Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 20

Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Tún vottar lífrænar afurðir Arleg aukning vottaðs lands nemur 40-45% Gert er ráð fyrir að á þessu ári aukist það landrými hér á landi, sem nýtt er undir líf- ræna ræktun, um 40- 45% og bændum sem söðla yfír í lífrænan bú- skap fjölgi um fjórðung. GUNNAR Á. Gunnarsson er fram- kvæmdastjóri hjá Vottunarstof- unni Túni sem er eina faggilta vott- unarstofan hér á landi sem vottar lífrænar afurðir og starfar sam- kvæmt alþjóðlegum reglum. „Starfsemi Túns fer vaxandi ár frá ári, einkum í fræðslu og kynn- ingu um lífræna framleiðslu og nú nýverið hóf stofan samstarf um uppbyggingu á þessu sviði á Græn- landi og í Færeyjum." Gunnar segir að þrátt fyrir aukn- ingu lífrænna afurða hér á landi standi íslendingar að baki öðrum þjóðum hvað varðar neyslu og framleiðslu þeirra. „Fram undir árið 1980 stunduðu einungis tveir aðilar hér á landi líf- rænan búskap, Sólheimar í Gríms- nesi og heilsustofnun Náttúru- lækningafélags íslands í Hveragerði. Nú má hins vegar finna framleiðendur í nær öllum landshlutum sem framleiða vottað- ar lífrænar hágæðavörur með góð- um árangri.“ Gunnar segir að frá því að Tún var stofnað árið 1996 hafi árleg aukning vottaðs lands numið 40% og tala sauðfjárbænda sem eru með lífrænt framleitt dilkakjöt hefur þrefaldst á síðustu 3-4 árum. Fjöldi vottaðra býla hefur á sama tíma tvöfaldast. Hann bendir einnig á að nokkrar stærstu vinnslu- og afurðasölur hafi tekið upp vinnslu og dreifingu á lífrænum afurðum og fengið vott- un á þá starfsemi. Gunnar telur að miklir möguleik- ar séu að opnast í framleiðslu á líf- rænum matvælum og að eftir- spurnin fari sívaxandi bæði hér á landi og erlendis. „Fólki er ekki lengur sama hvaða efnum er blandað í snyrtivörur og hreinsiefni og margir geta ekki hugsað sér að nota hættuleg eitur- efni á garðana sína þar sem böm og fullorðnir eyða löngum stundum. Þessi þróun er smám saman að skila sér í matvælaframleiðslu og neytendur geta verið vissir um að kaupi þeir lífrænt vottaða lífræna vöru þá hafi ekki verið notað skor- dýra- og illgresiseitur í framleiðsl- una né hormónar og erfðabreytt efni. Ymsir telja sig líka finna veru- legan bragðmun á lífrænt vottuðum og hefðbundnum matvörum“ ST0R HUMAR Glæný laxaflök 890 kr. kg. Vestfirskur harðfiskur Stórlúða - Skötuselur - Stórar rækjur Fiskbúðin Vör Gæðanna vegna URVALIö er Vyá okkur Britax BÍLSTÓLAR ___?.! **.'.ÆJ...1.UJLt— G L Æ S I B Æ www.oo.is Munurinn á lífrænum og vistvænum vörum Meiri kröfur gerðar til lífræns búskapar Gæðastýring í land- búnaði getur stuðlað að hagræðingu, bættum rekstri og auknum tekjum búa að sögn 01- afs Dýrmundssonar. Lífrænar vörur í versl- unum kosta nú 15 til 30% meira en aðrar. BÆNDUR hafa nú tvo valkosti til gæðastýringar og vottunar á búum sínum; þeir geta aflað sér viður- kenningar íyrir vistvæna fram- leiðslu eða tekið upp lífrænan bú- skaparhætti með eftirliti og vottun. Markmiðið með gæðastýringu í landbúnaði er að bjóða neytendum vörur þannig að hægt sé að rekja þær til upprunans með eftirliti og vottun. „Gæðastýring getur stuðlað að hagræðingu, bættum rekstri og auknum tekjum búa,“ segir Ólafur Dýrmundsson, landráðunautur í líf- rænum búskap og landnýtingu. „Bæði vistvæn og lífræn landbúnað- arframleiðsla stuðlar að hreinleika afurða, velferð búfjár og umhverfis- vemd. Munurinn hins vegar er sá, í stuttu máli, að vistvæn landbúnað- arframleiðsla einkennist af því að allri lyfja- og efnanotkun er stillt í hóf og bannað er að nota hormóna- Nýtt Góðar fréttir fyrir þreytta fætur! SEGULINNLEGG ÍSKÓ Nú eru BIOFLEX segulþynnurnar fónlegar í skóinn- leggjum. Innlegg- in henta afar vel þeim sem þjóst af fótkulda, þreytu og blóðflæðisvanda í fótum. BIOFLEX er skilgreint sem lækninga- búnaður og hafa segluþynnumar öflugt segulsvið sem dregur úr sórs- auka í fótum. Innleggin eru fóanleg í 6 stærðum og eru seld í flestum apótekum, lyfja- og heilsu- búðum. Greinagóðar upplýsingar ó íslensku fylgja Mitupa barnamaturinn er farsæl byrjun á réttu og undirstöðugóðu mataræði fyrir barnið pitt. Milupa barnamaturinn er ætlaður bömum frá 4-8 mánaða aldri. * Lífrænn eða vistvænn búskapur LÍFRÆNN VISTVÆNN Mjög miklarkröfurtil umhverfis- og búfjárverndar. Tilbúinn áburður ekki leyfður. Ekki hefðbundin notkun lyfja og varnarefna. All miklar kröfur til umhverfis- og búfjárverndar. Hófleg notkun tilbúins áburðar leyfð. Dregið úr notkun lyfja og varnarefna. Góð meðferð búfjár. c Góð beitilönd. -j Einstaklingsmerking og skýrsluhald búfjár. Áhersla á hreinleika og holiustu afurða. Gæðaeftirlit, vottun og vörumerki í umsjá vottunarstofa. Góð meðferð búfjár. Góð beitilönd. JTTQÍ Einstaklingsmerking og skýrsluhald búfjár. Áhersla á hreinleika og hollustu afurða. Gæðaeftirlit, vottun og vörumerki í umsjá búnaðarsambanda. Hæsta afurðaverð. Næst hæsta afurðaverð. Framleiðsluhættir byggðir á alþjóðlegum regium. Engin notkun á erfðabreyttum lífverum. Ýmsar hliðstæður erlendis. Hvort tveggja er umhverfistengd gæðastýring. og vaxtahvetjandi efni við eldi bú- fjár.“ Að sögn Ólafs em enn meiri kröf- ur aftur á móti gerðar til umhverfis- og búfjárvemdar lífræns landbún- aðar og meira eftirlit er með honum. „Lífrænn búskapur byggist á líf- rænni ræktun jarðvegs, notkun líf- ræns áburðar, safnhaugagerð, sáð- skiptum og lífrænum vömum í stað hefðbundinna lyfja og eiturefna.“ Opinberar reglugerðir em til bæði um vistvænan og lífrænan landbúnað og þær er meðal annars hægt að nálgast í landbúnaðarráðu- neytinu. Lífrænar vörur tæplega 1% af landbúnaðarframleiðslu í dag Bændasamtök Islands og fleiri aðilar vinna að eflingu gæðastýring- ar og sýna búgreinafélög og búnað- arsambönd málinu vaxandi áhuga að sögn Ólafs. Þá er vel fylgst með þróuninni í nágrannalöndunum, eins og t.d. Noregi. Engar upplýsingar liggja fyrir um magn og verðmæti vistvænna landbúnaðarafurða hér á landi en áætlað er að þær séu á bilinu 2 til 3% af landbúnaðarframleiðslunni og er allt selt á innanlandsmarkaði. Ekki era heldur til upplýsingar um inn- flutning slíkra vara en hann er trú- lega nokkur. Áætlað er að framleiðsla lífrænna vara nemi ekki nema tæplega 1% af landbúnaðarframleiðslunni í dag en þess má þó geta að töluverður og vaxandi innflutningur er á ýmsum lífrænum vömm. „Erlendis er víða mikil gróska á markaði með lífrænar afurðir. I fyrra var hafinn útflutningur á líf- rænt vottuðu dilkakjöti til Bret- lands og Danmerkur. Vandamálið er ekki að finna markaði erlendis heldur að eiga nógu mikið kjöt til að uppfylla pantanimar en einungis tólf bændur stunda þennan búskap hér á landi og vil ég gjaman sjá fleiri í honum.“ Vistvænar og lífrænar vörur dýrari „Lífrænu vörumar em dýrari í verslunum en þær vistvænu því að framleiðslukostnaður þeirra fyrr- nefndu er meiri. Vistvænar vörur era í kringum 5% dýrari en venju- legar vörur en þær lífrænu em aflt að 15 til 30% dýrari.“ Að sögn Ólafs fer lífræni búskap- urinn vaxandi og er hann einn helsti vaxtarbroddurinn í landbúnaðar- framleiðslu í dag. „Lífræni búskapurinn er í hvað örastum vexti núna en sömu sögu er ekki að segja af þeim vistvæna. Fólk vill helst fara beint yfir í lífræna bú- skapinn því sá vistvæni er bara ákveðið millistig, gæðastýrt milli- stig á milli lífræns- og hefðbundis búskapar.“ Til SÖiU Merceúes Benz i 230 Elegance, skráning 1998, ekinn 70.000 km Sjálfskiptur. bensin- knúinn. 4ra dyra, afturhjóladrifinn. gullsans aó lit Útvarp m/geislaspilara, rafmagnstúðut og speglar, vókvastýrí, ABS hemlar, topplúga. samlæsing. litaó gler höíuðpúðat aó aftan, armpúði. plussaklæói, hraóastlllir. drltlæsing, hleöslujafnarí, innspýting. líknarbelg- ir, GSM handfrjáls bunaður. Meö fylgia sumar- og vetrardekk og álfelgur Næsta skoóun er átið 2001 Upptýsingar gefnar Verð kr. 3.590.0001 hjá Bilahöllinni, Bildshöfda 5, S. 567 4949

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.