Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 79

Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 79
1 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM FÖSTUDAGUIt 23. JÚNÍ 2000 79 i Stutt Boltann burt ►LÍTIÐ FER fyrir hrifning-u hol- lenskra vændiskvenna á Evrópu- keppninni í fótbolta og bíða þær þess með óþreyju að henni ljúki. Keppnin hefur orðið til þess að viðskipta- vinirnir eru h'mdir við sjónvarps- skjái á bör- um eða leikvöngum í stað þess að leita til kvennanna. Þó hafa stuðnings- menn ann- arra knattspyrnuliða, sem flykkst hafa til HoIIands, bjargað starfsem- inni. Stjórnandi fyrirtækisins Kam- asútru sagði að flestir þessara nýju kúnna væru Bretar. Þó væri sá galli á gjöf Njarðar að þeir væru ýmist þjáðir af bakverkjum eða of ölvaðir til að sinna ætlunarverki sínu. Hættur við ÍRANSKUR karlmaður sem ný- Iega gekkst undir kynskiptaaðgerð vill snúa aftur til fyrra lífs eftir slæma reynslu af því að vera kona. Þrátt fyrir áköf mótmæli foreldra sinna skipti hinn 25 ára gamli Mehran, nú Maryam, um kyn í fyrra. Hún skipti fljótlega um skoð- un vegna þess hve erfitt var að lifa með þeim hömlum sem eru á lífl kvenna í íhaldssömum múhameðs- trúarlöndum. „Ég get ekki haldið áfram að lifa svona eftir að hafa kynnst því hvernig er að vera karl- maður, án þessara hamla. I fyrstu bjóst ég við að ég myndi venjast þessu en lífið er orðið þreytandi og sársaukafullt." Bjó með látnum föður KONA í Vancouver í Kanada gengst undir geðrannsókn eftir að í Ijós kom að hún hefur búið með látn- um föður sínum í 2 ár. Konan er þroskaheft og 45 ára gömul. Að sögn lögreglunnar í Vancouver hélt hún greinilega að pabbi sinn væri veikur en að hann mundi jafna sig. „Hún vissi að það var ekki allt í lagi með föður sinn og sinnti honum því vel. Reyndar hefur komið í ljós að gamli maðurinn dó fyrh- þó nokkru, líklega fyrir um tveimur árum,“ sagði Anna Drennan, talsmaður lög- reglunnar. Lögreglan fann lík mannsins á föstudag eftir ábendingu frá kunn- ingja konunnar. Ekki er talið líklegt að maðurinn hafi verið myrtur. Krókódíll á ströndinni TVEGGJA og hálfs metra langur krókódíll sólaði sig í nokkra daga óáreittur á baðströnd ríka og fræga fólksins á Flórída. Krókódfllinn var handsamaður á mánudag eftir að skokkarar tóku eftir honum þar sem hann baðaði sig á strönd Fisher-eyj- ar, rétt utan Miami á Flórída í Bandaríkjunum. Ströndin er venju- lega lokuð almenningi en opin ríka og frasga fólkinu. Skokkaramir töldu sig fyrst hafa séð trjábol. Skriðdýrið er nú aftur komið til síns heima, í fen Flórída-ríkis. Vin- sældir þess eru ótvíræðar. „Fólk var virldlega spennt að fá að berja skepnuna augum,“ sagði John Melk, bæjarstarfsmaður á eyjunni. Krókódíllinn, sem reyndist vera fullorðið kvendýr, var fangaður eftir fjögurra klukkustunda eltingarleik við mikinn fögnuð mannfjöldans sem fylgdist með. KYIKMYNDIR/Regnboginn frumsýnir myndina Ordinary Decent Criminal með Kevin Spacey ______í aðalhlutverki._ Heiðarlegur krimmi Frumsýning MICHAEL Lynch (Kevin Spacey) býr í Dublin. Honum er lýst sem fjölskyldumanni, lygara, kiimma og söguhetju myndarinnar Ordinary Decent Criminal, sem Regnboginn frumsýnir í dag. Lynch rænir hina ríku en býr á meðal hinna fátæku. Hann elskar báðar sínar konur, systumar Christ- ine (Linda Fiorentino) og Lísu (Hel- en Baxendale), börn sín, gengið sem hann hefur safnað um sig og sinn sér- stæða lífsstíl. Hann hefur aðeins tvær grundvall- arreglur að fara eftir: Vertu heiðar- legur gagnvart þínu fólki og allir aðr- ir mega eiga sig. Það er Kevin Spacey sem fer með aðalhlutverkið í Ordinary Decent Criminal en leikstjóri hennar er Thaddeus O’Sullivan, sem áður gerði t.d. Nothing Personal og Witness to the Mob. Með önnur hlutverk fara Linda Fiorentino og Helen Baxen- dale ásamt Stephen Dillane. „Það sem vakti áhuga okkar Thaddeusar á þessari sögu um írskan gangster," er haft eftir framleið- andanum Jonathan Cavendish (Nothing Personal), „var hvemig hið hversdagslega írska umhverfi bland- aðist inn í giæpaveröldina. Við emm því vönust að sjá hávaðasama ítalska gangstera éta spagettí en hér fáum við venjulegt írskt heimilishald í bland við írska glæpasögu." Frægasti glæpamaður íra síðustu áratugi er Martin Cahill en John Booman gerði mynd byggða á ævi hans fyrir nokkru og kallaði The Gen- erai. A tímabili hugðust framleiðend- ur Ordinary Decent Criminal byggja mynd sína á ævi Cahills einnig en fannst of bindandi að halda sig við sögu eins manns. „Við ákváðum að notast við nokkra þætti úr lífi Cahills og þætti úr ævisögum annarra írskra glæpamanna og búa til úr því algeran skáldskap," segir Cavendish. Hann og leikstjórinn Thaddeus voru gersamlega sannfærðir um að enginn væri betri í hlutverkið en bandaríski leikarinn Kevin Spacey. „Enginn er fjölhæfari," segir fram- leiðandinn. „Hann getur verið hvað sem er og hver sem er.“ Þeir ræddu við Spacey sem samþykkti að fara með aðalhlutverkið í myndinni og eft- ir það reyndist auðvelt að fjármagna hana. „Mér leist vel á handritið,“ segir Spacey, „og mér fannst myndin koma á réttum tíma fyrir mig. Mér fannst persónan sem ég leik, Michael Lynch, hrífandi náungi. Hann er upp á kant við allar stofnanir samfélagsins en hann er líka á sinn hátt strangheiðar- legur og góður fjölskyldufaðir. Ég hef áhuga á slíkum þversögnum. Mér finnst gaman að leika persónur sem áhorfendur hafa ekki í hendi sér.“ Framleiðslufyrirtæki Spaceys, Trigger Street, á þátt í gerð myndar- innar ásamt fyrirtæki Mel Gibsons, Icon Films. „Það er margt sem mig langar til þess að gera bæði sem leik- stjóri og framleiðandi," segir leik- arinn. Opið föstudag til kl. 19, laugardag frá kl. 10-16 Dömujakkar ■ Herrajakkar - Pils - Leðurbuxur - Bolir - Gallabuxur - Rúskinnsjakkar - Kjólar ■ Toppar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.