Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Að þúsund árum liðnum Kristnin var rekin ofan í kokið á fáfróðum lýðnum hér uppi á ísaköldu landi, með salómonsdómi Þorgeirs Ljósvetningagoða, segir Ellert B. Schram. Hófust jar með hinar myrku aldir. ÞÚSUND ár eru langur tími. Óhugnanlega langur. Mörgum, mörgum kyn- slóðum í burtu. I raun og veru svo langt í burtu að þúsund ára at- burðir eru ekki af þessum heimi, heldur saga aftan úr fomeskju, þegar lífið var allt öðruvísi og gjörsamlega ólíkt því sem við þekkjum. Og þó gerðist það samt, sem gerðist hér forðum, á þeim stað og þeim slóðum, sem við sjálf göngum á og lifum í, á nýrri öld. Þúsund árum seinna. Þingvellir eru nú, eins og þeir voru þá, Armannsfell stóð á þeim sama stað og það stendur enn. Leiðin yfir Mosfellsheið- ina er eins löng og áður, Almannagjá var jafn heillandi og sérstök í augum þeirra sem land- ið byggðu fyrir þúsund árum, eins og hún er, þegar ég fer með börnin mín um þessa sömu gjá. Og það er jafnvel hægt að rekja ættir sínar til þessara landnámsmanna, frá árinu þús- und. Afi var fæddur um miðja nítjándu öld- ina, langalangafa á ég sem fæddist 1758 og langalangalangafi var ekki nema átta, níu kynslóðum frá þeim sem sátu á Lögbergi, þegar kristnitakan var ákveðin. Sjálfur er ég að gera mér vonir um að verða langafi áður en ég er allur. Lengri er nú þráðurinn ekki. En samt er þetta svo langt, langt í burtu. Einhverjir skeggjaðir frumbýlingar á mörk- um hins byggilega heims, að móta sér lög og reglur og drekkja lauslátum kvenmönnum í Drekkingarhyl, eftir að þeir höfðu sjálfir gert þær óléttar. Óg dæma menn til óhelgi fyrir að eiga í útistöðum við nágrannana. Karlar í öllu sínu veldi, karlar í öndvegi þeirrar þjóðar, sem hvorki var né hét. Ráðsk- uðust með þræla og undirmáls- fólk, drápu sér til frægðar og tóku það sér fyrir hendur að segja fólk- inu hveiju það ætti að trúa. Afi minn gaf mér Islendinga- sögumar í fermingargjöf og kunni þær sjálf- ur utan að og eflaust hafa þessar sögur haldið lífinu í fólkinu í landinu, vegna þess að það taldi sér trú um að þetta væru hetjusögur og íslendingar væru merk þjóð og meiri en aðr- ar þjóðir, þótt mestan part séu þessar bók- menntir hroðalegar lýsingar á mannvígum og hefndum, sem hvorki voru kristilegar né göfgandi. g þannig var einnig um kristnitökuna margfrægu á Alþingi, þegar Þorgeir lagðist undir feld til að miðla málum út af trúarbrögðum, sem fæstir kunnu deili á, nema örfáir trúboðar og sendimenn frá Ólafi konungi, sem hafði um þær mundir það helst fyrir stafni ytra, að drepa mann og annan, sem ekki hlýddi honum í trúboðinu. Kristnitakan var með öðrum orðum rekin ofan í landann til að friða það konungsvald, sem landnámsmennimir flúðu. Þetta var ekki ólíkt því þegar seinni tíma spámenn ákváðu að þjóðir þeirra skyldu binda trúss sitt við nýstárlegar þjóðfélagskenningar, sem yfir- völd og einræðisherrar höfðu sjálfir trú á. Kristnin var rekin ofan í kokið á fáfróðum lýðnum hér uppi á ísaköldu landi, með salómonsdómi Þorgeirs Ljósvetningagoða. Hófúst þar með hinar myrku aldir, ógnar- stjórn kirkjuvaldsins, andlegir fjötrar, kúgun og hjátrú, sem leiddi að lokum til glataðs sjálfstæðis, eftir því sem Guðni Jónsson segir í formála að Biskupasögum. HUGSAÐ UPPHÁTT Undirbúningur kristnihátíðar á Þingvöllum. En það er sosum ekki verra að halda upp á þessa ánauð en hverja aðra og ef kirkjan er stolt af þessu upphafi sínu og sögu klerka og biskupa, sem drottnuðu hér og deildu, má hún það mín vegna. Sjálfur er ég kominn af Þorláki biskupi í Skálholti, sem nýtti biskupsdæmi sitt til að sölsa undir sig fleiri jarðir en góðu hófi gegndi, svo ekki þarf ég að kvarta. Betm- að menn hafi verið búnir að finna upp gjafakvóta á landareignir á þeim tíma. Þá væri mér og mínum vel borgið í skjóli lénsveldis eins og það gerist best í nútímanum. En það er nú önnur saga og sýnir hvað kirkjunni hefur farið aftur. Og þeim ættboga sem kominn er af Þorláki. á, þúsund ár og dagur ei meir. Ég labb- aði um gamla kirkjugarðinn við Suður- götu um daginn. Sá þar mörg leiðin og marga bautasteinana, sem voru komnir til ára sinna. Jafnvel fínustu legsteinar til minn- ingar um merka biskupa og klerka voru farn- ir að láta á sjá og sum nöfnin þekkti ég alls ekki, enda þótt ekki fari milli mála að þar séu hinir mætustu menn til hvílu lagðir. Enda engin furða þótt gröfturinn sé máður og leið- in vanhirt. Börnin og barnabömin löngu komin undir græna torfu sjálf og það fyrnist yfir ættartengslin og afrekin og bautastein- arnir standa þarna eins og minnismerki um löngu liðna tíð, vörður um sögu og menn, sem gengu á mála hjá kirkjunni og fluttu guðsorð yfir látnu fólki sinnar kynslóðar og stóðu þá pligt að gera þjóðina guðhrædda og undir- gefna gagnvart kirkjuvaldinu og æðri mátt- arvöldum. Þjóðin var meira að segja svo guð- hrædd um tíma að hún þorði varla að lifa og þakkaði guði sínum fyrir andlátið. En skilaði sinni guðshræðslu til næstu kynslóðar og stóð þannig í þakkarskuld við þá guðsmenn, sem nú hvíla við Suðurgötuna, músum og mönnum að meinalausu. ú strákurinn minn litli leikur sér stund- um í bófahasar í garðinum og Þorberg- ur kom þar líka við um árið með elsk- imni sinni. Meira er það nú ekki. Nú eigum við að skunda á Þingvöll til að votta þessari trúarathöfn virðingu okkar, þegar Ljósvetningagoðinn sá sér þann kost vænstan að semja frið við konungsvaldið. Sem mundi teljast einhvers konar milliríkja- samningur á okkar dögum. Og klókindi af hálfu goðanna, sem var skítsama um trúna, svo lengi sem þeir höfðu völdin. Má segja með nokkurri vissu að þar fari saman landnámstíðin og nútíðin, að hver er sjálfum sér næstur. Segið svo að þetta hafi ekki verið merkur atburður! I það minnsta vildi ég gjarnan vera uppi að þúsund árum liðnum til að geta fylgst með því hvaða atburður á þessu herrans ári telst þess virði að aftur sé haldin hátíð á Þingvöllum. Eða hvaða bautasteinar núlifandi íslendinga verða ennþá uppistandandi. Ólympíuhlaup ÍSÍ og C0CA-C0LA miðvikudaginn 28. júní kl. 20.00 íþróttamiðstöð ÍSÍ Laugardal Bjama Viðars Magnússonar verða eftirtalin fyrirtceki lokuð mánudaginn 26. júnt, frá kl. 12.00 Hlaupið, skokkað eða gengið um Laugardal 2,5 km-5km-10km Ókeypis þátttaka - Allir fá verðlaunapening, viðurkenningarskjal og drykk frá Coke IJK.) 2000 ÍSLENSKA UMBOÐSSALAN HF ICEANDiC SALES AGÐCV UD VELAR& ÞJÓNUSTAhf Þekktir fyrir þjómjsto w ITITANI Flughermir Kynningarflug Videosýningar Listflug Rádgjöfo.fl. Opidhúsídag! [frákl 10-16] FLUGSKÓLI ÍSLANDS Reykjavíkurflugvelli Sími 530 5100 - Fax 530 5109 www.flugskoli.is l,ísl íbyggiiignvarm/cisliiinmi mn Iðnrinlll stunrein og vönduó hrainiaBUstækl Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif. Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö - Sænsk gæðavara Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sfmi: 564 1088 - Fax: 564 1089 LLicyíÍht; til bctm Lííc Skokkhópur íþrótta fyrir alla byrjar meö nýtt 4 vikna skokknámskeið ætlað þeim sem hafa hugsað sér til hreyfings en ekki komist í gang. Námskeiðið hefst mánudaginn 26. júní kl. 18. Mæting 3svar í viku í Skautahöllinni í Laugardal. Leiðbeinendur eru: Kristinn Magnússon og Kristín Óladóttir, sjúkraþjálfarar. Fagleg leiðsögn og markviss uppbygging. Upplýsingar í síma 5813377. ÍÞRÓTTID FVRIR ILLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.