Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 28

Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skrá- sett um- hverfi MYNDLIST Eitt af verkum Alexöndru Litaker. Ljósmynd/Halldór Bjöm Runólfsson Eitt af verkum Evu Jiménez á sýningunni. íslensk grafík, llafnarhúsinu LJÓSMYNDIR ALEX- ANDRA LITAKER & EVA JIMÉNEZ CERDANYA Til 6. ágúst. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18 ÞAÐ er gaman að sjá saman á einni sýningu jafnólíka ljósmynd- ara og þær Alexöndru Litaker og Evu Jiménez Cerdanya. Sú fyrri er bandarísk en hin er spænsk. Af myndum Litaker má ráða að svið hennar sé töluvert víðara en hinn- ar spænsku starfssystur hennar. Það er jafnframt opnara fyrir óvæntum uppákomum og hugdett- um. Er það tilviljun ein að allar ljósmyndir hennar, fimmtán að tölu, skuli bera heiti sem byrja á vaffi eða tvöföldu vaffi? Hin augna- blikskennda og ef til vill eilítið nærgöngula aðferðafræði hennar gerir myndir Litaker hrífandi og lifandi. Það er eins og hún skynji afar vel bestu eiginleika miðilsins, nefnilega þá að fanga eitthvað ómótstæðilegt og ögrandi, sem að- eins gefur sig örskotsstund og aldrei meir. En það er einmitt slíkt andartak sem öllu veldur í lífinu og gerir það undravert. Hamingju- högg; haureka - þá er maður fatt- ar eitthvað allt í einu; undur og stórmerki; andlegt rothögg eða un- aðsstund; allt eru það sekúndubrot sem svipta okkur öllu raunhæfu tímaskyni. Því er Ijósmyndin í senn opinberun dýpsta sannleika og svæsnustu lyga, allt eftir því hvort við skoðum hana sem birt- ingu augnabliks eða eilífrar tilveru. Eva Jiménez Cerdanya á sér mun traustari heim eftir því sem best verður séð, en hann er jafn- framt mun minni um sig. Evrópu- búar trúa því mun betur en Amerí- kanar að tilveran verði höndluð í vermireit uppruna og rótfestu. Varanleiki þess sem við þekkjum og sjáum ár og síð og alla tíð kem- ur í stað hins óvænta og óútreikn- anlega. Það er vissulega erfitt að sjá hvor sýnin hefur vinninginn. Eflaust þurfum við á hvoru tveggja að halda, en í hvaða skömmtum, um það er erfiðara að spá. En það má ekki halda að heimur Evu sé þannig ómerkari eða aug- ljósari en heimur Alexöndru. Líkt og Miró finnur hún ævintýrið bakvið hið hversdagslega og sendir þar með til föðurhúsanna þá hjátrú að menn verði að spæna heiminn á enda til að upplifa fyllingu lífsins. ímyndunarauðgi manns sem bundinn er við hjólastól getur ver- ið ævintýralegri en heimshorna- flakk hugmyndasnauðs förusveins. Halldór Björn Runólfsson POST SEIUDUM SAM DÆGURS 9.900 ERT ÞÚ VEL BÚIN(IM) FYRIR HITABYLGJUNA? OPIÐ FIMMTUDAG TIL KL 21.00 er kominn... U tóppunnrv u útWiit □ ^QRSA LÁIV 'AAk OKhuh JURA gönguskór Sumar- og tískufatnaöur v»tse,,,HiagiSb)ó»s'" fatnaöur SPRAYi WAYl Super gðdu DUPLEX rafmagns kæliboxln 28 Ifira. 12 volta «1 4 I í 1599 ;Pjj Kælibox 30 Iftra, gðO einangrun Kælibox 25 Otra, góð cinangrun Morgunblaðið/Jim Smart Það tekur einn mánuð, ferlið að búa til verk samkvæmt nákvæmri for- skrift franska listamannsins Claude Rutautl. Þrír af fjórum hlutum þess fara fram í undirgöngunum við Flugvallarveg. Tíminn í undir- göngum I undirgöngunum við Flugvallar- veg er unnið að gerð listaverks eftir franska listamanninn Claude Rutault. Með leyfi gatnamálastjóra upp á höndina vinna starfsmenn Kjar- valsstaða nú að því að búa til verk eftir nákvæmri forskrift Claude Rutault, sem sýnt verður í endan- legri útfærslu á alþjóðlegri sam- sýningu á Kjarvalsstöðum 19.ágúst. Sýningin nefnist Tími - fresta flugi þínu og er lialdin í til- efni að menningarári norrænu borganna Reykjavíkur og Bergen. Á sýningunni er gerð tilraun til að varpa ljósi á flókin tengsl list- arinnar og tímans. Tíminn, byggingarlegur hluti Verk Claude Rutault heitir Eitt málverk leiðir af öðru (Un ta- bleau chasse un autre) 1999 og hefur Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður umsjón með framkvæmd þess. í listaverki Claude er tíminn gerður að raunverulegum og virkum þætti og á sýningunni verður lögð áhersla á að gera skil vinnuferlinu sem tekur einn mán- uð. Vinnuferlið fer fram í fjórum þáttum, og er tveimur þeirra nú þegar lokið. „Þetta byggist á mál- verkum sem hengd eru upp í und- irgöngum. Veggurinn er málaður í sama lit og málverkin sem eru í mismunandi stærðum,“ segir Birgir. „Fyrst settum við upp fjögur fölgræn verk af stærðinni 50 x 100 cm, en síðan verða sett upp á öðrum stað í undirgöngun- um ljósblá verk sem eru einn metri að lengd og breidd. I næstu viku verða svo hengd upp mál- verk í þriðja sinn og eru þau af stærðinni 50 x 50 cm.“ Þegar kemur að sýningu verða málverk- in tekin niður og færð að Kjar- valsstöðum. Þar verður eitt inál- verk af hverri stærð hengt upp en öðrum staflaö upp að vegg og bakhliðinni snúið fram. Ljós- myndir af vinnsluferlinu verða sýndar og þannig gerir höfund- urinn tímann að byggingarlegum hluta listaverksins. Birgir segir að verkin sem hanga í undirgöngunum hafi al- veg verið látin í friði af vegfar- endum enn sem komið er. „Þegar ég var að byrja að setja málverk- in upp komu til mín unglingar og sögðu að líklega yrði þetta úðað um leið. Listamaðurinn veit af því og líklega er það liluti af þessu.“ Verk Claude hefur áður verið sett upp í Bergen en Birgir kveð- ur útgáfu þess ekki vera eins milli staða. „Hann setur þá kröfu að verkið sé sett upp í undirgöngum en lætur starfsmönnum safnsins eftir að velja liti á vegg undir- ganganna og einnig stærð ramm- anna.“ Ekki er útséð með hvort höfundur verksins verði viðstadd- ur opnun sýningarinnar á Kjar- valsstöðum, sem verður á degi menningarnætur Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.