Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 62
4$2 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Ég um mig frámértil|Penu á mbl.is [ tilefni af frumsýningu myndarinnar Ég um mig frá mér til írenu efna mbl.is, Skífan og Eurocard Atlas til skemmtilegs netleiks. Smelltu þér á mbl.is og taktu púlsinn á því hver þú ert. [ boði eru glæsilegir vinningar fyrir heppna þátttakendur. Vinningar: • 50.000 kr. inneign hjá Eurocard Atlas • írenu-bolir, -húfur, -beljur og -flösku- upptakarar • 200 miðar á myndina ©ATIAS^ EUROCARD Jim Carrey leikur aðalhlutverkin, Charlie og Hank, í myndinni „Ég um mig frá mér til írenu" sem gerð er af Farrelly-bræðrum, framleiðendum myndanna „Dumb and Dumber" og „There’s Something About Mary“. Charlie, góðhjartaðri löggu sem þjáist af geð- klofa, er falið að fylgja eftirlýstri konu, írenu, til heimabæjar síns. Ferðin tekur óvænta stefnu þegar Charlie týnir pillunum sínum og Hank hinn hrottalegi, grófari hlið Charlies, kemur úr felum. Hefst nú óborg- anleg barátta Charlies og Hanks um völdin og hjarta írenu með ófyrirséðum afleiðingum - að hætti Far- relly-bræðra. #mbl.is ;Ji6iMNMMMMN<MMMMMMMá eiTTHXSAÍ} rJÝTT~ Að forðast mótsögnina I ÞARSIÐASTA hefti Lesbókar Mbl. brást Gunnar Her- sveinn við gagnrýni minni á greinar sínar frá 15/4 og 29/4. Þar hélt ég því fram að kenningar hans um kristna trú og menn- inguna stæðu á veikum gi'unni vegna þess að þær eiga ekki rót sína í traustri guðfræði. Ég nefndi tvennt máli mínu til stuðnings: 1) Ekki er nægilega gætt að því samhengi sem tilvitnaðar ritn- ingargreinar standa í. Leita ætti til guðfræðinga þar sem fjallað er um áhrifasögu kristin- dómsins. 2) Biblían er lesin sem siðfræðirit en ekki trúarrit. Þetta var þungamiðja gagnrýni minnar. Af mörgum tilvitnunum í greinarnar mínar tvær (ég er nefndur 30 sinnum á nafn!) er lítil sem engin grein gerð fyrir þessum tveimur atriðum. Því virðist mér kjarni gagnrýni minnar standa enn óhaggaður. Mdtsagnir og þversagnir Önnur meginkenning Gunnars er á þá leið að mótsagnir séu út um allt í mannlegu lífí: „í fræðunum er gert ráð fyrir að mótsagnir finnist í hverri einustu kenningu, hverri ein- ustu bók og hverri einustu tímarits- grein. Það er sjálfsögð hógværð: Enginn maður er heldur svo full- kominn eða ófullkominn að ekki megi koma auga á mótsögn, innra með honum, í hegðun hans milli orðs og æðis eða þá í skrifum hans. Þetta er megineinkenni mann- skepnunnar." Það er rétt að maður- inn er ófullkominn og því verður vart mótsagna í fari hans og hátt- um. Sú staðreynd ætti að minna okkur á að gæta vissrar nákvæmni er við sendum eitthvað frá okkur! Gunnar gerir sig sekan um að blanda saman hugtökunum mót- sögn og þversögn. Skoðum þessi dæmi: 1) „Þjófurinn er ljóshærður, Siggi er dökkhærður, Siggi er þjófurinn!" 2) „Enginn gerir viljandi illt.“ Ætli þú lesandi góður sjáir ekki eins og ég grundvallarmun á þessu tvennu. I fyrra tilvikinu er um mót- sögn (contradict) að ræða. Lög- regluþjónn sem tæki við svona vitn- isburði myndi efast um heiðarleika vitnisins því það andmælir sjálfu sér í sömu andrá. Hið síðara er kall- að þversögn (paradox) því að baki þessari setningu býr ákveðin speki. Hún kemur úr smiðju heimspekingsins Sókratesar og er á þá leið það sé andstætt eðli mannsins að vilja það sem illt er. Þegar maðurinn gerir eitt- hvað illt eru því önnur öfl að verki en ómeng- aður vilji hans. Gunnar sér hins vegar svo lítinn mun á þessu tvennu að það tekur því vart að nefna hann: „I heimspeki- legri umræðu flokkast Skúli S. það undir orðhengils- Ólafsson hátt að hafna einu hug- taki og nota annað sem merkir það sama eða svipað[.]“ En á þessu tvennu er vissulega munur. Sá sem talar í mótsögnum andmæl- Heimspeki Væri þekking Gunnars á kristinni guðfræði betri, segir Skúli S. Olafsson, hefði hann getað lesið sér til um þetta efni áður en hann tók að fjalla um það. Blöndunartæki með branavörn Moraterm sígild og stílhrein. Með Moraterm er alltaf kjörhiti í sturtunni og öryggi og þægindi í fyrirrúmi. Mora - Sænsk gæðavara ömfSwffií TCÍIGI ir sjálfum sér. Sá sem setur fram þversögn, eða þverstæðu, heldur fram kenningu sem stangast á við það sem virðist í fyrstu vera rétt. Hún getur litið út sem mótsögn en snilldin felst í því að benda á að svo sé einmitt ekki. Gunnar segir að þetta sé allt orðhengilsháttur. Er það þá einnig orðhengilsháttur að gera greinarmun á rökræðu og rifrildi? Hugtökin merkja „svipað“. Áhrifavaldar Gunnar ræðst á þá skoðun mína að vestræn menning sé fyrst og fremst kristinnar ættar og segist hafa lært í skóla að hún sé undir áhrifum frá: „1) Grískri fornaldar- heimspeki, og jafnframt var tekið fram að uppruni vestrænnar hugs- unar lægi í henni. 2) Gyðingdómi (Gamla testamentið). 3) Kristin- dómi (Nýja testamentið, kaþólskan, lútherskan). Önnur sterk áhrif eru úr heiðni (Norræn goðafræði) og as- ískri speki (Lao-Tse, Konfúsíus)." Ég tók það fram að heimspeking- ar hafa haft áhrif á vestræna menn- ingu. Ahrif þeirra eru þó f.o.f. til komin vegna þess að kristin kirkja hefur tök á að nýta það besta úr mannlegri hugsun og koma því á framfæri. Þekking okkar á nor- rænni goðafræði er að sama skapi til komin vegna skrifa kristinna fræðimanna. Gamla testamentið er annar af tveimur hlutum Biblíunnar svo ekki þarf að fjölyrða um hvaðan þau áhrif hafa borist. Að vita hvaðan gott kemur Því miður ruglar Gunnar saman þeirri afstöðu minni að vestræn menning sé gegnsýrð kristnum áhrifum og hinu að alltof fáir geri sér grein fyrir því hvaðan þau áhrif koma: „Ef hann hefur rétt fyrir sér um vanþekkingu íslendinga, hefur öll kristinfræðikennslan farið fyrir ofan garð og neðan, og Kristnitöku- hátíðinni [svo] mun þá ekki rista djúpt." Ef ég hef rétt fyrir mér þarf að auka kristnifræðikennslu í íslensku menntakerfí því hún hefur mikla þýðingu, ekki síst á tímum hnatt- væðinga. Hún færir okkur sýn á rætur okkar og eykur þekkingu okkar og skilning á öðrum trúar- brögðum. Það þarf líka að brýna fyrir kennurum að þeir eru ekki trúboðar heldur miðar námið að því að efla sjálfsskilning nemenda og þekkingu þeirra á eigin menningu. Það er líklega við slaka kristni- fræðikennslu að sakast sem íslensk- ir fræðimenn telja sig færa heimin- um ný sannindi þegar guðfræðingar hafa fyrir löngu fjallað um sama efni. Gefum einum þeirra orðið: „[Skúli] missir það [...] úr pennan- um að maðurinn [ég] sem hefur ekki um leið skilning á grundvallaratrið- um kristinnar trúar, er viku síðar farinn að skrifa texta þar sem ^omið er að kjarna kristinnar trúar. Ér það ekki mótsagnakennt?“ Nei síður en svo. Væri þekking Gunnars á kristinni guðfræði betri hefði hann getað lesið sér til um þetta efni áður en hann tók að fjalla um það. Eins og ég ritaði um í síðari grein minni mætti „fylla heilu sal- ina“ með ritum guðfræðinga um þessi sömu mál en hann flutti kenn- ingu sína eins og engum hefði áður dottið þetta í hug. Kirkjan og umburðarlyndið Virðingin fyrir manninum er eitt þýðingarmesta framlag kristinnar trúar til menningar okkar. Biblían kennir að allir menn séu skapaðir í mynd Guðs og sú trú kristinna manna hefur haft gríðarleg áhrif. Strax við kristnitökuna var tekið að berjast gegn þrælahaldi og barna- útburði. Minnihlutahópar hafa hvað eftir annað höfðað til þessarar kennisetningar með góðum árangri. Þessi afstaða er trúarleg. Sé litið til rita grísku heimspekinganna má víða sjá andstæða skoðun. Barnaút- burður er mikilvægur þáttur í Ríki Platons. Aristóteles ver þrælahald og kvennakúgun. Hvort tveggja er í hróplegri mótsögn við sköpunar- sögu Biblíunnar og kenningar Krists. Líklega eru einhverjir myrkustu tímar kristindómsins ein- mitt þeir þar sem menn viku frá manngildisstefnu Biblíunnar og hölluðu sér um of að öxl hinna heiðnu heimspekinga. Að lokum Gunnar bar saman það sem hann kallaði „tvenns konar friðarhugtök“ - annars vegar kristninnar og hins vegar Sameinuðu þjóðanna. Hann hélt því fram að mótsögn væri á milli þeirra þar sem hið fyrra byggðist á einum guði en hið síðara á umburðarlyndi. Eins og ég hef rakið er þetta röng kenning. Um- burðarlyndið hvílir á þeirri afstöðu Biblíunnar að allir menn verðskuldi virðingu. Þessi „tvenns konar frið- arhugtök“ eru í raun hliðstæður. Skilgreining hans á hugtakinu „mótsögn" er ennfremur svo óljós að hún kemur að engu gagni við kenningasmíð. í svari sínu við gagnrýni minni fékk Gunnar tækifæri til þess að rökræða þessar hugmyndir sínar, skýra þær eða þróa betur. Þvi mið- ur varð kappræðan rökræðunni yf- irsterkari. Hann skilur lesandann eftir með þann beyg að áhrif heim- spekinnar hafi verið alltof lítil hér- lendis. Raunar þveröfug við það sem æskilegt væri. Sjálfur virðist Gunnar a.m.k. kunna betur við sig 1 kappræðu en rökræðu þótt heim- spekimenntaður sé. Höfundur er prestur íslendinga ÍSvfþjáð. Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 564 1089 • tengi.is jzífmœlisþakkir Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem glöddu mig með margvíslegum hœtti á afmœlis- degi mínum í vor. Ólöf Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.