Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 88

Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNU, I03REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Ásdís Sól og blíðu spáð næstu daga Einstök veðurbliða var um sunnan- og vestanvert landið í gær og spáir Veðurstofan þurrki og hlýindum um land allt næstu daga. Þessi litla stúlka gleymdi sér í sandkökubakstri á nýju ylströndinni í Nauthólsvík en þar nutu fjölmargir borgarbúar sólarinnar í gær. Krónan veikist um A annað þúsund tiónatilkynningar hafa borist vegna jarðskjálftanna Leitað húsnæðis fyrir heimilislausa FUNDUR í kjaradeilu Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins hefur verið boðaður klukkan 9:00 í dag, föstudag. Samtök atvinnulífsins segja að hinn efnislegi kjarni deilunnar sé sá, að Sleipnir haldi enn til streitu kröfum sem eru meira en þrisvar sinnum hærri en samið hefur verið um við önnur stéttarfélög. Kröfu- gerð Sleipnis feli í sér 50% launa- hækkun frá undirskrift samnings auk dýrra kröfuliða, s.s. nýrra reglna um kaffitíma og akstur til og frá vinnu. Segja Samtök atvinnulífs- ins að fyrir fyrirtækin myndi slíkur samningur jafngilda ákvörðun um að hætta starfsemi. Samtökin hafi þegar teygt sig langt til lausnar á kjaradeilunni og boðið Sleipnis- mönnum meiri hækkanir en búið er að semja um við um 40 verkalýðsfé- lög innan VMSÍ fyrir sömu störf. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir gagnstefndi í gær tveimur fyrir- tækjum sem notið hafa lögbanns sýslumannsembættisins í Reykja- vík. Fyrirtækin sem um ræðir eru Teitur Jónasson ehf. og Austurleið hf. Þá segir í tilkynningu frá Sleipni að félaginu berist á degi hverjum fjöldi beiðna um undanþágur frá verkfalli. Verkfallsnefnd félagsins hafí ákveðið að framvegis yrði öllum slíkum undanþágubeiðnum hafnað. 1,14% STARFSMENN Rauða krossins leituðu í gær húsnæðis á Hellu og hafa samtökin óskað eftir aðstoð al- mennings við að hýsa þá sem misst hafa hús sín vegna jarðskjálftanna. Segja fulltrúar samtakanna marga ennþá í algeru bráðabirgðahúsnæði. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti jarðskjálfta- svæðin á Suðurlandi síðdegis í gær og kynnti sér meðal annars starfsemi í fjöldahjálparmiðstöð Rauða kross- ins á Hellu og átti fund með fólki í Árnes- og Rangárvallasýslu sem misst hefur heimili sín á jarðskjálfta- svæðunum. Sagði Ólafur að það vekti eftirtekt hans og aðdáun hversu fólk tæki áföllunum með ró og yfirvegun ÍSLENSKA krónan veiktist um 1,14% í viðskiptum á millibanka- markaði í gær. Lokagildi visitölu krónunnar var 111,30 á miðvikudag en 112,57 í gær. Þegar Seðlabankinn greindi frá vaxtahækkun á föstudag var vísi- talan í 111,57 og hefur krónan því lækkað um 0,90% frá þeim tíma eft- ir nokkra hækkun á mánudag og þriðjudag í þessari viku. Þess ber að geta að hækkun á vísitölu krónunn- ar þýðir lækkun á gengi krónunnar. I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Eiríkur Guðnason ^eðlabankastjóri að ekki hefði verið akveðið að grípa til aðgerða vegna þessarar lækkunar. Viðskipti á bak við þessa lækkun í gær voru um sjö milljarðar króna, sem er vel yfir meðallagi. Tilraunir gerðar með jarð- skjálfta- spátæki RAGNAR Stefánsson jarð- skjálftafræðingur segir að á jarðskjálftadeild Veðurstofunn- ar sé verið að reyna að útbúa hugbúnaðartæki sem geti hugs- anlega varað við jarðskjálftum. Tilraunir með þennan búnað séu hafnar og bendi þær til þess að menn séu á réttri leið. Hann segir þó að of snemmt sé að segja til um hvort þessi tilraun takist, en sú skjálftahrina sem nú ríði yfír Suðurlandsundir- lendið gefi jarðvísindamönnum mikilvægar upplýsingar sem vonandi gagnist þeim við það verkefni að spá fyrir um jarð- skjálfta. Ragnar segir að jarðvísinda- menn leggi mikla áherslu á að afla sem mestra upplýsinga um jarðskjálftana á Suðurlandi, en þeir geti gefið vísindamönnum aukna þekkingu á eðli jarð- skjálftanna. Sett hefur verið upp sólarhringsvakt á jarðskjálfta- deiid Veðurstofunnar, en Ragn- ar segir mjög mikilvægt að tryggja að söfnun upplýsinga sé stöðug. Hætta er á að við stóru jarðskjálftana skemmist búnað- ur sem sjá á um sjálfvirka mæl- ingu. Unnið hefur verið að því að auka rekstraröryggi kerfisins. ■ Þúsundir/68 og væri staðráðið í að horfa fram á veginn. Tilkynningar um eitthvað á annað þúsund tjón hafa þegar borist trygg- ingarfélögunum vegna jarðskjálft- anna. Viðlagatrygging Islands ber tjónið en til að flýta fyrir því að upp- gjör eignatjóna gætu farið fram buð- ust eignatryggingafélögin til þess að koma að því að meta tjónið. Svipaðar breytingar urðu á jarð- hitakerfum á Suðurlandi við jarð- skjálftann aðfaranótt síðastliðins miðvikudags og varð á þjóðhátíðar- daginn. Við skjálftann jöfnuðu sig sumar borholur og laugar sem höfðu aukist eða minnkað við fyrri skjálft- ann og heitt vatn hefur sums staðar þorrið en á öðrum stöðum er komið sjálfrennsli úr gömlum holum. í til- kynningu frá Orkustofnun kemur fram að til langs tíma litið séu skjálft- arnir til bóta fyrir jarðhitakerfin þar sem rót komist á sprungumar, en vandræði hljótist af meðan á þeim stendur vegna vatnsborðsbreytinga og gruggs sem kemur í vatnið. Almannavamir ríkisins hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að orðrómur á höfuðborgarsvæðinu og víðar, að yfirvofandi sé ógnarjarð- skjálfti eigi ekki við nein vísindaleg rök að styðjast. Fjöldi upphringinga frá skelkuðum borgarbúum hefur borist stofnuninni, en Hafþór Jóns- son, fulltrúi hjá Almannavörnum, segist telja að kvitturinn hafi komist á kreik vegna fréttaflutnings er- lendra fjölmiðla. ■ Afleiðingar jarðskjálftanna 4/ 44-45/68 Fundað verður í Sleipnisdeilunni í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.