Morgunblaðið - 23.06.2000, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 23.06.2000, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ I DAG FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 77 BRIDS llm.sjón Cuðmundur I'áll Arnarson FÆREYINGAR hafa venju- lega vermt botnsætið á Norðurlandamótum, en þeir geta verið stórhættulegir þegar sá gállinn er á þeim, enda alls óhræddir við harða sagnbaráttu. Á NL í Reykja- vík 1988 kom upp mikið has- arspil í leik íslands og Fær- eyja, þar sem talan 1000 kom upp í redobluðum þremur gröndum. Norður gefur; allh’ á hættu. Norður * 109 ¥764 ♦4 * AD109753 Vestur Austur * 7632 * ÁDG5 ¥ 3 ¥ KG82 ♦ KD97653 ♦ 82 + G +K84 Suður ♦ K84 ¥ ÁD1095 ♦ ÁG10 «62 Það kostar þúsund-kall að fara tvo niður í redobluðu spili á hættunni. En hitt gef- ur einnig þúsund í plúsdálk- inn að vinna þrjú grönd redobluð. Og það tókst Sæv- ari Þorbjömssyni. Sævar var í suður og Karl Sigurhjartar- son í norður, en AV voru Áki Mouritsen og Trygvi Vest- ergaard. Vestur Norður Austur Suður Trygvi Karl Áki Sævar - 31auf Dobl 3grönd Dobl Pass Pass Redobl Pass Pass Pass Redoblið var ekki byggt á þeirri sannfæringu að samn- ingurinn hlyti að vinnast. Það var kerfisbundið, eins og reyndar pass Karls við dobl- inu. Passið lofaði tveimur af þremur efstu í laufi og redobl Sævars neitaði íyllingu í lit- inn. Karl ákvað þó að sitja sem fastast með ÁD109 á toppnum. Vestur kom út með tígul- drottningu. Sævar drap strax með ás og spilaði laufi - gosi, drottning og dúkkað. Innkomuna notaði Sævar til að spila hjarta á tíuna. Hún hélt og þá var laufi aftur spil- að og drepið á ásiim þegar vestur henti spaða. Hjarta- svíningin var endurtekin og aftur henti vestur spaða. Sævar spilaði nú tíglulgosa, sem vestur tók og skipti yfir í spaða. Austur drap með ás og spilaði drottningunni á kóng Sævars. Þegar Sævar spilaði nú tígultíu var austur í töluverðum vanda. Hann varð að henda spaða, en þá sendi Sævar hann inn á spaða og fékk tvo síðustu slagina á ÁD í hjarta. Eitt þúsund kall. F æreyska liðið sem spilar í Hveragerði er þannig skipað: Ami Dam/Marner Joensen; Bogi Simonsen/Ame Mikk- elsen; og Arnbjöm J. Sivert- sen/Hans Jacob Petersen. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga íyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fyigja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Árnað heilla Q O ÁRA afmæli. í dag, ÖU föstudaginn 23. júní, er áttræður Ólafur Guð- mundsson, Réttarholtsvegi 31, Reykjavík. Kona hans er Guðrún Ólafsdóttir. Af því tilefni munu þau taka á móti gestum í Oddfellow-salnum, Vonarstræti 10, Reykjavík, í dag kl. 18-22. /? A ÁRA afmæli. í dag, OU fóstudaginn 23. júní, er sextug Fjóla Ragnars- dóttir, Þverholti 3, Reykja- vík. Hún tekur á móti vinum og ættingjum í dag í safnað- arheimili Laugameskirkju milli kl. 17.30 og 19. COSPER Aumingja barnið grætur vegna þess að höfuðleður föður þess er ekki þess virði að vera sniðið af. Nk\k llmsjón Ilelgi Áss Grétarsson Á HOLLENSKA meistara- mótinu var hart barist eins og þarlendum skákmönn- um er tamt. Hinn ungi og efnilegi alþjóðlegi meistari Dennis Vreugt (2498) átti leik í stöðunni gegn stórmeist- aranum Friso Nijboer (2540). Eins og staðan ber með sér hefur hvítur af- bragðs sóknar- færi sem voru nýtt til fulln- ustu eftir 34.Rxh7! Svart- ur gat lítið ann- að gert en þegið riddarafórnina 34...Kxh7 en þá fylgdi í kjölfarið önnur glæsileg fórn 35.Hxg7+! Kxg7 36.Dg5+ og svartur gafst upp þar sem eftir 36...Kh7 37.Dh5+ Kg7 38.Hg3+ verður hann mát í næsta leik. í kvöld, 23. júní, kl. 22:00 verður hið geysivinsæla Jónsmessumót Hellis hald- ið í félagsheimili þess í Þönglabakka 1 í Mjódd. Teflt verður fram eftir kvöldi og má búast við skemmtilegri stemmningu. LJÓÐABROT Gefðu mér, jörð Gefðu mér, jörð, einn grænan hvamm, glitrandi af dögg og sól, að lauga hug minn af hrolli þeim, sem heiftúð mannanna ól. Gefðu mér lind og h'tinn fugl, sem Ijóðar um drottins frið, á meðan sólin á morgni rís við mjúklátan elfarnið. Kyrrlátan dal, með reyr og runn, rætur og mold og sand, sólheita steina, - ber og barr, - blessað, ósnortið land. Þar vil ég gista geislum hjá, gefa mig himni og sól, gieyma, hve þessi góða jörð margt grimmt og flárátt ól. Hulda STJÖRJVUSPÁ eftir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert hugmyndaríkur og átt oft erfítt með að sætta þig við að vinna innan þröngs ramma. Hrútur (21.mars-19. apríl) Gættu þess að vera ekki með of mörg jám í eidinum í einu - það kallar bara á að þú getir ekld skilað hlutunum frá þér með þeim hætti sem sómi er að. Naut (20. apríl - 20. maí) Vertu óhræddur við að láta reyna á hugmyndir þínar. Þótt sumar séu fjarstæðukenndar, eru aðrar góar og aðeins reynslan sker úr þar á milli. Tvíburar . f (21.maí-20.júní) AA Beittu allri þinni lagni til þess að komast hjá deilum annarra. Það er ekkert eins leiðinlegt og að dragast inn í mál sem koma manni ekkert við. Krabbi ^ (21. júní - 22. júlí) Nú er tíminn til þess hafa samband við vini og vanda- menn, einkum þá, sem þú hef- ur ekki séð lengi. Ekki hafa áhyggjur, hlutimir munu gangaupp.________________ Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þú ert búinn að vera að glíma við stórt verkefni í langan tíma og nú er bara að leggja að því lokahönd. En gættu þess að fagna ekki of snemma. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (fiíL Þú þarft að finna þreki þínu útrás og ekkert jafnast á við holla hreyfingu, t.d. góðar gönguferðir úti í Guðs grænni náttúrunni. (23. sept. - 22. okt.) « Reyndu að halda öllu í sem beztu jafnvægi svo þú eigir auðveldar með að ráða fram úr þeim vandamálum, sem banka upp á. Hláturinn lengir lífið. Sporðdreki (23. okt. -21. nóv.) Hfc Hugurinn ber þig hálfa leið. En stundum getur hugurinn verið of langt á undan lík- amanum og þá er nauðsynlegt að leita sér einveru til íhugun- Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) MKV Einhver gömul vandamál kunna að skjóta upp kollinum og þá er um að gera að bregð- ast við þeim af öryggi og festu. Ekki láta þau reka á reiðan- Steingeit _ (22. des. -19. janúar) áSf Þú skalt umfram allt hefiast handa, þótt þér finnist erfitt að sjá fram á verkslok. Hálfn- að er verk, þá hafið er og kemst, þótt hægt fari. Vatnsberi » . (20. jan. -18. febr.) Það er í góðu lagi að þú gerir eitthvað fyrir sjálfan þig nú þegar þú hefur skilað af þér umfangsmiklu verki. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er um að gera að njóta líð- andi stundar, því hún kemur aldrei aftur og betra að hafa hana góða í minningunni. Dekraðu svolítið við sjálfan þig-_______________ Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. flugustangir lífstíðarábyrgð Utsölustaðir: Útilíf Veiðibúð Lalla Vesturröst Hjól og línur Til sölu einbýli við Lambastekk 123 fm + 40 fm bílgeymsla (vinnuhúsnæði). Garðskáli og sólpallar. Mikið endumýjað. Verð 17,9 millj. Upplýsingar í síma 557 4511. s----------------------------------\ ^lfmœlisþakkir Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum, blómum og gjöfum, d 90 dra afmœli mínu 15. júní. Guðjón G. Jóhannsson frá Skjaldfönn. Brúðhjón Alíur borðbiinaður Glæsileo gjdfdvdra - Briiðhjónalisldr , Laugavegi 52, s. 562 4244. « HIN VINSÆLA ** LAGERSALA hefst í dag fcf. 10 rosalegt úrval % mikill afsláttur F Gallapils 1990, (áður 3900, Bolir Jrá 790, Buxur Jrá 1490, Gallajakkar nú 2400, (áður 4900,-) KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP LAUGAVEGI 55 SÍMI 561 3377
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.