Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 71
FRETTIR
Á myndinni eru frá vinstri Indriði Þröstur Gunnlaugsson, verkefna-
stjóri Íslandssíma, Ingibjörg Guðrún Einarsdóttir vinningshafi, Alda
Vilhjálmsdóttir, en hún tók á móti vinningnum fyrir eiginmann sinn,
Baldur Guðmundsson, og Einar Þór Karlsson, markaðsfulltrúi Urvals-
títsýnar. Á myndina vantar Kjartan Birgisson vinningshafa.
✓
Viðskiptavinir Islands-
síma til Portúgals
ISLANDSSÍMI og ferðaskrifstofan
tírval-títsýn afhentu nýverið
þremur notendum Frímínútna Is-
landssíma farseðla til Portúgals
fyrir þá og maka þeirra. Dregið
var úr nöfnum þeirra VISA-
korthafa sem skráðu sig í þessa
nýju simaþjónustu Íslandssíma fyr-
ir 1. maí.
Frímínútnanotendurnir, sem fá
120.000 króna ferðavinning frá tír-
vali-títsýn til Portúgals, eru: Bald-
ur Guðmundsson, Brúarholti 8, Ól-
afsvík, Kjartan Birgisson, Hverfis-
götu 24, Reykjavík, og Ingibjörg
Guðrún Einarsdóttir, Teigi, Bisk-
upstungum, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Hátíð um Jónsmessu-
helgina í Viðey
VIÐEYINGAFELAGIÐ heldur nú
um Jónsmessuhelgina aðalhátíð og á
laugardag, Jónsmessu, verður guðs-
þjónusta klukkan 14. Sr. Þórir
Stephsensen staðarhaldari messar,
Dómkórinn syngur og Marteinn H.
Friðriksson verður við orgelið. Við-
eyingar flytja bænir og ritningar-
lestra og aðstoða við útdeilingu
sakramentisins. Sungnir verða há-
tíðasönp'ar sr. Bjama Þorsteinsson-
ar. Eftir messu syngur Dómkórinn
fyrir utan kirkjuna lög er tengjast
Jónsmessunni. Sérstök bátsferð með
kirkjugesti verður kl. 13.30. Eftir
söng Dómkórsins verður farið aust-
ur á Sundbakka eða Stöðina eins og
þorpið þarna var oft nefnt. Þar verð-
ur kaffisala í Tankinum, félagsheim-
ili Viðeyinga, að því er segir í frétta-
tilkynningu.
Á sunnudeginum verður Skúla-
skeið, hið árlega 3 km hlaup, skokk
eða ganga fyrir alla fjölskylduna.
Hlaupið hefst kl. 14, en bátsferðir
verða eftir þörfum frá kl. 11. Þátt-
tökugjald er kr. 600 fyrir fullorðna
en kr. 400 fyrir böm. I því er inn-
ifalið fargjald. Ennfremur fá allir
þátttakendur bol með mynd úr Við-
ey, grillaðar pylsur og drykki. Síðast
en ekki síst fá þeir verðlaunapening.
Hann er nú með mynd af innsigli
Steinmóðs Bárðarsonar, ábóta í Við-
ey, en hann var kappi mikill, lenti
m.a. í bardaga við Englendinga í
Hafnarfirði og hafði sigur.
Rásmark verður að baki Viðeyjar-
stofu, en hlaupinu lýkur við grillskál-
ann Viðeyjarnaust. Ferðir í land aft-
ur hefjast upp úr kl. 15. Öll
skipulagning og umsjón Skúlaskeiðs
er í höndum Reykjavíkurmaraþons.
Gönguferð laugardagsins og stað-
arskoðun sunnudagsins falla niður
þennan dag, en klaustursýningin í
Skólahúsinu er opin, hestaleigan að
starfi og veitingahúsið í Viðeyjar-
stofu einnig. Reiðhjól em lánuð án
endurgjalds, segir í tilkynningunni.
Aðsendar greinar á Netinu
<g> mbl.is
\LLTAf= e/TTH\SAÐ AfÝTT~
Camp■
tjaldu
Vgttalltðriff,
Starcraft pallhúsin
smellpassaáaUa
pallbfla.
á allar gerdir bila, verd frá
19.900,-
sumanr
Einföld tjöld-
un, mikid pláss,
áfast eldhús og
fortjald, auk
frábcerrar
endingareru
atridi sem gera
Camp-let ad
einstökum
tjaldvagni.
Ef allirvagnar
eru skoðaðir
sést að betri
kostur er varla
áboðstólum.
Frábœrsérútbúin
fellihýsi fyrir ís-
lenskar aðstœður.
Gott rými,yfirburða
tjalddúkurogsterkt
þakoggólferu
atriði sem þú vitt
vitaaffgóðu horfi
þegarferðast er
um ísland.
Þœgindi og öryggi
eru staðalbúnaður
Starcraft Arcticline.
Fortjöld fyrir allar gerðir fellihýsa
og hjólhýsa frá Trio og Isabella.
Sennilega bestu merki sem völ er á.
GÍSLI
JÓNSSON ehf
Bíldshöfða 14, 112 Reykjavfk, sími 587 6644.
vJL
j
UPPGOTVAÐU ISLAND
á discovericeland.is