf- aði hjá ríkinu, til launa í fæðingarorlofi og dóm- ur Hæstaréttar frá 28. nóvember 1996 en í því máli var m.a. deilt um hvort nýtt starf, sem karl var ráðinn í, væri sambærilegt starfi því sem konan hafði gegnt og hvort sá munur, sem var á þeim kjörum sem þessum störíúm fylgdu, bryti gegn jafnréttis- lögum. Nauðsynlegt er að þær leiðbeiningar sem þessi nýi dómur Hæsta- réttar veitir verði tilefni til aðgerða, bæði stéttarfélögum fyrir hönd félagskvenna sinna og atvinnu- rekendum sem ber að tryggja að launastefna þehra sé í samræmi við jafnréttislög. Kynbundinn launamun- ur er staðreynd en með kynbundnum launamun er átt við þann mun sem er á einstökum þáttum eða heildarkjör- um konu borið saman við einstaka þætti eða heildarkjör kai’ls sem starf- ar hjá sama atvinnurekanda og ekki verður skýrður með hlutlægum hætti. I bytjun ársins 1995 voru kynntar niðurstöður könnunar á launamyndun og kynbundnum launa- mun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir jafnréttisráð. Könnunin tók til átta einkafyrirtækja og opinberra ®)J. ASTVflLDSSON HF. SWpholti 33, 105 fieykjovíh, simi 533 3535 . mBBtm JAMES BURN W INTERNATIONAL Efni og tæki fyrir wiree járngormainnbindingu Hönnun og gæði Hljómtæki á vegginn! Ármúla 3B, 108 Reykjavík, Sími: 588-5010 Launamunur Bæði Svíar og Danir vinna nú að því að bæta tölfræði sína, segir Elsa S. Þorkelsdóttir, þannig að hún sýni ekki bara launamuninn heldur einnig umfang launa- misréttisins. stofnana. Samkvæmt könnuninni var 11% munur á kjörum starfsmanna þessara fyrirtækja og stofnana sem ekki vai’ð skýrður nema með kynferði starfsmannsins. Með könnuninni fékkst í fyrsta sinn viðurkennt að til væri launamunur sem ekki yrði skýrður með mismunandi menntun kyiyanna, ábyrgð eða öðrum þáttum sem réttlætt geta launamun. Viður- kenning fékkst á því að til væri launa- munur milli kynja sem einungis yrði skýrður með kynferði starfsmanns en slíkt er ótvfrætt brot á ákvæðum laga og alþjóðlegra samþykkta sem ísland er aðili að. í framhaldi af könnuninni skipað þáverandi félagsmálaráðherra, IÐNADARHURÐIR FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR ISVr\L-LOÍ<GA\ 5rlF. HOFDABAKKA 9. 1 12 HEYKJAVIK SIMI 58/ 8750 - FAX 587 8751 Rannveig Guðmundsdóttir, starfshóp sem safna skyldi upplýsingum og vinna að tillögum um starfsmat sem tæki til þess að draga úr launamun kynja. Starfshópurinn hafði aðsetur á skrifstofu jafnréttismála sem lagði honum til starfsmann. Skýrsla starfs- hópsins lá fyrir í febrúar 1996 og var m.a. lagt til tilraunaverkefni um starfsmat í því skyni að framfylgja 4. gr. jafnréttislaganna. Tillagan var samþykkt og fór verkefnið af stað á árinu undir handleiðslu starfshópsins og sérstaks verkefnisstjóra sem fé- lagsmálaráðuneytið réði til verksins. Að auki lögðu skrifstofa jafnréttis- mála og Reykjavíkuriiorg verkefninu til tvo starfsmenn í hálfu starfi hvom. Skýrsla verkefnisstjóra kom út vorið 1999. Því miður hefur hún verið lítið kynnt og litlar umræður hafa orðið um þetta starf. Ég tel hins vegar mik- ilvægt að í framhaldi af dómi Hæsta- réttar frá 31. maí sl. verði allar leiðfr skoðaðar og að því verki komi allir þeir sem geta og eiga að vinna að því að útrýma þessu misrétti í okkar samfélagi. Ég vil í þessu sambandi minna á ofangreinda stai’fsmats- skýrslu sem er til dreifingar á skrif- stofú jafnréttismála og í félagsmála- ráðuneytinu og einnig á bækling sem jafnréttisnefnd BHM, jafnréttisráð- gjafinn í Reykjavík og skrifstofa jafn- réttismála gáfu út og ber heitið „Launajafnrétti í framkvæmd í dreif- stýrðu launakerfi." Þessi bæklingui’ er m.a. til dreifingar á skrifstofu jafn- réttismála. Skrifstofa jafnréttismála getur einungis frætt, veitt ráðgjöf og bent á leiðir að markmiðinu um jafnrétti kypja. Hin nýja Jafnréttisstofa, sem brátt mun líta dagsins Ijós í kjölfar nýrra jafnréttislaga, mun heldur ekki hafa aðrar valdheimildir í sínu starfi. Það eru því aðrh’ sem hafa valdið og verða að vinna veridð og þar gegna atvinnurekendur mikilvægu hlut- verki. Jafnréttisráð hefúr ítrekað bent á að rfldð hafi ákveðnar fordæm- is- og frumkvæðisskyldur umfram aðra atvinnurekendur. Samtímis hef- ur ráðið óskað eftir því að skipulögð verði fræðsla til allra yfirmanna ráðu- neyta og forstöðumanna ríkisstofn- ana um launamisrétti kynja og laga- ábyrgð hvers yfirmanns. Af þeirri fræðslu hefur enn ekki orðið en verð- ur vonandi innan ekki allt of langs tíma. Starfsmenn skrifstofu jafnrétt- ismála lögðu jafnframt til við jafn- réttisráð að gefinn yrði út bæklingur þar sem fjallað yrði um stöðu ein- staklings og stöðu atvinnurekanda þegar samið er um einstaklingsbund- in laun á vinnumarkaði út frá jafn- réttissjónarmiði. Sú tillaga var í frestun þegar umboð ráðsins féll nið- ur með tilkomu nýrra laga nú í vor. Þekking er forsenda aðgerða. Kannski hefur ekkert sýnt það eins vel og könnunin um launamyndun og kynbundinn launamun frá 1995. Síð- an þá er það viðurkennt að kynbund- inn launamunur er til staðar. En það er ekki nóg. Það þarf að leita leiða til að útrýma honum. Dómur Hæsta- réttar frá 31. maí sl. er eitt skref á þeirri braut. Viðhalda þarf þekking- unni með því að fylgjast með launa- þróun kynjanna. Bæði Svíar og Danir vinna nú að því að bæta tölfræði sína þannig að hún sýni ekki bara launa-^ muninn heldur einnig umfang launa- misréttisins. Ég hef hreyft því innan norrænu embættismannanefndar- innar um jafnréttismál að skipaður verði norrænn starfshópur til að skoða hvaða skilyrðum tölfræði þurfi að uppfylla til að hún sýni kynbundna launamisréttið en ekki einungis launamun kynjanna í ákveðnum starfsgreinum eins og nú er. I nýjum jafnréttislögum, sem gildi tóku nú í vor, er kveðið á um að öll fyrirtæki, opinber sem einkafyriiN * tæki, með 25 starfsmenn eða fleiri skuli vinna jafnréttisáætlun þar sem m.a. skal kveðið á um aðgerðir til að tryggja launajafnrétti milli kynja. Hinnar nýju Jafnréttisstofu bíður því mikið verkefni við ráðgjöf og fræðslu um slíka áætlanagerð. Starf jafnrétt- isráðs og skrifstofú jafnréttismála er mikilvægt framlag til þeirrar vinnu sem framundan er. Höfundur er framkvæmdastjóri skrifstofujafnréttismála. SAMKANO UNCKA SIÁLfST/tDISMANNA Samband ungra sjálfstæðis- manna í 70 ár 1930 - 2000 Afmælishátíð Hlutverk ungra sjálfstæðismanna í dag, föstudaginn, 23. júní 2000 Valhöll, Háa- leitisbraut 1, kl. 17:30. Framsögumenn: Styrmir Gunnarsson, Friðrik Sophusson, Egill Helgason og SigurðurKári Kristjánsson. Fundarstjóri: Ásdís Halla Bragadóttir. Útgáfuhóf 50 ára afmælisrits Stefnis að fundi loknum. Þingvallaferð laugardaginn 24. júní 2000. Lagt af stað frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 13:00. Gengið í fylgd Geirs H. Haarde að Hvannagjá, þar sem sambandið var stofnað. Blómsveigur lagður að minnisvarða dr. Bjarna Benediktssonar, eiginkonu hans og dótturson- ar þeirra. Hátíðarkvöldverður laugardaginn, 24. júní 2000, Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, kl. 19:00. Heiðursgestir: Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen. Miðaverð: kr. 3.900,-. Pantanir í síma 515 1700 eða 899 5552 og í gegnum töivupóst sus@xd.is. A KÓPAVOGSBÆR Kársnesbraut 98. II. áfangi. Deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 98 við Kársnesbraut auglýsist hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/ 1997. Breytingin nærtil uppbyggingar II. áfanga lóðarinnar, bygging sem fyrirhugað er að muni standa við gatamót Vesturvarar og Norðurvarar. í tillögunni felst að byggt verði við núverandi byggingar á lóðinni þriggja hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði, auk þakhæðar, alls um 1.200 m2 að gólffleti. Uppdrættir, ásamt skýringarmyndum verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð frá kl. 9-15 alla virka daga frá 23. júní til 26. júlí 2000. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15:00 föstudaginn 11. ágúst 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. Garðplöntusala ísleifs Sumarliðasonar, Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ, sími 566 7315 auglýsir útsölu á eini, furum, lyngrósum, lim- gerðis- og bakkaplöntum o.fl. 23.— 30. júlí. 20 — 30% afsláttur FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Jónsmessunótt! 23. júní 2000 Gönguferð á Helgafell, í Vala- ból og um Helgadal. Einkabílar, brottförfrá Kaldárseli kl. 20:00. Ekkert þátttökugjald. Gönguferð á Heklu - frestað. Gönguferð yfir Fimmvörðu- háls og helgarferð í Þórs- mörk, nauðsynlegt að skrá þátt- töku. Allir velkomnir - veðurspáin er góð! www.fi.s og bls. 619 í textavarpi RUV. fi ar Dagskrá helgarinnar 24.- 25. júní 2000 Laugardagur 24. júní. kl. 13:00. Hrauntún. Farið verður frá þjón- ustumiðstöðinni og gengið inn i Hrauntún. Á leiðinni verður hugað að landi, sögu og gróðri. Gangan tekur 2-3 klst. Sunnudagur 25. júní. Kl. 13:00. Barnastund. Frá þjónustumið- stöðinni verður farið í Hvanna- w gjá, náttúran skoðuð og rætt um ýmislegt sem tengist Jóns- messunni. Barnastundin tekur um 1 klst. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og allir eru velkomnir. Frekari upplýsingar veita land- verðir í þjónustumiðstöð þjóð- garðsins s: 482 2660.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.