Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hlutafjárútboð deCODE Genetics ___ > Tefur opnun Is- lendingabókar AÐGANGUR að ættfræðigagna- grunni á Netinu, sem hlotið hefur nafnið Islendingabók, hefst senni- lega ekki fyrr en í ágúst í fyrsta lagi en stefnt hafði verið að því að opna gagnagrunninn almenningi 17. júní síðastliðinn. Að sögn Friðriks Skúlasonar tölvufræðings, sem ásamt fyrirtækinu íslenskri erfða- greiningu stendur að Islendinga- bók, kemur seinkunin fyrst og fremst til vegna nýlegs hlutafjárút- boðs deCODE Genetics, móðurfyr- irtækis íslenskrar erfðagreiningar, í Bandaríkjunum. Friðrik segir að það hafi gjör- samlega gleymst að taka hlutafjár- útboð deCODE með í reikninginn þegar tilkynnt var að opnað yrði fyrir aðgang að íslendingabók á þjóðhátíðardegi íslendinga. Ekkert sé því til fyrirstöðuj tæknilega séð, að opna aðgang að Islendingabók á Netinu, aðeins sé beðið eftir grænu ljósi frá lögfræðingum deCODE vestanhafs en eins og kunnugt er verður fyiirtæki, sem er að fara í hlutafjárútboð, að virða þagnar- skyldu meðan útboðið fer fram og nokkurn tíma þar á eftir. Aðspurður sagði Friðrik að mála- ferli Þorsteins Jónssonar ættfræð- ings og fyrirtækisins Genealogia Is- landorum á hendur íslenskri erfðagreiningu og Friðriki sjálfum hefðu engin áhrif á opnun Islend- ingabókar en Genealogia og Þor- steinn krefjast hundraða milljóna króna í skaðabætur vegna meintra brota á höfundarrétti. Það mál hefði einfaldlega sinn gang fyrir íslensk- um dómstólum. Akraness apótek sameinast Lyfjum og heilsu AKRANESS apótek hefur samein- ast lyfja- og heilsuvörukeðjunni Lyfjum og heilsu. Við það verða út- sölustaðir Lyfja og heilsu 18 talsins. Þá verður 19. L&H-verslunin opnuð í haust í nýrri verslunarmiðstöð, sem er að rísa á Akureyri. „Með því að sameinast keðjunni eru eigendur Akraness apóteks, þau Gylfí Garðarsson, apótekari á staðn- um, og Hjördís Gísladóttir, að styrkja samkeppnisstöðu lyfsölu á Akranesi hvað verð, þjónustu og vöruframboð snertir. Ekki verður þörf á að gera neinar Konan sem slasaðist við Reyðarfjörð A góðum batavegi verulegar breytingar á útliti gamla apóteksins, þótt hafist verði strax handa við að samræma það útliti annarra Lyfja og heilsu-verslana, enda er Akraness apótek staðsett í glæsilegu húsnæði. Gylfi Garðarsson verður áfram lyfsöluleyfishafi og Hjördís Gísladóttir verslunarstjóri. Auk verslunarinnar á Akranesi starfrækja Lyf og heilsa 10 verslanir á höfuðborgarsvæðinu, tvær á Akur- eyri og fimm á Suðurlandi. Sama vöruverð er í verslunum Lyfja og heilsu, óháð staðsetningu, en veru- legur munur hefur verið á lyfjaverði á milli höfuðborgarsvæðisins og dreifbýlisins. Stefnt er að því að L&H verði með útsölustaði um allt land," segir í fréttatilkynningu. Lyf og heilsa eru stærsta verslun- arkeðja landsins á lyfja- og heilsu- markaði. Velta fyrirtækisins nemur 2.200 milljónum á ári og áætluð markaðshlutdeild þess á lyfja- og heilsumarkaði er um 30%. Morgunblaðið/Amaldur Sögusýning í einum hita- veitutankinum á Öskjuhlíð KONAN sem slasaðist í alvarlegu bflslysi við Reyðarfjörð á mánudag- inn er að sögn læknis á Landspít- alanum í Fossvogi á góðum batavegi. Hún var útskrifuð af gjörgæsludeild í gær. Líkur eru á að annarri bif- reiðinni hafi verið ekið aftan á hina. Bflstjóri fremri biíreiðarinnar átti erindi niður að bænum Hólma og er talinn hafa verið að beygja niður af- leggjarann þegar hinn bfllinn skall aftan á honum. Lögreglan segir að sá hafi ætlað að aka fram úr. í hvorum bíl voru þrír farþegar sem allir voru í bflbeltum nema kon- an sem slasaðist mest. Hún mun hafa verið að sinna um ársgömlu bami sem sat í barnabflstól í aftursæti bif- reiðarinnar og hafði tekið af sér bíl- beltið. Lögreglan segir að barnabfl- stóll barnsins hafi verið af mjög traustri gerð sem hafi bjargað miklu. STJÓRN veitustofnana Reykjavíkur hefur samþykkt að heimila Sögu- safninu í Reykjavík að nýta einn af geymum Orkuveitunnar á Öskjuhlíð til sýningahalds. Sögusafnið, sem er fyrirtæki í eigu einstaklinga, lagði fram tillögu um að einn tankurinn yrði nýttur undir sýningu, þar sem helstu atburðum Islandssögunnar frá landnámi til nútímans yrðu gerð skil á lifandi hátt. Á sýningunni verður notast við nýjustu tækni og áhorfandinn þann- ig settur inn í heim liðinna tíma með hjálp ljósabúnaðar, Ijósmynda, tölvutækni og hljóðsetningar. Ætl- unin er að óvenju lifandi og vönduð leikbrúðumynd geri sýninguna enn- þá raunverulegri, þar sem persónur eru settar í umhverfí og klæðnað síns tíma. Fyrirhugað er að safnið muni bæði nýtast sem upplýsinga- og fróðleiksmiðstöð fyrir landsmenn og skólakerfið og ekki síður fyiir ferðamenn. Geymarnir í Öskjuhlíð eru nýttir til miðlunar fyrir veitukerfið í Reykjavík og mun öryggi veitukerf- isins ekki skaðast af þessum sökum, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns Veitustofnana Reykjavíkurborgar, þar sem geyma- rýmið verður aukið annai-s staðar í staðinn. Alfreð segir að Orkuveitan muni ekki taka þátt í þessari fram- kvæmd, að öðru leyti en því að heim- ila Sögusafninu að setja sýninguna upp í einum geymanna. Það er hins . vegar von Orkuveitunnar að starf- semin í Perlunni muni styrkjast enn frekai- með tilkomu þessa sýningar- halds. Dyttað að í blíðunni VEÐURGUÐIR hafa leikið við landsmenn sem aldrei fyrr undan- fama daga, og landsmenn flatmag- að í sólböðum um allt land. En veð- urblíðan kemur ekki aðeins sólardýrkendum til góða, þeir sem vinna að viðhaldi húsa i\jóta þess ekki síður að dytta að húsum í yl- volgri golunni. ----4-4-4-- Ferðamenn lentu utan vegar ©BÚNAÐARBANKINN ð því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. HEIMILISLÍNAN Draustur bankx www.bi.ls ÍTALSKUR ökumaðui- missti stjóm á fólksbifreið sinni í lausamöl á Vest- urhópsvegi utan við Gmndará í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar. Ókumaður og far- þegi, karlmaður og kona frá Italíu, vom bæði flutt á sjúkrahúsið á Akra- nesi, en þau em ekki talin alvarlega slösuð. Bflaleigubfllinn sem þau óku er mikið skemmdur. Lögreglan á Blönduósi segir að ekkd leiki gmnur á hraðakstri. Lík- legra sé að ökumaðurinn hafi haft litla reynslu af akstri á malarvegum eins og títt er með erlenda ferðamenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.