Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 8

Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR s í Nauthólsvík. Morgunblaðið/Sverrir I hjólreiðatúr með húsbóndanum ÞAÐ eru víst engin lögmál sem útiloka það að hundar geti brugð- ið sér í hjólreiðatúr. Þeim er jú ýmislegt til listanna lagt. Þessi vinalegi voffi þurfti þó ekki að hafa mikið fyrir hlutunum þegar fjölskylda úr Reykjavík brá sér nýverið í hjólreiðatúr í Nauthóls- víkinni, heldur var honum út- hlutað sérstöku útsýnissæti í bak- poka húsbóndans þar sem fór Ijómandi vel um hann. N 0 A □ é* U N — Ekta ítalskun ilmur! www.noatun.is j \ N Ó A T Ú N NÓATÚN117 . ROFABÆ 39 • HÓLAGARÐI . HAMRABORG 14 KÓP. . HVERAF0L0 • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERHOLTI G, MOS. . JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI • KEFLAVlK. Bæklingur um umferðarmál Bætt umferð - betra líf Ólöf Þórðardóttir UT ER kominn bæklingurinn „Bætt umferð - betra líf‘. Það er Junior Chamber sem gefur bækl- inginn út í samvinnu við Ingvar Helgason ehf., VÍS, Umferðarráð, VISA, Lýs- ingu, ESSO, Nota Bene, Landflutninga-Samskip og Símann GSM. Einnig hafa Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra lagt þess- ari útgáfu lið. - Hvert er innihald þessa bæklings? „í bæklingnum eru við- töl við fjóra einstaklinga. Móður stúlku sem lést fyr- ir tveimur árum í umferð- arslysi þar sem drukkinn ökumaður ók framan á bíl hennar, ungan mann sem velti bíl sínum niður Kambanesskriður, en hann og farþegi voru í belti sem bjarg- aði þeim frá alvarlegum skaða, og Lárus Petersen sjúkraflutninga- mann sem lokið hefur námi í bráð- aflutningum í Bandaríkjunum. Hann kemur í viðtalinu með ýms- ar ráðleggingar um hvernig fólk á að bera sig að þegar það kemur á slysstað. Loks er viðtal við fyrr- verandi lögreglumann sem er starfandi prestur í Garðabæ í dag. Einnig er í bæklingnum sagt frá ýmsu sem tengist umferðaröryggi og pistill frá landsforseta Junior Chamber og annar frá Óla H. Þórðarsyni, framkvæmdastjóra umferðarráðs. Þá eru frásagnir ungs fólks af reynslu þess úr um- ferðinni og skoðanir þess á því hvað betur megi fara.“ - Hvert er markmiðið með út- gáfu bæklingsins? „Það er að hvetja ökumenn til að bæta aksturslag og bæta þann- ig líf fjölmargra einstaklinga. Markmiðið er að ná til sem flestra ökumanna á öllum aldri um land allt og vekja þannig athygli þeirra á eftirminnilegan máta og fækka þar með slysum." - Hvemig verður bæklingnum dreift'! „Islandspóstur sendir hann inn á hvert heimili og verður byrjað á því næstu daga. Dreifingu á að vera lokið fyrir verslunarmanna- helgi.“ - Hvers vegna var þessi tími valinn? „Þessi tími er valinn með tilliti til þess að miklar slysfarir hafa orðið um verslunarmannahelgar oft og tíðum undanfarin ár. Hins vegar hafa í sumar orðið mjög al- varleg slys frá því sumarumferðin hófst, hvað veldur því er ekki gott að segja.“ - Norðmenn eru að lækka há- markshraða á vegum sínum, væri næsta baráttumál kannski lækk- un hámarkshraða á vegum hér á landi með tilliti til þessara miklu slysfara? „Já, mér finnst ástæða til að skoða þann möguleika. Vegakerf- ið okkar býður ekki upp á þann hraða sem ökumenn aka á að stað- aldri, það er augljóst.“ - Hvers vegna hefur Junior Chamber for- göngu um að gefa svona bækhngút? „Junior Chamber er félagsskapur fólks sem vill taka til hendinni í ýmsum þjóðþrifamálum og öðlast þjálfun í leiðinni. Junior Chamber er fé- lagsskapur fólks á aldrinum 18 til 40 ára, það er staðreynd að fólk á þeim aldri veldur alvarlegustu slysunum í umferðinni. Við í JC ► Ólöf Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 15.10.1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum við Ármúla árið 1986. Hún hefur starfað hjá Búnaðarbank- anum en er nú launafulltrúi hjá ISS-Island. Hún hefur gegnt ýmsum störfum innan Junior Chamber, m.a. verið forseti JC Nes, landsritari árið 1998 og er nú heiðursfélagi og senator. Ólöf er gift Pétri Péturssyni, sölu- stjóra hjá Prentmet, og eiga þau tvo syni. lítum á starf okkar sem sterkan þátt í símenntun félagsmanna okkar sem skilar sér margfalt út í þjóðfélagið með hæfari einstakl- ingum.“ - Hvaða fleiri álíka málum hef- ur Junior Chamber beitt sér fyrir hér? „Tvívegis hefur verið unnið verkefni sem nefndist: A eftir bolta kemur barn. Junior Chamb- er stóð fyrir nokkrum árum fyrir landssöfnun til kaupa á heila- skanna fyrir sjúkrahús. Einnig fékk JC styrktaraðila til þess að aðstoða við að koma til háskóla í Þýskalandi og Bandaríkjunum eintökum af myndum Magnúsar Guðmundssonar um hvalveiðar, til andófs gegn áróðri Green- peace. Á þessu ári var á degi vatnsins í samvinnu við Reykjavík - menningarborg 2000 haldin ráð- stefna um vatn og notkun þess. Þá má geta unglinganámstefnu sem tók á málefnum unglinga og bar nafnið Rounding the Cape. I henni tóku þátt um hundrað ís- lenskir unglingar hvaðanæva af landinu." -Er útgáfa bæklingsins Bætt umferð - betri líðan með um- fangsmestu framkvæmdum Jun- ior Chamber? „Já, þetta er eitt stærsta verk- efni sem JC hefur framkvæmt, en stærsta verkefnið til þessa var framkvæmd Evrópuþings sem haldið var í Reykjavík árið 1997 og 1.200 þátttakendur voru í. Ég var svo heppin að fá að sitja í nefnd sem undirbjó og stóð fyrir þinginu ásamt íslensku JC-hreyfingunni. Það var góð reynsla.“ - Hver er tilgangur Junior Chamber - er það líknarfélag fyrst og fremst eins og ætla mætti af ýmsum verk- efnum þess? „Junior Chamber er ekki líkn- arfélag. Tilgangur JC er að byggja upp einstaklinginn, gefa honum tækifæri til að vaxa í starfi og leik og gera hann þannig hæf- ari til að takast á við stjórnun og ábyrgð í félagsstarfi og athafna- lífi.“ JC er félags- skapur sem vill taka til hendinni í ýmsum þjóð- þrifamálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.