Morgunblaðið - 25.06.2000, Page 18

Morgunblaðið - 25.06.2000, Page 18
18 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vínþjónar Evrópu keppa Evrópumeistarakeppni vínþjóna fór fram í Reims í Frakklandi fyrir skömmu. Steingrímur Sigurgeirsson fylgdist með en Frakki bar sigur úr býtum að þessu sinni. BESTU vínþjónar Evrópu streyma á tveggja ára fresti til borgarinnar Reims í Frakklandi til að taka þátt í einni virtustu vínþjóna- keppni heims, Trophée Ruinart. Það er kampavínsframleiðandinn Ruin- art, sem stendur fyrir keppninni, og var hún í fyrsta skipti haldin árið 1988. Á þeim tíma sem síðan er liðinn geta sex vínþjónar státað af titlinum, besti vínþjónn Evrópu, þeirra á með- al Frakkinn Sergé Dubs, er starfar á Auberge d l’Ill i Illhausem í Elsass. Það er gífurlegur undirbúningur er liggur að baki keppni sem þessari. Margir þátttakendur hafa tekið sér frí svo mánuðum skiptir til að undir- búa sig, jafnvel þótt að þeir hafi starfað sem vínþjónar svo árum skiptir og tekið þátt í þessari keppni og öðrum oftar en einu sinni áður. I Frakklandi vekur Trophée Ruin- art ávallt mikla athygli. Ekki einung- is vegna þess að þjóðarstoltið er í veði heldur einnig vegna þess að áhugi á öllu því er tengist víni og mat er meiri en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Það er því kannski ekki nema von að Ruinart skuli standa fyrir keppni af þessu tagi. Það er markmið fyrirtækisins að höfða fyrst og fremst til áhuga- manna um vín og leyfir Ruinart til dæmis ekki að kampavín þess skuli selt í almennri sölu heldur einungis á veitingahúsum og vínbúðum. Orðaði forstjóri Ruinart, Roland de Cal- onne, það þannig er hann ræddi við blaðamenn að þetta væri ekki kampavín fyrir þá sem notuðu kampavín til að halda upp á sérstök tækifæri heldur kampavín íyrir þá sem litu á kampavín sem hluta af sinni eðlilegu lífsnautn. Kampavín Ruinart hafa að mörgu leyti sérstöðu. Fyrirtækið er eitt af fáum er framleiðir árgangslaust rósakampavín en þau eru einmitt á meðal bestu kampavínanna, þyngri og meiri en ljós kampavín, þar sem rauði liturinn fæst með því að bæta Pinot Noir-rauðvini við kampavínið. Rosé de Ruinart er eitthvert að- gengilegasta og ljúffengasta al- menna kampavín sem framleitt er. Allt kampavín Ruinart er Brut, það er skrjáfþurrt, og hvað þekktast er líklega Blanc de Blanc (hreint Chardonnay-kampavín) árgangs- kampavínið Dom Ruinart, sem nefnt er í höfuðið á munkinum sem lagði grunninn að fyrirtækinu. Ruinart er elsta kampavínsfyrirtækið sem enn er starfrækt. Að þessu sinni voru þátttakendur í Ruinart-keppninni þrjátíu talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þeim ríkjum fjölgar stöðugt er taka þátt í henni og eru nýliðarnir flestir frá Austur-Evrópu. íslendingar mega Morgunblaðið/Stemgiímur Að sjáifsögðu var skálað í kampavíni í lokahófinu þar sem Frakkar héldu upp á sigur. Haraldur Halldórsson er átti sæti í dómnefnd í keppninni og Stefán Guðjónsson er keppti fyrir íslands hönd. heita nokkuð gamalgrónir í keppn- inni því íslenskan keppanda var nú að finna í fimmta skipti. Einar Thor- oddsen læknir var sá fyrsti til að halda merki Islands á loft og gerði það raunar tvívegis, í fyrsta skipti ár- ið 1992 og aftur árið 1994. Þótt Einar hafi valið sér annan starfsvettvang en vínþjóninn hafa líklega fáir verið eins vel undir það búnir en hann að takast á við mestu fræðinga Evrópu á vínsviðinu. Árið 1996 var það Hjörtur Þorleifsson sem keppti í Ru- inart en hann starfaði þá sem vín- þjónn í Noregi. Fyrir keppnina árið 1998 var í fyrsta skipti haldin undan- keppni á Islandi fyrir Ruinart- keppnina og varð Island þá að full- gildri keppnisþjóð en ekki gestaþjóð. Reyndist Hjörtur vera sá sem stóð sig best í þeirri orrustu. I ár var það hins vegar Stefán Guðjónsson er sigraði í íslensku undankeppninni. Hann hampar titlinum vínþjónn árs- ins og keppti sem slíkur í norrænu Elsass-keppninni, sem er orðin að föstum lið, Throphée-Ruinart og mun jafnframt taka þátt í heims- meistarakeppni vínþjóna fyrir Is- lands hönd sem haldin verður í Kan- ada síðar á þessu ári. Stefán hefur um margra ára skeið verið í forystusveit þeirra er barist hafa fyrir auknum vínáhuga meðal þjóna og bættu vínúrvali á veitinga- húsum. Hann var lengi yfirþjónn á Argentínu og tryggði gestum þar að- gang að góðu víni en söðlaði um fyrr á þessu ári og starfar nú á Hótel Borg. Vínþjónakeppnir eru yfirleitt byggðar upp á svipaðan hátt og var sú í Reims engin undantekning. Þeir þrjátíu er mættu til leiks urðu að tak- ast á við mjög þungt skriflegt próf sem hafði verulegt vægi þegar stig voru tekin saman. Allt getur komið upp á slíku prófi og oft kemur það keppendum í opna skjöldu að rík áhersla er stundum lögð á lítt þekkt svæði. Þannig stóðu þátttakendur frammi fyrir því í þetta skipti að vín Austur-Evrópu gegndi lykilhlut- verki á prófinu á meðan einungis eina, litla og ómerkilega spurningu var að finna er tengdist frönsku víni. Þetta kann að hljóma undarlega en eitt gengur yfir alla og einungis þeir sem eru við öllu búnir komast áfram. Að auki verða keppendur að sýna hæfni sína í skriflegu og munn- legu blindsmakki sem og við umhell- ingu á víni. Þeir þrír sem standa sig best ná í úrslit og að þessu sinni voru það fulltrúar Ítalíu, Enrico Bernardo er starfar á Le Cinq á Hotel George V í París, Frakklands, Franck Thom- as er starfar á La Terrasse í Juan- les-Pins í Suður-Frakklandi og Sví- þjóðar, Jonas Röjerman frá Vinkáll- aren Grappa í Stokkhólmi, er náðu áfram. Vínáhugi meðal þjóna á Norð- urlöndum hefur aukist mikið síðasta áratuginn og gríðarlegan metnað er að finna í norrænu vínþjónunum. Norrænu keppendumir fjórir eru allir í fremstu röð í sínu landi og því ánægjulegt að Norðurlöndin skuli hafa átt fulltrúa meðal hinna fjög- urra efstu. Úrslitakeppnin fór fram í risastór- um sal í Palais des Congrés í Reims og fylgdist mikill fjöldi áhugamanna og ijölmiðlamanna með keppninni. I fyrri hluta úrslitanna var keppt í því að bera fram kampavín, umhella og bera fram rauðvín og finna villur á röngum vínseðli. Gat þar verið um margskonar villur að ræða, allt frá því að einn staf vantaði í nafn á fram- leiðanda eða héraði, hérað átti ekki við framleiðanda eða að tiltekinn ár- gangur væri ekki enn kominn í sölu, svo dæmi séu nefnd. í síðari hluta keppninnar sperrtu íslendingarnir hins vegar eyrun. Þá áttu keppendur að mæla með vini við ákveðinn mat- seðil við dómnefndarmenn, smakka þrjár tegundir af víni og sjö af sterk- víni blint og sýna hæfni sína í því að sinna vindlaþjónustu. Þegar fyrsti keppandinn mætti á sviðið kom í ljós að þeir áttu að ímynda sér að þeir væru í þeirri stöðu að starfa í Perlunni og vera að taka þar á móti fimm manna hópi er væri að prufa seðil fyrir þrjátíu manna hóp er hygðist koma til ís- lands og halda upp á að þriðja ár- þúsundið væri runnið upp. Fengu þeir fimm rétta matseðil í hendurnar og urðu síðan á nokkrum mínútum að leika það hlutverk sem fyrir þá var lagt. Þótt matseðillinn hafi kannski 2ja herb. í Hafnarfirði Opið hús á milli kl.13 -15 65 fm falleg íbúð á jarðhæð við Hvammabraut 12 í Hafn. ATH: íbúðin er laus. Allar uppl. á skrifstofu. .IS Andrés Pétur Rúnarsson, löggiltur fasteignasali, sími 553 4030 Skrifstofuhúsnæði til leigu Tíl leigu er gott skrifstofuhúsnæði í Verkfræðingahúsi að Engjateigi 9, Reykjavík. Á fyrstu hæð (austur hluti) eru til leigu 228,5 m2 og á jarðhæð (vestur hluti) 227,5 m2 auk sameignar. Húsnæðið ertil leigu í einu eða tvennu lagi frá 1. september 2000. Næg bílastæði eru á lóðinni. Upplýsingar gefur Logi Kristjánsson í síma 568 8511 Verkfræðingafélag íslands Opið hús í dag CHNUCQMU FASTEIGNASALAN GIMLI, PÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 AUSTURBERG 10, 2. HÆÐ + BÍLSKÚR HRAUNBÆR 58,1. HÆÐ Nýkomin í sölu falleg og mikið endurn. 114 fm íbúð á 1. hæð í nýstandsettu fjölb. Vestur- og austursvalir. Rúm- góð herb. Glæsilegt eldhús. Ahv. 5,4 millj. húsbréf 5,1 %. Verð 12,4 millj. Örn og Kristjana taka á móti ykkur í dag á milli kl. 14.00 og 16.00. Falleg og rúmgóð 3ja herb. 81 fm íbúð á 1. hæð í fjölb. ásamt bílskúr. Stór stofa og rúmgóð herb. Stórar suður- svalir. Stutt í skóla og alla þjónustu. Sameign lítur vel út. Leiktæki á lóð. Verð 9,9 millj. Áhv. 4,2 millj. Stefán og Guðfinna taka á móti ykkur í dag á milli kl. 13.00 - 17.00. IÐNAÐARHURÐIR HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK SIMl 587 8750 - FAX 587 8751

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.