Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 27.07.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 51 UMRÆÐAN sem unnin var fyrir sveitarstjórn hennar á árinu 1998 af Haraldi L. Haraldssyni hagfræðingi. Það er nokkurs konar úttekt yfir stöðu mála til viðmiðunar þegar horft er til framtíðar. Það er eitt og annað dregið dökkum litum, en jafnframt bent á það sem bjartara er í sjón og raun, því að víða má sjá sólskins- bletti í heiði ef menn umhverfast ekki alveg þegar þeir „reka skyggnur á landið“, eins og segir í Laxdælu. Haraldur bendir m.a. á að Dalasýsla sé meðal best grónu svæða landsins. Kafla þeim, sem fjallar um landkosti héraðsins, lýk- ur með þessum orðum: „Segja má, að með hliðsjón af gróðurfari, hlunnindum og sögu „drjúpi smjör af hverju strái“ í Dalabyggð." í stjórnarskrá íslands hefur frá öndverðu verið grein sem segir að rétti sveitarfélaganna til að ráða sjálf málefnum sínum með umsjón stjórnarinnar skuli skipað með lög- um. Á síðari árum hefur verið lögð áhersla á að sameina sveitarfélög og fækka þeim svo að þau fái betur valdið þeim verkefnum sem takast þarf á við. Hreppar í Dalasýslu voru lengi níu að tölu. Nú eru þeir aðeins tveir: Dalabyggð og Saur- bæjarhreppur - og vonandi aðeins einn innan tíðar ef allt gengur fram sem horfir. En Dalasýsla sjálf fagn- ar sex alda afmæli snemma á nýrri öld. Á þessu ári er unnið að ýmsum málum í héraði, sem ekki verða tal- in upp hér, en allir geta kynnt sér, sem hafa áhuga á framþróun í byggðum landsins. Satt að segja ef- ast ég um að fastar sé sótt annars staðar á landinu, þó að víða sé vel gert. Að sjálfsögðu heyrast þó alltaf úrtöluraddir sem geta látið vel í eyrum þeirra, sem ekki þekkja til. Islendingar taka stöðugt meiri og virkari þátt í alþjóðasamstarfi og geta sér gott orð. En þar ætlast þeir jafnan til að vera metnir til dýrleika á við milljónaþjóðir, þótt fáir séu. En í heimalandinu eiga sér margir þá draumsýn æðsta að höfðatölureglan skuli gilda hvað sem það kostar. Þó að meðalaldur manna fari hækkandi auðnast fáum að lifa fleiri en ein aldamót. En margt hefur verið rætt og ritað um þá tíma þeg- ar tuttugasta öldin gekk í garð og aldamótakynslóðina, sem þá lifði og starfaði með eld í æðum. Öruggt má telja að aldrei hafi önnur eins ljósa- dýrð logað yfir höfuðborgarsvæð- inu og um síðustu áramót, né al- menn hagsæld verið öllu meiri í landinu. Sumir munu þó hafa sakn- að einhverra hrífandi strengjagripa frá fyrri tíð, t.d. úr ljóðum þjóð- skálda okkar, sem heilsuðu tuttug- ustu öldinni. Hannes Hafstein, sem um skeið fór með sýsluvöld í Dala- sýslu, yrkir svo í aldamótaljóðum sínum: Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvemig sem stríðið þá og þá er blandið. Það er: Að elska, byggja og treysta á landið. - Og Einar Benediktsson, sem var sýslumaður Rangæinga um árabil, hóf hið fræga kvæði Væringja á þessum orðum: Vort land er í dögun af annarri öld. Nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir. - Nú er hið mikla ár 2000 þegar hálfnað. Þá berast fréttir af al- þjóðavettvangi þess efnis að land okkar hafi lent í fimmta sæti á löng- um lista yfir bestu lönd til búsetu í alheimi. Þá ættum við um þessar mundir, með hliðsjón af framanrit- uðu, að geta horft nokkuð björtum augum fram á veginn. Höfundur er fv. ráðherra. KARl K. KARISSON Sendu þátttðkuseöil ásamt kassakvittun til Karls K. Karlssonar hf., Skútuvogi 5, 104 Reykjavlk. Dregið í byrjun ágúst Settu stefnuna á ^gasgri II 2.-4. vinningur Char-Broil CB6000 gasgrill að verðmæti kr. 23.900,- Aukavinningar 20 sælgætiskörfur 1. vinningui Ferð fyrir fjóra ti Benidorm í 1 viki Samvinnuferðir Landsýn Kauptu Werther's og Toffifee. Taktu þátt í spennandi sumarleik í næstu verslun. Werther's og Toffifee Bláberj atilboð hjá ACO iMac Bláberja auðveldar þér hraðferðina á Netið. Ótrúlega einföld nettenging með innbyggðu 56K mótaldi. Frábær steríóhljómur í innbyggðum hátölurum, geislaspilari og margt fleira. Allt í einum glæsilegum 350 Mhz iMac Bláberja. Með Internet Explorer eða Netscape og Outlook Express fyrir Netið, mp3-lagaspilara, myndskeið á Netinu með QuickTime, námsefnið með AppleWorks eða heimilisbókhaldið - allt innifalið í iMac Bláberja og meira tii. Staðfært íslenskt stýrikerfi, margskonar hugbúnaður og leikir. Á bakvið er svo traust og góð þjónusta hjá ACO. Kynntu þér iMac Bláberja áður en þú flækir málið einum of. 99.900 kr. Áður 115-000 kr. hugsaðu | skapaðu | upplifðu Skaftahlíð 24 - Sími 530 1800 • Fax 530 1801 ■ www.apple.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.