Morgunblaðið - 25.06.2000, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.06.2000, Qupperneq 9
+ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 B 9 Fjölnir Stefánsson Morgunblaðið/Jim Smart hita og fékk að hafa hann inni hjá mér. Konan sem átti húsið þar sem ég leigði þá, við Mom- ington Avenue, var þó ekki róleg yfir þessu, hún óttaðist að ég kveikti í og bað mig að fara varlega því húsið væri það eina sem hún ætti. I sömu götu bjuggu þau Marta Guðjónsdóttir og Magnús Guðjónsson flugstjóri sem reyndust mér góðir vinir, en Mörtu þekkti ég að heiman. Um skeið var þama Guðrún A. Símonar söng- kona sem var ekki verra, hún var mjög hress kona. Eg lærði mikið hjá Seiber og hjá honum fór ég í sextándu aldar kontrapunkt, Bach og Haydn sem lykilmann að klassískri tónlist. Ég kynnti mér líka samtímatónlist og jafnhliða sat ég við að kompónera, ég skrifaði þama verkið „Fimm skissur fyrir píanó“ en það verk var val- ið tii flutnings á norrænum tónlistardögum árið 1960. Sama ár frumflutti Steinunn Briem þetta sama verk á tónleikum Musica Nova en þá var ég kominn heim. Heim til starfa Ég fór heim 1958 og hafði í farteskinu sálma- lög úr Grallaranum og lög við Tímann og vatnið eftir Stein Steinar. Ég hélt áfram að skrifa sönglög hér heima og nokkur lög eftir mig vom flutt á norrænum dögum í Kaupmannahöfn ár- ið 1962 en þau vom frumflutt á svokallaðri ISCM-tónlistarhátíð í Vín. I London kynntist ég konunni minni, Amdísi Guðmundsdóttur, sem var að læra ensku ytra. Hún starfar nú sem fulltrúi á bæjarskjalasafni Kópavogs. Við Amdís komum um áramótin 1957-58 til íslands til að gifta okkur, fóram svo út aftur en komum alkomin heim um sumarið. Þetta var dýrlegui- tími. Ég var ráðinn kennari í tónfræði og hljómfræði við Tónlistarskólann í Reykjavík og starfaði þar í tíu ár. Ég starfaði þar með gömlu kennurunum mínum, m.a. Jóni Þórarinssyni. Skólinn var þá í Þrúðvangi og sá mæti maður Ami Kristjánsson var skólastjóri. Jón Nordal tók fjótlega við af honum. Síðan flutti skólinn upp í Skipholt þar sem hann er enn. Ég á góðar minningar frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík, bæði sem nemandi og kennari. Margir ungir tónlistarmenn, tónskáld og hljóðfæraleikarar vora um þetta leyti að koma heim frá námi og það skapaði grundvöllinn fyr- ir stofnun Musica Nova. Þar var vettvangur til þess að flytja nýja tónlist ungra íslenskra höf- unda og nýja erlenda tónlist. Við voram sjö sem stóðum að stofnun þessa félagsskapar. Fyrir- komulag tónleikanna var með öðra sniði en áð- ur hafði tíðkast, menn fengu sér kaffi og eitt- hvað með því meðan á tónleikunum stóð, en Sigurður Markússon kom með þessa hugmynd. Þessir tónleikar áttu vinsældum að fagna.“ Byggði hús í Kópavogi „Við hjónin hófum búskap í Skaftahlíð 3 í húsi sem pabbi byggði en svo fluttu foreldrar mínir niður á Kjartansgötu 2 og þar fengum við Amdís kjallarann til íbúðar. Þar voram við þar til við byrjuðum að byggja 1963 í Kópavogi. Við fengum úthlutað þar lóð fyrir atbeina góðra manna. Við fluttum inn í húsið árið 1965 en það var ekki tilbúið, við voram um tíma með tjöld í hurðastað, bráðabirgðainnréttingar og máluð gólf en smám saman kom þetta allt saman. Við ólum þar upp dætur okkar þrjár, Ingibjörgu, Þorbera og Brynhildi en nú era þær famar að heiman og við hjónin búin að flytja okkur um set upp á tíundu hæð í Lækjasmára 6. Þegar ég var að koma mér fyrir í upphafi starfsferilsins kenndi ég tímabundið auk ann- ars við tónlistarskólana í Mosfellsbæ, Keflavík og Kópavogi. Það kom sér þá að ég hafði keypt Skoda árið 1962. Ég þurfti reyndar að selja málverkið „Silfra“ eftir Asgrím Jónsson, sem mér þótti mikið til koma, til að eignast bílinn og sé eftir myndinni enn í dag, en ég sé hana þó stundum í sjónvarpinu, hún hangir í einhveiju ráðuneytinu núna. Ragnar í Smára keypti myndina af mér og gaf hana síðar Alþýðusam- bandinu. Líklega hefur hann séð að ég sá eftir myndinni því hann kom með myndir sem hann gaf mér í kaupbæti - hann var sérstakur mað- ur.“ Skólastjóri Tónlistarskólans í Kópavogi „Tónlistarskólinn í Kópavogi tók til starfa 1. nóvember 1963. Bæjaryfirvöld fóra fram á það við fræðsluskrifstofuna í Kópavogi að stofnað yrði tónlistarfélag sem hefði það að aðalmark- miði að reka tónlistarskóla - stjóm félagsins var formlega mynduð 1964. Guðmundur Arna- son kennari var fyrsti formaðurinn en Runólfur Þórðarson verkfræðingur varð formaður 1970 og það er hann enn. Tveir skólastjórar höfðu starfað við skólann árið 1968, þeir Jón S. Jóns- son og Frank Herlufsen, en umrætt ár var skólastjórastaðan auglýst laus, ég sótti um og fékk stöðuna. Þetta var starf sem ég hafði ákaf- lega mikinn áhuga á - ég hafði miklar skoðanir á þvi hvemig ætti að reka tónlistarskóla, hafði varla hugsað um annað en tónlist og kennt í tíu ár. Skólinn hér var að mörgu leyti á byrjunar- reit enn þegar ég kom að honum. Ég gerði breytingar sem orsökuðu það að nemendum fjölgaði úr 80 í 180 strax á fyrsta ári. Ég stofn- aði undirbúningsdeild sem síðar varð forskóli fyrir 6 til 8 ára böm. Það varð að finna aðferð til þess að kynna tónlist fyrir bömum og sjá hvort það vekti ekki áhuga þeirra á að læra meira. Eitthvað af þeim nemendum sem þarna byij- uðu héldu svo áfram og einnig bætti ég við nýj- um námsgreinum og jók við þær sem fyrir vora. Bóklegar greinar vora líka teknar fastari tökum. Ég var svo heppinn að vinur minn Kristinn Gestsson var tilbúinn til að koma í slaginn með mér og í byijun árs 1969 fastréð hann sig sem kennara við skólann sem var mér mikill styrkur. Hann var búinn að starfa lengi við Tónlistarskólann á Akureyri. Fjárhagslegt óöryggi einkenndi starfið í iyrstu en launagreiðslur komust á fastari grann árið 1975. Það hlóðst smám saman á mig mikið starf; auk skólastjómar kenndi ég, hafði með höndum innheimtu skólagjalda og greiðslu launa og sá um bókhaldið að auki þótt ekki væri ég neinn bókhaldsþjarkur. Þar kom að ég var öll kvöld og helgar í þessu streði. Árið 1974 fékk til aðstoðar á skrifstofunni Hildi Halldórs- dóttur sem hefur unnið með mér alla tíð síðan og verið mér ómetanleg stoð og stytta í dagleg- um rekstri skólans." Kenndi í gúmmístígvélum „Með fjölgun nemenda jukust öll umsvif en gallinn var sá að skólinn var til húsa í félags- heimilinu, í húsnæði sem tónlistarfélagið leigði. Brátt urðu þrengslin slík að lá við algjöram vandræðum og um þverbak keyrði veturinn 1969.til 1970. Það hélt áfram að fjölga í skólan- um, meira að segja var settur á laggimar bamakór í öllu kraðakinu og loks varð beinlínis óvinnandi vegna þrengsla. Mér fannst kasta tólfunum þegar ég þurfti að búa til skrifstofu til að taka á móti fólki í fatahenginu því skrifstof- an var orðin kennsluherbergi. Það kom að því að þetta gat ekki gengið lengur og þá fengum við inni í félagsheimili skáta sem var við Borg- arholtsbraut. Það húsnæði var snöggtum betra en hið fyrra en eigi að síður voru á því ann- markar. Tónfræðitímar og fleira fór fram í bíl- skúr við húsið en hallinn var slíkur á lóðinni að þegar mikið rigndi eða hlánaði að vetri flæddi inn í skúrinn og þá varð maður að vera í gúmmístígvélum við kennsluna og gólfteppið lyftist upp undan vatninu.“ Nýtt og betra húsnæði - óperur og aukið starf „Sjálf kennslan gekk þó vel og einkum var ég ánægður með hvað undirbúningsdeildin gekk vel en hún var að mínu mati homsteinn skól- ans. Elísabet Erlingsdóttir kenndi undirbún- ingsdeildinni ásamt með söngkennslunni. Allt gekk þetta sérstaklega vel hjá henni og fyrsti nemandinn sem útskrifaðist úr söngdeildinni hjá okkur var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Við voram í húsnæði skátanna í eitt ár en þá bauð Þinghóll skólanum húsnæði í Hamraborg 11. Við fengum 380 fermetra á þriðju hæð sem var óinnréttað rými. Það var mjög gott þvf þá var hægt að hljóðeinangra vel svo að hljómaði ekki á milli. Þorkell Guðmundsson arkitekt, mágur minn, teiknaði innréttingamar og allt tókst þetta vel. Auk kennslurýmis voram við með að- stöðu í sal og aðgang að eldhúsi. Árið 1978 fengum við svo tækifæri til að kaupa hluta af annarri hæðinni og það gerðum við með aðstoð bæjarins. Árið 1992 fengum við hluta af jarð- hæðinni sem nýttist okkur vel sem tónleikasal- ur. Alltaf stækkaði skólinn en við urðum þó að gæta þess að fara ekki yfir þann kvóta sem okkur var ætlaður, okkur var sniðinn ákveðinn fjárhagsrammi. Síðar tókum við upp forskóla- kennslu í Snælandsskóla, Smáraskóli kom á eftir og Hjallaskóli. Mikið fjör var í starfsemi skólans, t.d. frumsýndum við árið 1993 fyi’stu óperana sem sett var á svið í Kópavogi, það var „Hans og Gréta“ eftir Humperdinck og það var þrekvirki hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur að koma þeirri sýningu á svið en hún annast söng- kennslu við skólann af miklum myndarskap. Alls hefur skólinn undir leiðsögn Önnu Júlíönu framsýnt fimm óperur. Þegar skólinn varð 20 ára 1983 fékk hann í afmælisgjöf frá bæjaryfirvöldum samþykkt þess efnis að framtíðarhúsnæði hans yrði á vesturhluta Gjárinnar. Yfir þessu gladdist ég mikið - þá sá maður fram á að byggt yrði yfir skólann. Svo var hafist handa um það tíu áram síðar að hanna þetta hús. Tónlistarhúsið í Kópavogi hýsir bæði Salinn og tónlistarskól- ann. Jónas Ingimundarson tónlistarráðgjafi Kópavogs kom fram með þá frábæra hugmynd að byggja 300 manna sérhannaðan tónleikasal sem jafnframt yrði salur skólans. Þetta hefur nú verið gert sem kunnugt er. Bæjaryfirvöld sýndu þama mikið framtak en eignir Tónlistar- skólans í Kópavogi vora seldar og andvirðið lagt sem hlutur skólans í hið nýja tónlistarhús." Heiðurslistamaður Kópavogs „Ég var gerður að heiðurslistamanni Kópa- vogs 1994 og jafnframt var mér falið 1997 að taka fyrstu skóflustunguna að hinu nýja tón- listarhúsi. Salurinn var opnaður í janúar 1999 og mér þótti það einnig mikill heiður að vera falið að semja tónverk til að framflytja við opn- un Salarins. Ég samdi af þessu tilefni verkið „Tónleik fyrir sex hljóðfæri" sem flutt var við þetta tækifæri. Skólinn flutti í nýja tónlistarhúsið haustið 1999 og við hann kenndu síðasta vetur 37 kenn- arar en nemendur vora 480. Allt hefur gengið eftir sem ég lét mig dreyma um þegar ég tók við stjórn skólans 1968. Húsnæðið nýja er frá- bært og rúmgott. 1995 var stofnað tónver Tón- listarskóla Kópavogs þar sem við kennum tölvutónlist. Það var mikið atriði að koma því á fót, þetta er krafan í dag og það verður að fylgja tímanum. Ég hafði menn til að kenna þessi fræði, Ríkharð Friðriksson og Hilmar Þórðarson. Nemendur tónversins héldu stór- skemmtilega tónleika í vor og tónverið okkar er eitt hið fullkomnasta á landinu. Meðal annars er hægt að taka upp tónleika sem fara fram í Salnum en húsnæði skólans er aðallega á ann- arri og þriðju hæð og einnig er hægt að taka tónleika skólans upp á myndband og þannig mætti áfram telja. Með þessu móti getur skól- inn eignast eigulegt safn af upptökum. Ég vildi óska að þetta hefði verið hægt fyrr á árum því oft vora eftirminnilegir tónleikar í skólanum." Tónlistarkennsla í grunnskólum? Hin síðari ár hafa heyrst raddir um að færa beri tónlistarkennslu inn í grannskóla, hvað segir Fjölnir Stefánsson um þær hugmyndir? „Mér finnst það allt í lagi og það yrði ekki í þeim mæli að það skaðaði tónlistarskólana - í þeim ríkir andrúmsloft til tónlistarkennslu sem ekki fæst annars staðar. Tónlistarskólarnir byrjuðu með forskóla og nú er spuming hvort grannskólamir taki yfir þá kennslu en það á eftir að sjást hvemig þróunin verður. Einnig kæmi til greina að tónlistarskólinn yrði með útibú t.d. í Lindunum þar sem mesti fjöldinn er núna. Aftur á móti sé ég ekki í fljótu bragði hvemig þetta á að vera hægt, þótt ekki væri nema vegna kennaraskorts. Ég held að raun- hæfast væri að hafa útibú á einum stað þar sem aðallega hljóðfærakennsla færi fram. Éf nem- endur stæðu sig vel og sýndu áhuga væri hægt að koma þeim áfram upp í tónlistarskóla þar sem allar bóklegu greinamar eru kenndar, samleikur og annað sem nauðsynlegt er. Það má ekki missa sjónar á því að tónlistarskólinn er miklu meira en bara það að kenna á hljóð- færi - bóklegu greinamar era mikilvægar." Tónsmíðar og tónleikar samtímans Hvernig skyldi Fjölni litast á framtíð tón- smíða á íslandi? „Mér finnst hún mjög björt til að sjá. Það er mikill fjöldi núna af ungu fólki sem er að semja tónlist og fer sviðið breikkandi með tímanum. Mér finnst þó enn vera talsverð gjá á milli sígildrar tónlistar og popptónlistai- á Islandi. Tónskáld hafa farið eigin leiðir og þá kannski farið langt fram úr því sem hægt er að ætlast til að hinn almenni hlustandi fylgi eftir. Tónleikarnir era orðnir svo margir og margvís- legir að þótt maður gerði ekkert annað en að fara á tónleika kæmist maður ekki yfir að heyra allt það sem í boði er. Það er athyglisvert hversu mikið af ungu fólki sækir þessa tónleika og við eigum geysilega mikið af frábæra tón- listarfólki, bæði tónskáldum og flytjendum. Það er heimsklassi sem boðið er upp á hér. Þetta er sannariega allt annar heimur en var ríkjandi þegar ég var að byrja í tónlist. Ég er sannfærður um að sú mikla gróska sem hefur orðið í starfi tónlistarskólanna skilar sér svona. Þai- fær fólk undirstöðuþekkinguna og úr þeim jarðvegi sprettur þetta tónlistarfólk. Þeim nemendum sem hafa lokið burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Kópavogi hefur vegnað vel, hvort sem þeir hafa farið til útlanda i fram- haldsnám eða stundað það hér heima. Mér finnst líka ánægjulegt að við skólann kenna núna kennarar sem hófu sinn tónlistarferil í skólanum hjá okkur.“ Tölvutæknin mun breyta tónlistarkennslu mikið Hver skyldi vera ósk Fjölnis Stefánssonar til handa Tónlistarskólanum í Kópavogi - nú er hann kveður hann að loknu löngu og vel heppn- uðu starfi? „Ég myndi óska þess að framhald yrði á því mikla starfi sem þar hefur verið unnið og einnig að skólinn yrði áfram opinn fyrir nýjungum. Þetta nýja húsnæði býður upp á slíkt og skólinn er í góðum höndum undir stjóm hins nýja skólastjóra Árna Harðarsonar sem tekur við í haust. Tölvutæknin á vafalaust eftir að breyta tónlistarkennslu mikið og tækniþróunin er svo ör að við sjáum ekki fyrir endann á því. Svo mikið veit ég að kennarar skólans hafa burði til þess að takast á við ný verkefni. Það rann margt í gegnum hugann þegar ég sleit skólan- um i síðasta sinn í vor. Ég minntist þess m.a. er ég sleit skólanum í fyrsta sinn; þá sagði ég að ég teldi það skyldu mína að vinna Tónlistar- skólanum í Kópavogi allt það sem ég gæti og gera veg hans sem mestan og bestan. Það er viðhorfið sem öllu skiptir, tónlistarskóli er fyrst og fremst fólkið sem starfar við hann - hvað sem öllu húsnæði líður. Ég sá það aldrei betur en á áranum í Þrúðvangi, þai' var húsnæðið ekki heppilegt en andrúmsloftið og kennararn- ir lyftu skólanum í hæðir. Tónlistarfélagið og bæjaryfirvöld hér hafa jafnan sýnt starfsemi skólans skilning og veitt honum stuðning hve- nær sem þörf hefur verið á og það er gæfa Tónlistarskóla Kópavogs að svo hefur verið.“ Viknaði við síðustu skólaslitin „Ég hef stjórnað Tónlistarskóla Kópavogs í 32 ár og það er eðlilega talsvert átak að hætta þar störfum. Mér fannst einkennilegt að út- skrifa í síðasta sinn nemendur og þannig gæti ég talið áfram. Við skólaslit vai’ ég búinn að herða mig upp í að ljúka þessu án sjáanlegra tilfinningahræringa. Salurinn var troðfullur, fólki var boðið að skoða húsnæðið og fá kaffi og meðlæti og yfir öllu ríkti hátíðarstemmning. Þá kom fulltrúi kennaranna til mín með blóm og svo geysilega fallegar og persónulegar kveðjur að það varð mér næstum ofviða. Ég dreif mig þó í að segja skólanum slitið en þá stóðu allir viðstaddir upp úr sætum og hylltu mig og þá viknaði ég - það er mér mikils virði að fara inn í eftirlaunaárin með þessa minningu. Kannski skilar hún sér í tónsmíðum sem ég hef hingað til átt bágt með að sinna sem skyldi en fæ nú tækifæri til að vinna að með óskiptum huga, sofna frá því og vakna til þess - slíkt er óneitan- lega tilhlökkunarefni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.