Morgunblaðið - 25.06.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.06.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 B 13 Morgunblaðið/Ásdís kógurinn hefur vaxið vel síðan eldri Fjölskyldurjóðrið er nýr áningastaður í Heiðmörk með sérhönnuðum leiktækjum fyrir börn. Þar er einnig að finna bekki, borð og útigrill ogsíðast en ekki síst gott skjói. ar hafist var handa við göngustíga- gerð var byrjað að keyra möl í þá slóða sem þegar hafði myndast vegna mikiilar umferðar. Síðan var farið í að skipuleggja stígana þannig að á gönguleiðinni væri sem mest fjöl- breytni og leggja þá um áhugaverð svæði svo gestir upplifðu skóginn, skjólið, útsýni, víðáttu og ýmiss kon- ar náttúrufyrirbrigði. Fræðslustígurinn er dæmi um skemmtilega stígagerð. Þetta er 9 km löng hringleið sem hægt er að fara inn á á mörgum stöðum. Hún liggur út frá bænum Elliðavatni og tengist þannig fyrirhugaðri fræðslustofú. Þaðan liggur stígurinn, suður með vatninu og upp í Heiðmörkina og um skóglendið þar. Komið hefur verið fyrir 45 fræðsluskiltum við þessa gönguleið þar sem er að finna fróð- leik í máli og myndum um náttúru, fuglalíf, trjágróður, sögu og fleira. Vignir segir að fólkinu sem komi í Heiðmörk megi skipta í nokkra hópa. Þá sem koma til að njóta útivistar í fögru umhverfi, gangandi eða hlaup- andi. Svo er það skíðagöngufólkið. Á vetrum þegar snjóar er hluti göngu- stíganna troðinn þannig að menn komist á gönguskíði á svæðinu. Einn- ig er áhugi fyrir því að koma upp upp- lýstum skíðagöngubrautum. Þá er í X_ bígerð að bæta tengslin við Bláfjalla- svæðið því margir vilja koma frá Blá- fjöllum á gönguskíðum og niður í Heiðmörk. Draumurínn að koma upp fjölbreyttum beijarunnum Margir koma tU að skoða fuglalífið. Heiðmörk er kjörlendi fyrir margs konar fuglalíf, að sögn Vignis. Sést hafa á svæðinu yfir 60 tegundir af fuglum. Við Elliðavatn og Myllulækj- artjöm eru vaðfuglar og mildð af öndum. Mólendi og heiðar fyrir spörfugla, heiðar fyrir rjúpur og gæs- ir. Klettar, melar, kjarrlendi og skóg- ar fyrir ýmsar tegundir aðrar. A svæðinu er einnig að finna viUt spendýr eins og fjallref og mink. Seg- ir Vignir að það hafi komið fyrir að refurinn sé á vappi við bæinn að EU- iðavatni á vetrum og sé honum þá stundum gefið að éta. „Stórir hópar grunnskólanema koma í Heiðmörk tU að vinna verk- efni í skólanum og njóta útivistar. Eg taldi 7 rútur héma um daginn,“ segir hann. Hingað kemur líka svolítill hópur manna tU að tína sveppi og fer sá hópur vaxandi. Sveppauppskera hefur margfald- ast með tilkomu skógarins. Eg vU taka það fram að hér em engir bráð- Frá vígslu Heiðmerkur 25. júní1950. Hugmyndin lýsti ótrúlegri framsýni HUGMYNDIN um útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga á þeim slóðum sem síðar hlutu nafnið Heiðmörk mun fyrst hafa komið fram á prenti í ársriti Skóg- ræktarfélags íslands árið 1936 í grein eftir Hákon Bjarnason er nefndist: „Frá ferðum mínum sumarið 1935.“ Hákon hafði tekið við embætti skógræktarstjóra 1. mars það ár og ferðaðist á hestum þá um sumarið um gjörvallt landið í byggð og þar á meðal reið hann upp fyrir Elliðavatn til að skoða þær kjarrleifar sem enn vom undir svonefndum Hjöllum og Löngubrekkum eins og segir í greininni. Ekki segir hann kjarrlendið mjög hávaxið en sumstaðar þó mannhæð og mjög þétt. Reykjavík og Hafnarfjörður voru aðaleigendur þessa landsvæðis og segir Hákon í fyrrnefndri grein að ef bæjarstjórnir þessara bæja sæju sér fært að gera ein- hverjar ráðstafanir til að vernda þessar skógarleifar og reyna að koma þeim á legg „væri mikill fengur fyrir íbúa bæjanna að geta skroppið um helgar í fagurt skóg- lendi án þess að þurfa að verja til þess of miklum tíma og peningum ..." Orð Hákons þykja bera vott um mikla framsýni hans. Á þessum tíma var bílaeign mjög lítil og ekki algengt að fólk hefði mikinn tíma aflögu auk þess sem fjárhagur þess var ekki það mikill að það gæti veitt sér slíkan munað sem ferðalög voru. Það þótti líka mikil umbylting að taka land undan beit og landbúnaði og ætla það til skógræktar og úti- vistar fyrir fólk. Landsvæðið sem ætlað var sem útivistarsvæði lá að austan- og sunnanverðu við Elliðavatn, á landspildum jarðanna Hólms, Elliðavatns og Vatnsenda. Þegar málið kom fyrir bæjarráð Reykjavíkur var því vel tekið og sama er að segja um dagblöðin en fram- kvæmdir drógust á langinn og átti heimsstyrjöldin, sem hófst árið 1939, sinn þátt í því. Rætt var um það manna á meðal að þörf væri á því að gefa hinu fyrirhugaða friðlandi sérstakt nafn. Sigurður Nordal prófessor sem oft hafði lagt leið sína á þessar slóðir lagði til að friðlandið yrði kallað Heiðmörk og hlaut það þegar í stað almenna viðurkenningu. Hafist var handa árið 1941 við að safna fé með frjáls- um samskotum meðal einstaklinga og fyrirtækja í Reykjavík og skyldi fénu varið til kaupa á girðingarefni og vorið 1944 var það afhent bæjarstjórn Reykjavíkur. í októbermánuði 1946 var gerð sú breyting á skipu- lagi skógp'æktarfélagsskaparins í landinu að Skógrækt- arfélag Islands var gert að sambandi skógræktarfélaga, sem stofnað höfðu verið og stofnuð voru félög í ýmsum héruðum landsins. Jafnframt var stofnað Skógræktarfé- lag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og fyrrnefnda félagið fékk meðal annars það hlutverk í vöggugjöf að beita sér fyrir friðun Heiðmerkur. I mars árið 1947 var leitað samninga við landeigendur um kaup á því landi sem fyrirhugað var að yrði úti- vistarsvæði Reykvíkinga, Heiðmörk. í framhaldi af því var Skógræktarfélagi Reykjavíkur falið að girða landið. Girðingarframkvæmdum lauk í lok árs 1948 og var Heiðmörk þá orðin friðuð. Nú var ekkert því til fyrirstöðu að hefja gróðursetn- ingu og síðari hluta vetrar 1959 fóru fram umræður milli ráðamanna Reykjavíkurbæjar og Skógræktarfé- lags Reykjavíkur um það hvernig haga skyldi umsjón með hinu friðaða landsvæði og væntanlegum fram- kvæmdum, einkum skógrækt. Settar voru reglur um landnám og skógrækt í Heiðmörk og megininntak þeirra reglna eru ákvæði um úthlutun á spildum til ein- stakra félaga, stofnana og starfsmannahópa í Reykja- vík, gegn því að þessir aðilar skuldbindi sig til að gróð- ursetja trjáplöntur, græða land og hirða samkvæmt fyrirmælum Skógræktarfélagsins. Reyndist vera mikill áhugi fyrir hendi á þessu mál- efni hjá ýmsum félögum. Var hver spilda um 5 ha að stærð og fékk hver starfs- hópur úthlutað 1.500 plöntum en nokkrir fengu stærri skammt. Sunnudaginn 25. júní 1950 var Heiðmörk vígð form- lega af Gunnari Thoroddsen þáverandi borgarstjóra og var opnuð almenningi við hátíðlega athöfn. Þess ber að geta að fram til þessa hefur Reykjavíkur- borg kostað allflestar framkvæmdir í Heiðmörk þrátt fyrir að hluti hennar sé í öðru sveitarfélagi, en þar er öllum frjálst að dvelja. Þegar hin upprunalega Heiðmerkurgirðing var sett upp var Elliðavatn, bæði staðurinn og vatnið, utan girð- ingar og Hjallar og Löngubrekkur voru aðeins að hluta innan girðingarinnar en úr því var bætt innan nokkurra ára og að auki bættist Vífilsstaðahlíð og landið upp af henni við Heiðmörkina. Á Elliðavatni var um nokkurra ára bil hæli fyrir þroskahefta á vegum Reykjavíkurborgar og einhver búrekstur. En árið 1962 hafði stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur fregnir af því að ráðgert væri að leggja það niður. Taldi stjórnin æskilegt að eftir þær breyting- ar yrði Elliðavatnsbærinn og umhverfi hans lagt undir Heiðmörk með ákveðnum skilyrðum, m.a. varðandi um- gengni um landið vegna vatnsbóls Vatnsveitunnar og var þá Heiðmörk orðin 2800 hektarar og er enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.