Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 68
68 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Ragnar Stefánssonjarðskjálftafræðingar skoðar gögn um stóra skjálftann sem átti upptök í Hestfjalli.
Þúsundir smá-
skjálfta mælast
á hverjum degi
Ragnar Stefánsson
j arðskj álftafræðing-
% ur segir að vísinda-
menn leggi mikla
áherslu á að afla sem
mestra upplýsinga
um þá jarðskjálfta
sem nú ríða yfír Suð-
urland, en þeir
skipta þúsundum
þessa dagana.
Vakt hefur verið sett
upp á Veðurstofu og
mælingar hafa verið
auknar.
MIKIÐ álag hefur verið á
jarðskjálftadeild Veð-
urstofu íslands frá því
að jarðskjálfti að stærð-
inni 6,5 reið yfir Suðurland á þjóð-
hátíðardaginn. Ragnar Stefánsson,
jarðskjálftafræðingur og forstöðu-
^naður deildarinnar, segir að jarð-
vísindamenn reyni að afla sem
mestrar þekkingar um eðli Suður-
landsskjálfta.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
verja 100 milljónum til að mæta
ýmsum kostnaði við jarðskjálftana,
m.a. vegna rannsókna jarðvísinda-
manna. „Það verður til ýmis kostn-
aður þegar svona hluti bera að
höndum. Við ákváðum að setja upp
vaktir á jarðskjálftadeild Veðurstof-
unnar, en náttúrufræðingar við
deildina standa venjulega ekki vakt-
ir. Við gerum einnig meiri mælingar
en venjulega, m.a. á landbreyting-
um til að reyna að átta okkur betur
á hvað er að gerast í jarðskorpunni.
Eitt af því sem við þurfum að gera
er að gera þetta eftirlitskerfi okkar
öruggara í rekstri við svona aðstæð-
ur. Allt kostar þetta nokkurt fé og
ég vænti að við fáum góðan stuðning
úr þessum sjóði.“
Mikilvægt tækifæri til að
afla nýrrar þekkingar
Ragnar var spurður hvort Suður-
landsskjálftar gæfu ekki jarðvís-
indamönnum einstakt tækifæri til
að afla nýrrar þekkingar á eðli jarð-
skjálfta á Suðurlandi.
* „Jú, fyrir utan eftirlitið, sem
hugsanlega veitir okkur möguleika
á að segja fyrir um atburðarásina,
þá leggjum við höfuðáherslu á
gagnasöfnun. Þessi gagnasöfnun
miðar að því að gera okkur kleift að
átta okkur betur á hvað getur skeð í
framtíðinni, hvort sem er á næstu
dögum, vikum eða árum.
Við tökum á móti þúsundum jarð-
skjálfta á dag þessa dagana og það
er því mikilvægt halda gagna-
streyminu opnu. Við viljum reyna að
tryggja að það verði ekki einhver
tæknileg vandamál þess valdandi að
gögnin skili sér ekki.
Yfirleitt er mjög lítið um jarð-
skjálfta á Suðurlandsundirlendinu.
,Það er mjög óvenjulegt að það séu
þar skiálftar sem eru stærri en
tveir. Aður en að við settum upp
þetta nýja mælingakerfi fyrir 10 ár-
um mældum við nánast enga
skjálfta á þessu svæði. Hver einasti
smáskjálfti færir okkur upplýsingar
um ástándið niðri í jarðskorpunni og
það er síðan okkar að reyna að túlka
þær; Einn liðurinn í því er að reyna
að þróa jarðskjálftaspár.
Við hofum skoðað vel jarðskjálft-
ann sem varð í Hestfjalli og eins og
fram hefur komið urðu smáskjálftar
á undan honum. Á grundvelli þess
og ýmislegs annars sem við teljum
okkur hafa komist að erum við að
reyna að útbúa hugbúnaðartæki
sem gæti hugsanlega varað okkur
við. Það er of snemmt að segja til
um hvort þetta tekst, en þessi til-
raun okkar byggist á voninni. Okk-
ur finnst mikilvægt að reyna að átta
okkur á fyrir fram hvar næsti stóri
skjálfti gæti átt upptök sín. Ef við
finnum stað sem okkur finnst líkleg-
astur er næsta skref að pæla í því
hvort við getum gefið út gagnlega
skammtímaviðvörun. Það er hins
vegar ekki kominn fram neinn skýr
staður ennþá.“
Mótsagnakenndar upplýsingar
frá alþjóðlegum stofnunum
Skömmu eftir að fyrri jarðskjálft-
inn reið yfir bentu fyrstu mælingar
vísindamanna á Veðurstofu íslands
til að skjálftinn væri talsvert minni
en síðar kom á daginn eða 5,5-6 á
Richter. Þegar leið á kvöldið kom
hins vegar í ljós að hann reyndist
hafa verið 6,5. Þetta hefur verið
gagnrýnt, m.a. af heimamönnum á
Hellu. Ragnar var spurður út í hver
væri skýringin á þessu.
„Það var reynt að meta þetta út
frá mörgum forsendum og fyrstu
upplýsingar sem við gáfum út voru
þær að stærð skjálftans væri 5,5 til
6. Þegar svona stór jarðskjálfti á sér
stað má segja að þau næmu tæki
sem við erum með mettist að
nokkru leyti og að þau ráði ekki við
svona stórar hreyfingar. Það er
einnig mikilvægt að hafa í huga að
það er erfitt að meta stærð jarð-
skjálfta mjög nálægt upptökum
þeirra nema eftir mjög nákvæma
skoðun á upptökum og eðli skjálfta.
Menn treysta þá gjarna á upplýs-
ingar frá fjarlægari stöðvum er-
lendis, sem hafa betri yfirsýn þegar
um svona stóra skjálfta er að ræða,“
segir Ragnar.
„Það bárust hins vegar mjög mót-
sagnakenndar fréttir frá stórum al-
þjóðlegum stofnunum erlendis um
jarðskjálftann á laugardaginn.
Framan af bárust fréttir frá þeim
um að stærð skjálftans hefði verið
frá 5,4 og upp í 5,8. Að lokum tókum
við mælingu sem gefin er upp frá
stofnun í Bandaríkjunum sem heitir
National Earthquake Information
Center, en hún birti íljótlega mæl-
ingar frá mjög mörgum stöðum á
jörðinni á stærð skjálftans. Þar var
annars vegar um að ræða mælingu á
svokallaðri MS-yfirborðsbylgjust-
ærð, sem sagði stærð skjálftans 6,6.
Stofnunin birti einnig niðurstöður
annarskonar aðferðar, svonefnda
Mb-stærð, sem var vel undir 6.
Við sáum fljótlega að upplýsingar
um að skjálftinn hefði verið 6,6 gátu
vel verið í samræmi við margskonar
aðrar upplýsingar sem við vorum
búnir að fá á þessum tíma. Milli kl.
19 og 20 vorum við búnir að sjá bæði
út frá þenslumælingum á Suður-
landi og út frá annarri aðferð sem
við notum til að reikna út stærð
stórra skjálfta, þar sem byggt er á
mati fólks á áhrifum skjálfta víðs-
vegar um landið, að stærð skjálftans
var yfir 6. Við höfðum því fulla
ástæðu til þess að trúa þessu mati
National Earthquake Information
Center upp á um það bil 6,6, sem
okkur virtist þó að gæti verið ofur-
lítið of hátt. Niðurstaða okkar varð
því sú að stærð jarðskjálftans væri
6,5 á Richter, með 0,1-0,2 skekkju-
mörkum í báðar áttir. Við gerðum
Almannavörnum strax grein fyrir
því að skjálftinn væri stærri en
komið hefði fram í fyrstu. Við gáfum
upp að um væri að ræða norður-suð-
ur skjálftasprungu sem lægi í gegn-
um Holtin og næði langleiðina frá
Hellu og norður fyrir Þjórsá.
Ástæðan fyrir því að við gáfum
þetta upp var að sjálfsögðu sú að
þetta væri það svæði sem mest
ástæða væri til að hafa eftirlit með
af hálfu björgunaraðila og annarra
sem þurftu að komast á staðinn.
Þetta kom hins vegar ekki fram
opinberlega af okkar hálfu fyrr en í
fréttatíma Sjónvarpsins um kvöld-
ið,“ segir Ragnar.
Ragnar segir mjög mikilvægt að
komast mjög fljótlega að niðurstöðu
um styrkleika og eðli jarðskjálfta.
Þegar svona stór atburður á sér
stað fer í gang mikið starf vísinda-
manna á Veðurstofunni. „Hér er
ekki stöðug vakt við venjulegar að-
stæður heldur er hér sjálfvirkur
búnaður sem gerir viðvart ef eitt-
hvað mikið er á seyði. Þá erum við
kallaðir út og förum á staðinn. Þessi
sjálfvirki búnaður gefur mjög mikl-
ar upplýsingar. Hann getur sýnt
staðsetningu jarðskjálfta með mik-
illi nákvæmni og jafnvel veitt góðar
upplýsingar um stærð hans, þannig
að við getum komið upplýsingum
mjög hratt til skila til Álmanna-
varna.
í þessu tilviki á laugardaginn
komu hins vegar upp ýmis vanda-
mál í sjálfvirka búnaðinum, sem
virkaði ekki eins hratt og venjulega.
Yfirleitt höfum við aflað mikillar
vitneskju um jarðskjálfta þremur
mínútum eftir að þeir hafa orðið.
Þarna getur hins vegar hafa verið
um að ræða sambland samskipta-
vandamála sem upp komu. Við tök-
um við okkar merkjum í gegnum sí-
mkerfi en upplýsingar bárust hægt
inn og það urðu ýmsar truflanir á
samskiptunum við útstöðvar, bæði
vegna þess að tölvukerfi okkar réð
ekki alveg við þetta og væntanlega
hefur þetta einnig stafað af ein-
hverjum töfúm eða truflunum í
símakerfinu, en allar okkar upplýs-
ingar og samskipti við útstöðvar
fara í gegnum x25 kerfi gagnanets-
ins.
Þama kom áreiðanlega upp sam-
bland af ýmsum vandamálum varð-
andi samskiptin á milli tölvumið-
stöðvarinnar á Veðustofunni og
útstöðvanna. Þetta gerði að verkum
að við fengum ekki sjálfvirka niður-
stöðu strax.
Við höfum í sjálfu sér alltaf gert
okkur grein fyrir því að það gætu
orðið erfiðleikar í sambandi við
svona stóra skjálfta, sem valda mik-
illi röskun að ýmsu leyti.“
Byggi upp viðvörunarkerfi
Að undanförnu hefur verið unnið
að uppbyggingu sérstaks bráðavið-
vörunarkerfis á jarðeðlissviði Veð-
urstofunnar og að sögn Ragnar
shefur verið reynt að útvega fjár-
muni til að byggja upp slíkt kerfi.
„Bráðaviðvörunarkerfið byggist á
því að við getum fengið allar tiltæk-
ar upplýsingar frá ýmsum stofnun-
um hér á landi og erlendis, og ekki
síst frá almenningi, inn í okkar eftir-
lit og túlkun, sem geta varðað at-
burðinn sem um ræðir. Reynslan
hefur sýnt að við þurfum að byggja
eftirlit með svona stórum atburðum
á mjög fjölbreytilegum upplýsing-
um.
Bráðaviðvörunarkerfið byggist
líka á því að byggður verði upp
gagnagrunnur með lýsingum á því
sem áður hefur gerst og við þekkj-
um. Lýsingum á niðurstöðum vís-
indamanna almennt séð á eðli ham-
farasvæða, byggt á þeirri reynslu og
líkanagerð. Þetta er annar endinn á
svona viðvörunarkerfi. Hinn hluti
þess kerfis er þjónusta, þ.e. að koma
upplýsingum og niðurstöðum sem
verða til nánast á sama tíma og at-
burðirnir eiga sér stað til allra
þeirra sem málið varðar og þá fyrst
til Almannavarna, síðan fjölmiðla
o.s.frv.
Tilgangurinn með því að setja
upp þetta bráðaviðvörunarkerfi er
að flýta fyrir því að við getum kom-
ist að niðurstöðu, hvort sem okkur
tekst að spá um slíkan atburð eða
ekki.“
Fengist hefur styrkur frá RANN -
ÍS til að hefja uppbyggingu þessa
kerfis. Ragnar sagði að viðvörunar-
kerfið hefði þegar verið tekið að
hluta til í gagnið á Veðurstofunni
með góðum árangri, bæði í jarð-
skjálftanum 17. júní og einnig hefði
það verið mjög gagnlegt í eldgosinu
í Heklu í vetur en kerfið hefur m.a.
verið notað m.a. vegna eftirlits með
Mýrdalsjökuli og Eyjafjallajökli.
„Vegna þessa urðu til dæmis öll
samskipti miklu hraðari í sambandi
við Heklugosið, sem gerði okkur
mögulegt að gefa út mjög gagnlega
viðvörun fyrirfram," sagði Ragnar.
„Það má segja að hér á landi séum
við með mjög fullkomið jarðskjálfta-
mælingakerfi og sjálfvirkt úr-
vinnslukerfi, og við erum líka með
sjálfvirkan viðvörunarbúnað sem
gerir starfsmönnum sem eru á vakt
hér á Veðurstofunni viðvart ef eitt-
hvað er á seyði. Það hefur því margt
þegar verið unnið að þessu leyti en
við erum vel meðvitaðir um að það
þarf að bæta þetta mjög mikið.“
Elstu jarðskjálftamælarnir
staðsettir á Suðurlandi
Að sögn Ragnars er þörf á endur-
nýjun jarðskjálftamæla Veðurstof-
unnar sem staðsettir eru víðsvegar
um landið.
„Fyrstu tækin í skjálftaeftirlits-
kerfi okkar (SIL-kerfinu) eru orðin
11 ára gömul, og þau eru einmitt
staðsett á Suðurlandi. Á undanförn-
um árum höfum við sóst eftir að
geta endurnýjað hluta þessara
tækja. Öllum er ljóst að tölvur úr-
eldast nú til dags á fáeinum árum og
oft er við það miðað að svona tæki
með tölvubúnaði úreldist á 5-7 ár-
um. Við höfum lagt áherslu á að
geta jafnt og þétt endurnýjað okkar
búnað þannig að hann sé rekstrar-
öruggur."
Ragnar segir einnig mjög mikil-
vægt að hafa aðrar tegundir mæla
til hliðar við venjulegar mælingar
jarðvísindamanna þegar um stóra
jarðskjálfta er að ræða. „Með þeim
venjulegu mælingum sem við erum
stöðugt að gera, hvort sem það eru
jarðskjálftamælingar, mælingar á
landbreytingum eða á spennu í jarð-
skorpunni, erum við að fylgjast með
hvernig jarðskorpan er að færast
til. Þegar stóratburðir verða þá
verður mikið rask á mörgum hlut-
um. Það getur orðið mjög óvænt og
við getum misst sambönd við út-
stöðvar. Við erum reyndar byrjaðir
á að byggja upp nokkurskonar vara-
kerfi eða ytra kerfi, sem er ekki háð
samskonar röskun."
Jarðskjálftamælingar sem stund-
aðar eru af Aflfræðistofunni á Sel-
fossi hafa nokkuð verið ræddar í
kjölfar skjálftans á laugardaginn.
Að sögn Ragnars má segja að þær
mælingar taki við af mælingum sem
fram fara á jarðeðlissviði Veðurstof-
unnar þegar um mjög stóra atburði
er að ræða. Þar sé um að ræða svo
nefndar sterkhreyfingarmælingar
og er meginmarkmið þeirra að
safna upplýsingum um áhrif mikilla
jarðhreyfinga á byggingar. „Svona
mælingar geta verið mjög gagnleg-
ar sem varakerfi þegar verður
svona mikið rask að maður nær ekki
yfir það með þessum venjulegu
næmu mælitækjum. Það hefur oft
komið til tals hér að það væri eðli-
legt að bæta svona mælum við inn í
okkar kerfi. Á sama tíma hefur
Verkfræðistofnun Háskólans byggt
upp svona sterkhreyfingarmæling-
ar og við höfum í sjálfu sér ekki séð
ástæðu til að tvöfalda það. Það er
mjög gott að þeir eru að gera það og
mjög mikilvægt að fá þær upplýs-
ingar líka inn í okkar eftirlitskerfi."
Samstarf aðila mikilvægt
Ragnar var spurður hvort hann
teldi að bæta þyrfti samstarf á milli
stofnana sem stunda rannsóknir á
jarðskjálftum. Fram kom í
sjónvarpsviðtali við Jónas Elíasson
verkfræðing að sérfræðingar Af-
lfræðistofunnar á Selfossi hefðu
verið komnir með nákvæmar upp-
lýsingar um stærð skjálftans
snemma en ekki tekist að koma