Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 19
MOKGUNBLAtíiA) SUNNUDAOUK25. JUN12000 Jt5 1» Frakkinn Franck Thonias, er sigraði í keppninni, umhellir rauðvíni fyrir dómnefndarmenn. ekki verið alfarið íslenskur (skógar- hænsni í aðalrétt) var skemmtilegt að sjá hvernig þeir leystu þetta af hendi. Greinilegt var að Frakkinn var ekki alveg ókunnugur aðstæðum á Islandi. Hann var með íslenskar skírskotanir hér og þar og lagði jafn- vel til við gesti að þeir fengju sér ís- lenskt brennivín eftir matinn „sem við köllum svartadauða hér á Is- landi“. Svíinn virtist hins vegar eitt- hvað gleyma sér og lagði til við gesti að þeir fengju sér hið sænska lindar- vatn Ramlösa ásamt víninu, en lítið hefur farið fyrir því í íslenskri veit- ingahúsamenningu eftir því sem ég veit best. Og jafnvel eftir að þessum hluta keppninnar var lokið hélt Frakkinn áfram og taldi í blind- smakkinu að hvítvínið myndi henta einstaklega vel með íslenskri ýsu (þetta var svissneskur Chasselas). Allir stóðu keppendumir sig ágæt- lega í úrslitunum en enginn einn skaraði framúr. Það var því mikil spenna þegar keppendur og gestir söfnuðust saman 35 metrum fyrir neðan yfírborð jarðar í kalksteins- kjallara Ruinart. Kjallarar þessir em einstakir í heiminum og einungis örfá kampavínsfyrirtæki er geta státað af þeim. Þeir voru byggðir af Rómverjum fyrir 2000 árum er Reims var skipuð höfuðborg belg- íska ríkisins af Júlíusi Caesar. Kjallarana er að finna á ákveðnum stað í Reims og eru þeir samtals margra tuga kílómetra langir. Voru þeir grafnir út þannig að fyrst var grafin niður píramítalaga hvelfing og síðan göng út frá henni. Hvelfingar þessar eru kallaðar Crayeres og í þeim og kjallaragöngunum hvíla milljónir og aftur milljónir flaskna af kampavíni. Það var í einni af Crayeres-hvelf- ingum Ruinart, sem úrslitin voru loks tilkynnt og reyndist niðurstaðan sú að Frakkinn Franck Thomas var útnefndur besti vínþjónn Evrópu en Svíinn og Italinn deildu með sér öðru sætinu. Þótti mörgum þetta súrt í SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qfuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 brotið enda var ítalski keppandinn greinilega sá vinsælasti meðal áhorf- enda, er ekki höfðu enn sætt sig við að hann skyldi ekki hafa sigrað fyrir tveimur árum. Hann var hins vegar jafnframt einn af yngstu keppendun- um, einungis 23 ára, og á því eflaust eftir að láta að sér kveða á nýjan leik. Heimsþing kj örræðismanna NYLEGA var haldið í Curacao VI. heimsþing kjörræðismanna, World Consuls Congress of FICAC, Int- emational Federation for Consular Corps and Associations. Félag kjör- ræðismanna á íslandi á aðild að þess- um alþjóðasamtökum og sótti for- maður þess, Jón H. Bergs, aðal- ræðismaður Kanada, þingið fyrir hönd íslenzkra ræðismanna. A þinginu voru ræddar starfsreglur kjörræðismanna í þátttökuríkjunum, störf ræðismanna og réttindi þeirra og skyldur samkvæmt alþjóðasam- þykktum. Ennfremur voru flutt at- hyglisverð ei-indi um margs konar þjóðfélagsmál, t.d. erindi Ingrid Bet- ancourt, öldungadeildarþingmanns frá Kólumbíu, um vamir gegn út- breiðslu vímuefna og stefnumörkun í þeim málum, segir í fréttatilkynningu. Stjóm alþjóðasamtaka ræðis- manna er kosin til þriggja ára í senn og að þessu sinni var aðalræðis- maður Islands í Israel, Peter G. Naschitz, kjörinn forseti þeirra. Sjöunda heimsþing kjörræðismanna verður í Sevilla á Spáni í október árið 2003. Merkingar í fót og skó &ÖQO Laugalækur 4 • S: 588-1980 g a u j a hefur hafið störf á hárstúdíóinu space, tímapantanir í síma 551 3430 / 552 3430. verið velkomin. space ■ rauðarárstíg 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.