Morgunblaðið - 27.07.2000, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Herjað á há-
lendi og sveitir
VIRKJANALEYFI
Landsvirkjunar með
kaffæringu Eyja-
bakkasvæðisins var
staðfest á Alþingi 21.
des. 1999. Ríkisstjórn-
in og framkvæmdarað-
ili hennar um nýtingu
orkulinda (jökulvatna)
hálendisins hrósaði
sigri. Allir bjuggust
við að nú yrði heldur
en ekki hafist handa
um jökullónagerð á
Eyjabakkasvæðinu.
En þá kom babb í bát-
inn, einhver undur
höfðu gerst. í stað
framsóknarmannsins
sem hafði gegnt starfi iðnaðar- og
viðskiptaráðherra var nú kominn
framsóknarkvenmaður sem hóf
starfsferil sinn m.a. með þeirri yfir-
lýsingu að Norsk-Hydro hefði
hvorki meira né minna en „hrunið í
áliti sínu“. Hvað kom til?
Og á nýbyrjuðu ári voru allar
áætlanir um jökullón á Eyjabökk-
um lagðar til hliðar. En snemma árs
hófust undirbúningsviðræður milli
íslenskra virkjanaaðila og Norsk-
Hydro og þá var talað um nýjan og
glæsilegri virkjanakost við Kára-
hnjúka. Hin tveggja til þriggja ára
draumsýn formanns og varafor-
manns framsóknarflokksins var
greinilega að rætast. Þegar þeir
góðu menn komu frá Osló hér um
árið boðuðu þeir þann fagnaðarboð-
skap að afhenda Norsk-Hydro ork-
ulindir norðan Vatnajökuls til virkj-
unar með stórkostlegt álver á
Reyðarfirði sem lokatakmark.
Landsvirkjun átti þá að sjá um línu-
lagnir og vera undirverktaki. Þess-
ar fyrirætlanir Norsk-Hydro hjöðn-
uðu þegar á leið og loks kom sá
dagur að iðnaðarráðherra lýsti
djúpri vanþóknun sinni á hjaðnandi
áhuga hins norka fyrirtækis. En
„skjótt skipast veður í lofti“.
Norska fyrirtækið virðist hafa lýst
áhuga á að taka ein-
hvern þátt í álvers-
rekstri á Reyðarfirði.
Hafist var handa um
smölun fjárfesta fyrir
væntanlegar fram-
kvæmdir um álver,
stuðningsmenn álvers
hófust handa undir
forystu stjórnarfor-
mannsins, sem er
einnig stjórnarfor-
maður Landsvirkjun-
ar, og Landsvirkjun
hóf undirbúningsað-
gerðir og stórhuga
áætlanir um 57.000
ferkílómetra jökullón
sem myndi færa í kaf
hluta Kringilsárrana og innsta
hluta mikilfenglegustu gljúfra á Is-
landi, Dimmugljúfra, og auk þess
marga friðlýsta staði. Með þessum
framkvæmdum myndi heildarmynd
víðlendustu og sérstæðustu víðerna
Virkjanir
Afleiðingar fyrirhug-
aðra virkjanafram-
kvæmda, segir Siglaug-
ur Brynleifsson, yrðu
afskræming og útsóðun
byggðanna í Fljótsdal
og nágrenni.
Evrópu og íslands sóðuð út og
bjöguð. Til að bæta gráu ofan á
svart mun það ætlan Landsvirkjun-
ar og arftaka fyrrverandi umhverf-
isráðherra, sem bar lykilábyrgð á
kaffæringu Hágöngusvæðisins und-
ir jökullón, að láta Landsvirkjun og
dótturfyrirtækið Landvernd, sem
er undir forystu þrautþjálfaðs
framsóknarmanns, að koma upp
Siglaugur
Brynleifsson
Vel sé þeim
er veitti mér
VIÐ hjónin fórum á
Þingvelli seinni dag
kristnihátíðarinnar.
Við mættum snemma
til þess að verða vitni
að setningu þings á
helgum völlum. Skipu-
lag var allt eins og
best verður á kosið og
ber sérstaklega gott
vitnivel ígrunduðum
reglum og framgangs-
máta öllum. Þar hefur
Júlíus Hafstein fram-
kvæmdastjóri og
menn hans unnið gott
og árangursríkt verk
þannig að við fram-
gang atriða var þar líkt og með vel
skipulagt fimleikamót, allt fór eftir
áætlun.
Umgjörð öll var sérstaklega
smekkleg og virtist ekkert of eða
van í þeim efnum en gert var ráð
fyrir fleiri gestum en sáu sér fært
að mæta. Eg segi bara að það er
miður, því að of margir fóru á mis
við hátíðlega og góða skemmtan.
Sálmaval var í meginatriðum gott
r, og svo var einnig um val á tónlist á
konsertinum. Eina sem pirraði mig
nokkuð var ekki á valdi skipuleggj-
enda að ráða bót á en það var þetta
mærðar væl í ýmsum ræðu-
mönnum, þar sem þeir nánast vildu
lofa mönnum réttlæti sem þeir ein-
ir hefðu einkarétt á að túlka. Mér
leiðist þetta væl þar sem margir
. vilja trúa því að þetta sé einlægur
vilji og ásetningur
manna en vonbrigðin
verða því sárari sem
loforðarullurnar eru
lengri og ganga betur
í veikgeðja pupulinn,
mig og fleiri.
Skipulag umferðar-
mála að og frá helgum
völlum voru með sér-
stökum ágætum og
lögreglumenn kurteis-
ir, liprir og í hátíðar-
skapi. Viðbúnaður var
góður hvað varðar
neyðarumferð, því er
mér óskiljanleg með
öllu fýluskrif manna
um að þeir hafi ekki komist frá eða
að hátíðinni rétt fyrir marg-
Kristnihátíð
Kotungsskap má ekki
ala á, segir
Bjarni Kjartansson,
þegar þjóðin minnist
atburða sem ekki eiga
sér hliðstæðu meðal
annarra þjóða.
auglýstan tíma um breytingu á
akstursstefnu. Skiljanleg eru þó
Bjarni Kjartansson
Tölvuvinnsla
á ekkiað
meiða
þjóðgarði á því svæði „bráðra"
Landsvirkjunar sem ekki telst nýt-
ingarhæft sem stendur. Framsókn-
arkonan sem nú fer með umhverfis-
verndarmál skrifaði grein í
Morgunblaðið 27. júní þar sem hún
útlistar ágæti nýrra og bættra um-
hverfislaga og leggur megináherslu
á að Landsvirkjun, framkvæmdaað-
ili, fari með umhverfismat á ætluð-
um virkjanasvæðum. Sem sagt
málsaðili á að dæma í eigin máli og
annast allan undirbúning. Það virð-
ist fara fram hjá greinarhöfundi að
með slíkum lögum er frumregla
vestræns réttarfars þverbrotin,
undirstöðuregla siðaðra dómkerfa,
að vera ekki dómari í eigin sök. Slík
aðferð er sama kyns og ef eitur-
lyfjasalar yrðu látnir annast allan
málatilbúnað í ákærumáli höfðað
gegn þeim vegna eiturlyfjasölu.
Afleiðingar fyrirhugaðra virkj-
anaframkvæmda yrðu ekki aðeins
eyðilegging enn ósnortins svæðis
norðan Vatnajökuls heldur einnig
afskræming og útsóðun byggðanna
í Fljótsdal og héraðsins umhverfis
Löginn og Úthérað. Þegar tveimur
jökulfljótum er veitt saman og Lög-
urinn látinn taka við vatnsmagninu,
hvað gerist? En þetta er draumsýn
starfsliðs Landsvirkjunar, verktaka
og „barbara nútímans". Otæmandi
atvinnutækifæri. Og nú er bráðin
ekki aðeins hálendið heldur blóm-
legar sveitir. Þegar vatnsflaumur-
inn tekur að falla í Lagarfljót niður
Fljótsdal geta selstöðuversfaktór-
ar, blómin úr „mannauði" (hugtak
notað af stjórnarformanni Lands-
virkjunar um starfsliðið) Lands-
virkjunar, umhverfis- og iðnaðar-
ráðherra og „áldraumamennirnir"
horft út um glugga þess herbergis
sem Landsvirkjun hefur til afnota á
Skriðuklaustri - aðstöðu sem fyrir-
tækið hlaut til að útlista væntanleg-
ar framkvæmdir og umhverfis-
verndun á hálendinu fyrir stuðning
við Gunnarsstofnun - horft með vel-
þóknun á jökulflauminn og jafn-
framt í leiðinni að Skriðuklaustri
horft á hina mikilfenglegu stíflu-
garða yfir Dimmugljúfur og jökul-
lónið og séð um leið hreindýra-
hjarðirnar á flótta undan
vatnsflaumnum úr Kringilsárrana.
Höfundur er rithöfundur.
viðbrögð manna sem fengu rangar
eða villandi upplýsingar hjá aðilum
rétt við Selfoss.
Fyrrverandi biskup kvartar und-
an þjóðernissinnum og kommum í
pistli sínum um eftirmála. Mér
kom þetta dálítið á óvart, sérstak-
lega vegna þess að hann, að sögn
jafnaldra hans, sjálfur fyllti hóp
þeirra síðarnefndu hér á árum áð-
ur og hélt innblásnar ræður í Mið-
bæjarskólaportinu um kapítalista,
heimsvaldastefnu vesturveldanna
og dýrð og blessun Sovétkerfisins.
Margir muna það enn en líklega er
batnandi mönnum best að lifa í
þessum efnum sem öðrum.
Þeir eru nokkrir sem telja að
fjármunum hefði verið betur varið
ef.... Við þá er það eitt að segja, að
vonandi verja þeir sínum fjármun-
um til þeirra mála sem þeir bera
einna helst fyrir brjósti og sólunda
ekki fé til þess að minnast tíma-
móta í sínu lífi eða fjölskyldu sinn-
ar, svo sem afmæla og slíks. Þó fer
hljótt um fjárframlög þeirra til
hjartfólginna málefna, sem þó ættu
að komast í hámæli, í það minnsta
á tíu ára fresti.
Kotungsskap má ekki ala á þeg-
ar þjóðin minnist atburða sem ekki
eiga sér hliðstæðu meðal annarra
þjóða. Ekki er í mannkynssögu-
bókum fjölyrt mikið um kristnun
heilla þjóða án blóðsúthellinga og
bardaga. Auðvitað eigum við að
vera hvað stoltastir af þeim vitnis-
burði sem forfeður okkar létu eftir
sig, að hafa skuli það sem réttast
þykir að bestu manna yfirsýn.
Einu vonbrigðin hjá okkur hjón-
um var að hafa ekki komist báða
dagana til þess að njóta dagskrár
sem var með slíkum ágætum sem
að framan er lýst.
Höfundur er verkefnisstjóri.
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
vinnuvernd rutt sér til rúms sem all-
sherjar lausn sem á að stuðla að vel-
líðan og hreysti vinn-
andi fólks. Það virðist
vera óháð starfsemi
fyrirtækja og óháð
starfsskyldum starfs-
manna hvort að vinnu-
vernd hafi eitthvað til
málanna að leggja.
Eitthvað sem getur
bætt líðan starfsmanna
og aukið afköst. Hér
verður fjallað um
vinnuvernd sem hugtak
og sem hagnýt fræði.
Sjónum verður beint að
þeim vandamálum sem
snúa að fólki sem vinn-
ur stöðuvinnu við tölv-
ur. Það er vinnu sem í
felst lítil hreyfing og
mikið álag á augu, úlnliði, herðar og
bak.
Orðið vinnuvernd er þýðing á
enska orðinu ergonomics. Það er
dregið af grísku orðunum ergos sem
merkir „vinna“ og nomos sem merk-
ir „iög“. Merkingin er semsagt: Lög-
in um vinnuna. Frekari skilgreining
á vinnuvemd gæti verið á þá leið að
hún snúist um hönnun vinnustaða,
tóla og tækja, véla, söluvara, um-
hverfis og kerfa með tilliti til mann-
legs eðlis í sinni víðustu mynd. Átt er
við líkamlega getu mannsins og bæði
lífeðlislega og sálfræðilega eigin-
leika. I einni setningu er vinnuvernd
því þverfagleg rannsóknarhefð sem
beinir sjónum að einstaklingnum og
tengslum hans við umhverfið.
Tilgangurinn með því að taka
ávallt tillit til þessara þátta er tví-
þættur. Annars vegar að auka vellíð-
an og ánægju starfsfólks og hins veg-
ar að auka framleiðni og þannig bæta
hag fyrirtækja. Auðvitað eru ekki
skýr skil á þessum tveimur þáttum
en það er gagnlegt að gera þennan
greinarmun. Annars vegar er það
hagur starfsfólksins og hins vegar
fyrirtækjanna eða stofnananna
sjálfra. Áf þessu leiðir að það er allra
hagur að tillit sé tekið til vinnuvernd-
ar við hönnun vinnuumhverfis.
Til er undirflokkur í vinnuvernd-
arfræðum sem snýr að vinnuvernd
þeitra sem vinna skrifstofustörf. All-
ir vita að tölvur hafa breytt vinnu-
ferli til mikilla muna en það sjá ekki
allir að starfsfólk verður að breyta
því hvernig unnið er á tölvumar.
Meðvitund stjórnenda um rangar
starfsaðferðir er þó sífellt að aukast
og verið er að leita lausna. Til að
finna lausnir þarf að skilgreina vand-
ann. I stuttu máli er vandinn sá að
líkamsstaða er röng, vinnuaðstaða
illa sett upp, starfsfólk situr of lengi
við í einu, slæm sjón og einhæfar
hreyfingar.
Hugtakið ömgg tölvunotkun skýt-
ur sífellt oftar upp kollinum. Það vís-
ar til þess hvernig megi koma í veg
fyrir að álagið sem fýlgir tölvuvinnu
nái að skemma okkur. Allt of margir
leyfa sér að skemma líkama sinn áð-
ur en leitað er lausna og eyða síðan
stórfé í endurhæfingu. Omgg tölvu-
notkun á þannig að spara tíma og
peninga bæði fyrir vinnuveitendur
og starfsfólk.
En um hvað snýst öragg tölvu-
notkun? Ömgg tölvunotkun snýst
um að vinna á þann hátt að þekkt
vandamál skjóti ekki upp kollinum
og fari að valda ama. Til er mikið af
ráðum sem fólki er sagt að fara eftir;
s.s. að setja vinnuaðstöðuna upp rétt,
sitja beinn í baki, nota svokallaða
gel-púða undir úlnliði og svo fram-
vegis. Öll era þessi ráð góð og gild
nema að þau henta ekki öllum. Til
dæmis er ekki til nein rétt uppsett
vinnuaðstaða sem hentar öllum, ef
setið er með beint bak allan daginn
verður álag á mjóhrygg og mjaðmir
of mikið og gel-púðar geta valdið
miðtaugarþvingun í úlnlið (e. Cai-pal
Tunnel Syndrome) ef
úlnliðir hvíla alltaf á
þeim. Það er ekki þar
með sagt að hugtakið
öragg tölvunotkun eigi
ekki rétt á sér. Það er
einfaldlega sífellt að
breytast hvað átt er við
með öruggri tölvunotk-
un og með meiri rann-
sóknum fara línumar
að skýrast.
í dag snýst öragg
tölvunotkun aðallega
um femt. Að setja
vinnuumhverfið þann-
ig upp að það henti
hverjum og einum. Að
taka stutt hlé á fimm-
tán til tuttugu mínútna
fresti og gera æfingar. Hafa starfs-
ferla fjölbreytta og láta athuga sjón-
ina. Öll eru þessi atriði góð og gild.
Hér verður eitt þeirra rætt nánar.
Ástæðan er sú að það er bæði einföld
og ódýr lausn sem getur skilað góð-
um árangri.
Stutt hlé með reglulegu millibili og
Vinnuvernd
Tilgangurinn er annars
vegar að auka vellíðan
og ánægju starfsfólks,
segir Hinrik Sigurður
Jóhannesson, og hins
vegar að auka fram-
leiðni og þannig bæta
hag fyrirtækja.
æfingar meðan á þeim stendur er
eitthvað sem allir geta gert og flestir
sjá í hendi að skiptir máli. Að líta að-
eins af skjánum og teygja úr þreytt-
um útlimum hleypir nýju lífi í þá sem
hafa setið lengi við það sama, hvort
sem þeir vora að vinna við tölvu eða
ekki. Það er þó ekki sama að standa
einu sinni upp fyrir hádegi og einu
sinni eftir hádegi eða taka hlé á
skipulegan hátt og gera hlé-æfingar í
þeim. Það er svo að fjöldinn telur
miklu meira en tíminn sem varið er í
hvert og eitt.
Eina spurningin sem hefur verið
að valda mönnum hugarangri er
hvemig sé hægt að stuðla að því að
starfsfólk taki þessi hlé og geri æf-
ingarnar. Til era ýmsar lausnir á
þessu vandamáli. Ein er að öskra yfir
mannskapinn á hálftíma fresti að nú
skuli allir taka hlé og gera æfingar.
Sú hefur þó ekki mælst vel fyrir.
Ekki fyrir mörgum áram áttaði sig
einhver á því að þar sem fólkið er
meira og minna að vinna við tölvur
lægi auðvitað í hlutarins eðli að gott
væri að nýta tölvumar til að minna
fólk á að taka þessi hlé og sýna því
æfingar. Nú era forrit af þessu tagi
komin á markað og hafa reynst vel í
baráttunni gegn álagseinkennum.
Virka nákvæmlega eins og til er ætl-
ast, minna á hlé og sýna æfingar.
Forrit af þessum toga eiga að vera
og era flest lítil þannig að ekki fer
mikið rými hvorki í vinnsluminni né
á harða diskinum undir þau. Einnig
era þau flest ódýr og því gefst fyrir-
tækjum og stofnunum tækifæri til að
gera vel við starfsmenn án þess að
kosta miklu til og í sama mund er
verið að vinna á öflugan og áhrifarík-
an hátt að bættri afkomu.
Höfumiur stnrfnr scm verkefnis-
stjóri hjá Nútfma sumskiptum ehf.
Hinrik Sigurður
Jóhannesson