Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 70

Morgunblaðið - 23.06.2000, Page 70
70 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MÖRGUNBLAÐÍÐ FRÉTTIR Gfsli J. Eyland, formaður Landssamtaka hjartasjúklinga, Anna Þrúður Þorkelsdúttir, formaður Rauða kross íslands, og Friðrik Sigurbergsson læknir. Ondunarvélin er fyrir framan þau. Þyrlusveit Landhelgisgæsl- unnar fær öndunarvél Daglegar eyjasiglingar á Skagafírði FERÐAÞJÓNUSTAN Lónkoti í Skagafirði býður upp á daglegar eyjasiglingar á Skagafirði frá og með 20. júní. Ferðin sem er farin er kölluð Gullni þríhymingurinn, en það er sú þrenning sem mestan svip setur á Skagafjörð; Þórðarhöfði, Drangey og Málmey, segir í fréttatikynningu. Siglt er hjá svipmiklu 200 metra háu og þverhníptu berginu í Þórðar- höfða, þá að klettinum Kerlingu við Drangey og farið í land í eyjunni, og á heimleið siglt umhverfis Málmey. Siglingin tekur fjóra tíma. Farið er kl. 10 og komið heim um klukkan 14. Einnig bjóðast aðrar ferðir eftir pöntunum eða óskum, t.d. miðnæt- ursólarferðir. Sjóstöngin er ætíð höfð með um borð. Daglegar eyjasiglingar eru frá Lónkoti tímabilið 20. júní til 20. ágúst. Einnig er hægt að komast út í perlurnar í Skagafirði frá Hofsósi og Sauðárkróki fyrir og eftir umrætt tímabil. Auk siglinga frá Lónkoti er þar rekin alhliða ferðaþjónusta, seg- ir í fréttatilkynningunni. Jdnsmessu- næturferð FI FERÐAFÉLAG íslands gengst fyrir Jónsmessunæturferðum í kvöld. Létt og þægileg ganga verður á Helgafell, í Valaból og Helgadal. Þessi ferð kostar ekkert fyrir þátttakendur sem mæta á eigin bílum við Kaldársel og hefst gangan þaðan kl. 20 í kvöld. Önnur Jónsmessunæturgangan er svo á Fimmvörðuháls og er lagt af stað í þá ferð kl. 19 í kvöld og sömu- leiðis nauðsynlegt að skrá þátttöku. Að lokinni göngu yfir Fimmvörðuháls leggjast menn til hvflu í skála FÍ í Langadal, Þórsmörk og njóta svo styttri gönguferða um nágrennið þar, segir í fréttatilkynningu frá Ferðafé- laginu. Suðurlandsskjálftar Sjóvá setur upp þjónustusíðu 1 LJÓSI atburða síðustu daga hafa Sjóvá-AImennar sett upp þjónustu- síðu á vefsvæði sínu, Sjova.is, þar sem hægt er að ftnna svör við spumingum er varða m.a. réttarstöðu fólks vegna tjóns af völdum náttúruhamfara. „Við hvetjum því alla þá sem ein- hveijar spumingar hafa er tengjast vátryggingamálum í kjölfar náttúm- hamfara að skoða þessa þjónustusíðu en hún verður uppfærð eftir því sem tilefni þykir til,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Slóð vefsíðunnar er http:// www.sjova.is/. SAMFYLKINGARFÉLAGIÐ á Reykjanesi stendur fyrir sumarboði og gönguferð í samvinnu við Sam- fylkinguna í Hafnarfirði, laugardag- inn 24. júní. Safnast verður saman við Menn- ingarhúsið Straum í Straumsvík kl. 15 og gengið um hraumð vestan Straumsvfloir. Göngustjóri og leið- sögumaður verður 3. þingmaður Samfylkingarinnar og hafnfirski bæjarfulltrúinn Lúðvík Geirsson. LANDSAMTÖK hjartasjúklinga hafa ásamt Rauða krossi íslands fært Landspítala í Fossvogi, slysa- og bráðasviði, þyrlusveit Landhelg- isgæslunnar að gjöf öndunarvél (Oxylog 2000) að verðmæti 662 þús- und kr. Samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Sigurbergssyni, lækni á slysadeild Landspitala í Fossvogi, Dömukvöld í Leikhús- kjallaranum ÚTVARPSSTÖÐIN Létt 96,7 held- ur dömukvöld í Leikhúskjallaranum í dag og hefst það kl. 21. Fyrstu 100 konunum, sem mæta, verða gefnar Filodoro-sokkabuxur frá Pharmaco, segir í fréttatilkynningu. Einnig gef- ur Lottó 5/38 öllum dömunum eina röð í laugardagslottóinu. Pen.is mun gefa nokkrum heppnum konum gjaf- ir og Café Victor mun gefa gjafabréf bæði í hádegis- og kvöldverð. J.S. Helgason gefur konunum poka með vörum frá Nivea Versace og Föndur- kofinn gefur lítil hús til að hengja í bflspegil, ásamt 10 gjafabréfum. Einnig munu TM Húsgögn gefa tvo stóra vasa og Metro mun sýna stúlk- unum þann munað sem felst í nuddpotti. Bjarni Ara og Milljónamæring- arnir munu stíga á svið um ellefu- leytið. Miðar eru aðeins gefnir á Létt 96,7. Jónsmessuhátíð Fjölskyldu- og húsdýragarðsins HIN árlega Jónsmessuhátíð Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins verður föstudaginn 23. júní kl. 23-01. í fréttatilkynningu segir að áhersla verði lögð á dulúð og yfir- náttúruleg öfl. Fram koma trjáálfur- inn Trjálfur og spákona og verður boðið upp á brennu, fallhlífarstökk og götuleikhús. Formleg dagskrá sumarboðsins hefst kl. 17 með ávarpi formanns Samfylkingarinnar, Össurar Skarp- héðinssonar. Síðan verða ýmis heimatilbúin skemmtiatriði og gefst m.a. ungum sem öldnum tækifæri til að spreyta sig í pokahlaupi, reiptogi og eggjahlaupi. Síðan verður grillað og mun félag- ið sjá fyrir grillaðstöðu, pylsum og ávaxtadrykkjum gegn fijálsum framlögum. hefur þyrluvakt Landhelgisgæsl- unnar með læknum starfað í 14 ár. Árlega eru u.þ.b. 110 útköll hjá þyrluvaktinni, þar af um 70 vegna alvarlegra veikinda eða slysa. Mörgum einstaklingum er árlega forðað frá dauða eða örkumlum _ vegna þjúnustu TF-SIF og TF-LÍF sem annast sjúkra- og björgunar- flugið. AFSTEYPA af listaverki Ásmundar Sveinssonar, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, verður afhjúpuð af forseta íslands, herra Ólafi Ragnari Gríms- syni, að Laugarbrekku á Hellnum, sunnudaginn 25. júní. Verkið er af- hjúpað til minningar um að Guðríður Þorbjarnardóttir fæddist á Laugar- brekku fyrir rúmlega þúsund árum og ólst upp þar og á Arnarstapa uns hún fluttist til Grænlands með for- eldrum sínum, segir í fréttatilkynn- ingu. Snemma virtist Guðríður laða að sér djarfhuga siglingarkappa því á Amarstapa sá hana Einar Þor- geirsson sem var jafnan í siglingum milli landa og farnaðist vel. Bað hann Orm á Arnarstapa, sem var fóstri Guðríðar, að leita bónorðs fyrir sig en ekki fékk hann Guðríðar. Á Grænlandi giftist Guðríður Þor- steini, syni Eiríks rauða, en Leifur Eiríksson var þá í Vínlandsferð sinni. Hjónabandið var frekar stutt því Þorsteinn lést og var því Guðríð- ur ung ekkja þegar Þorfinnur karl- sefni kom til Grænlands. Hann var djarfhuga og stefndi á Vínlandsferð eftir för Leifs en áður en til hennar kom kvæntist hann Guðríði og fór hún í ferðina með honum. Á Vínlandi fæddi hún þeim son, Snorra Þor- finnsson, og hefur því verið talin fyrsta hvíta konan sem fæddi bam í Ámeríku. Frá Vínlandi héldu þau Guðríður og Þorfinnur til Grænlands og þaðan til Noregs til að selja vömr sínar og Miðnæturbað í Bláa lóninu SÓLSTÖÐUHÁTÍÐ verður haldin á Jónsmessunótt föstudaginn 23. júní. Hátíðin felur í sér göngu á Þorbjörn og miðnæturbað í Bláa lóninu. Selló- og hörputónar munu hljóma yfir Bláa lónið frá miðnætti og til klukkan tvö eftir miðnætti, segir í fréttatilkynningu. Dúó Ste- fáns Ai-nar Arnarssonar og Marion Herrera sér um tónlistina. Hljóð- færin eru sérstaklega til þess gerð að spila úti og mun hljóðfæraleik- urinn heyrast úr öllum áttum yfir lónið hvernig sem viðrar. Sólstöð- umatseðill verður á boðstólum á veitingastaðnum við Bláa lónið. Lagt verður af stað frá hofinu í Grindavík. Vegurinn upp Þorbjörn verður genginn, varðeldur kveiktur og leikið á gítar. Að göngu lokinni verður haldið í Bláa lónið. Sætaferðir verða frá SBK í Keflavík kl. 21 og kl. 21.30 með Þingvallaleið frá BSI. Lagt verður af stað frá Bláa lóninu klukkan tvö eftir miðnætti. loks heim til íslands þar sem þau settust að í Skagafirði. Síðar á æv- inni ferðaðist hún til Noregs og suð- ur Evrópu til Rómar þar sem hún dvaldi um langa hríð en sneri þó aft- ur til íslands þar sem hún lést í Skagafirðinum. Á vissan hátt lýkur öllum þessum ferðalögum Guðríðar með heimkomu hennar til Hellna, segir í tilkynning- unni. Athöfnin hefst með dagskrá klukkan tvö á sunnudaginn. Flokksráðsfund- ur VG haldinn á Snæfellsnesi FLOKKSRÁÐSFUNDUR Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs verður haldinn föstudaginn 23. júní á Lýsuhóli á Snæfellsnesi. Þar munu stjórn flokksins, þing- flokkurinn og formenn kjördæmafé- laganna ræða starf flokks og þing- flokks síðastliðinn vetur og setja upp áætlun um helstu verkefni komandi mánaða. í tengslum við flokksráðs- fundinn gefur Vinstrihreyfingin - grænt framboð flokksfélögum, stuðningsmönnum og öðrum velunn- urum kost á Jónsmessuferð í Flatey á Breiðafirði. Þar verður náttúru- og dýralíf eyjarinnar skoðað á laugar- daginn og boðið upp á fjölskylduhá- tíð á laugardagskvöld. Sumarboð Samfylkingar félagsins á Reykjanesi Sumardagskrá þjóð- garðsins á Þingvölhim Dagskrá helgarinnar 24.- 25. júní SUMARDAGSKRA þjóðgarðs- ins á Þingvöllum er að hefjast og er miðað við að þar sé eitthvað að finna fyrir alla fjölskylduna. Laugardaginn 24. júní. kl. 13 verður farið frá þjónustumið- stöðinni og gengið inn í Hraun- tún. í fréttatilkynningu segir að á leiðinni verði hugað að landi, sögu og gróðri. Gangan er létt og tekur 2-3 klst. Sunnudaginn 25. júní kl. 13 verður Barnastund fyrir alla krakka. Gengið verður frá þjón- ustumiðstöðinni í Hvannagjá, náttúran skoðuð og rætt um ým- islegt sem tengist Jónsmess- unni. Barnastundin tekur um 1 klst. Allar nánari upplýsingar veita landverðir í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins. Minnisvarði um Guðríði Þorbjarnardóttur afhjúpaður fifc' discovericeland.is - Isiand bíður þin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.