Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 33 LISTIR STAFRÆNT ÞJÓÐBÓKASAFN FORSVARSMENN Landsbóka- safns vinna nú að því að koma á fót stafrænu þjóðbókasafni sem hýsa mun á tölvutæku formi annars veg- ar alla íslenska netmiðla og ís- lenskar vefsíður og hins vegar efni sem fært hefur verið yfir á staf- rænt form, til dæmis dagblöð, tímarit, handrit og kort. Stefnt er að því að veita aðgang að efninu um Netið. Þorsteinn Hallgrímsson, aðstoð- arlandsbókavörður og yfirmaður tölvumála í Landsbókasafninu, seg- ir að nauðsynlegt hafi verið að hrinda þessu verkefni í fram- kvæmd. Verið sé að leita að starfsmanni til að annast undirbúning verkefn- isins og ljóst að huga þurfi að mörgum atriðum þegar grundvöll- ur er lagður að geymslu gagna um ókomin ár. Það er trú Þorsteins að stafrænt þjóðbókasafn á Islandi líti dagsins ijós á næstu árum. Sífellt meira efni gefið út á Netinu Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn annast söfnun og skráningu á öllum útgefnum ís- lenskum ritum og ritum er varða Island og Islendinga. Nú þegar hefur Landsbókasafnið fært sér í nyt tölvutæknina við geymslu ým- issa gagna, til dæmis hafa ýmis gömul handrit og íslandskort verið skönnuð inn í tölvu. Auk þess hefur verið unnið að því að vista á staf- rænu formi öli íslensk blöð og tímarit sem prentuð voru frá upp- hafi til 1910. Sú söfnun er vísir að því sem verða vill í gagnageymslu Lands- bókasafnsins sem nú stefnir einnig að því að safna og vista efni af Net- inu. Gögnin verða vistuð í tölvu- skrám og vensluðum gagnagrunn- um og veittur verður aðgangur að því um Netið með tilheyrandi leit- ar- og samskiptaforritum. Hingað til hefur Landsbókasafn ekki safn- að því sem gefið hefur verið út á Netinu og er það slæmt að mati Þorsteins. „Sú breyting hefur orðið að meira og meira efni er gefið út á Netinu á stafrænu formi. Ef að enginn varðveitir þetta efni hverfur það með tímanum. Við álítum að Landsbókasafninu beri að varð- veita það til frambúðar líkt og við varðveitum allt það sem prentað er. Við verðum einnig að sjá til þess að það sé aðgengilegt fyrir alla.“ Þorsteinn segir að aldrei verði allt útgefið efni skannað inn í tölvu. „Það efni sem við yfirfærum á staf- rænt form er fyrst og fremst til að bæta aðgengi til dæmis að hand- ritum sem einungis eru til í einu eintaki og gömlum tímaritum og blöðum. Einnig leggjum við áherslu á að yfirfæra myndrænt efni eins og kort. Eftir fimm ár verða alveg jafn mikl- ar líkur á að fólk finni það efni sem það leit- ar að á stafrænu fomri og prenti." Þjóðbókasöfn á Norðurlöndum stefna að sama marki Stafrænt þjóðbóka- safn er á frumstigi og segir Þorsteinn að vissulega eigi starfs- menn eftir að mæta ýmsum vandamálum. Hann nefnir höfundar- réttarlögin sem dæmi. „Við viljum hafa að- ganginn sem víðastan en þetta á allt eftir að þróast bæði hér og annars staðar í Evrópu. Við vitum að við getum veitt aðgang að öllu efni í safninu en síðan gætu verið lagðar hömlur á annan aðgang á grundvelli höfundarréttarlaga.“ Hann bendir einnig á að nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins vinni að því að ná samningum fyrir landið allt um aðgang að ýmsum erlendum gagnagrunnum. Framtak Landsbókasafnsins mun vera í takt við það sem er að gerast á Norðurlöndum en Þor- steinn segir að hér á landi sé ekki enn búið að samþykkja lög sem mæla fyrir um gagnageymslu af þessu tagi. Búið sé engu að síður að leggja fyrir þingið lagafrumvarp um skylduskil. „Við von- umst til að þessi lög verði samþykkt og að þá verði veittir þeir peningar sem þarf til að verkefnið gangi. Með því að ráða starfsmann nú erum við því að taka for- skot á það sem von- andi verður að veru- leika. En við verðum að byrja að undirbúa okkur því það skiptir miklu máli að koma stafrænu bókasafni í kring hið fyrsta áður en við förum að tapa efni, s.s vissum rafrænum tímarit- um.“ -------------- Sýningu lýkur Hafnarborg Sýningu Keizo Ushio í Hafnar- borg lýkur föstudaginn 28. júlí. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18. Þorsteinn Hallgrímsson f 1 Verð frá 1.628.000 kr. Vtégane Break v—s er kominn á kreik Gijótháls 1 Sími 575 1200 Soludeild 575 1220 Mégane Break Break státar ekki aðeins af stærra farangursrými en aðrir skutbflar í sama flokki heldur hefur hami allan þann öryggis- og þægindtibúnað sem hugurinn gimist. Mégane Break fæst nú í sérstakri Grand Comfort útgáfu; cnn betur búinn. Komdu og prófaðu stærri og betur búinn bfl. RENAULT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.