Morgunblaðið - 25.06.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.06.2000, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ ■V y THlWfiTÍE/Framkvœmanlegt eðapólitísk brella? Hið nýja eldflaugavam- arkerfi Bandaríkjanna MARGIR muna stjörnustríðsáætlun Ronalds Reagans forseta, sem var ætl- að að vera hlífðarþak yfír Bandaríkjunum, sem sovéskar og kínverskar eld- flaugar kæmust ekki í gegnum. Áætlunin var talin óraunhæf og átti langt í land. Það sem endanlega stöðvaði framkvæmd hennar var endalok kalda stríðsins. Regnhlífin var þeirrar gerðar að eldflaug skyldi granda ár- ásarflaugum téðra ríkja á leiðinni til Bandaríkjanna, áður en þær næðu með kjamahleðslu sína inn í lofthjúpinn yfir Norður-Ameríku. Áætlunin var talin óraunhæf, eða a.m.k. væri um að ræða áratuga þróun tæknihliðar hennar, áð- ur en stjóm andeldflauga Bandaríkjamanna yrði svo nákvæm að þær raun- vemlega hittu og sprengdu árásareldfiaugarnar. Nýjum tímum fylgja nýir óvinir. Raunvemleg hætta frá Rúss- landi er ekki fyrir hendi, og tæplega frá Kína heldur. Nú er ekki um að ræða stórveldi gegn stórveldi, heldur stafar hætt- an af hinum smáu, sem hafa stutt við hryðjuverk, eru líkleg til að gera það, eða að hún kemur frá hryðju- verkasamtökum. Ekki þarf nema einn mann til að halda á plútoni sem getur verið hætta milljónum manna. Vitað er að sem stendur hafa Bandaríkjamenn helst í huga Norður-Kóreu og Iran, en vel má hugsa sér írak í þessum hópi. Lýbía virðist heldur hafa færst í átt til friðsemi. Að auki er ómögulegt að segja hvaða ríki færist í átt til fas- isma eða til svonefndrar íslamskrar bókstafstrúar. Hinir tæknilegu örðugleikar gömlu áætlunarinnar virðast líka plaga hina nýju. í tiiraunasprengin- um gengur vægast sagt illa að hitta. Nánar til tekið, þá hefur óvinurinn einfalt ráð til að verjast gagneld- flauginni. Það er að senda allmörg önnur skeyti frá eldflauginni svipuð útlits og sem senda frá sér svipað ratsjárendurkast. Tilraunirnar fel- ast í að greina skeytið með sprengj- unni frá hinum svo að hægt sé að granda því. Sá sem fer á rjúpnaveið- ar er ekki ánasgður með að koma heim með hrafn í veiðitöskunni. Kjarnorkusprenging úti í geimnum hefur verið vandlega íhuguð, og geislun veldur engum vanda, en hins vegar myndi sprengingin gera hernaðargervitungl Bandaríkja- manna óvirk. Menn standa frammi fyrir þeim tækniörðugleikum, að ill- geranlegt er að hitta einstök skeyti, heldur þarf að ná flauginn áður en hún dreifir þeim. Það er ógerlegt frá Bandaríkjunum, kannski ger- legt frá einhverjum rétt staðsettum kafbátum, en sé skotið frá Kóreu eða Iran, er eldflaugin stödd yfir rússnesku landi þegar þarf að ná henni. Þetta er hin raunverulega ástæða þess að Bill Clinton biðlaði til Rússa um samvinnu um þessi mál. Rússar vita mætavel að þeir eru fyrst og fremst að gera Banda- ríkjamönnum greiða, gangi þeir að þessu. Þeir hafa engin efni á að fara í uppbyggingu flókins varnarkerfis ásamt Bandaríkjamönnum, og þeir tóku þessari tillögu Bandaríkjafor- seta fálega. Þó var ekki um algera frávísun að ræða. Tíminn leiðir í ljós hvort þeir kunni að nota þessa að- stöðu sína sem verslunarvöru, þ.e. fái eitthvað annað í staðinn fyrir að- stöðuna á rússnesku landi. Eftir Egil Egilsson I»|ÓÐLÍFSI*ANKAR//:>«7y'tft)í<gura svona mikið? Harðvítug leikfimi ÉG SÁ EINU sinni sjónvarpsviðtal við leikkonuna Joan Collins sem lengi hefur þótt hugguleg kona og í góðu standi, miðað við aldur og fyrri störf. Hún var spurð hvað hún gerði til þess að halda sér í formi líkam- lega. „Ég geri það sem þarf - en alls ekki meira,“ svarði hún að bragði. Mér fannst þetta talsvert viturleg afstaða til líkamsræktarmála. Svo gerðist það um daginn að kona sem ég þekki spurði mig hvort ég vildi koma með henni í líkamsræktarstöð þar sem kennd er leikfimi af ýmsu tagi. Ég hafði ekki verið í föstum leik- fimistímum nokk- uð lengi en ákvað að slá til gegn því að við þverbrytum ekki Collins-lög- n eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur málið og var það samþykkt. Daginn sem ég byrjaði í leikfim- inni fór ég í fataskápinn minn og dró þaðan út gamlar, svartar strets- buxur, bol með lúinni áletrun frá látinni þungarokkshljómsveit og stórt handklæði. Þessu tróð ég ofan í gráan poka og hélt svo af stað til fundar við konuna sem ætlaði að megrast og styrkjast með mér. Við fundum vandræðalaust salinn með leikfimi I, sem við töldum að væri í réttum anda, þar hoppuðum við og teygðum okkur í klukkutíma og fórum svo í bað - hæfilega sveitt- ar og þreyttar. Tveimur dögum síðar var næsti leikfimitími á dagskrá. Þá stóð svo á að samfylgdarkona mín gat ekki mætt en hún hvatti mig óspart til að fara í tímann eigi að síður og ég ákvað að mæta þótt ég væri með nokkra strengi í kálfum og raunar talsvert víðar í kroppnum. Ég íklæddist svörtu buxunum og þungarokksbolnum og hélt af stað upp í salinn þar sem leikfimi I hafði verið tveimur dögum áður á sama tíma. Þegar inn í salinn kom sá ég að talsvert fleiri konur voru mættar en síðast og flestar voru þær mun rennilegri að sjá, i gljáandi og níð- þröngum fötum. „Kannski get ég fengið mér svona galla þegar ég er orðin mjórri,“ hugsaði ég og fór að ganga á staðnum eins og hinar með- an leikfimiskennarinn var að stilla tónlistargræjurnar. Þetta var annar kennari, það sá ég strax, og allur miklum mun órólegri að sjá. Þetta var ung kona, horuð og krikalipur með afbrigðum, með talsvert æstan augnsvip. Þegar hún hafði stillt græjurnar í botn svo undir tók í salnum af grjóthörðum taktinum þá stökk hún heljarstökk upp á pall nokkurn og skipaði okkur þaðan hvöss á brún að hreyfa okkur al- mennilega. Allar rennilegu örmjóu dömurnar tóku snöggan kipp og juku hraðann á göngu sinni í takt við stöðugt hraðari trommuslátt tónlistarinnar og ég reyndi að fylgja hópnum. En ekki var kennarastúlk- an lengi ánægð með þetta - milli óskaplegra heljarstökka á pallinum skipaði hún okkur hranalegri röddu TIL SOLU Þetta 20 feta hjólhýsi, árg. ’89 er til sölu. 2ja hásinga, flutt til landsins sumariö ’99. Fullbúið eldhús, 4 hellur, bakaraofn, ísskápur. Fullbúið baðherb., sturta, vaskur og wc. Heitt og kalt rennandi vatn. Mikið skápapláss, massífar viöarhuröir. Lokað hitakerfi m. 7 ofnum. 12v og 220w straumur + gas. Upplýsingar [ síma 565 7293 og 869 7892. að kýla nú til vinstri og til hægri - hraðar - hraðar. Ég er satt að segja óvön kýlingum en hef nú uppgötvað að ég hef talsverða hæfileika í þá átt - enda fékk ég þarna æfinguna. Allur þessi leikfimistími leið við æ hraðari og harkalegri kýlingar og spörk í allar áttir svo á endanum fannst mér handleggirnir vera að detta af og ég faiin að riða á brauð- fótum. Mér tókst að þrælast í gegn- um tímann en meðan ég enn hafði nokkra meðvitund til að hugsa leit- aði hugurinn til Joan Collins og yf- irlýsingar hennar - þetta var greini- lega miklu meira en þurfti, það var augljóst. Þegar tímanum lauk sneri kennarinn sér að mér með nokkru yfirlæti og sagði: Það hefði kannski verið betra fyrir þig að fara í byrj- unartíma, þetta er framhaldstími. Það er of seint séð, svaraði ég og skjögraði burtu. Hvernig gekk í leikfiminni? spurði konan sem hafði beðið mig að koma mér sér í leikfimi er ég heyrði í henni næst í síma. „Ég er nú því sem næst að sleppa göngu- grindinni en þegar ég næ andlegri heilsu ætla ég að leggja til að kennaranum sem ég lenti hjá verði gefin róandi sprauta í upphafi hvers tíma, manneskjan er augljóslega illilega ofvirk,“ svaraði ég þurrlega. „í hvaða leikfími fórst þú eigin- lega?“ spurði konan hissa. „Ég fór aftur í sama salinn en þar var ekki kennt neitt nema eintómar kýling- ar,“ svaraði ég. „A-ha, þú hefur far- ið í tæbó-tíma, ég gleymdi að segja þér að leikfimi I er í öðrum sal á miðvikudögum, en tæbó er fín sjálfsvamaríþrótt fyrir konur - við ættum kannski að halda áfram þar?“ sagði konan. „Nei, þakka þér kærlega fyrir - ég held ég hafi bara pipar í veskinu,“ svaraði ég og við það sat. Reyndur skriftarkennari sagði mér eitt sinn að það væri mikil sam- svörun með skrift og ástandinu í þjóðfélaginu, eftir því sem lausung- in yrði meiri því gleiðari og losara- legri yrði skriftin. Kannski gildir eitthvert svipað lögmál með leikfim- ina; eftir því sem stressið og hrað- inn verður meiri, því átakameiri og harðvítugri verður leikfimin. WlRjrRiRlAS'T/Vantar hugmyndaflug í »veganestið((? Pönnukökur með sœtum og söltum jyllingum ÞEGAR ég skelli mér út úr bænum og bruna eftir þjóðveginum kemur að því að ég þarf að fá mér einhveija hressingu. Stundum er nesti með- ferðis, stundum ekki, þannig að þá er áð í einhverri sjoppunni. Mér finnst eitthvað sjarmerandi við þessar vegasjoppur, en því miður er það eitthvað annað en veitingarnar sem draga mann að, stemmningin frek- ar, en vitanlega eru undantekningar þar á. Mér er fyrirmunað að skilja hið landlæga hugmynda- og framkvæmdaleysi almennt í veitingaframboði á þessum stöð- um. Víðast eru það hinar gömlu góðu pylsur með engu eða öllu sem fara þar fremstar í flokki. Hamborgarar, kjúklingabitar, franskar og samlokur fylgja þar fast á eftir. Kaffímeðlætið sam- anstendur svo oftar en ekki af kleinum, jólakökum, pönnukök- um og randalínum. Þetta er svo sem ágætt eins langt og það nær og seður vitanlega sárasta hungrið, en skilur yfirleitt ekki eftir sig neina ljúfa minningu tengda staðnum á borð við: „Já, það var þar sem við fengum pönnukökuna með súkkulaðinu," eða þá þeim mun þjóðlegri hug- hrif eins og: „Þar fékk ég bestu Þingvallamurtuböku sem ég hef á ævi minni bragðað"! Hvað ætli svo sem vesæl pylsa skilji eftir sig, nema samviskubit? Mér finnst það óskiljanlegt að þessi hluti veitingabransans hafi að stórum hluta misst af hinni öru og frjóu þróun sem átt hefur sér stað í veitingahúsageiranum á undanförnum árum. Það er líkt og einhver óskrifuð lög séu til um það hvaða hressingu bjóða „eigi“ erlendum og íslenskum ferða- löngum. Eg held það þurfi ekkert mikið til að breyta og krydda ögn það úrval sem fyrir er. Áf hverju ekki að útfæra pönnukökuna á fleiri máta, bjóða upp á hana bæði með sætum og söltum fyllingum? Þannig væri pönnukökuhefðinni haldið „inni“, en aðeins hresst upp á hana með annarri útfærslu en tíðkast hefur. Mér myndi t.d. finnast mjög við hæfí, t.d. ein- hvers staðar í Grímsnesinu, að vera boðið upp á stóra fyllta, grófa pönnuköku með reyktum silungi og sýrðum rjóma, en ekki bara enn eina pylsuna. Önnur hugmynd væri að bjóða upp á alls kyns bökur fylltar hrá- efni sem einkenndi hvern stað, t.d. „Hveragerðisböku með tóm- ötum“ ,og „pæ með Þingvalla- murtu“. Samlokur er frábær nestismatur og býður upp á ótelj- andi möguleika í útfærslu, þær geta verið mjög góðar þó ekki sé á þeim remúlaði eða majónes, t.d. bara með rjómaosti, tómötum og ferskum kryddjurtum. Mér fynd- ist líka skemmtileg tilbreyting að geta fengið grillaðar pylsur úr góðu lamba-, svína- eða nauta- hakki (en ekki farsi), þar væri kominn millivegurinn milli ham- borgarans og pylsunnar. Grilluð hakkpylsa borin fram í grófu bagettubrauði með öllu því með- læti sem hugurinn girnist. Ég held að margir myndu falla fyrir einni slíkri. Hvernig væri svo að skola öllu saman niður með glasi af bláberja- eða rifsberjasaft eða sítrónuvatni í stað goss eða kaff- is? Ég ætla nú ekki að vera svona neikvæð út í gegn, þetta er bara smáábending almennt til sölu- skála landsins, þangað sem mikið af ferðalöngum leggja leið sína. Ég get fullyrt að ég er ekki ein um þessa skoðun; að það vanti eitthvað upp á úrvalið. Það eina sem upp á vantar er að virkja hugmyndaflugið, held ég. Rúg- brauð „þarf‘ ekki alltaf að vera með kæfu eða osti og flatkökur bragðast vel með mörgu öðru en hangikjöti. Það er synd að nýta ekki þær íslensku afurðir sem við höfum á fjölbreytilegri hátt en við gerum. Þætti það t.d. ekki í meira lagi furðulegt ef á Ítalíu væri bara hægt að fá pizzu með tómötum og sveppum? Hér fylgir uppskrift að óvenju- legum klöttum, eða pönnukökum, sem eru tilvaldar bæði í nestis- körfuna og því ekki í söluskála landsins. Athugið að spínat þarf að borða strax, þar sem óæskileg efnaskipti geta átt sér stað við aðra upphitun þess. Kartöflu- og spínatpönnu- kölcur 400 g kartöflur 200 g frosið spínat 40 g rifinn ostur (Óðalsostur eða Emmenthaler) _________20 ml léttmjólk_____ 10 g smjör 1 msk. maísolía 1/8 tsk, múskathnetg (niðurrifin) 1/4 tsk. salt nýmalaður pipar eftir smekk Þvoið, þurrkið og afhýðið kar- töflurnar og sjóðið þær svo í stór- um potti fullum af söltuðu vatni. Sjóðið spínatið í öðrum potti sem hefur botnþykkt u.þ.b. 1 cm. Stappið kartöflurnar er þær eru soðnar og blandið saman við þær mjólkinni og smjörinu. Hellið spínatinu út í ásamt rifnum ostin- um og múskatinu. Piprið. Steikið því næst litla klatta (áþekka þeim er sjást á myndinni). Talandi um nýtingu á hinni „hefðbundnu" pönnuköku þá er hugmynd að sætri fyllingu t.d. bráðið súkkul- aði og hunang hrært saman eða ananas, sýrður rjómi og kara- mellusósa. Uppáhaldið mitt er þó súkkulaði-appelsínufyllta pönn- ukakan. Fylling hennar er eftir- farandi fyrir eina pönnuköku: 20 g dökkt súkkulaði, 2 msk. sýrður rjómi, 1 tsk. appelsínulíkjör, t.d. Cointreau, 2 tsk. appelsínumar- melaði. Hitið sýrða rjómann í litl- um potti. Bætið súkkulaðibitun- um út í ásamt líkjörnum. Látið bráðna og hrærið svo saman. Bætið 1 tsk. af marmelaði út í, hrærið og smyrjið yfir pönnukök- una. Brjótið hana í fernt, setjið 1 tsk. af appelsínumarmelaði yfir og berið fram. Þessi er tilvalin sem meginuppistaðan að róman- tískum morgunverði í rúmið! Eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.