Morgunblaðið - 23.06.2000, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 23.06.2000, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 67 ROSASMÆRA OG FRÆNKUR HENNAR (Oxalis enneaphylla Roseá) JURTIRNAR virð- ast vera mjög mis- næmar fyrir sólskini og það verður einkar áberandi þegar skiptist á sólskin og dumbungur. Sumar opna hreinlega ekki blómin nema í sól og blíðu og þeirra á meðal er vinsælt sumarblóm, hádegis- blómið, önnur virðast mun sjálfstæðari og óháðari sólskininu eins og sporasóleyj- an eða vatnsberinn. Smærurnar eru með- al þeirra blóma, sem hvað blíðast hafa brosað í sólskininu að undanförnu og glatt hjörtu garðeigenda og annarra, sem hafa yndi af gróðri. Þær hafa jafnvel brosað svo blítt, að blómin hafa nær hulið laufið, sem líka er augnayndi. Smæru- eða Oxalis-ættkvíslin er stór, innan hennar eru um 800 teg- undir og hún hefur mesta út- breiðslu í Mið- og Suður-Ameríku. Þetta eru fjölærar plöntur, blóm- jurtir eða runnar og sumar þeirra geta orðið hálfgert illgresi í rækt- un. Þar sem þær eiga flestar heim- kynni sín á breiddarbaugum víðs fjarri Islandi er skiljanlegt að fáar tegundir af þessarri ættkvísl geti þrifist í okkar görð- um, en engu að síður vex ein tegund villt á íslandi. Það er Oxalis acetocella, súrsmær- an, sem á líka nátt- úruleg heimkynni í Evrópu. Nafnið súrs- mæra er ákaflega lýs- andi fyrir jurtina. Fyrri hluti orðsins er dreginn af latneska heitinu, en síðari hlut- inn vísar til blaðlög- unarinnar, sem fljótt á litið minnir á smára- blöð, þótt skyldleik- inn sé enginn við smárann, sem er af ertublómaættinni. Súrsmæran er með sjaldgæf- ustu íslensku blómjurtunum, finnst aðeins á örfáum stöðum á Austfjörðum og er friðuð, en auð- velt er að fá fræ af erlendum fræ- listum. Islenska súrsmæran er smávaxin, blöðin ljósgræn, þrí- fingruð líkt og smárablöðin og hver blaðsepi er með hjartalögun. Blómin eru allstór, a.m.k. miðað við plöntuna í heild, mjallhvít með áberandi bláleitum æðum. Súr- smæran er auðræktuð í görðum sé henni valinn réttur staður, en hún kýs bæði skjól og skugga. Ég átti súrsmæru í nokkur ár, en er því miður búin að tapa henni. Mér BLOM VIKUNMR 433. þáttur llmsjón Sigríður Hjartar Rósasmæra frá Falklandseyjum skjátlaðist með staðarvalið, setti hana ofarlega í steinhæð til að ég gæti notið þessarar fínlegu plöntu sem best. Betur hefur mér gengið með er- lendu frænkur hennar, rósa- smæru, mjallarsmæru og fagur- smæru, þótt allar séu þær frá Suður-Ameríku. Rósasmæran er reyndar komin alla leið frá Falk- landseyjum, þannig að lengra burtu frá okkur verður varla kom- ist. Blöð rósasmærunnar eru margfingruð og hver blaðsepi með hjartalögun en blaðliturinn er grá- grænn. Blómin eru allstór, sjálf- sagt 3-4 cm í þvermál, rauðbleik á lit með gulu auga. Þau opnast best í sól, þannig að plantan virðist jafnvel vera sem bleik þúfa, en sé dumbungur snúast blómblöðin saman og verða lítið áberandi. Rósasmæra er orðin nokkuð al- geng í íslenskum görðum, rótar- hnýði hennar hafa stundum verið á haustlaukalista Garðyrkjufélags- ins og fást annað veifið í verslun- um. Mjallarsmæran er aðalteg- undin af Oxalis enneaphylla, en hún er lítið ræktuð hér. Aðeins blómliturinn skilur á milli hennar og rósasmærunnar, en mjallar- smæran hefur snjóhvít blóm og er líka mjög falleg. Fagursmæran, Oxalis adeno- phylla, er innan við hundrað ára í ræktun, hún fannst í Andesfjöllum í Chile árið 1905. Fagursmæran er ekki síðri garðplanta en frænkur hennar sem hér hafa verið nefnd- ar. Laufblöðin eru margsamsett og grágræn á litinn eins og á rósa- smærunni en blómin má þekkja í sundur þar sem litur fagursmær- unnar er líkt og mildari rósbleikur og lýsist nær miðju, en neðst (innst) á hverju blómblaði er dökk- rósrauður blettur, eins eru æðarn- ar í blómblöðunum dekkri en blað- ið í heild. Útlendu smærurnar eru ekki vandfýsnar á staðarval, a.m.k. ekki hvað jarðveg snertir, þrífast bæði í moldar- og sand- kenndum jarðvegi, aðeins ef þær fá ríkulega sól til að blómfegurðin njóti sín. Þær eru kjörnar fremst í beð eða í steinhæð vegna þess hve lágvaxnar þær eru og hafa þann góða kost að þær skríða ekki um, en auðvelt er að skipta þeim á vor- in, með því að greiða rótarhnýðin í sundur. Bæði rósasmæra, mjallar- smæra og fagursmæra eru fylli- lega harðgerðar í íslenskum görð- um. S.Hj. Verðdæmi ProStyie 12“ Dingo / Bobcat Áður: 8.09S kr. Nú: 6.746 kr. ProStyle 16" Lynx / Fox Áður: 9.S95 kr. Nú: 7.496 kr. ProStyie 20" Tigrina Áður: 11.995 kr. Nú: 8.996 kr. ProStyle 24“ Pallas / Cougar 21 gíra Áður: 19.995 kr. Nú: 14.996 kr. ProStyle 26“ Puma 21 gíra Áður: 21.995 kr. Nú: 16.496 kr. Markmið ProStyle er að bjóða upp á reiðhjól á frábæru verði árt þess að fórna markmiðum um gæði. Þannig notar ProStyle einungis viður- kenndar vörur í hjólin sín, t.a.m. eru öll ProStyle hjól með Shimano gira- útbúnaði ogTektró bremsubúnaði. Hvorttveggja eru þetta heimsþekktir framleiðendur á aukahlutum fyrir reiðhjól. Hjólin eru framleidd ÍTaiwan sem er orðið hið stærsta i framleiðslu og samsetningu á reíöhjólum i heiminum. Þú getur því treyst því að ProStyle hjólin eru gæðávara og verðið finnur þú hvergi annarsstaðar. af Öllum PROstyle hjólum Smáratorg - Skeifan - Njarðvík - Akureyri HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Tilboðið gildir til sunnudagsins 25. júní
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.