Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUD AGUR 27. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Skemmtiferðaskipið Princess Danae á Skjálfandaflóa Prinsessan baðar sig í sólinni á Skjálfandaflóa. Morgunblaðið/Hafþór Kom við í sumarblíðunni Húsavík - Skemmtiferðaskipið Princess Danae kom hér í blíð- skaparveðri fyrir skömmu og lagðist við akkeri framan við höfnina, skipið er það stórt að það komst ekki að bryggju hér. Léttbátar skipsins hófu þegar siglingar til lands með farþega og að því loknu létti skipið akkerum og sigldi á hægri ferð út flóann. Á meðan skipið stoppaði notuðu nokkrir smábátaeigendur tæki- færið, sigldu að skipinu og þeirr- ar tilbreytingar sem það gaf að sjá skipið baða sig í kvöldsólinni. Snjóflóða- varnar- garðurinn að verða fullbúinn Neskaupstað - Snjóflóða- varnargarðurinn í fjall- inu fyrir ofan miðbæinn í Neskaupstað er nú óðum að taka á sig fullnaðar- mynd, einkum sú hlið hans sem að fjallinu snýr. Nú er unnið hörðum höndum við að hlaða grjóti í einhvers konar sterklegar vírnetsskúff- ur sem hlaðið er hverri ofan á aðra og eru þær nú orðnar um 5 til 6 metrar á hæð en eiga eftir að hækka um 9 metra áður en verkinu lýkur fyrripart næsta vetrar. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Unnið við snjóflóðavarnargarðinn í Neskaupstað. Landsbankinn á Selfossi opinn á laugardögum Selfossi - Lands- banki Islands við Tryggvatorg sem er í KA verslun áSelfossi verður opinn á laugar- dögum næstu 5 vikur. Laugar- daginn 29. júlí verður bankinn fyrst opinn og síðan alla laugar- daga í ágúst. Af- greiðslutíminn á laugardögum verður frá kl. 10 tilkl. 13. I júní síðastliðnum var afgreiðslu- tími bankans á Tryggvatorgi lengd- ur á virkum dögum og er bankinn nú opinn virka daga frákl. 9:15 til 18:30. Viðtökur þessar- ar bættu þjónustu hafa verið mjög góðar og hyggst Landsbankinn nú kanna viðbrögð við enn betri þjónustu, þ.e. með opnun á laugardögum í íyr- irfram ákveðinn tíma. Þjónustan er ætluð jafnt heima- mönnum sem ferðafólki og sum- arhúsaeigendum. Með þessu móti vill Landsbankinn taka aukinn þátt með athafnamönnum í verslun og þjónustu á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Húsnæði Landsbanka Islands við Tryggvatorg á Selfossi Stafkirkjan í Eyj- um afhent og vígð STAFKIRKJAN í Vestmannaeyjum verður afhent og vígð sunnudaginn 30. júli en kirkjan er þjóðargjöf Norðmanna til Islendinga í tilefni þúsund ára kristnitökuafmælis á ís- landi. Athöfnin fer fram á vegum for- sætisráðuneytis og tekur Davíð Oddsson forsætisráðherra við þjóð- argjöfínni. Kirkjan stendur við Hringskers- gai'ð á Skanssvæðinu sem lagfært hefur verið íyrir vígsluna og endur- byggt. Biskup Islands, herra Karl Sigurbjömsson, vígir Stafkirkjuna, m.a. með aðstoð Eyjapresta og fleiri presta. Dagskráin hefst kl.l3:20 með hljóðfæraleik Lúðrasveitar Vest- mannaeyja og skrúðgöngu frá Skansvirkinu til kirkju. Þar verður kirkjan afhent við hátíðlega athöfn utan dyra og vígslan hefst í fram- haldi af því. Þar sem kirkjan rúmar um 50 gesti verður hátalarakerfi á svæðinu til að allir geti fylgst með vígslunni. Meðal hátíðargesta eru Haraldur Noregskonungur og Sonja drottn- ing, forseti íslands, norskir ráðherr- ar og íslenskir og fjöldi annarra gesta. Að lokinni vígslu kirkjunnar heldur hátíðardagskráin áfram utan dyra með hljóðfæraleik Lúðrasveit- ar Vestmannaeyja, hátíðarkórs Vestmannaeyja, ljóðalestri, einleik Védísar Guðmundsdóttur á flautu og flutningi norsks leiklistarhóps á leikritinu „Krossinn og sverðið". Dagskránni á Skansinum lýkur með bjargsigi við Dönskutó í Heima- kletti. Landlyst og önnur mannvii-ki á svæðinu, sem verið hafa í endur- byggingu, verða til sýnis á vígsluhá- tíðinni en verða formlega tekin í notkun 30. september nk. Mikil vinna hefur verið lögð í frá- gang svæðisins en stafkirkjunefnd óskar eftir sjálfboðaliðum til að leggja síðustu hönd á verkið við hreinsun og frágang milli kl. 10 og 13 á laugardagsmorgun. Lionsmenn í Stykkishólmi safna í verk- efnasjóð Stykkishólmi - Félagar í Lions- klúbbi Stykkishólmi tóku nýlega að sér að fjarlægja stikur á Kerlingar- skarði. Stikurnar voru settar niður í fyrra þegar Vegagerðin fór í það verk að mæla fyrir nýjum og endur- bættum vegi yfir Kerlingarskarð. Þá stóðu deilur um hvort ætti að endurbyggja veginn yfir skarðið eða fara nýja leið yfir Vatnaheiði. Vega- gerðinni var falið að gera kostnaðar- áætlanii' fyrir báða möguleikana. Að því verki loknu tóku stjórnvöld ákvörðun um að byggja veg yfir Vatnaheiði en stikurnar urðu eftir á sínum stað og samdi Lionsklúbbur Stykkishólms við Vegagerðina um að fjarlægja þær. Lionsmenn mættu eina kvöldstund og röltu yfir skarðið í kvöldsólinni og tíndu stikurnar upp, svo þær angra ekki lengur augu vegfarenda. Lærlingarnir sigruðu þjálfarana Fyrsta Islandsmótið í krikket í Stykkishólmi Stykkishólmi - Krikket hefur ekki mikið verið spilað á íslandi. Þessi íþrótt á mestu fylgi að fagna innan breska heimsveldisins. Eins og menn vita er krikket heldrimanna- íþrótt þar sem snyrtimennska og hugprýði ráða ríkjum. Því var vel til fundið að halda fyrsta Islandsmótið í krikket í Stykkishólmi. Það fór fram á íþróttavellinum í Stykkishólmi laugardaginn 22. júlí. Tvö lið mættu til leiks, annars vegar Kylf- an, Krikketklúbbur Reykjavíkur (KKKR) og hins vegar heimamenn í félaginu Glaumi. Fóru leikar svo að Glaumur bar sigur úr býtum, vann með 60 stigum gegn 49, og allir kylfar beggja liða voru slegnir Vignir Sveinsson í fullum skrúða tilbúinn að hitta boltann. út eftir 29 lok (over). Glaumsmenn teljast nú fyrstu óopinberu íslandsmeistarar í krikket. Kylfan var stofnuð árið 1999 og hefur fjöldi iðkenda farið vaxandi og eru félagsmenn um 30. Félagið hefur verið í sambandi við evrópska Krikketsambandið og fékk félagið sendan útbúnað til krikketiðkunar. Kylfan hefur í framhaldi af því ákveðið að kynna íþróttina úti á landi. í Stykkishólmi búa einstaklingar sem hafa áhuga á krikket og komu Kylfumenn til Stykkishólms og kenndu reglur og þjálfuðu lið, sem hér var myndað. Kennslan skilaði svo góðum árangri að lærlingarnir sigruðu þjálfarana á fyrsta íslandsmótinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Myndin sýnir hluta af liði Hólmara sem tók þátt í fyrsta íslandsmótinu í krikket sem haldið var í Stykkishólmi. Það er greinilegt að góður efnivið- ur fyrirfinnst í Stykkishólmi til efl- ingar krikket og vonandi verður framhald á glæstum árangri. Nú verður haldið áfram að kynna krikket á íslandi með það að markmiði að sjá megi fleiri lið á næsta íslandsmóti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.