Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MðEIHElEaQHS ARGENTÍNU Sælkerasósur -v hafa slegiö í gegn! ARGENTÍNU GRÆNPIPAR SÓSA ARGENTÍNU GRÁÐAOST SÓSA ARGENTlNU SINNEPS & GRASLAUKS SÓSA ARGENTlNU HVÍTLAUKS SÓSA ARGENTlNU BEIKON KARTÖFLUSÓSA ARGENTlNU KRYDDOLÍA FYRIR GLÓÐARSTEIKINGU A KJÖTI, FISKI & GRÆNMETI ARGENTÍNU Sælkerasósur fást AÐEINS í NÓATÚNI MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ein hræðileg guðs heimssókn ÞESSA daga er verið að endurflytja erindi um Tyrkjaránið sem ég frumflutti í Ríkisút- varpinu 1988. Þar er horft á atburði af öðr- um sjónarhóli en fræði- menn þjóðarinnar hafa gert í 370 ár og viðraðar nýjar hugmyndir um sannindi sögunnar. Er- indunum var vel tekið af útvarpshlustendum. Þess vegna ákvað ég að auka við frásögnina nýjum og gömlum ís- lenskum og barbarísk- um upplýsingum og gefa út á bók sem væntanleg er á markaðinn síðar á árinu. Jafnframt því hef ég verið að vinna að gerð fræðslumyndar um afdrif þeirra ís- lendinga sem ekki áttu afturkvæmt úr Barbaríinu; fjármögnun stendur yfir um þessar mundir. Einn maður er óánægður. Það er leitt. Hann heitir Þorsteinn Helga- son. Hann segist réttilega hafa feng- ist við sagnfræðilega rannsókn á sama ráni í mörg ár og skrifar grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 20. júní síðastliðinn undir fyrirsögninni „Rangfærslur um Tyrkjaránið“ og ræðir um útvarpserindi mín; réttara sagt skrifar hann aðeins um eitt af fimm erindum og fellir dóma. Þykir honum mikið liggja við því hann seg- ist hafa „orðið var við að fólk á förn- um vegi er farið að taka getgátur Úlfars sem viðtekinn sannleika um Tyrkjaránið“. Þorsteinn er magister eða meistari í sagnfræði og vinnur að gerð fræðslumyndar um Tyrkja- ránið. Tökur eru hafnar. Reiði svífur að Tyrkjareiði er „einn uppæsandi djöfuls eldur,“ sagði Guttormur Hallsson frá Búlandsnesi, einn þeirra sem rænt var og hafður að þræli suður í Algeirsborg. Allar lík- ur benda til þess að þetta eigi einnig við um reiði annarra þjóða manna þegar hún svífur að þeim. Til dæmis má gera því skóna að Þorsteinn Helgason, meistari í sagnfræði, hafi verið reiður þegar hann skrifaði grein sína um eitt erindi mitt af fimm því hún er svo mótsagnakennd að hún eyðir sjálfri sér við lestur og verður að engu. En fyrirsögn var vel valin því rang- færslur eru í grein meistarans. Ekki beinlinis Skoðanaskipti eru dýrmæt; víkka sjón- hringinn og efla hugs- un manna. Hins vegar hefur það oft gagn- stæð áhrif að eiga orðaskipti við þann sem haldinn er hinum uppæsandi djöfuls eldi sem reiðin er og getur dregið vænstu menn ofan í pytti. Þess vegna ætla ég að hafa svo fá orð sem mögulegt er um grein meistarans á meðan reiðin bálar í honum. Þorsteinn segir að ég haldi sam- særiskenningum á lofti; að ég saki menn um að „hafa stungið vitneskju undir stól, þagað um óþægilega hluti, rangfært og logið“. Síðan kemur þessi setning í beinu framhaldi: „Ekki er þetta beinlínis fullyrt í þáttum Úlfars..." Leiða má líkum að því að slíkur orðhengilsháttur sé merkingarleysa. Tilfærslur sannindanna Björn á Skarðsá segir í formála að Tyrkjaránssögu sinni að hann skrifi hana að beiðni Þorláks Skúlasonar Hólabiskups og „með hans fyrirsögn og tilfaungum" og biður síðar að Þorlákur „lagfæri það, sem áfátt er.“ Þrátt fyrir þetta virðist magister Þorsteinn þeirrar skoðunar að fram- lag biskupsins til sögunnar sé harla lítið, nema dulin merking búi að baki orða meistarans þegar hann segir um Björn (ekki um prófarkalesara hans): „Hann var sannast sagna ekki mjög sleipur í guðfræðinni. Sumar útleggingar hans eru áreiðanlega hans einkamál en ekki samsæri bisk- upsins. Til dæmis kemur hann nokkrum sinnum þeirri skoðun á framfæri að íslendingar eigi að víg- búast. Þetta er minnihlutaálit Björns. Á prestastefnu og Alþingi árið 1663 var ályktað gegn vígbún- aði, að undirlagi Brynjólfs biskups." Við þessa klausu meistarans er margt að athuga. Hann fullyrðir að Björn á Skarðsá sé ekki sleipur í guðfræði og að hann blandi prívat- skoðunum sínum í söguna. Meistar- inn staðhæfir að minnihluti manna hafi viljað hervæðingu árið 1643, ár- ið sem Björn skráir Tyrkjaránssögu sína. Þessa fullyrðingu rökstyður meistarinn með því að 20 árum síðar hafi verið felld tilmæli um að hækka Tyrkjaránið Hvaða íslenskir fræði- menn hafa sett sögu sautjándu aldar í slíkan búning? spyr Úlfar Þor- móðsson. Eru allir sagnfræðingar þjóðar- innar sem skrifað hafa um sautjándu öldina undir sömu sök seldir í þessum efnum? skatta á almúgann í landinu, sem var gert án þess að hugleiðingar Bjöms á Skarðsá um varnarleysi Islendinga væri þar til afgreiðslu, hvað þá til- laga um að að vígbúast. Og leyfist mér þá eftir þennan lestur, án þess að ég hafi próf- skírteini upp á kunnáttu mína eins og magisterinn upplýsir um mig í grein sinni, leyfist slíkum múga- manni að spyrja hvað séu rangfærsl- ur í sagnfræði? Dásamleg sönnun Biskupinn í Skálholti, síra Gísli Oddsson, taldi það álitamál á sinni tíð hvort safna ætti fé til þess að leysa fólk úr ánauðinni vegna þess að mikið af fénu færi í milliliði og þegar það kæmi til skila væru þeir ef til vill dauðir „sem vér vildum leysa og mundu þá hinir að lokum leysast sem engin eftirsjá er að“, eins og hann orðar það, guðsmaðurinn. Magister Þorsteinn segir það rangfærslu af minni hálfu og annar- lega túlkun að taka orð biskupsins eins og þau voru sögð. Segir síðan meistarinn og á við ummæli guðs- mannsins: „Þetta eru kaldranaleg ummæli og engan veginn í kristileg- um anda.“ Að svo komnu skammar hann mig íýrir að líta á orð biskups sem „almenna afstöðu kirkjunnar", því prestastefna norðanlands hafi um svipað leyti hvatt „til þess að litið sé á herleidda fólkið sem „samband- ingja ... svo sem þér séuð limir þess sama líkama“. Þessa geti ég ekki í erindinu og er það að hans dómi vegna þess að ég hef „ekki áhuga á fjölþættri mynd heldur því sem hentar íýrirfram ákveðinni kenn- ingu.“ Og kemur mér ekki annað í hug en það sem um ævi minnar daga hefur stundum verið haft við um stórar furður í lífinu: Er þetta ekki dásamleg sönnun fyrir framhaldslífi? Hver er að gera hverjum hvað? Meistarinn skrifar: „Margt er verið að endurskoða í íslenskri sagnfræði um þessar mundir. Sautjánda öldin er í endur- skoðun og er ekki auðveld viðfangs. Hér þarf að gæta hófs og losna út úr klisjukenndum dólgamarxisma og gróusögustfl.“ Mætti ég spyrja af gefnu tilefni: Hvað er dólgamarxismi? Hvaða íslenskir fræðimenn hafa sett sögu sautjándu aldar í slíkan búning? Eru allir sagnfræðingar þjóðarinnar sem skrifað hafa um sautjándu öldina undir sömu sök seldir í þessum efnum, eða bara sumir? Hver er að gera hverjum hvað og hvernig? í öllum bænum fræddu okkur um þetta áður en fólki á fórnum vegi dettur til hugar að þú sért að fara með dylgjur um kollega þína. En. Taktu ráð, lærðu af sögunni; bíddu með svarið þar til bræðin hef- ur rjátlast af þér. Höfundur er rithöfundur. Úlfar Þormóðsson ^ Sðlstöðublót Sólstöðublót ásatrúarmanna í Almannagjá hófst með allsherjarþingi á Þórsdag 22. júní Fjölskylduhátíð laugardaginn 24. júní kl. 15 * Níundi landnámseldurinn kveiktur * Brúðkaup að ásatrúarsið * Siðfesta (sambærileg athöfn og ferming) * Hestaleiga. * Töframaður *Trúðar Sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.30 laugardag. idgleypar “ T ískusýning frásíðustulOOO árum * Færeyskir dansar * Kvæðamenn * Sagnamenn * Fjöldasöngur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.