Morgunblaðið - 27.07.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 27.07.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skipað í kæru- nefnd jafnréttis- mála SKIPAÐ hefur verið í nýja kærunefnd jafnréttismála. Nefndin verður staðsett í Reykjavík og er Andri Árna- son, hæstaréttarlögmaður, for- maður nefndarinnar. Ragn- heiður Thorlacius, hæsta- réttarlögmaður, er vara- formaður og Stefán Ólafsson, lögmaður á Blönduósi, á fast sæti í nefndinni. Varamenn eru Björn Bergs- son, hæstaréttarlögmaður, Erla S. Árnadóttir, hæstarétt- arlögmaður, og Þuríður Jóns- dóttir, lögmaður. Hæstiréttur tilnefnir formann og varafor- mann í nefndina en félagsmál- aráðherra tilnefnir aðalmann og einn varamann. Skattfrelsi forseta Islands afnumið Lífeyrisgreiðslur hækka til muna EFTIRLAUN forseta íslands hækka tíl muna samfara breytingum á launakjörum hans. Kjaradómur úr- skurðaði á þriðjudag að laun forseta íslands skyldu hækka úr 615.940 krónum á mánuði í 1.250.000 krónur á mánuði í kjölfar þess að Alþingi sam- þykktí í maí síðastliðnum frumvarp um afnám skattfrelsis forsetans. For- setínn hefur verið undanþeginn öllum opinberum gjöldum síðan lög um laun hans voru fyrst sett árið 1944. Eftírlaunagreiðslur til forseta ís- lands hafa aldrei verið skattfrjálsar og ekki hefur verið gerð breyting þar á. Eftirlaunin nema 60% af launum forseta íslands, eins og þau eru ákveðin af Kjaradómi hveiju sinni. Ef forseti hefur gegnt embætti í meira en eitt kjörtímabil verða eftirlaunin 70% af launum hans en 80% ef forseti gegnir embættí í meira en tvö kjör- tímabil. Eftirlaun fyrrverandi forseta og maka þeirra hækka um rúmlega 100% Eftirlaun Vigdísar Firmbogadótt- ur, fyrrverandi forseta íslands, og Halldóru Eldjám, eiginkonu Krist- jáns Eldjám heitins, fyrrverandi for- seta íslands, hækka að sama skapi. Eftirlaun Vigdísar hækka úr 492.752 krónum á mánuði í 1.000.000 krónur á mánuði, en samkvæmt lögum nemur lífeyrir hennar 80% af forsetalaunum. Halldóra á samkvæmt lögum rétt á lífeyri sem nemur 60% þess sem eig- inmaður hennar áttí rétt á og hækka greiðslur til hennar því úr 295.651 krónum á mánuði í 600.000 krónur á mánuði, þar sem eftirlaun Kristjáns heitins væm nú 1.000.000 krónur. í báðum tilfellum er um að ræða rúm- lega 100% hækkun. Garðar Garðarsson, forsetí Kjara- dóms, segir að tekjur forseta Islands eigi hvorki að verða hærri né lægri en fyrr eftir úrskurðinn en hækkun á eftirlaunum hafi þó haft áhrif til lækk- unar launa. „Við mátum áhrif hækk- unar eftirlauna forsetans og mældum ævitekjm- miðað við meðalævi Islend- inga. Þetta hafði þá þýðingu að launin vom ákveðin lægri en ella hefði verið, þar sem eftirlaunakjöram forsetans var ekki breytt,“ segir Garðai’. Jafnréttisstofa tekur formlega til starfa 1. september á Akureyri Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Endur á sól- arströndu Fyrirhuguð sam- eining þriggja landssambanda Fundir um sam- einingu í haust NEFND á vegum landssam- banda verkalýðsfélaganna hef- ur að mestu lokið störfum og er fyrirhugað að hún skipuleggi fundaherferð hringinn í kring- um landið í september næst- komandi tíl að kynna fyrirhug- aða sameiningu landssam- bandanna. Nefndin gerir það að tillögu sinni að landssam- böndin þrjú, Verkamanna- samband íslands, Landssam- band iðnverkafólks og Þjónustusambandið, sameinist. Sigurður Bessason, formað- ur Eílingar - stéttarfélags, seg- ir að fyrirhugað sé að fúndað verði með öllum þeim félögum sem eiga aðild að málinu. Hann segir að endanleg afstaða tíl sameiningarinnar verði vænt- anlega tekin á framhaldsþingi Verkamannasambandsins í haust og hjá hinum tveimur landssamböndunum á svipuð- um tíma. íslensk miðlun á Vestfjörðum Starfs- stöðvar innsiglaðar LÖGREGLAN á ísafirði og Bolungarvík innsiglaði á þriðjudag allar starfsstöðvar Islenskrar miðlunar á Vest- fjörðum vegna vangoldinna op- inberra gjalda. Um er að ræða stöðvar á Isa- firði, í Bolungarvík, á Suður- eyri og á Þingeyri. „Ef ekkert nýtt gerist á næstu vikum hvað verkefni snertir, þá munum við loka stöðvum okkar á Suðureyri og Þingeyri," sagði Hilmar Þór Hafsteinsson við Bæjarins besta á ísafirði, en hann hefur veitt rekstri íslenskrar miðlun- ar forstöðu að undanfömu. Starfsstöðvamar höfðu ekki verið opnaðar aftur síðdegis í gær, skv. upplýsingum lög- reglu á Isafirði. Valgerðnr H. Bjarnadóttir ráðin framkvæmdastjóri PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur skipað Valgerði H. Bjarnadóttur, verkefnis- freyju í Menntastofunni, í starf framkvæmda- stjóra Jafnréttisstofu á Ákureyri en stofan tek- ur formlega til starfa 1. september næstkomandi. Jafnréttisstofa heyrir beint und- ir félagsmálaráðuneytið en Skrifstofa jafnrétt- isráðs hefur verið lögð niður. „Valgerður hefur verið í fararbroddi í jafn- réttisbaráttu í landinu. Hún hefur sinnt jafn- réttismálum í mörg ár og af góðum umsækj- endum sýndist hún allra best til þess fallin að taka þessa forystu og móta hina nýju stofnun," sagði Páll á blaðamannafundi í fyrradag. Val- gerður mun móta starf Jafnréttisstofu í sam- vinnu við félagsmálaráðuneytið og mun hafa frjálsar hendur um val starfsmanna og ráðn- ingu þeirra, að því er fram kom í máli Páls. Ekki er enn ljóst hvar á Akureyri stofan verður en að sögn Páls koma nokkrir staðir til greina sem myndu henta vel undir þessa starf- semi. Starf Skrifstofu jafn- réttisráðs mun nýtast vel Valgerður sagði starfið leggjast afar vel í sig. „Ég neita því ekki að það er margskonar ögrun sem í þessu felst. Mótmæli, sem hafa komið fram undanfarið vegna þess að skrifstofan í Reykjavík var lögð niður, gera þetta kannski að ennþá meiri ögrun. Ég skil margt af því sem þar kom fram. Sjálf hef ég lent í því að árang- ursríkt starf, sem ég hef verið að vinna að, hef- ur verið lagt niður og það er bæði sárt og erf- itt,“ sagði Valgerður. Hún sagði að starfið sem unnið hefur verið á Skrifstofu jafnréttisráðs og hinn góði árangur sem þar hefur náðst mundi nýtast vel í starfinu framundan. „Oft á fólk sem ekki hefur starfað utan höf- uðborgarsvæðisins erfitt með að hugsa sér að hægt sé að vinna árangursríkt starf úti á landi í mikilli samvinnu við stofnanir í Reykjavík. Ég hef starfað á Akureyri í tvo áratugi og átt mik- ið og gott samstarf við stofnanir í Reykjavík og víðar. Það er ekki erfitt, það þarf aðeins að nota öðruvísi aðferðir. Þótt landfræðileg fjar- lægð sé fyrir hendi þarf ekki að vera nein raun- veraleg fjarlægð," sagði Valgerður. Að sögn Páls voru þrír fastráðnir starfsmenn á skrifstofu Jafnréttisráðs í Reykjavík. Enginn þeirra hefur enn sótt um starf á Jafnréttisstofu á Akureyri. „Ákvörðun um að stofan tæki til starfa 1. september var meðal annars tekin vegna þess að þá era skólar að byrja. Við töld- um það heppilegan tíma þar sem það auð- veldaði fjölskyldufólki, sem vildi vinna við stof- una, að flytja til Akureyrar," sagði Páll. ÞAÐ eru fleiri en mannfólkið sem njóta þess að dýfa fæti í sjóinn, þegar sólin skín, sandurinn hitn- ar og hafið verður skyndilega freistandi að stinga sér í. Þessar endur nutu veðurblíðunnar í vik- unni, og meðan önnur dormar í sólbaði er ekki annað að sjá en hin sé ákveðin í að fá sér sund- sprett í svölum sjónum. ---------------- Stolið úr ólæstum bilum TVEIR piltar vora handteknir af lögreglu í Þingholtunum í Reykja- vík á fjórða tímanum aðfaranótt miðvikudagsins þar sem þeir voru að brjótast inn í bíla og stela. Þeir höfðu farið inn í nokkra ólæsta bíla og tekið úr þeim ýmislegt lauslegt. Lögreglan í Reykjavík segir allt of mikið um það að bíleigendur gleymi að læsa bflum sínum. Þá voru fimm ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík þessa sömu nótt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.