Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 59
Sömu laun fyrir jafnverðmæt og
sambærileg störf, óháð kynferði
Nakamichi
Elsa S. Þorkelsdóttir
MIÐVIKUDAGINN
31. maí sl. gekk dómur í
Hæstarétti í máli kæru-
nefndar jafnréttismála
f.h. Ragnhildar Vigfús-
dóttur gegn Akureyrar-
bæ. Komst Hæstiréttur
að þeirri niðurstöðu að
sá munur sem var á
launum og öðrum
starfskjörum jafm’éttis-
og fræðslufulltrúa og
atvinnumálafulltrúa
Akureyrarbæjar bryti
gegn lögum nr. 28/1991
um jafna stöðu og jafn-
an rétt kvenna og karla.
Dómurinn er stefnu-
markandi á mörgum sviðum og fyrsta
sinn frá setningu fyrstu jafnréttislag-
anna árið 1976 reynir á 4. gr. laganna
fyrir Hæstarétti. Samkvæmt þeirri
lagagrein skal greiða konum og körl-
um sömu laun og þau njóta sömu
kjara fyrir jafnverðmæt og sambæri-
leg störf. Fram til þessa hafa þau mál
sem farið hafa fyrir Hæstarétt og
varða launamisrétti kynja fyrst og
fremst tekið til mismunandi kjara
fyrir sömu störf. Tvær undantekn-
ingar skulu þó nefndar; dómur
Hæstaréttar frá 5. febrúar 1998 en
það mál varðaði rétt föðm-, sem starf-
aði hjá ríkinu, til launa í
fæðingarorlofi og dóm-
ur Hæstaréttar frá 28.
nóvember 1996 en í því
máli var m.a. deilt um
hvort nýtt starf, sem
karl var ráðinn í, væri
sambærilegt starfi því
sem konan hafði gegnt
og hvort sá munur, sem
var á þeim kjörum sem
þessum störíúm fylgdu,
bryti gegn jafnréttis-
lögum.
Nauðsynlegt er að
þær leiðbeiningar sem
þessi nýi dómur Hæsta-
réttar veitir verði tilefni
til aðgerða, bæði stéttarfélögum fyrir
hönd félagskvenna sinna og atvinnu-
rekendum sem ber að tryggja að
launastefna þehra sé í samræmi við
jafnréttislög. Kynbundinn launamun-
ur er staðreynd en með kynbundnum
launamun er átt við þann mun sem er
á einstökum þáttum eða heildarkjör-
um konu borið saman við einstaka
þætti eða heildarkjör kai’ls sem starf-
ar hjá sama atvinnurekanda og ekki
verður skýrður með hlutlægum
hætti. I bytjun ársins 1995 voru
kynntar niðurstöður könnunar á
launamyndun og kynbundnum launa-
mun sem Félagsvísindastofnun vann
fyrir jafnréttisráð. Könnunin tók til
átta einkafyrirtækja og opinberra
®)J. ASTVflLDSSON HF.
SWpholti 33, 105 fieykjovíh, simi 533 3535
. mBBtm JAMES BURN
W INTERNATIONAL
Efni og tæki fyrir wiree
járngormainnbindingu
Hönnun og gæði
Hljómtæki á vegginn!
Ármúla 3B, 108 Reykjavík, Sími: 588-5010
Launamunur
Bæði Svíar og Danir
vinna nú að því að bæta
tölfræði sína, segir Elsa
S. Þorkelsdóttir, þannig
að hún sýni ekki bara
launamuninn heldur
einnig umfang launa-
misréttisins.
stofnana. Samkvæmt könnuninni var
11% munur á kjörum starfsmanna
þessara fyrirtækja og stofnana sem
ekki vai’ð skýrður nema með kynferði
starfsmannsins. Með könnuninni
fékkst í fyrsta sinn viðurkennt að til
væri launamunur sem ekki yrði
skýrður með mismunandi menntun
kyiyanna, ábyrgð eða öðrum þáttum
sem réttlætt geta launamun. Viður-
kenning fékkst á því að til væri launa-
munur milli kynja sem einungis yrði
skýrður með kynferði starfsmanns
en slíkt er ótvfrætt brot á ákvæðum
laga og alþjóðlegra samþykkta sem
ísland er aðili að.
í framhaldi af könnuninni skipað
þáverandi félagsmálaráðherra,
IÐNADARHURÐIR
FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR
GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR
ISVr\L-LOÍ<GA\ 5rlF.
HOFDABAKKA 9. 1 12 HEYKJAVIK
SIMI 58/ 8750 - FAX 587 8751
Rannveig Guðmundsdóttir, starfshóp
sem safna skyldi upplýsingum og
vinna að tillögum um starfsmat sem
tæki til þess að draga úr launamun
kynja. Starfshópurinn hafði aðsetur á
skrifstofu jafnréttismála sem lagði
honum til starfsmann. Skýrsla starfs-
hópsins lá fyrir í febrúar 1996 og var
m.a. lagt til tilraunaverkefni um
starfsmat í því skyni að framfylgja 4.
gr. jafnréttislaganna. Tillagan var
samþykkt og fór verkefnið af stað á
árinu undir handleiðslu starfshópsins
og sérstaks verkefnisstjóra sem fé-
lagsmálaráðuneytið réði til verksins.
Að auki lögðu skrifstofa jafnréttis-
mála og Reykjavíkuriiorg verkefninu
til tvo starfsmenn í hálfu starfi hvom.
Skýrsla verkefnisstjóra kom út vorið
1999. Því miður hefur hún verið lítið
kynnt og litlar umræður hafa orðið
um þetta starf. Ég tel hins vegar mik-
ilvægt að í framhaldi af dómi Hæsta-
réttar frá 31. maí sl. verði allar leiðfr
skoðaðar og að því verki komi allir
þeir sem geta og eiga að vinna að því
að útrýma þessu misrétti í okkar
samfélagi. Ég vil í þessu sambandi
minna á ofangreinda stai’fsmats-
skýrslu sem er til dreifingar á skrif-
stofú jafnréttismála og í félagsmála-
ráðuneytinu og einnig á bækling sem
jafnréttisnefnd BHM, jafnréttisráð-
gjafinn í Reykjavík og skrifstofa jafn-
réttismála gáfu út og ber heitið
„Launajafnrétti í framkvæmd í dreif-
stýrðu launakerfi." Þessi bæklingui’
er m.a. til dreifingar á skrifstofu jafn-
réttismála.
Skrifstofa jafnréttismála getur
einungis frætt, veitt ráðgjöf og bent á
leiðir að markmiðinu um jafnrétti
kypja. Hin nýja Jafnréttisstofa, sem
brátt mun líta dagsins Ijós í kjölfar
nýrra jafnréttislaga, mun heldur ekki
hafa aðrar valdheimildir í sínu starfi.
Það eru því aðrh’ sem hafa valdið og
verða að vinna veridð og þar gegna
atvinnurekendur mikilvægu hlut-
verki. Jafnréttisráð hefúr ítrekað
bent á að rfldð hafi ákveðnar fordæm-
is- og frumkvæðisskyldur umfram
aðra atvinnurekendur. Samtímis hef-
ur ráðið óskað eftir því að skipulögð
verði fræðsla til allra yfirmanna ráðu-
neyta og forstöðumanna ríkisstofn-
ana um launamisrétti kynja og laga-
ábyrgð hvers yfirmanns. Af þeirri
fræðslu hefur enn ekki orðið en verð-
ur vonandi innan ekki allt of langs
tíma. Starfsmenn skrifstofu jafnrétt-
ismála lögðu jafnframt til við jafn-
réttisráð að gefinn yrði út bæklingur
þar sem fjallað yrði um stöðu ein-
staklings og stöðu atvinnurekanda
þegar samið er um einstaklingsbund-
in laun á vinnumarkaði út frá jafn-
réttissjónarmiði. Sú tillaga var í
frestun þegar umboð ráðsins féll nið-
ur með tilkomu nýrra laga nú í vor.
Þekking er forsenda aðgerða.
Kannski hefur ekkert sýnt það eins
vel og könnunin um launamyndun og
kynbundinn launamun frá 1995. Síð-
an þá er það viðurkennt að kynbund-
inn launamunur er til staðar. En það
er ekki nóg. Það þarf að leita leiða til
að útrýma honum. Dómur Hæsta-
réttar frá 31. maí sl. er eitt skref á
þeirri braut. Viðhalda þarf þekking-
unni með því að fylgjast með launa-
þróun kynjanna. Bæði Svíar og Danir
vinna nú að því að bæta tölfræði sína
þannig að hún sýni ekki bara launa-^
muninn heldur einnig umfang launa-
misréttisins. Ég hef hreyft því innan
norrænu embættismannanefndar-
innar um jafnréttismál að skipaður
verði norrænn starfshópur til að
skoða hvaða skilyrðum tölfræði þurfi
að uppfylla til að hún sýni kynbundna
launamisréttið en ekki einungis
launamun kynjanna í ákveðnum
starfsgreinum eins og nú er.
I nýjum jafnréttislögum, sem gildi
tóku nú í vor, er kveðið á um að öll
fyrirtæki, opinber sem einkafyriiN *
tæki, með 25 starfsmenn eða fleiri
skuli vinna jafnréttisáætlun þar sem
m.a. skal kveðið á um aðgerðir til að
tryggja launajafnrétti milli kynja.
Hinnar nýju Jafnréttisstofu bíður því
mikið verkefni við ráðgjöf og fræðslu
um slíka áætlanagerð. Starf jafnrétt-
isráðs og skrifstofú jafnréttismála er
mikilvægt framlag til þeirrar vinnu
sem framundan er.
Höfundur er framkvæmdastjóri
skrifstofujafnréttismála.
SAMKANO UNCKA
SIÁLfST/tDISMANNA
Samband ungra sjálfstæðis-
manna í 70 ár 1930 - 2000
Afmælishátíð
Hlutverk ungra sjálfstæðismanna
í dag, föstudaginn, 23. júní 2000 Valhöll, Háa-
leitisbraut 1, kl. 17:30.
Framsögumenn: Styrmir Gunnarsson, Friðrik
Sophusson, Egill Helgason og SigurðurKári
Kristjánsson.
Fundarstjóri: Ásdís Halla Bragadóttir.
Útgáfuhóf 50 ára afmælisrits Stefnis að fundi
loknum.
Þingvallaferð
laugardaginn 24. júní 2000. Lagt af stað frá
Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 13:00. Gengið í
fylgd Geirs H. Haarde að Hvannagjá, þar sem
sambandið var stofnað.
Blómsveigur lagður að minnisvarða dr. Bjarna
Benediktssonar, eiginkonu hans og dótturson-
ar þeirra.
Hátíðarkvöldverður
laugardaginn, 24. júní 2000, Sjálfstæðishúsinu
við Austurvöll, kl. 19:00.
Heiðursgestir: Davíð Oddsson og Ástríður
Thorarensen.
Miðaverð: kr. 3.900,-. Pantanir í síma 515 1700
eða 899 5552 og í gegnum töivupóst
sus@xd.is.
A
KÓPAVOGSBÆR
Kársnesbraut 98. II. áfangi.
Deiliskipulag
Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar
nr. 98 við Kársnesbraut auglýsist hér með skv.
25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/
1997. Breytingin nærtil uppbyggingar II.
áfanga lóðarinnar, bygging sem fyrirhugað
er að muni standa við gatamót Vesturvarar
og Norðurvarar. í tillögunni felst að byggt
verði við núverandi byggingar á lóðinni þriggja
hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði, auk
þakhæðar, alls um 1.200 m2 að gólffleti.
Uppdrættir, ásamt skýringarmyndum verða
til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg
2, 4. hæð frá kl. 9-15 alla virka daga frá 23. júní
til 26. júlí 2000. Athugasemdir eða ábendingar
skulu hafa borist skriflega Bæjarskipulagi eigi
síðar en kl. 15:00 föstudaginn 11. ágúst 2000.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskil-
ins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
Garðplöntusala
ísleifs Sumarliðasonar,
Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ, sími 566 7315
auglýsir útsölu á eini, furum, lyngrósum, lim-
gerðis- og bakkaplöntum o.fl. 23.— 30. júlí.
20 — 30% afsláttur
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Jónsmessunótt! 23. júní
2000
Gönguferð á Helgafell, í Vala-
ból og um Helgadal.
Einkabílar, brottförfrá Kaldárseli
kl. 20:00. Ekkert þátttökugjald.
Gönguferð á Heklu - frestað.
Gönguferð yfir Fimmvörðu-
háls og helgarferð í Þórs-
mörk, nauðsynlegt að skrá þátt-
töku.
Allir velkomnir - veðurspáin
er góð!
www.fi.s og bls. 619 í textavarpi
RUV.
fi
ar
Dagskrá helgarinnar
24.- 25. júní 2000
Laugardagur 24. júní. kl. 13:00.
Hrauntún. Farið verður frá þjón-
ustumiðstöðinni og gengið inn i
Hrauntún. Á leiðinni verður
hugað að landi, sögu og gróðri.
Gangan tekur 2-3 klst.
Sunnudagur 25. júní. Kl. 13:00.
Barnastund. Frá þjónustumið-
stöðinni verður farið í Hvanna- w
gjá, náttúran skoðuð og rætt um
ýmislegt sem tengist Jóns-
messunni. Barnastundin tekur
um 1 klst.
Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins
er ókeypis og allir eru velkomnir.
Frekari upplýsingar veita land-
verðir í þjónustumiðstöð þjóð-
garðsins s: 482 2660.